Morgunblaðið - 24.05.2009, Side 30

Morgunblaðið - 24.05.2009, Side 30
30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. MAÍ 2009 27. maí 1979: „Nú er að því komið að við tökum afstöðu til þess, hvort við viljum halda áfram á þeirri braut að hagnýta orku fallvatnanna með því að byggja upp orkufrekan iðnað í samvinnu við útlendinga eða hvort við látum okkur nægja að hagnýta þessa orku einvörðungu til frekari uppbyggingar innlends verksmiðjuiðnaðar, sem aðallega framleiðir fyrir heimamarkað en að hluta til með útflutning fyrir aug- um. Enginn vafi er á því að mest samstaða mundi takast hér innan- lands um síðari kostinn. Hitt er svo annað mál, hvort það dugar okkur til að halda til jafns við aðrar þjóðir um lífskjarabata á næstu árum. Takist okkur það ekki er augljós hætta á, að fleiri og fleiri sæki til annarra landa, þar sem afkomuskil- yrði eru betri. Áhyggjur manna af nátt- úruvernd í sambandi við stóriðju- fyrirtæki eru skiljanlegar. Kannski er ómenguð náttúra lands okkar mesta auðlind sem við eigum og henni megum við ekki fórna fyrir fjármuni og efnaleg gæði. “ . . . . . . . . . . 28. maí 1989: „Skammt er síðan vígbúnaðarkapphlaupið og ógnir þess voru á vörum allra þeirra, sem ræddu um öryggismál. Nú eru það hins vegar afvopnunarmálin, sem setja svip á umræðurnar. Vígbún- aðarkapphlaupið leiddi ekki til styrjaldar eins og ýmsir héldu. Þvert á móti hefur slökun spennu siglt í kjölfar þess. Rætt er um fækkun langdrægra kjarn- orkuvopna, fækkun hefðbundinna vopna í Evrópu og útrýmingu efna- vopna hvarvetna í veröldinni. Á hinn bóginn fara engar viðræður fram um skammdræg kjarn- orkuvopn í Evrópu, þar sem Sov- étmenn hafa yfirburði og hafa lagt kapp á endurnýjun undanfarin ár. Vestur-Þjóðverjar hafa verið tals- menn þess að teknar yrðu upp við- ræður við Sovétmenn um þess vopn eins og önnur en Bandaríkjamenn, Bretar og Frakkar svo að stór- þjóðir séu nefndar hafa lagst á aðra sveif. Fyrir fundinn hefur ekki fundist lausn á þessum ágreiningi.“ Úr gömlum l e iðurum Erfiðleik-arnir viðuppskipt- ingu á milli nýju og gömlu bank- anna benda til þess að enginn hafi gert sér nægjanlega grein fyrir í október á síðasta ári hversu flókið verkefnið yrði. Reglu- lega berast nýjar fréttir af vandamálum sem þarf að leysa. Ferlið sem upphaflega var sagt að tæki 90 daga hefur frestast hvað eftir annað. Í áætlun Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins var gert ráð fyrir að uppskiptingunni yrði lokið í janúar. Fyrir kosningar var tilkynnt að skiptingunni yrði lokið 18. maí. Þann dag var tilkynnt að fyrir 15. júní lægi fyrir hvenær þessari vinnu lyki. Í Morgunblaðinu á föstu- daginn kom fram að rekstur ríkisbankanna stæði ekki undir sér miðað við uppbygg- ingu þeirra í dag. Peninga- stefnunefnd Seðlabanka Ís- lands telur nauðsynlegt að grípa til ýmissa aðgerða í því skyni að endurreisa lífvæn- legt bankakerfi. Tvennu sem peninga- stefnunefnd nefnir ætti ekki að vera flókið mál að hrinda í framkvæmd. Það virðist þurfa að lækka kostnað og minnka enn frekar umfang rekstursins. Annað sem kom fram í frétt Morgunblaðsins er erf- iðara úrlausnar. Bankarnir greiða meira fyrir innlánin sem þeir geyma en þeir fá í tekjur fyrir útlánin sem þeir veita. Meginástæðan er háir vextir hér á landi, en mestu innlánin eru í krónum. Útlán bankanna eru hins vegar að stórum hluta í er- lendri mynt og bera því lægri vexti. Gylfi Magnússon við- skiptaráðherra sagði að þetta misvægi þyrfti að laga áður en bankarnir yrðu starfhæfir. Finnur Sveinbjörnsson, bankastjóri Kaupþings, segir í Morgunblaðinu í gær að endurskoðendur muni ekki skrifa upp á uppgjör bank- anna án þess að það finnist lausn á þessari skekkju. Náist að laga þetta mis- vægi leiðréttast hin tvö atrið- in sem peningastefnunefndin gerði athugasemd við; gjald- eyrisáhættan minnkar og lánskjör endurspegla betur raunverulegan fjármögn- unarkostnað bankanna. Með það að leiðarljósi hafa bankarnir verið að lækka hratt hjá sér innlánsvexti. Stóra vandamálið snýr hins vegar að því að breyta er- lendum eignum bankanna, sem eru að mestu útlán í er- lendri mynt, í eignir í krón- um. Það er stóra viðfangsefnið í viðræðum milli íslenskra stjórnvalda og erlendra kröfuhafa bankanna sem ráðuneytisstjórinn í fjár- málaráðuneytinu segir að eigi að ljúka í júní. Líklegt er að ríkið þurfi að taka á sig einhvern kostnað til að sjálfbær lausn til fram- búðar finnist. Það getur verið réttlætanlegt ef eigið fé bankanna á ekki að étast upp frá fyrsta degi og tap að vera á rekstrinum. Það er nauð- synlegt að endurreisa hér líf- vænlegt bankakerfi. Það er nauðsynlegt að endurreisa líf- vænlegt bankakerfi} Lífvænlegt bankakerfi Þ að var merkilegt að hlusta á ræð- ur nýrra þingmanna, bæði Borg- arahreyfingarinnar og Samfylk- ingarinnar, í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra á Alþingi fyrr í vikunni. Þeir töluðu eins og þeir væru guðs gjöf til almennings og væru alveg sérstaklega komnir á þing til að vísa vegvilltum og gjörspilltum eldri þingmönn- um rétta leið. Stór hópur þjóðarinnar – menn geta kall- að það almenningsálitið, þjóðarsálina eða bara nöldrara – lítur á þingmenn nánast eins og þeir séu skítseiði. Þetta vita nýir þingmenn. Þeir vilja ekki fá á sig þennan stimpil og þess vegna skapa þeir viljandi fjarlægð milli sín og eldri þingmanna en eru um leið að tala niður til þingsins. Af góðvilja má svosem segja að ræðuhöld þessara þingmanna þetta kvöld hafi verið bernskt og krúttlegt tal fólks sem vildi leggja alveg sérstaka áherslu á að það væri fulltrúar almennings. Ræðumenn Borgara- hreyfingarinnar gleymdu reyndar að nefna að flokkur þeirra hefði einungis hlotið 7 prósenta fylgi í kosn- ingum sem getur vart kallast fjöldafylgi. Nú skal ekki gert lítið úr þeim 7 prósentum þjóðarinnar sem komu fulltrúum sínum á þing, en þingmenn Borgarahreyf- ingarinnar ættu kannski að líta í kringum sig í þing- salnum. Þá myndu þeir sjá að þar er allt sneisafullt af fulltrúum annarra flokka sem þjóðin kaus í stórum stíl. Fulltrúar Borgarahreyfingarinnar botna kannski ekkert í því vali en þetta er samt niðurstaðan. En það er eins og þessi litli flokkur vilji ekki vita af henni heldur hafi fest sig í sjálfhverfu og ofmetnast af því að komast á þing. Fulltrúum hans finnst flokk- urinn þeirra svo miklu merkilegri en þingið. Samt hefur þessi flokkur ekki haft neitt fram að færa á þingi annað en að halda lof- tölur um eigið ágæti og fagna því að þurfa ekki að sitja í kirkju fyrir þingsetningu. Nýir þingmenn eiga ekki að skammast sín fyrir að vera komnir á þing og eiga ekki að tala um nýjan vinnustað sinn eins og spillingarbæli þar sem þurfti að lofta út. Eldri og reyndari þingmenn ættu kannski að bjóða þessum nýju þingmönnum í kaffi, rabba rólega við þá yfir kaffibolla og slá á paranojuna. Gamalreyndir þingmenn verða líka að hafa sterkari bein en svo að þeir gefist upp fyrir geðvonskuröddum, fari í bullandi vörn vegna vinnu sinnar og kynni sig fyrir þjóðinni með því að tafsa: Afsakið, ég er þing- maður. Nú þykir næsta sjálfsagt að líta á þingmenn eins og þeir séu alveg sérstök byrði á þjóðinni. Auðvitað er þetta bara eitt af þeim marklausu nöldurviðhorfum sem skjóta upp kollinum öðru hverju. Nýir þingmenn eiga ekki að taka undir þann heimskulega söng. Þeir eiga að bera virðingu fyrir starfi sínu en ekki tala það niður. kolbrun@mbl.is Kolbrún Bergþórsdóttir Pistill Afsakið, ég er þingmaður Sjóræningjar loksins dregnir fyrir rétt Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is Y FIR 20 herskip frá ýms- um ríkjum annast nú gæslu á siglingaleiðum á Adenflóa og austur- strönd Afríku en ekkert lát er þó á árásum sjóræningja frá Sómalíu, oft langt fyrir utan lögsögu landsins. Oft eru ræningjarnir stöðvaðir í aðdraganda árásar, þeir afvopnaðir en síðan sleppt. Enginn hefur viljað flækjurnar sem það veldur að lögsækja menn sem drýgja afbrot sín á úthafinu þar sem réttarreglur eru óljósar. En að undanförnu hefur orðið nokkur breyting á. Mönnum ofbýður ráðleysið og vilja draga ræningjana fyrir rétt þegar þeir nást. Sumir þeirra hafa verið fluttir til vest- rænna heimalanda skipanna sem ráðist var á og þar verður réttað yfir þeim. Sómalinn Abduwali Abdukhadir Muse er að sögn verjenda sinna í New York aðeins 15 ára. Saksóknari segir hann vera 18. Muse var eini sjóræninginn sem komst lífs af þeg- ar bandarískir sérsveitarmenn björguðu flutningaskipinu Maersk Alabama og skipstjóra þess úr hönd- um ræningja fyrir skömmu, segir í The New York Times. Hann er í ein- angrun en í reynd bara skelfdur stráklingur fjarri heimahögunum. En einhvern veginn þarf að stöðva ránin og fleiri réttarhöld eru á döf- inni. Fimm Sómalir, grunaðir um sjórán, eru í haldi í Hollandi. Fullyrt er að sumum þeirra líði svo vel í fangelsinu að þeir íhugi að sækja um hæli í landinu. Utanríkisráðherrann Maxime Verhagen er lítt hrifinn. Hann segir að fangavist ætti að vera refsing, ætti að fæla menn frá glæp- um. Hann sagðist vilja að réttað yrði í málum mannanna annaðhvort í Kenýa, grannríki Sómalíu, eða þá að Sameinuðu þjóðirnar önnuðust mál- ið. Kenýamenn eiga ekki gott með það, þeir hafa að vísu undirritað haf- réttarsáttmála SÞ þar sem kveðið er á um viðurlög við sjóránum á úthaf- inu. En engin ákvæði eru enn um slík afbrot í landslögum Kenýa, að sögn BBC. Hvernig á þá að dæma? Drukknir ruddar á götum Puntlands Stjórn Sómalíu vill vissulega fá aðstoð ríkra þjóða við að halda uppi lögum og reglu. En borgarastríð geisar í landinu og stjórnin hefur enga burði til að stöðva ránin. Nyrsta hérað Sómalíu, Puntland, hýsir bækistöðvar ræningjanna og er nánast sjálfstætt. Fátæktin tor- veldar yfirvöldum þar að stöðva sjó- ránin. En múslímaklerkar í héraðinu eru sumir orðnir æfir vegna fram- ferðis nýríku glæpamannanna sem hundsa lög og siði og ráfa jafnvel drukknir um göturnar. Og Punt- lendingar eru orðnir smeykir. Þeir vita að missi stórveldin þolinmæðina gæti farið svo að beitt yrði harkaleg- um aðferðum við að uppræta ránin. Snemma á 19. öld hikuðu Bretar ekki við að senda fallbyssubáta sína við Afríkustrendur til árása á bæki- stöðvar í landi til að stöðva þræla- sölu. Nú er bent á að í alþjóðalögum sé tekið fram að skerða megi þannig fullveldi sjálfstæðra ríkja í neyð- artilfellum. Miklar truflanir á al- þjóðasiglingum og aukin útgjöld vegna þeirra í miðri kreppunni gætu orðið til að virkja neyðarréttinn. Reuters Við gefumst upp! Sómalskir sjóræningjar, vel vopnum búnir, reyndu að taka norskt olíuskip á Adenflóa snemma í maí. Herskip frá Portúgal skarst í leikinn, ræningjarnir voru afvopnaðir en síðan var þeim sleppt. Iðnveldin hafa hikað við að rétta í málum sómalskra sjóræningja vegna þess hve lagaleg staða er óljós. Afbrotin eru oft fram utan lögsögu einstakra ríkja. En nú eru menn að taka á sig rögg. TALIÐ er að sómalskir sjóræn- ingjar hafi halað inn alls um 50 milljónir dollara í lausnargjald fyr- ir áhafnir og skip í fyrra. Fulltrúar SÞ gagnrýndu í desember harka- lega útgerðir fyrir að semja um lausnargjald við ræningjana, þeir yrðu í kjölfarið æ gráðugri og ákaf- ari. Milligöngumenn í London ann- ast oftast þessi samskipti ræningja og útgerða, samningar taka oft nokkra mánuði. Stephen Askins lögfræðingur segir viðræðurrnar oft mjög erfiðar og viðkvæmar enda ekki til neitt leiðbeiningarit um greiðslu lausnargjalds. Ræn- ingjarnir setji oft fram gríðarlegar kröfur og prútti lengi. Vandasamt er að koma gjaldinu í hendur viðtakenda í Sómalíu, stundum er fénu varpað úr lofti. En einnig eru menn á staðnum fengnir til að sigla með það og þurfa þá að kljást við aðra ræningja á svæðinu. STÖÐUGT GRÁÐUGRI›› Óskar Magnússon. Ólafur Þ. Stephensen. Útgefandi: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Útlitsritstjóri: Árni Jörgensen. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.