Morgunblaðið - 24.05.2009, Page 18

Morgunblaðið - 24.05.2009, Page 18
Þórdís er fædd 13. júní 1963. Hún er útskrifuð úr Æfinga- skóla KHÍ ’79, Mennta- skólanum í Reykjavík ’83, Leiklistarskóla Ís- lands ’87 og rekstrar- og viðskiptanámi hjá Endurmenntun HÍ árið 2000. Lék hjá Þjóðleik- húsinu, Leikfélagi Ak- ureyrar, leikhópum og í útvarpi og sjónvarpi 8́7-́94. Einnig hefur hún unnið að dag- skrárgerð, leik- listarkennslu á öllum skólastig- um, námsefn- isgerð og fleiru. Hún starfaði á Rás 1 ’93- ’95 og hefur verið fréttamaður á Frétta- stofu Ríkisútvarpsins frá 1995. Hún hefur unnið að félagsstörfum, m.a. árum saman í stjórnum Félags ís- lenskra leikara og Félags frétta- manna. Hún stofnaði Leikhús í tösku árið 1989 og hefur sýnt leikrit sitt, Grýla og jólasveinarnir, í leik- og grunnskólum á hverju ári síðan þá. Synir Þórdísar eru Arnljótur Björn f. ’90 og Hrólfur f. ’99. Foreldrar Þórdísar og Eddu eru Arnljótur Björnsson, prófessor við lagadeild HÍ og síðar hæstarétt- ardómari, sem nú er látinn og Lovísa Sigurðardóttir, framhalds- skólakennari á eftirlaunum og margfaldur Íslandsmeistari í bad- minton. Til viðbótar eiga þær systkinin Sigurð f. ’68 og Ingi- björgu f. ’72. Fínar Systurnar Edda, t.v. og Þórdís í sínu fínasta pússi. ÞÓRDÍS ARNLJÓTSDÓTTIR 18 Tengsl MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. MAÍ 2009 Eftir Ingu Rún Sigurðardóttur ingarun@mbl.is Þórdís: „Það er eitt og hálft ár á milli okkar Eddu og ég man ekki eftir mér öðruvísi en með henni. Þegar ég var sex ára fluttum við í Hjálmholtið, bestu götu á Íslandi, og bjuggum þar til tvítugs. Þar var líf og fjör og margir krakkar. Edda hélt til dæmis skemmtanir og söng. Við systurnar lékum okkur mjög mikið saman, og erum ennþá heilmikið saman. Þegar við vorum litlar byrjaði Edda í ýmsu tómstundastarfi en hætti oft fljótlega, nema hún var lengi í fimleikum. Ég var í öllu mögu- legu og lengi í ballett. Hún var meira heima og lenti frekar í því að passa tvö yngri systkini okkar. Edda var miklu betri í því að passa krakka en ég fór aldrei í vist eins og hún. Ég var meira í tómstundum, kannski til þess að flýja það að vera elsta systir og bera ábyrgð. Yngri systkini okkar minnast hennar áreið- anlega sem betri systur því ég var ekki eins mikið til staðar. Ég man eftir einu skipti þegar við klæddum bróður minn og vin hans í prinsessukjólana okkar. Við köll- uðum Sigga bróður Hönnu Sirrý! Það var gott að búa í Hjálmholtinu en það er stutt frá Kjarvalsstöðum þar sem stundum mátti sjá erlent fyrirfólk sem var í heimsókn. Ég fór að sjá Margréti Danadrottningu, Karl Gústaf Svíakonung, Pompidou og Nixon. Ég vildi fylgjast með og vera þar sem hlutirnir voru að ger- ast. Edda veitti þessum hlutum minni athygli. Við höfum fylgst mikið að í gegn- um tíðina og líka í barneignum og það hefur eflt tengslin. Við höfum alltaf verið nánar en sambandið hef- ur frekar styrkst með tímanum. Dagsdagleg samtöl okkar snúast gjarnan um praktíska hluti, eitthvað tengt börnunum. Líflegar og uppátækjasamar Við þóttum báðar, kannski af því við vorum stelpur, mjög líflegar, vor- um aldrei kyrrar. Við vorum mjög uppátækjasamar og áttum marga vini. Við fluttum nokkrum sinnum til útlanda með fjölskyldunni út af vinnu pabba. Við strukum til dæmis af þremur barnaheimilum í Noregi! Erlendis þurftum við að bjarga okkur í nýju umhverfi en það lenti meira á mér en henni að tala. Edda lét mig meira um það, kannski af því að ég var eldri. Þarna var ómet- anlegt að vera með einhvern með sér á sama aldri. Það var mikill lærdóm- ur að prófa að vera í öðrum skólum en hér. Edda er rosalega hress og veru- lega skapgóð. Hún er jákvæð og dríf- andi, það er rosalegur kraftur í henni. Samskipti okkar eru góð, maður þarf kannski minna að tala saman þegar maður veit hvað hinn er að hugsa. Tengingin er sterk á milli okkar. Á gelgjuskeiðinu áttum við meira að segja okkar eigin orð yfir ýmsa hluti. Sterkari en ekki eins stríðin Ég var stríðnari en hún og hún þurfti oft að kvarta yfir mér. En hún er sterkari en ég svo ég komst ekk- ert upp með þetta lengi því hún gat haft mig undir. Við vorum látnar taka mikinn þátt í heimilisstörfunum og skiptum því á milli okkar. Við höfum aldrei farið í fýlu út í hvora aðra þó við höfum rif- ist. Það var ekkert hægt að fara í fýlu á svona stóru heimili! Fólk segir að við séum líkar og ruglast á okkur eins og gerðist bara rétt áðan. Ég segi oft við fólk: Við er- um líkar sín í hvoru lagi. Svo þegar þú sérð okkur saman þá erum við rosalega ólíkar. Fólki finnst við hafa svipað fas og hreyfingar. Ég myndi segja að hún væri glaðlegri en ég. Hún er svo skapgóð og hlær óvenju- legum hlátri. Þegar við bjuggum í Bandaríkj- unum á unglingsaldri var alltaf verið að spyrja okkur hvort við værum tví- burar. Þá móðguðumst við bara en okkur fannst við ekkert líkar. Svo af því að við vorum pæjulegar og ljós- hærðar var okkur líkt við sænskar fyrirsætur í skólablaðinu en ljósa hárið vakti athygli. Bikarar í staðinn fyrir styttur Við erum kannski frá óvenjulegu heimili. Mamma er margfaldur Ís- landsmeistari í badminton, var ósigr- andi í einliðaleik um margra ára skeið og fór ekki að tapa fyrr en hún spilaði á móti stelpum sem voru jafn- gamlar mér. Heima hjá öðrum voru styttur og skrautmunir á hillunum í stofunni en hjá okkur var fullt af bik- urum! Ég man að ég skammaðist mín fyrir það en á þessum aldri er maður svo viðkvæmur fyrir öllu sem er eitthvað öðruvísi. Við Edda eigum það samt sameig- inlegt að reyna báðar að halda okkur í sæmilegu formi þó við höfum ekki farið í íþróttirnar eins og mamma. Við systurnar vorum báðar í Herranótt en Edda lék síðan meira í Stúdentaleikhúsinu því ég var byrj- uð í Leiklistarskólanum á þeim tíma. Ég held hún hafi verið um tvítugt þegar hún ákvað að leggja leiklistina fyrir sig. Hún hefði getað gert hvað sem er og er góður námsmaður. Hún dansar mjög vel og syngur sömuleið- is vel. Hún hefur leikið fjölbreytt hlutverk en það væri gaman að sjá hana meira í kvikmyndum. Ég hef fylgst vel með henni og manninum hennar á sviði. Við erum í mjög miklu sambandi í dag. Þau eiga fjög- ur börn og lífið snýst líka mikið um fjölskylduna og heimili hennar er mjög fallegt. Edda er frábær systir og sérlega ráðagóð manneskja og ég veit að það eru margir sem leita til hennar. Hún gefur góð ráð, er jarðbundin og læt- ur ekki vaða yfir sig. Ég sæki oft ráð til hennar og hún er mér mikill styrkur.“ Þær eru báðar leik- konur þó önnur hafi síðustu ár orðið þekktari sem frétta- maður. Þórdís og Edda Arnljótsdætur eru samstiga systur í góðum tengslum. Líkar sín í hvoru lagi Edda fæddist 22. nóvember 1964. Hún lauk prófi frá Leiklistarskóla Íslands árið 1990 og hefur lengst af verið fastráðin hjá Þjóðleikhúsinu. Nýleg hlutverk þar voru í leikritunum Pétur Gautur, Fagnaður, Stórfengleg!, Hálsfesti Helenu, Konan áður, Sólarferð og Sumarljós. Edda er nýkomin frá Ástralíu þar sem Hamskiptin voru sýnd á ensku. Hún leikur ennfremur í væntanlegri þáttaröð Fangavaktarinnar og verður á fjölunum í verkinu Biederman og brennuv- argarnir, sem sett verður upp í Þjóð- leikhúsinu í leikstjórn Kristínar Jó- hannesdóttur í haust. Hún er jafnframt kjörin varaformaður Félags íslenskra leikara. Edda er gift Ingvari E. Sigurðssyni leikara og eiga þau fjögur börn, Áslák f. ’90, Snæfríði f. ’92, Sigurð f. ’98 og Hring f. ’99. EDDA ARNLJÓTSDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.