Morgunblaðið - 24.05.2009, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 24.05.2009, Blaðsíða 29
Traust „Fullvissa um búnaðinn og traust á félögunum er nauðsynlegt til þess að líða vel í björgunum,“ segir Haraldur Geir. „Fyrr en sú vissa er fyrir hendi fer maður ekki fram fyrir brúnina.“ Eggin Græn egg í grænu grasi. Hróðugur Stewart með fenginn. Bjargbrún Hlöðver mjakar sér fram af. Morgunblaðið/RAX i með eggin?“ allir opnuðu bjórdósir. Mönnum var svolítið brugðið og ekkert sigið meira þann daginn enda farið að kvölda og menn farið að lengja í kvöldvöku. Þarna sannaðist það sem gömlu karlarnir kenndu okkur, að treysta bandinu og vera alltaf bund- inn. Af mér var það að segja að rauð- blátt mar var nánast allan hringinn um mittið, smá skinnstykki vantaði á hnéð og einhver eymsli og mar voru á hægri handlegg. Ótrúlega vel sloppið og í raun einn besti stað- urinn til að hrapa á.“ Fyrst eftir að eggin hafa verið tínd eru þau skyggð og síðan er þeim skipt í þrjá flokka. Fyrsti flokkurinn fer í verslanir, en annan flokkinn, sem er aðeins farinn að stropa, hirð- ir hópurinn. „Það þýðir í sjálfu sér ekki að bjóða venjulegum neytanda annan flokkinn – það erum aðeins við og eldra fólk sem kunnum að meta hann.“ – Hvernig sjóðið þið eggin? „Við setjum þau í kalt vatn og sjóðum þau í sjö og hálfa mínútu eft- ir að suðan kemur upp. Þá er eggja- rauðan aðeins farin að harðna, en mjúk í miðjunni. Síðan er skylda að Sjávarsýn Hlöðver, Guðmundur Hilmarsson, Gísli Þorsteinsson og Þorvaldur Sæmundsen á „útsýnispalli“. hafa kavíar við höndina og smyrja ofan á eggin.“ – Drekkið þið eggin hrá? „Já, ef maður er þyrstur í berginu, og hefur ekki tekið djús með sér, þá er gott að fá sér eitt og eitt hrátt egg. Svo felst nýliðavígslan í því að þeir súpa á hráu eggi.“ – Hvernig fór það í Ragnar Ax- elsson? „Hann stóð sig eins og hetja. Þú færð enga lygasögu um hann,“ segir Hlöðver og hlær. „En sumum svelg- ist á, finnst þetta ekki geðslegt.“ 29 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. MAÍ 2009
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.