Morgunblaðið - 07.05.2009, Page 29

Morgunblaðið - 07.05.2009, Page 29
Minningar 29 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. MAÍ 2009 Auður Ruth Torfadóttir ✝ Auður RuthTorfadóttir fædd- ist í Reykjavík 22. júní 1939. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 21. apríl síðastliðinn og fór út- för hennar fram frá Grafarvogskirkju 27. apríl. Meira: mbl.is/minningar ✝ Sigursveinn Ingi-bergsson fæddist að Sandaseli í Með- allandi, Leiðvall- arhreppi í Vestur- Skaftafellssýslu 27. nóvember 1928. Hann lést á heimili sínu 25. apríl sl. Foreldrar hans voru hjónin Ingiberg- ur Sveinsson f. 20.4. 1898, d. 17.1. 1991 og Arn- fríður Sigurbergs- dóttir f. 12.4. 1895, d. 17.9. 1989, búendur að Sandaseli í Meðallandi og í Skammadal í Mýr- dal. Systkini Sigursveins voru. 1) Kristinssyni f. 9.2. 1933, þeirra börn. a) Arna Sigríður Brynjólfsdóttir f. 8.7. 1958, gift Guðna Bjarnasyni f. 19.4. 1953, þeirra börn. a1) Bryndís Guðnadóttir f. 9.3. 1979, gift Guð- mundi Ólafi Sigurðssyni, f. 14.6. 1975, a2) Brynjar Guðnason f. 4.12. 1989, Ásdís Birta f. 9.1. 1996. b) Kristinn Brynjólfsson f. 15.10. 1959 kvæntur Heiðu Ósk Stefánsdóttur f. 1.1. 1961. Þeirra börn. b1) Auður Dagný Kristinsdóttir f. 26.6. 1982 gift Gísla Kristjánssyni f. 1980. b2) Arnar Freyr Kristinsson f. 24.8. 1992, b3) Elísa Ósk Kristinsdóttir f. 31.7. 2000. c) Sæunn Brynjólfsdóttir f: 31.7. 1964, maki: Peter Lommerse f: 10.4. 1961, þeirra börn: c1) Íris Lommerse f: 5.9. 1993 og c2) Björk Lommerse f: 5.7. 1996. Lára Ingi- bergsdóttir f. 3.1. 1939, d. 5.8. 1998. Hennar barn. a) Arn- fríður Tómasdóttir f. 12.7. 1961, hennar börn. a1) Ásdís Hafliðadóttir f. 1.10. 1982, hennar sambýlismaður. Einar Hannes Harðarson f. 26.5. 1984, þeirra börn. aa1) Andri Fannar Einarsson f. 30.11. 2005 og óskírð Einarsdóttir f. 23.4. 2009. a2) Arnar Tómas Birgisson f. 28.4. 1995. Sambýlismaður Arn- fríðar er Arnar Helgason Ar- inbjarnar f. 27.2. 1960, þeirra barn a3) Lára Margrét Arinbjarnar f. 13.6. 2000. Fimmtán ára gamall fór Sig- ursveinn til Vestmannaeyja og vann þar í landi og til sjós. Sjómennsku hélt hann svo áfram á bátum og tog- urum. Hann útskrifaðist úr fiski- mannadeild Stýrimannaskólans 1958 og síðan úr farmannadeild sama skóla 1965. Eftir það var hann stýrimaður og afleysingarskipstjóri á bátum, togurum og farskipum. Eftir að Sigursveinn hætti til sjós vann hann í Álverinu í Straumsvík og að síðustu var hann vaktmaður hjá Landssímanum. Jarðarför Sigursveins fer fram frá Fossvogskapellu í dag, 7. maí, og hefst athöfnin kl. 13. Einar Þorsteinsson hárskeri í Vest- mannaeyjum og í Reykjavík, sam- mæðra, kvæntur Hen- nýju Dagnýju Sig- urjónsdóttur f. 29.4. 1922, d. 26.1. 2005. Þeirra börn. Páll Heiðar f. 13.2. 1957 og Arnfríður f. 1.4. 1960 gift Brynjari Þór Níelssyni, þeirra börn. Einar f. 16.3. 1989 og Helgi f. 15.11. 1991.Gróa Ingibergs- dóttir f. 27.3. 1927, d. 6.10. 2008. Ás- dís Ingibergsdóttir f. 17.6. 1931, d. 25.7. 2007, gift (skilin) Brynjólfi Kær vinur er fluttur yfir á annað tilverustig, vinur sem maður var í daglegu símasambandi við. Ég er ekki búinn að átta mig ennþá á því að Svenni sé farinn. Stend mig oft að því að taka upp símann til að fá upplýsingar, segja honum frá ein- hverju og til að heyra smitandi hlátur hans, sem var nú ekkert smáræði. Við Svenni vorum bekkjarbræður úr farmannadeild í Stýrimannaskól- anum. Hann var aldursforseti í bekknum og hann var valinn í það heiðursembætti að hringja inn og út í kennslustundir. Í lokaprófunum hringdi í mig skipstjóri og bauð mér stýrimannsstarf en bað mig um það í leiðinni að útvega annan stýrimann. Ég talaði við Svenna og tók hann boð- inu vel. Daginn eftir urðum við Svenni að taka þau próf sem eftir voru og síðan beint um borð í síld- arflutningaskipið Dagstjörnuna (ex Þyril). Þar vorum við í eitt ár en síðan skildi leiðir í 8 ár. Þá bauðst mér skip. Ég hringdi í Svenna og hann var til í að koma sem stýrimaður til mín. Mig vantar líka íbúð, sagði ég. „Ég skal leigja þér íbúð,“ sagði Svenni. Mín fjölskylda var í þeirri íbúð í fjögur ár. Við Svenni vorum á Suðra í níu mán- uði og Svenni leysti mig af sem skip- stjóri. Skipið var selt. Nokkrum mán- uðum seinna kom Svenni sem 1. stýrimaður á Hvalvíkina og leysti líka þar af sem skipstjóri. Hann fór nokkru seinna í land og vann í ál- verinu í Straumsvík og endaði sinn vinnuferil sem vaktmaður hjá Lands- símanum. Þegar hann var ungur háseti á togaranum Karlsefni, fékk Svenni á sig brot, sem varð þess valdandi, að hann þurfti á efri árum að gangast undir mjaðma- og hnéaðgerðir. Svenni var ungur í anda, þótt ævin væri orðin löng. Lagði stund á stjörnufræði og aðra heilaleikfimi. Hann stofnaði ekki fjölskyldu en hafði gaman af að vera í vinahópi og skeggræða og þá oft á léttari nótun- um. Ók með vinum sínum um landið og stundaði veiðar í ám og vötnum. Þótt hann legðist undir hnífinn nokkrum sinnum og væri orðinn þéttur á velli lét hann það lítið á sig fá og var furðu léttur í hreyfingum. Þessvegna er erfitt að sætta sig við þessi snöggu umskipti. Þar fór skemmtilegur vinur, sem mátti ekki vamm sitt vita. Ég votta fjölskyldu Sigursveins mína dýpstu samúð. Guðmundur Arason Sigursveinn Ingibergsson ✝ Jón Magnús Guð-mundsson fæddist í Reykjavík 19. sept- ember 1920. Hann lést á Hjúkr- unarheimilinu Eir 22. apríl sl. Hann var sonur hjónanna Guð- mundar Jónssonar togaraskipstjóra, f. í Reykjavík 12.6. 1890, d. 6.9. 1946, og Ingi- bjargar Pétursdóttur húsfreyju, f. í Svefn- eyjum 20.9. 1892, d. 24.12. 1980. Systkini Jóns eru Pétur skipstjóri, f. 18.12. 1917, d. 21.5. 1984, Andrés Hafliði lyfsali, f. 10.7. 1922, Sveinn garð- yrkjubóndi, f. 7.6. 1924, d. 27.8. 1986, Þórður vélstjóri, f. 13.4. 1926, d. 12.12. 2004, og Ingibjörg, f. 29.6. 1931, d. 9.9. 1931. Jón kvæntist 26.10. 1951 Málfríði Bjarnadóttur lyfjafræðingi, f. 9.1. 1925. Foreldrar hennar eru Bjarni Snæbjörnsson læknir og alþing- ismaður, f. 8.3. 1889, d. 24.8. 1970, og Helga Jónasdóttir, f. 21.12. 1894, d. 2.6. 1989. Börn Jóns og Málfríðar eru fimm og fyrir átti Jón eina dóttur: 1) Sólveig Ólöf, f. 19.2. 1949, móðir Ásdís Sigfúsdótt- ir, f. 27.11. 1919. Maki Pétur Rúnar Guðmundsson, f. 22.2. 1948. Börn þeirra eru a) Guðmundur Hrannar, f. 31.12. 1967, k. Elín B. Gunn- arsdóttir, börn þeirra Eva Sólveig, 10.8. 1962, k. Kristín Sverrisdóttir, f. 26.7. 1963. Börn þeirra Hrefna, f. 4.2. 1991, María Helga, f. 9.10. 1993, Jón Magnús, f. 11.6. 1998, og Sverrir, f. 16.6. 2003. Jón flutti með foreldrum sínum að Suður-Reykjum í Mosfellssveit 1926. Að loknu búfræðiprófi 1942 lagði hann stund á alifuglarækt við University of Wisconsin 1945-1947, í Svíþjóð 1949 og Washington 1961. Jón var bóndi á Reykjum í Mos- fellssveit 1947-2000 og frum- kvöðull í alifuglarækt. Hann var oddviti Mosfellshrepps 1962-1981, hreppstjóri 1984-1990 og varð heiðursborgari Mosfellsbæjar 2000. Jón var mikill hugsjóna- og félagsmálamaður. Hann keppti í íþróttum og var virkur í íþrótta- hreyfingunni, sat m.a. í stjórn FRÍ um árabil og var sæmdur gull- merki þess og heiðursmerki Íþrótta- og ólympíusambands Ís- lands og var heiðursfélagi í Ung- mennafélaginu Aftureldingu. Hann starfaði í ýmsum samtökum bænda og var formaður stjórnar Mjólk- urfélags Reykjavíkur frá 1977- 1999. Jón var mikill hestamaður og sinnti störfum fyrir þeirra samtök, var m.a. í stjórn LH um árabil og sæmdur gullmerki þess. Jón var stofnfélagi í Karlakórnum Stefni og söng með fleiri kórum, m.a. Karlakór Reykjavíkur um árabil. Jón var virkur í frímúrarareglunni og stofnfélagi í frímúrarastúkunni Glitni í Reykjavík. Hann var stofn- félagi í Lionsklúbbi Kjalarnesþings og starfaði í mörgum fleiri fé- lögum. Útför Jóns fer fram frá Lang- holtskirkju í dag, 7. maí, kl. 13. Meira: mbl.is/minningar Ásdís Eir og Erla Margrét. b) Birgir Tjörvi, f. 11.5. 1972, k. Erla Kristín Árna- dóttir, börn þeirra Kristín Klara og Árni Pétur. c) Ásdís Ýr, f. 17.3. 1976, m. Har- aldur Örn Ólafsson, dóttir þeirra Sólveig Kristín. d) Bryndís Ýr, f. 17.10. 1978, m. Jürgen Maier, börn þeirra Ísak Þorri, Freyja og Marta. 2) Guðmundur, f. 28.8. 1952, k. Þuríður Yngvadóttir, f. 11.6. 1952. Börn þeirra eru a) Mál- fríður, f. 19.7. 1977. b) Yngvi, f. 8.8. 1984, k. Sigrún Melax, dóttir þeirra Þuríður. c) Ingibjörg Ásta, f. 8.8. 1987. 3) Helga, f. 18.6. 1954, m. Magnús Guðmundsson, f. 21.11. 1952. Börn þeirra Jón Bjarni, f. 27.12. 1981, og Árni, f. 4.4. 1985. 4) Bjarni Snæbjörn, f. 6.1. 1956, k. Björg Kristín Kristjánsdóttir, f. 27.12. 1954. Börn þeirra eru: a) Þórður Illugi, f. 23.1. 1980, k. Harpa Rún Eiríksdóttir, börn þeirra Ólafur Jón Guðjónsson og Bjarni Snæbjörn. b) Kristján Sturla, f. 17.1. 1985. c) Málfríður, f. 13.3. 1991. 5) Eyjólfur, f. 30.8. 1960, k. Auður Ósk Þórisdóttir, f. 31.12. 1961. Synir þeirra Snæbjörn Þórir, f. 1.2. 1993, og Þorsteinn Orri, f. 7.9. 1997. 6) Jón Magnús, f. Jæja Jón minn, þá er komið að leiðarlokum. Við vorum samferða í lífinu í yfir 30 ár. Ég held ég megi segja að okk- ar samskipti hafi alltaf einkennst af gagnkvæmri virðingu og væntum- þykju. Þú varst jú pabbi hans Bjarna og þráðurinn á milli ykkar var alltaf mjög sterkur og ég fann svo vel hvað þér þótti vænt um hann. Frá svona löngum tíma er margs að minnast. Minningin um þig er sterk og skýr. Þú varst höfuð fjöl- skyldunnar og Fríða var kletturinn. Þú minntir mig alltaf á ítalskan guð- föður þegar þú sast við endann á borðstofuborðinu á Reykjum með alla fjölskylduna við borðið. Þá held ég, að þér hafi innst inni liðið best. Einhverra hluta vegna fengu strákarnir í fjölskyldunni meiri at- hygli en stelpurnar. Þú varst áhuga- samur um að hafa þá með þér og kenna þeim handtökin og leiðbeina. Synir mínir Þórður og Kristján væru svo miklu fátækari ef þín hefði ekki notið við. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Björg Kristín Kristjánsdóttir. Jón á Reykjum er látinn. Ég kynntist Jóni þegar ég kom inn á heimili hans sem tilvonandi tengda- sonur snemma á áttunda áratugnum. Eftir að hann hafði komist að því hverra manna ég var og minnst þess að hafa keypt bolakálf af afa mínum, Bjarna í Víðistöðum, tók hann mér mjög vel og þannig voru samskiptin eftirleiðis. Að hætti þeirra tíma var ég með sítt hár og skegg, en Jón var af þeirri kynslóð Íslendinga sem lét sér helst ekki vaxa skegg og var lengst af burstaklipptur. Hann var óþreytandi alla tíð að gera athuga- semdir við þessa tísku, ýmsum ná- komnum til nokkurs ama. Þannig lá hann aldrei á skoðunum sínum, enda var ævinlega unnt að skeggræða við hann um pólitík og dægurmál þótt sjaldan værum við á einu máli. Jón kunni þá list að ræða mál án þess að allt færi í háaloft, en nú á tímum eru allir hættir að ræða um pólitík í fjöl- skylduboðum til að koma í veg fyrir karp um aukaatriði. Jón sagðist hafa haft þá reglu að drífa í að ræða erfið mál. Ef hann átti fyrir höndum bæði erfið símtöl og skemmtileg, þá hringdi hann fyrst þau erfiðu. Ef hann hafði staðið í karpi við sveit- unga á fundi að kvöldi var hann oft mættur snemma daginn eftir til að leysa ágreining eða gera gott úr mis- klíð. Þegar við Bjarki Bjarnason hóf- um að skrifa sögu Mosfellssveitar fyrir nokkrum árum var gott að leita í smiðju Jóns, enda var hann mikill áhugamaður um varðveislu sögulegs fróðleiks og hvatamaður að stofnun Héraðsskjalasafns Mosfellsbæjar. Hann hafði verið oddviti í tæpa tvo áratugi og hreppstjóri í tæpan ára- tug, enda gerðu vinstrimenn hann að heiðursborgara Mosfellsbæjar þeg- ar þeir náðu völdum af Sjálfstæðis- flokki. Jón var jafnan með skýringar og skemmtisögur á reiðum höndum, og hafði það viðmið að ekki skyldi láta góða sögu gjalda sannleikans. Síðasta áratuginn lagði hann rækt við ljósmyndasafn sitt og lagði mikla áherslu á að skrá nöfn fólks á göml- um myndum. Síðustu æviár Jóns voru honum á margan hátt erfið. Spretthlauparinn var kominn í hjólastól og hann fann ekki alltaf réttu orðin. Það gramdist honum enda skapmaður og hafði jafnan mikið til málanna að leggja. Nýlega kom ég til hans á Eir og eftir að hafa heilsað með kossi gestum sem þar voru fyrir sneri ég mér að honum. Hann sagði þá stundarhátt: „Ekki kyssa mig!“ og brosti svo í kampinn. Samræður urðu ekki lengri að sinni en húmorinn var á sínum stað. Jón lét verkin tala á meðan kraftar leyfðu. Hann hafði þann sérstaka hæfileika að geta haf- ið störf um kl. fimm að morgni og lokið dagsverki um hádegi. Það var eins gott því áhugamálin voru gríð- arlega mörg og lét hann til sín taka í íþróttahreyfingunni, í sveitarstjórn- armálum, í kórsöng, meðal hesta- manna og í fjölmörgum samtökum bænda svo fátt eitt sé talið. Hann var afar stundvís – að sumra mati um of – og mætti vel tímanlega á fundi, í heimsóknir eða á önnur mannamót. Þannig var hann fyrir nokkru albú- inn að mæta sínu skapadægri. Ég þakka fyrir mig. Minningin lifir. Magnús Guðmundsson. Góður maður er genginn. Látinn er föðurbróðir minn, Jón M. Guðmundsson, bóndi á Reykjum í Mosfellsbæ. Ég hef verið honum samferða frá fæðingu og aldrei hefur borið skugga á vinskap okkar og frændsemi og ég hef alltaf verið hreykinn af honum frænda mínum. Glæsilegur, hress og skemmtileg- ur og það gustaði af honum hvar sem hann fór, enda átti það fyrir honum að liggja að verða forystumaður á flestum þeim sviðum er hann lét til sín taka. Ég var svo lánsamur að eiga þess kost að vera á Reykjum meira og minna frá barnæsku og fram á ung- lingsár. Þar var ég í góðu yfirlæti undir verndarvæng frænda míns, hans elskulegu eiginkonu Fríðu og ömmu minnar Ingibjargar. Jón réð mig í vinnu 9 ára, sem kúa- smala, sem var mikil upphefð. Á Reykjum lærði ég að vinna og naut þar leiðbeininga frænda míns við hin ýmsu störf sem til féllu í sveitinni. Hann gat verið strangur ef eitthvað fór úrskeiðis, en var alltaf sanngjarn og leiðrétti í rólegheitum það sem miður fór. Jón áttaði sig á því að nauðsynlegt var að treysta fólki, en jafnframt að gæta þess að ábyrgðin yrði því ekki ofviða. Hann úthlutaði gjarnan verk- efnum sem í fólst ákveðin áskorun og voru erfið, en hann vissi að við réðum við. Þannig lagði hann sitt af mörkum til að koma mér og öllum þeim fjölda unglinga sem dvöldu á Reykjum í lengri eða skemmri tíma til manns og fyrir það er þakkað að leiðarlok- um. Jón var á yngri árum afreksmaður í íþróttum, keppnismaður í frjáls- íþróttum, knattspyrnu og hand- knattleik með Aftureldingu. Það þarf því ekki að koma á óvart að íþróttir voru iðkaðar af miklu kappi á Reykjum í gamla daga undir forystu Jóns frænda míns. Hann var lands- frægur hestamaður og átti alltaf góða hesta og betri kennara í um- gengni við hestana og reiðmennsku var ekki hægt að hugsa sér. En að því kom að sumardvalir mínar á Reykjum hættu. Vinátta okkar Jóns hélst óbreytt og ávallt fylgdist hann vel með því sem ég tók mér fyrir hendur og varla leið sú vika að við ekki hefðum sam- band. Jón átti viðburðaríka ævi og upp- lifði miklar breytingar í þjóðfélag- inu. Hann var frumkvöðull í búskap- arháttum og óhræddur við að innleiða nýjungar. Stóð í brúnni þeg- ar Mosfellssveit breyttist úr sveit í bæ og fór það vel úr hendi. Í einkalífinu var hann mikill gæfu- maður. Átti yndislega konu og glæsi- lega afkomendur, sem nú kveðja ást- kæran eiginmann, föður, afa og langafa. Þessi kveðjuorð eru sett á blað í byrjun sumars þegar lóan er farin að kvaka, grasið að grænka og sólin hækkar á lofti. Það er sjálfsagt þess vegna að hugurinn leitar aftur í tím- ann þegar lítill strákur vestur í bæ beið þess fullur tilhlökkunar að kom- ast í sveitina. Jón var væntanlegur á jeppanum að sækja strákinn og loksins kom hann í kakíjakkanum með sixpens- arann á höfðinu, útitekinn og bros- mildur og þá urðu miklir fagnaðar- fundir. Þannig mun ég geyma í huga mínum minninguna um frænda minn og þakka forsjóninni fyrir að hafa verið honum samferða um tíð. Það voru mikil forréttindi. Hvíl í friði, kæri frændi. Guðmundur Pétursson. Meira: mbl.is/minningar Jón M. Guðmundsson  Fleiri minningargreinar um Jón M. Guðmundsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.