Morgunblaðið - 24.05.2009, Síða 29
Traust „Fullvissa um búnaðinn og traust á félögunum er nauðsynlegt til þess
að líða vel í björgunum,“ segir Haraldur Geir. „Fyrr en sú vissa er fyrir
hendi fer maður ekki fram fyrir brúnina.“ Eggin Græn egg í grænu grasi. Hróðugur Stewart með fenginn. Bjargbrún Hlöðver mjakar sér fram af.
Morgunblaðið/RAX
i með eggin?“
allir opnuðu bjórdósir. Mönnum var
svolítið brugðið og ekkert sigið
meira þann daginn enda farið að
kvölda og menn farið að lengja í
kvöldvöku. Þarna sannaðist það sem
gömlu karlarnir kenndu okkur, að
treysta bandinu og vera alltaf bund-
inn. Af mér var það að segja að rauð-
blátt mar var nánast allan hringinn
um mittið, smá skinnstykki vantaði á
hnéð og einhver eymsli og mar voru
á hægri handlegg. Ótrúlega vel
sloppið og í raun einn besti stað-
urinn til að hrapa á.“
Fyrst eftir að eggin hafa verið
tínd eru þau skyggð og síðan er þeim
skipt í þrjá flokka. Fyrsti flokkurinn
fer í verslanir, en annan flokkinn,
sem er aðeins farinn að stropa, hirð-
ir hópurinn. „Það þýðir í sjálfu sér
ekki að bjóða venjulegum neytanda
annan flokkinn – það erum aðeins
við og eldra fólk sem kunnum að
meta hann.“
– Hvernig sjóðið þið eggin?
„Við setjum þau í kalt vatn og
sjóðum þau í sjö og hálfa mínútu eft-
ir að suðan kemur upp. Þá er eggja-
rauðan aðeins farin að harðna, en
mjúk í miðjunni. Síðan er skylda að
Sjávarsýn Hlöðver, Guðmundur Hilmarsson, Gísli Þorsteinsson og Þorvaldur Sæmundsen á „útsýnispalli“.
hafa kavíar við höndina og smyrja
ofan á eggin.“
– Drekkið þið eggin hrá?
„Já, ef maður er þyrstur í berginu,
og hefur ekki tekið djús með sér, þá
er gott að fá sér eitt og eitt hrátt
egg. Svo felst nýliðavígslan í því að
þeir súpa á hráu eggi.“
– Hvernig fór það í Ragnar Ax-
elsson?
„Hann stóð sig eins og hetja. Þú
færð enga lygasögu um hann,“ segir
Hlöðver og hlær. „En sumum svelg-
ist á, finnst þetta ekki geðslegt.“
29
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. MAÍ 2009