Morgunblaðið - 24.05.2009, Side 19

Morgunblaðið - 24.05.2009, Side 19
Morgunblaðið/Heiddi 19 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. MAÍ 2009 Edda: „Það var alltaf ægilega gaman hjá okkur. Mikil gleði og uppátektasemi réð ríkjum. Við brölluðum margt og vorum rosalega mikið saman fram öll barnaskólaárin. Það var helst á unglings- árunum að við áttum sinn vinahópinn hvor. Það var alltaf fjör með Þórdísi en hún var líka sú sem studdi mann. Ég var heppin að vera árinu yngri þannig að maður gat alltaf falið sig á bak við hana, látið hana tala fyrir sig og segja manni ýmislegt. Það er ár á milli okkar en stundum fannst mér ég vera miklu meira en ári yngri en hún. Við lékum okkur mikið, bæði úti og inni. Ég var í fimleikum og hún í ballett þannig að stof- unni var oft breytt í æfingasvæði. Einhver sagði að það væri ekki hægt að vita hvor endinn sneri upp á okkur og hvor niður því við vorum alltaf að standa á höndum. Við vorum líka oft léttklæddar heima. Einni vinkonu minni fannst það skrýtið að ég kæmi stundum á nærbuxunum til dyra! Ekki dugleg að passa Svo áttum við tvö yngri systkini og pössuðum þau heilmikið. Þórdís var reyndar ekki eins dug- leg að passa yngri systkinin. Hún var í ballett einhverja eftirmiðdaga og mamma í badminton og þá þurfti ég alltaf að passa litlu systur mína, mér fannst það svolítið svindl. Ég var líka að passa strákinn á neðri hæðinni og fór í vist tvisv- ar eða þrisvar sinnum. Það gerði Þórdís ekki, hún hafði ekki eins gaman af börnum og ég á þessum tíma. Ég var líka meira í dúkkuleik en hún. Hún var ári á undan mér í menntó og byrjaði í Herranótt og ég apaði það eftir henni. Ég fór reyndar ekki í Herranótt á fyrsta árinu en sá að maður þyrfti að gera það til að kynnast einhverju fólki. Ég fór eiginlega ekki í Herranótt út af ein- hverjum leiklistaráhuga, hélt ekki að það væri mín deild. En þetta var mjög skemmtilegt og þarna kynntumst við mörgum af okkar bestu vin- um. Svo fór Þórdís í Stúdentaleikhúsið og ég elti hana þangað. Lét hana prófa allt fyrir mig fyrst! Það var í Stúdentaleikhúsinu sem ég hugsaði fyrst að þetta væri það sem mig langaði til að gera. Þá var Þórdís komin inn í Leiklistarskól- ann. Hún var búin að ákveða að verða leikkona mörgum árum á undan mér. Hún var meiri námsmanneskja en ég og fylgd- ist betur með hvað var að gerast. Hún fór til dæmis ein að taka á móti handritunum. Ég var hins vegar alveg græn og hún græddi líka á því og plataði mig oft upp úr skónum en ég reyndi stundum að hefna mín. Ég varð oft reið og hét mér því að ég skyldi ekki tala við hana aftur, að minnsta kosti ekki þann daginn, og lokaði mig inni í herbergi. En svo kom hún fimm mínútum síðar og talaði við mig eins og ekkert hefði í skor- ist og þá gleymdi ég öllu líka. Það rýkur allt úr henni strax og svosem mér líka. Ég veit ekki hvort hún kenndi mér það eða við erum bara svona gerðar. Rannsóknareðlið til staðar Hún hefur alltaf verið víðlesnari en ég og sett sig vel inn í allt mögulegt, alveg frá því við vorum krakkar. Hún hefur áhuga á því að brjóta hlutina til mergjar og rannsaka þær upplýsingar sem hún fær ofan í kjölinn. Hún hefur alltaf viljað vita meira og eftir á að hyggja átti það vel við að hún færi í fréttamannsstarfið, en þetta er reyndar líka góður eiginleiki í leikarastéttinni. Þórdís er sérlega ákveðin og fylgin sér. Hún er traustur vinur og rosalega ábyggileg. Ég stóla mjög mikið á hana. Í dag eimir alltaf eftir af því að hún sé eldri en hún leitar reyndar til mín ekki síður en ég til hennar. Við erum með börn á svipuðum aldri. Það er bara mánuður á milli elstu strákanna okkar og hálft ár á milli þeirra yngstu, þannig að það er mjög mikill samgangur milli fjölskyldnanna. Það styrkti sambandið mikið að eiga börn á svipuðum tíma. Við erum nánar og eigum líka marga sam- eiginlega vini. Afgreiðir tossalistann Þórdís hefur alltaf rosalega mikið að gera. Hún er sérfræðingur í því að nýta fríin sín ótrúlega vel. Hún er strax farin að sýsla eitthvað og fara í gegnum tossalistann sinn. Hún setur sér mark- mið og kemur þeim í verk. Á meðan er maður sjálfur á leiðinni að taka til í bílskúrnum eða geymslunni en gerir það ekki. Henni ofbauð ein- hverju sinni vinnuherbergið okkar. Það var allt í rúst og allt mögulegt rataði þangað inn. Hún var alltaf að spyrja mig hvenær ég ætlaði eiginlega að taka til í þessu vinnuherbergi. Þetta endaði með því að hún boðaði komu sína einn laugardag- inn til að hjálpa mér að taka til, fara í gegnum dótið og henda. Hún á reyndar sjálf bágt með að henda en það er mjög gott skipulag á heimilinu Hamhleypa til verka ‘‘PABBI VAR PRÓFESSOR OGFRÆÐIMAÐUR OG SÍÐAR DÓM-ARI. HANN VAR MIKILL GRÚSK-ARI OG NÖRD OG ÞÓRDÍS ER ÞANNIG LÍKA. hennar og þar hefur allt sinn samastað, sem er dálítið öðruvísi en hjá mér. Hún er mikið fyrir útiveru og fer upp í sveit og gerir sér dagamun, bæði vetur og sumar. Hún les mikið og finnst gott að hafa það notalegt með fjölskyldunni. Ég var á fyrsta ári í leiklistarskólanum þegar hún var á lokaárinu og þá vann bekkurinn minn með hennar í einni uppfærslu en það er eina skiptið sem ég hef unnið með henni. Ég held að hún hafi alltaf verið mjög dugandi starfskraftur í öllu sem hún hefur tekið sér fyrir hendur. Hún er hamhleypa til verka. Mér fannst gaman að hafa hana í útvarpinu og ennþá meira gaman að hafa hana í sjónvarpinu og geta heilsað upp á hana á skjánum! Mér finnst hún með betri fréttamönnum en kannski er ég hlutdræg. Það er oft sem maður hlustar á fréttir og langar til að fréttamaðurinn spyrji meira um eitthvað, sem hann gerir svo ekki. En kannski af því hún er svona lík mér þá spyr hún alltaf spurninganna sem mig langar að vita svarið við. Lét hana tala fyrir mig Við bjuggum um tíma í Bretlandi, Bandaríkj- unum og Noregi og þá var gott að eiga eldri syst- ur. Á barns- og unglingsaldri lét ég hana hafa orðið fyrir okkur, hvort sem það var á ensku eða íslensku þegar við hittum ókunnuga. Þetta voru ómetanlegir tímar og styrktu áreiðanlega systra- sambandið þó það hafi verið gott fyrir. Þegar við vorum yngri var oft sagt að hún væri lík mömmu og ég pabba en ég hef séð á síðustu árum hvað hún er svakalega líka pabba. Pabbi var prófessor og fræðimaður og síðar dómari. Hann var mikill grúskari og nörd og Þórdís er þannig líka. Þetta var kannski alltaf fyrir hendi en hefur orðið meira áberandi með tímanum. Ég man eftir því að hún var sú eina í árgang- inum sínum sem var ekki með stúdentshúfu. Mér fannst það alveg fáránlegt og veit ekki af hverju hún gerði þetta. Það hefur alltaf verið uppreisn- arseggur í henni, sem nýtist kannski í frétta- mannsstarfinu. Hún er enginn jáari.“ ‘‘VIÐ HÖFUM ALDREI FARIÐ Í FÝLU ÚT Í HVOR AÐRA ÞÓ VIÐ HÖFUM RIFIST. ÞAÐ VAR EKKERT HÆGT AÐ FARA Í FÝLU Á SVONA STÓRU HEIMILI! EDDA ER ROSALEGA HRESS OG VERULEGA SKAPGÓÐ. HÚN ER JÁKVÆÐ OG DRÍFANDI, ÞAÐ ER ROSALEGUR KRAFTUR Í HENNI. Vöruhótelþjónusta Eimskips Vöruhótelið býður upp á heildarþjónustu frá því vara kemur til landsins þar til viðskiptavinur þinn fær hana í hendurnar. EIMSKIP VÖRUHÓTEL Frekari upplýsingar eru veittar í síma 525 7600 eða sendið fyrirspurnir á netfangið vh@eimskip.is P IP A R • S ÍA • 9 0 2 9 6

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.