Morgunblaðið - 24.05.2009, Page 23

Morgunblaðið - 24.05.2009, Page 23
heppnuð. Ræðuhöld voru þá tíð, einn af mógúlum hátíðarinnar, Achiko Guledani, sem minnti helst á Rúna Júll í svalheitum, mælti fyrir minni allra hljómsveita. Þegar komið var heim á hótel leiddu Íslendingarnir og Bretarnir svo saman hesta sína við píanóið og sungu saman lög með Jethro Tull og The Band fram á rauða nótt. Ice Save deilan leyst. „Hipp og kúl“ Fyrsti dagur hátíðarinnar var föstudagur og fór hann fram í miðbæ Tbilisi, á torgi sem var við enda lítilla gatna sem höfðu nokkurs konar Parísarbrag yfir sér. Vinir okkar í The Travelling Band léku og steig Roland, leiðtogi Cynic Guru, á pall með sveitinni. Daginn eftir færðist leikurinn hins vegar yfir á The Tbilisi Hippodrome, risavaxið opið svæði í miðborginni en þar hafði verið komið fyrir tónlist- arhátíðarsvæði með risasviði. Cynic Guru áttu leik á sunnudeginum, kl. 19.00. Ekki er laust við að spenna væri farin að hlaðast upp í mannskapnum á sunnudaginn og blaðamaður og umsjónarkona þar í engu undan- skilin. Hátíðarhaldarar mega eiga það að þeir voru búnir að lesa sér vel til um tónlistarhátíðarfræðin, þessi „hipp og kúl“ áferð sem greinilega var stefnt að náðist í gegn, hvort sem litið var til sérhannaðra taskna eða skrifblokka, allt kirfilega merkt hátíðinni. En um leið fann maður að sumpart var verið að renna blint í sjóinn. Hljóðprufumál voru t.d. í sæmilegasta ólestri og þurfti að berja þau mál í gegn. Áður en Cynic Guru fóru á svið hafði hin georgíska Str!ng hitað mannskapinn upp með sérdeilis inn- blásnu – en einkar ófrumlegu reynd- ar – Oasisrokki. Söngspíran fædd rokkstjarna og allir taktar á hreinu. Cynic Guru fór svo á svið, taldi í og settið fór vel og örugglega af stað. Tónlistin kraftmikið rokk, bítlískt nokkuð (a la ’68), smá sýrt, drunga- legt á köflum jafnvel og með lúmsk- um, ófyrirséðum kaflaskiptingum. Blaðamaður hljóp fram og til baka frá sviði og út í þvögu til að nema stemningu og varð hissa þegar hann sá fjölda áhorfenda syngja með í lög- unum. Einhver þeirra höfðu víst verið leikin allnokkuð í útvarps- stöðvum borgarinnar! Fólk tók sér- staklega við sér í rokkaðri köflunum og ég varð var við heilnæman rokk- þorsta hjá fólki, nokkuð sem ætti kannski að leggja frekari áherslu á næsta ári enda hátíðin tilsniðin fyrir slíkt (til stendur að hafa hana árviss- an atburð). Ekki var snöggan blett að finna í keyrslunni hjá Cynic Guru og stemningin stigmagnaðist með lagi hverju. Roland er sviðsmaður af Guðs náð og vafði hann Georgíubú- um um fingur sér með spjalli á milli laga og reglulegu „Halló Georgía!“ herópi. Síðasta lagið var svo mynd- arleg rúsína í pylsuenda. Fyrir lagið kom Mari, umsjónarkona, upp á svið og batt georgískan höfuðklút um Roland sem vakti eðlilega gríðarlega lukku á meðal heimamanna. Sveitin henti sér svo af miklu afli í „Helter Skelter“ og allt varð vitlaust. Lögg- an gat meira að segja brosað, loks- ins kom eitthvað sem hún gat sam- samað sig við. Einhver óútskýranleg taug Eftir tónleika var farið í kveðju- veislu en flugið heim var áætlað kl. 4.00 um morguninn. Eins og verða vill sekkur minniháttar melankólía í menn, vináttubönd hafa verið treyst af gríðarlegu afli við heimamenn á stuttum tíma og hausinn á spani, fólk búið að drekka í sig kynstrin öll af menningarlegu nýmeti sem það á eftir að búa að fyrir lífstíð. Áður en stigið var upp í rútu á hótelinu kom einn öryggisvarðanna að máli við blaðamann en mikil vin- átta hafði tekist á milli þessara tveggja manna þrátt fyrir að þeir töluðu ekki sama mál. Handapat, bros og bendingar nægðu. Það var einhver óútskýranleg taug á milli þessara sálarbræðra. Vígreifur lóðs- aði hann blaðamann inn í varðstöð- ina þar sem hann og félagar hans voru að borða – og sulla í rauðvíni. Skál þurfti maður að drekka. Það var greinilega lítið við að vera, eins og reyndar á hótelinu sem var tómt, fyrir utan hljómsveitirnar sem þar gistu. Hann stökk út í bíl og blastaði þjóðlagatónlist og verðirnir hlógu og voru óðamála sín á milli. Ég skildi auðvitað ekkert – en andrúmsloftið var fullt af hlýju og vináttu. „Þetta er ómetanlegt,“ sagði Rol- and Hartwell brosandi þar sem hann stóð hjá, hristandi hausinn. Á leiðinni út á flugvöll ræddi ég stuttlega við Roland um þessa heim- sókn. „Ég hélt að Anna væri að tala um Georgíufylki í Bandaríkjunum fyrst,“ segir hann og hlær. „Við vor- um auðvitað þvílíkt til í þetta – þrátt fyrir að vita varla hvar landið væri. Þetta hljómaði mjög spennandi. Ég hef ferðast víða um en þessi staður er algerlega búinn að heilla mig upp úr skónum. Það er svo mikið umrót hérna í menningunni, maður finnur það hreinlega í loftinu.“ Roland segist ekki hafa neinar væntingar í garð svona ferðar. Hann sé ekki sautján ára lengur, dreym- andi um heimsfrægð. „Allt svona er bara vænn bónus. Ég á minn feril heima og gæti ekki verið ánægðari. Ég passaði mig bara á því að njóta hvers einasta augna- bliks í botn á meðan ég var hér ... og það var ekki erfitt!“ -myspace.com/cynicguru -reverbnation.com/cynicguru Ljósmyndarar: Arnar Eggert Thoroddsen, Mari Bidzinashvili, Richard Korn og Roland Hartwell. Verndarengill Mari Bidzinashvili, umsjónarkona hópsins. mbl.isókeypis smáauglýsingar 23 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. MAÍ 2009 Hljómsveitin er hugarfóstur Rolands Hartwells, fiðluleikara í Sinfón- íuhljómsveit Íslands og rokkara. Sveitina stofnsetti hann nýskriðinn yfir tvítugt árið 1991 í Los Angeles, heimaborg sinni. Sveitin hét í fyrstu Where is my Hair en fékk nafnið Cynic Guru árið 1996. Hartwell flutti til Íslands árið 2001 og settist hér að, stofnaði fjölskyldu og hóf störf með Sinfóníuhljómsveitinni. Cynic Guru var endurreist hérlendis og hefur haldið úti starfsemi síðan. Platan Iceland kom út árið 2005 og næsta plata er væntanleg í ár. Lögin „Drugs“, „Secret“ og „Catastrophe“ hafa þá fengið allnokkra spilun á rokkútvarpsstöðvum landsins. Kraftmikil myndbönd voru gerð við lögin og hafði Barði „Bang Gang“ Jóhannsson þar hönd í bagga m.a. Auk þessa hefur Hartwell verið iðinn við lagasmíð- ar fyrir aðra auk þess sem hann hefur útsett og spilað á strengi inn á tugi popp- og rokkplatna hérlendis. Cynic Guru Fjarri heimahögum Cynic Guru reynir árangurslaust að hringja heim. RÍKISVÍXLASJÓÐUR Þér býðst ekki meira öryggi en ríkisábyrgð Kynntu þér Ríkisvíxlasjóð á www.kaupthing.is, hafðu samband við Ráðgjöf Kaupþings í síma 444 7000 eða komdu við í næsta útibúi. Víxlar og stutt skuldabréf með ábyrgð íslenska ríkisins. Sjóðnum er heimilt að fjárfesta allt að 10% í innlánum. Hentar þeim sem vilja fjárfesta í þrjá mánuði eða lengur. Litlar sveiflur í ávöxtun og enginn binditími. Lágmarkskaup aðeins 5.000 kr. Hægt að vera í mánaðarlegum sparnaði. Ríkisvíxlasjóður er verðbréfasjóður skv. lögum nr. 30/2003, um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði. Rekstrarfélag sjóðsins er Rekstrar- félag Kaupþings banka hf. Vakin er sérstök athygli á að almennt fylgir áhætta fjárfestingu í hlutdeildarskírteinum verðbréfasjóða, t.d. getur fjárfesting rýrnað eða tapast að öllu leyti. Fyrri ávöxtun verðbréfasjóða gefur ekki áreiðanlega vísbendingu um framtíðarávöxtun þeirra. Nánari upplýsingar um sjóðinn, þ.á m. nánari upplýsingar um áhættu við fjárfestingu í hlutdeildarskírteinum þeirra, má finna í útboðslýsingu eða útdrætti úr útboðslýsingu sjóðanna sem nálgast má á www.kaupthing.is/sjodir. Tryggingarsjóður innstæðueigenda og fjárfesta tryggir innlán að lágmarki fjárhæð sem samsvarar EUR 20.887. Samkvæmt yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá 6. október 2008 eru „innstæður í innlendum viðskiptabönkum og sparisjóðum og útibúum þeirra hér á landi tryggðar að fullu“. Í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er ekki kveðið á um gildistíma, en yrði hún felld úr gildi þá tæki við lágmarksvernd samkvæmt lögum nr. 98/1999, sem greinir frá að ofan. Tryggingarsjóðurinn tryggir ekki tjón sem verður vegna taps á undirliggjandi fjárfestingum verðbréfasjóða s.s. skuldabréfum eða víxlum. Sjá nánar lög nr. 98/1999, um innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta, og heimasíðu sjóðsins, www.tryggingarsjodur.is. 10% innlán 90% ríkisvíxlar og ríkisskuldabréf Nýr og traustur kostur fyrir einstaklinga, fyrirtæki og aðra fjárfesta.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.