Morgunblaðið - 24.05.2009, Side 36

Morgunblaðið - 24.05.2009, Side 36
36 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. MAÍ 2009 HÆTT var að kenna börnum að læra kvæði utan að. Einnig breyttust allar venjur útvarpsins og fleiri og fleiri stöðvar fóru í gang. Það átti að gera unga fólkinu til hæfis. Ættjarðarlög og ýmsir þjóðlegir og fróðlegir þættir lögð- ust niður. Hver var árangurinn? Unga fólkið þekkir ekkert af þessu, kann hvorki kvæði né vísur og þekkir engin lög, nema eitthvað af dæg- urlögum, sem samin voru í gær. Allt sem er eldra er úrelt. Ef talað er um hús og hýbýli flokkast það jú undir „arkitektúr“, því það er miklu fínna orð. Sumir af þeim, sem aðhyllast ís- lenska menningu, minnast á gömlu torfbæina og reyna að benda á að þeir séu húsagerðarlist síns tíma og eigi sérstöðu vegna þess að þeir eru byggðir á annan hátt en hús annars staðar í heiminum. Þetta voru fyrst og fremst hús, sem hentuðu því byggingarefni, sem til var í landinu, og ekki síður íslenskri náttúru. Unga fólkið, sem ekki hefur kynnst þessum húsakynnum og þekkir ekkert til á þessu sviði, tal- ar ekki um torfbæi heldur „mold- arkofa“. Þetta er þó ekki orð, sem unga fólkið hefur búið til, þetta er ein af þeim ranghugmyndum, sem fyrir þau eru lagðar. Unga fólkið vantar alla fræðslu um menningu. Þar á ég við það, sem við sem eldri erum lærðum í okkar uppvexti og skólagöngu um allt, sem varðar íslenska menningu. Við vorum mörg, kaupstaðarbörnin, sem fengum að fara í sveit á sumrin um miðbik síðustu aldar og kynnast bændafólki, húsdýrum og húshaldi, og þannig lærðum við að skilja betur sjónarmið fólks, við skildum betur kvæðin, sem við fór- um með eða sungum, því þau fjöll- uðu um eitthvað, sem við þekktum eða fengum tækifæri til að kynn- ast. Nú ganga engar íslenskar konur í þjóðbúningum, þær mæta ekki í þjóðbúningum í vinnuna og eru heldur ekki í þeim heima. Þeir eru heldur ekki notaðir á sunnudögum eins og sumt fólk hefur talað um: „Það var svo gaman að koma til ömmu á sunnudögum, þá var hún búin að dúka borð og við fengum kaffi eða súkkulaði og pönnukökur og jólaköku og sitthvað fleira og hún var búin að klæða sig í peysu- fötin eða upphlutinn. Þá var hún svo fín og þetta var svo gaman.“ Það sjást sjaldan börn í þjóð- búningum og börn, sem alast upp í gallabuxum, kunna ekki að klæð- ast þjóðbúningum. En mörgum þeirra barna, sem fá tækifæri til þess að fara í þjóðbúning, finnst það skemmtilegt. Það er líka einhver ástæða fyrir því, að fólk vill gjarnan taka myndir af börnum sínum í þjóð- búningum. Í sumum fjölskyldum er til upphlutur, sem amma eða langamma var í á alþingishátíðinni 1930. Oft gerist það að yngri með- limir fjölskyldunnar eru klæddir upp í þessa búninga til að taka af þeim myndir og ansi margar af þeim stúlkum hafa látið í ljós áhuga fyrir því að eiga svona bún- ing og fara þá ömmurnar eða mömmurnar að reyna að laga þessa búninga eða sauma nýja. Um leið og börn og unglingar fá tækifæri til að kynnast þjóðbún- ingum og nota þá vaknar áhugi þeirra. Nú á tímum er mikið talað um hönnun. Þar á meðal er talað um hönnun, sem gæti byggst á eða tengst þjóðbúningum. Ég held það sé ansi erfitt fyrir unga fólkið að gera sér grein fyrir þessu, fyrst og fremst vegna þess að það þekkir ekkert til þjóðbún- inganna, þekkir engar hefðir og hefur ekki verið kennt að bera virðingu fyrir neinu. Það gildir það sama að mínu mati um þjóðbúninga, þjóðlög og þjóðfána. Þetta er allt sameign þjóðar, þjóðararfur, menningar- arfur, sem þarf að bera virðingu fyrir. Það er ekki sama hvernig þú klæðist þeim þjóðbúningi, sem þú ferð í. Það fylgja því ýmsar reglur og hefðir, sem einmitt gera hann að þjóðbúningi. Það sama gildir um þjóðlög og þjóðfána. Í öllu tali nútímans um hnatt- væðingu og í hraða nútímans og öllu tali um alls konar sameiningu, hvað verður þá um smáþjóðirnar? Eru það ekki þjóðbúningar, þjóð- lög, þjóðkvæði og þjóðfánar, sem eru okkar tákn? Ef farið verður að breyta þjóðbúningunum í eitthvað annað, taka upp nýjan þjóðfána og semja nýjan þjóðsöng, hvar stönd- um við þá sem þjóð? Hugleiðingar um menningararf Eftir Dóru G. Jónsdóttur »Hvað er menningar- arfur? Á hverju byggist menningar- arfur? Við erfum það, sem var, og þurfum því að muna eftir að líta til baka. Dóra Jónsdóttir Höfundur er gullsmiður. Á þjóðbúningadegi í Stykkishólmi. HANN var ekki fyrr komin í stól for- seta ASÍ en hann hóf herferð um landið til að boða ágæti ESB og það með slíkum ákafa sem raun ber vitni. Ég get ekki fljótt á litið séð að það sé mikill munur á þeim boðskap og þeim sem Samfylkingin boðar landsmönnum um ágæti ESB, en skyldi það kannski vera vegna þess að hann og fleiri forystumenn verkalýðshreyfing- arinnar sem eru honum sammála eru sagðir tilheyra svokölluðum verkalýðsarmi Samfylkingarinnar. Mér er ekki kunnugt um að fé- lagsmenn þeirra stéttarfélaga sem heyra undir ASÍ hafi falið honum né öðrum stjórnendum þeirra þetta verkefni. Ég hallast reyndar að því að þar fari saman draumur ýmissa verkalýðsleiðtoga og Samfylking- arinnar um að málefnum verkalýðs- hreyfingarinnar verði fyrir komið hér á Íslandi líkt og í Svíþjóð, þar sem varla er hægt að greina á milli hvað er Sósíaldemókrataflokkurinn og hvað er LO, launþegahreyfingin. Þar í landi á enginn möguleika á að komast til áhrifa innan verkalýðs- hreyfingarinnar ef hann tilheyrir ekki Sósíaldemókrataflokknum. Á sama tíma og ASÍ og Samfylk- ingin sjá ekkert nema velsæld til handa íslenskri alþýðu í fangi ESB þá eru félagar þeirra í Svíþjóð að upplifa raunveruleikann. Það kom mér því skemmtilega á óvart að lesa ýmsar þær greinar sem er að finna á heimasíðu sænska Sósíaldemókrataflokksins sem varða ESB og hvaða málefni þeim er efst í huga fyrir komandi kosningar til Evrópuþingsins. Þar ber einna hæst hvernig komið er fyrir sænskum launþegum og at- vinnurekendum í sam- keppni þeirra við lág- launalöndin í ESB og þeirri verkalýðspólitík sem ESB hefur rekið, en fyrirtæki frá þess- um löndum hafa í auknum mæli komið til Svíþjóðar og und- irboðið verk með launakjörum sem tíðk- ast í heimalandi fyr- irtækisins og skekkja þar með samkeppn- ishæfni sænskra fyr- irtækja og launþega. Slík undirboð hafa einnig átt sér stað í Þýska- landi og í Bretlandi og reyndar víð- ar í aðildarlöndum ESB. Sænskum fyrirtækjum er að sjálfsögðu gert að fara eftir sænskum launatöxtum. Vaxhólmsmálið svo kallaða í Sví- þjóð þar sem sænska Byggnads átti í höggi við lettneska bygg- ingaverktakann Laval un Partneri og dótturfyrirtæki þess Baltic AB sem greiddu laun langt undir sænskum töxtum, varð að prófmáli og fór fyrir Evrópudómstólinn. Niðurstaða dómsins var sú að bannað væri að setja höft á frjálst flæði atvinnustarfsemi fyrirtækja eins og Laval á milli landa innan ESB. Laval er eitt þeirra fyr- irtækja sem hafa iðkað þetta. Komið hafa upp önnur sambæri- leg mál, svo sem Rüffert-málið í Niedersachsen í Þýskalandi og annað nýlegt mál í olíuvinnslustöð hjá fyrirtækinu Total í bænum Lindsey nærri Immingham í Bret- landi og einnig mál írskra ferju- sjómanna sem sagt var upp störf- um svo hægt væri að ráða pólska sjómenn á mun lakari kjörum, svo nokkur séu talin. Slík mál geta hæglega komið upp hérlendis ef af inngöngu okkar í ESB verður, eða manst þú lesandi góður ekki eftir umræðunni um launamál Impregilo á sínum tíma, eða man nokkur eftir fyrirtækinu sem átti lægsta tilboðið í skóla- bygginguna hjá Reykjavíkurborg fyrir ekki svo löngu, var það fyr- irtæki ekki einmitt frá Lettlandi? Nú ætla ég ekki að fullyrða að það fyrirtæki hafi ætlað sér neitt misjafnt hér en með hliðsjón af því hvernig mál hafa þróast í ESB, þá er ekki hægt að útiloka að fyr- irtæki frá þessum láglaunalöndum sjái sér hag í að koma hingað með starfsemi sína og starfskrafta frá heimalandinu og þá á mun verri kjörum en hér hafa tíðkast. Það myndi einnig verða til þess að raska samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja og launþega og þar með hafa áhrif á starfsöryggi þeirra eins og gerst hefur í áðurnefndum ESB löndum og reyndar víðar inn- an sambandsins. Mér er því ómögulegt að skilja að þessi ógn sem steðjar að verkalýðshreyfing- unni í ESB-löndunum og sem flokksbræður Gylfa í Svíþjóð og LO óttast svo mjög, skuli ekki valda honum og öðrum verkalýðs- frömuðum meiri áhyggjum en raun ber vitni. Alla vega sjá þeir ekki ástæðu til að nefna þetta í mál- flutningi sínum þegar þeir tala fyr- ir ESB-aðild og er þó full ástæða til. Því er mér spurn: Hafa þeir þá engar áhyggjur af þessari þróun? Það væri fróðlegt að fá svör við því. ASÍ – Samfylkingin og ESB Eftir Rafn Gíslason »Ég hef velt því fyrir mér hvað það er sem rekur áfram forystu ASÍ með Gylfa Arn- björnsson í broddi fylk- ingar í að tala fyrir aðild Íslands að ESB. Rafn Gíslason Höfundur er húsasmiður. HEIMILI landsins bíða enn lausna á þeim vanda sem að þeim steðjar í kjölfar efnahagshrunsins. Ríkisstjórn fólks á sextugsaldri hefur enn ekki boðið upp á betri ráð en að gefa ungu fólki kost á að borga verðtryggð íbúðarlán með síðasta gjalddaga á hundrað ára afmælinu sínu. Er til of mikils ætlast að aðr- ar leiðir verði skoðaðar vandlega? Einhverra hluta vegna hefur umræðan einskorðast við 20% leið sem Framsóknarflokkurinn, sjálf- stæðismenn sem eru enn með púls og talsmaður neytenda hafa talað fyrir. Borgarahreyfingin og fleiri hafa talað um að færa höfuðstól lána aftur í tímann. Furðu lítið hefur verið rætt um aðra möguleika í stöðunni enda um viðkvæmt mál að ræða. Nið- urfelling skulda kemur illa við kröfuhafa og það var klaufaskapur að blanda öðrum lánum en þeim sem eru með fasteignaveði í málið. Ríkisstjórnin bendir réttilega á að niðurfelling gæti orðið dýr aðgerð, sem má illa við á meðan verið er að afskrifa tugi milljarða til fyr- irtækja sem hafa verið keyrð í þrot. En hví mega aðrar hugmyndir ekki brjótast fram í dagsljósið? Í Bandaríkjunum hefur áhugaverð tillaga verið sett fram af Luigi Zingales, prófessor við Chicago- háskóla, og er hún kennd við hann. Zingales-áætlunin (The Zingales Plan) stingur upp á því að kröfuhaf- ar og skuldarar á þeim svæðum þar sem fasteignamark- aðurinn hefur orðið fyrir mestum hamför- um semji um nið- urfellingu skulda sem getur þess vegna ver- ið 30-50% af höf- uðstól. Í staðinn fær kröfuhafinn 30-50% af söluhagnaði eign- arinnar þegar hún er seld í fram- tíðinni. Með þessari tegund af aðgerð er verið að gefa báðum aðilum fram- tíðarvon og hleypa súrefni í hag- kerfið. Eflaust er hægt að finna annmarka á þessari áætlun en þarna virðist vera reynt að hafa hagsmuni beggja að leiðarljósi, ekki einungis fjármagnseigenda sem njóta ótakmarkaðrar verndar miðað við skuldara á Íslandi. Það er líka dýrt að missa heilar kyn- slóðir í gjaldþrot eða úr landi. Þeir sem hafa aðrar góðar hug- myndir í þessum efnum ættu að leggja þær fram sem fyrst. Rík- isstjórnin er hvött til að skoða Zingales-áætlunina, 20% leiðina og aðrar með opnum hug. Niðurfelling skulda með Zinga- les-áætluninni Eftir Daða Rafnsson Daði Rafnsson »Með þessari tegund af aðgerð er verið að gefa báðum aðilum framtíðarvon og hleypa súrefni í hagkerfið. Höfundur er markaðsfræðingur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.