Morgunblaðið - 07.05.2009, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 07.05.2009, Qupperneq 2
2 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. MAÍ 2009 Heimsferðir bjóða frábært tilboð á síðustu sætunum til Mallorca 26. maí í 8 nætur. Þú bókar sæti og 4 dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir. Gríptu tækifærið og njóttu lífsins í sumarbyrjun á þessari einstöku sumarleyfisperlu. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. Verð kr. 59.990 8 nætur Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára í íbúð í 8 næt- ur. Stökktu tilboð. Verð m.v. 2-3 í stúdíó / íbúð kr. 69.990. Aukavika kr. 20.000. 8 nátta ferð - allra síðustu sætin! Stökktu til Mallorca 26. maí frá kr. 59.990 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is Sunnudagur Ragnhildur Sverrisdóttir, ritstjórnarfulltrúi, rsv@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Eftir Andra Karl andri@mbl.is „BÁÐIR flokkar hafa þá afstöðu að vilja fara í breytingar í sjávarútvegsmálum. Við höfum hins vegar alltaf sagt, eða að minnsta kosti ég, að það þurfi að vanda sig í öllu sem lýtur að þessari mik- ilvægu atvinnugrein okkar. Hún er auðvitað í við- kvæmri stöðu með sínar miklu skuldir. Ef þetta verður í mínum höndum, og eitthvað sem ég ber ábyrgð á, verður ekkert ábyrgðarleysi í því,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, spurður út í frétt Morgunblaðsins í gær- dag þess efnis að stjórnarflokkarnir ætluðu ekki að ráðast í róttækar breytingar á fiskveiðistjórn- unarkerfinu á næstunni. Jóhanna Sigurðardóttir, formaður Samfylking- arinnar, svaraði spurningum blaðamanns frétta- vefs Morgunblaðsins, mbl.is, hins vegar afdrátt- arlaust. Jóhanna sagði að stefna beggja flokka væri að kalla aflaheimildir inn í áföngum og sú leið yrði farin. Flokkarnir funduðu stíft í gærkvöldi um stjórn- arsáttmála sem að öllum líkindum verður kynntur almenningi á laugardaginn. Steingrímur og Jó- hanna voru á einu máli um það að vinnan gengi vel. Jóhanna sagði ekkert hafa komið upp sem breytti því að ný ríkisstjórn yrði kynnt um helgina. Stein- grímur bætti því við að til lands sæist í flestum efnum „En það er náttúrlega ekki búið að ganga frá samkomulagi um neitt fyrr en það er búið að klára allt. Það er heildarmyndin sem að lokum verður metin.“ Steingrímur sagði að um leið og niðurstaða fengist væri hægt að tímasetja hvenær þing yrði kallað saman. Hann sagði ennfremur að þess þings biðu ærin verkefni. „Ekkert ábyrgðarleysi“  Steingrímur J. Sigfússon segir að ríkisstjórnin verði að vanda sig þegar kemur að breytingum á fiskveiðistjórnunarkerfinu  Fundað er stíft um stjórnarsáttmála Morgunblaðið/Árni Sæberg Ábyrgðarfullur Steingrímur J. Sigfússon, for- maður VG, var á þönum í gærdag á milli funda. Fagur fiskur Krakkarnir í 2. og 3. bekk Ingunnarskóla höfðu gaman af verkefni sem þau luku við nýlega og tengdist þemadögum. Var það unnið í listgreinum og að sögn Ragnheiðar Skúladóttur stigstjóra var þemað nú fiskar og fjaran. „Við fengum ekta fisk, sem kom til okkar í kælikassa, og börnin völdu sér fisk til að mála,“ segir Ragnheiður. Myndin var svo þrykkt á efni og úr saumaðir púðar. Herlegheitin enduðu svo í neti uppi á vegg. Morgunblaðið/Heiddi 100 fiskipúðar í netinu RÚMLEGA 60% þjóðarinnar eru mjög eða frekar hlynnt því að fara í aðildarviðræður við Evrópusam- bandið. Tæp 27% eru því andvíg en 11,8% tóku ekki afstöðu. Kemur þetta fram í könn- un, sem Gallup gerði fyrir Rík- isútvarpið. Er spurt var um afstöðu til að- ildar að ESB voru hóparnir næstum jafnstórir, 38,6% á móti aðild en 39% studdu aðild. 22,4% tóku ekki afstöðu. Er stuðningur við aðild mun meiri í Reykjavík og nágrenni en á landsbyggðinni. Meirihluti er fyrir aðild- arviðræðum í öllum flokkum nema Sjálfstæðisflokki. Yfir 90% Sam- fylkingarfólks vilja viðræður og um 80% aðild og meirihluti fyrir henni er einnig í Borgarahreyfingu. Í öðr- um flokkum eru fleiri andvígir. 47% vinstri grænna eru hlynnt því að fara í viðræður við ESB. Í netúrtaki voru 1.300 manns og var svarhlutfall ríflega 60%. svs@mbl.is Rúm 60% styðja viðræður við ESB ILLUGI Gunn- arsson var í gær kjörinn formað- ur þingflokks sjálfstæðismanna á fundi flokksins. Ragnheiður Elín Árnadóttir var kjörin vara- formaður þing- flokksins á sama fundi og Einar K. Guðfinnsson rit- ari þingflokksins. Illugi gegndi stöðu varaformanns þingflokksins á síðasta kjörtímabili, en hann var fyrst kjörinn á Alþingi í maí 2007. Illugi er hagfræðingur og með MBA-gráðu. Illugi kjörinn þing- flokksformaður Illugi Gunnarsson SVEITARSTJÓRN Hvalfjarð- arsveitar hefur ákveðið að segja upp samningi sveitarfélagsins við Strætó bs., en fyrirhugað var að strætó gengi um Hvalfjarðarsveit og til Borgarness. Borgarbyggð hefur þegar sagt upp samningum við Strætó um akstur til og frá Borgarnesi, að því er segir á vef Skessuhorns. Strætó ekur ekki um Vesturland Eftir Andra Karl andri@mbl.is REIKNAÐ tap í ársreikningi Reykjanesbæjar fyrir síðasta ár nam rúmum átta milljörðum króna. Fimm milljarðar eru vegna gengistaps og neikvæðra fjármagnsliða. Árni Sigfússon bæjarstjóri er þrátt fyrir allt bjart- sýnn á framhaldið. Stærsti liðurinn er vegna Hita- veitu Suðurnesja eða fjórir milljarð- ar. Reykjanesbær á 35% í hitaveit- unni og þarf að skrá tap af 11,7 milljarða tapi HS. „Við höfum ekki horft á það í þessu samhengi en við höfum lýst yfir miklum áhuga á að eignast meirihluta í HS-veitum en fara úr samkeppnisrekstrinum sem fylgir HS-orku,“ segir Árni og bætir við að hann eigi von á að þær breyt- ingar gangi í gegn á árinu. Reykja- nesbær á um fimmtán milljarða í hitaveitunni en í reikningum bæjar- ins er það skráð sem fimm milljarða eign. Árni segir ýmsa hafa sýnt áhuga á eignarhlutnum. Horfir til atvinnuverkefna Spurður hvernig bæjarfélagið ætli að vinna úr þessu málum segir Árni að þar sem um reiknaðar tölur sé að ræða, sem að mestum hluta snúi að gengistapi, sé einfaldast að segja að með því að gengið styrkist snúist þetta við. „Sama gildir um önnur sveitarfélög og fyrirtæki. Það verður ekki búið við þetta lengi. Það liggur í augum uppi.“ Árni segir vera horft til fjölda at- vinnuverkefna, s.s. álvers, kísilvers og gagnavers auk mikilla fjárfest- inga í ferðaþjónustu. Hins vegar þurfi til ríkisstjórn sem standi með bæjarfélaginu og vinni verkefnin með því. Gengistapið vegur þungt  Reiknað tap í ársreikningi Reykjanesbæjar fyrir síðasta ár nam 8 milljörðum króna  Fjórir milljarðar kr. vegna HS Milljarður vegna framkvæmda í Helguvík 2,4 milljörðum hærri fjármagnsliðir bæjarsjóðs Rekstrartekjur 100 milljónum undir áætlun Bæjarstjórinn bjartsýnn á framhaldið Miklar fjárfestingar í áhugaverðum verkefnum Árni Sigfússon Fyrningarleið víst farin mbl.is | SJÓNVARP

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.