Morgunblaðið - 24.05.2009, Page 40

Morgunblaðið - 24.05.2009, Page 40
40 Minningar MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. MAÍ 2009 Nú þegar þú ert kvödd, Sigrún mín, er erfið ganga á enda. Fyrir allmörgum árum fór ég að venja komur mínar til ykkar í Skipa- sundið, þá ung stúlka. Þar var vel tekið á móti mér sem væntanlegri tengdadóttur. Minningarnar um okkar fyrstu kynni geymi ég í hug- skoti mínu. Eftirtektarvert var hversu nægju- söm og hjálpfús þú varst. Börnin okkar Gunnars nutu mikillar sam- veru með þér þar sem þú gættir þeirra meira og minna fyrstu æviár- in. Um fórnfýsi þína má nefna það, þegar þú ákvaðst að skipta um vinnu og tókst að þér næturvaktir á Sjálfs- bjargarheimilinu í Hátúni, til þess að geta gætt barnabarnanna á dag- inn. Þú áttir auðvelt með svefn og skildum við ekki alltaf hvernig þú Sigrún Oddgeirsdóttir ✝ Sigrún Oddgeirs-dóttir fæddist á Múlastöðum í Flóka- dal í Borgarfirði 6. desember 1926. Hún andaðist á líknardeild Landspítalans á Landakoti 12. maí 2009 og fór útför hennar fram frá Foss- vogskirkju í Reykja- vík 19. maí. náðir nægilegri hvíld. Þessa aðstoð þína fáum við seint full- þakkað. Handavinnan lék í höndum þér, hvort sem um var að ræða fatasaum, lopapeysuprjón eða að hekla milliverk í sængurfatnað. Oft naut ég leiðsagnar þinnar. Ég naut einnig skemmtilegrar úti- veru með þér, hvort sem um var að ræða ferðalög, gönguferðir eða samveru í bústaðnum okkar í Kjósinni. Aðdáunarvert var hversu létt þú varst á fæti þegar þú skokk- aðir með okkur á Esjuna og önnur fjöll til gamans. Samgangur var mikill á milli okkar og þá sérstak- lega seinni árin, sem kom ekki síst til vegna búsetu þinnar í nálægð við okkur. Þegar Guðni lést var missir þinn mikill sem okkar allra. Fyrir 12 árum kynntist þú Theó- dóri og var yndislegt að fylgjast með vináttu ykkar. Þið nutuð lífsins sam- an við dans, spil, leikhúsferðir, ferðalög og ýmislegt. Fyrir þessa vináttu ykkar erum við þakklát. Fyrir nokkrum árum fannst þú til þess að minnið var farið að svíkja þig. Það var þér og okkur öllum erf- iður tími, eftir að vera búin að fylgj- ast með veikindum systra þinna. Þú varst lánsöm að fá inni í dagvistun í Fríðuhúsi og síðan heimilisvist í Foldabæ. Á báðum þessum stöðum fékkst þú þá bestu umönnun sem hægt er að hugsa sér. Nú undir lok- in þegar verulega fór að halla undan fæti fékkst þú pláss á líknardeildinni á Landakoti og naust þar mjög hlý- legrar hjúkrunar til síðasta dags. Við erum þakklát starfsfólki þessara staða fyrir fórnfúst starf í þína þágu og sendum þeim okkar bestu þakkir. Öll höfum við séð hversu vel Theó- dor er búinn að reynast þér í veik- indum þínum. Það lifnaði yfir þér þegar þú heyrðir í honum og sást. Alltaf gat hann kallað fram bros hjá þér fram til hinstu stundar, þrátt fyrir erfiða líðan þína. Þetta vináttu- samband ykkar er okkur öllum aðdáunarvert. Sofðu, mín Sigrún, og sofðu nú rótt; guð faðir gefi góða þér nótt! (Jón Thoroddsen.) Þín tengdadóttir, Sigríður. Elsku amma hefur fengið hvíld- ina. Ég sem var svo viss um það hér áður fyrr að ef einhver yrði hundrað ára þá yrði það hún amma Sigrún. Amma sem var svo ungleg, hress og létt á fæti. Margar mínar ljúfustu stundir í bernsku átti ég með ömmu. Sem elsta barnabarnið og fyrsta stelpan í fjölskyldunni naut ég ótal forréttinda þótt amma væri ekki endilega að hafa hátt um það. Þegar ég hugsa til baka þá kemur upp í hugann dæmigerður sumardagur í Skipasundinu. Ristað brauð og kakómalt í morgunmat og svo farið út á blett að sleikja sólina með teppi, útvarp, djús og handavinnu. Þegar sólbaðsþolinmæði mín var á þrotum var ég send í búðina með innkaup- anet og buddu að kaupa fisk eða skyr eða súrmjólk því afi kom heim í hádeginu. Meðan afi lagði sig eftir matinn skelltum við amma gjarnan í lummur eða brúnköku og kepptum í kappkapli meðan kakan var í ofn- inum. Þetta voru góðir dagar sem við systkinin nutum öll. Seinna þegar ég var orðin full- orðin og búin að eignast mínar dæt- ur fengu þær líka sína ömmudaga. Til að halda reglu á hlutunum var valinn einn vikudagur sem þær heimsóttu langömmu sína allan vet- urinn. Amma vissi hvað þetta kom sér vel fyrir alla aðila. Stelpurnar fengu einn dag frí úr skólagæslunni og foreldrarnir gátu lokið verkum sínum óáreitt í vinnunni. Þegar börnin voru svo sótt biðu lummur og brúnkaka alveg eins og í gamla daga. Svona var hún amma. Alltaf að hugsa um að létta undir með fólkinu sínu. Amma kunni líka að njóta lífsins og líðandi stundar. Meðan hún hafði fulla heilsu naut hún þess að dansa gömlu dansana, ferðast um landið, klífa fjöll og taka í spil í góðra vina hópi. Það stóð aldrei á henni að skella sér eitthvað með stuttum fyr- irvara. Síðustu árin hafði hún hann Tedda sinn sér við hlið. Samband þeirra einkenndist svo greinilega af djúpri vináttu, jafnræði og virðingu. Ég veit vel hvað amma mat það mik- ils að eiga svo góðan vin sér við hlið. Þitt hjarta geymdi gullið dýra og sanna, að gleðja og hjálpa stærst þín unun var. Því hlaust þú hylli Guðs og góðra manna og göfugt líf þitt fagran ávöxt bar. Ég blessa nafn þitt blítt í sál mér geymi, og bæn til Guðs mín hjartans kveðja er. Hann leiði þig í ljóssins friðarheimi, svo lífið eilíft brosi móti þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Hvíl í friði, elsku amma mín. Minningin um þig lifir með mér að eilífu. Anna Rún Ingvarsdóttir. Elsku amma Sigrún. Þó að við höfum vitað það í nokk- urn tíma að stutt væri í kveðju- stundina var mjög sárt þegar hún svo rann upp. Síðustu daga hafa ótal minningar skotist upp í hugann sem hafa hjálpað okkur að brosa í gegn- um tárin. Lífsgleðin skein ávallt í gegn hjá þér og var hún smitandi því alltaf vorum við kát þegar við feng- um að eyða tíma með þér og afa Guðna. Margt var brallað, farið í ferðalög, bakaðar brúnkökur, lumm- ur og pönnukökur, spilað og ótal sinnum fórst þú með okkur í sund í Laugardalslaugina. Þegar við vorum eitthvað súr þá kunnir þú ráð við því, þú tókst okkur upp á fótunum og hristir úr okkur óþekktina og góða skapið var þá ekki langt undan. Það var alltaf gott að koma í Skipa- sundið og seinna í Hæðargarðinn. Oft komum við í heimsókn eftir skóla og létum það ekki stoppa okk- ur að þurfa að taka strætó í annað hverfi en þess þurftum við ekki leng- ur þegar þið afi fluttuð í húsið á móti okkur í Hæðargarðinum. Seinna meir þegar við vorum orðin eldri þótti okkur mjög gaman að koma til þín í grjónagraut eða ávaxtasúr- mjólk í hádeginu úr skóla eða vinnu. Hraustleiki og dugnaður ein- kenndi líf þitt og eru þær ófáar fjall- göngurnar sem við höfum farið með þér þar sem þú fórst fyrir flokknum og alltaf tókst þér að lokka okkur of- ar og ofar þar til toppnum var náð. Sem dæmi um þrótt þinn var þegar læknar áttu von á að þú ættir aðeins örfáa daga eftir ólifaða þá var það ekki fyrr en tæpum 3 mánuðum síð- ar að þú kvaddir. Þú varst alltaf með eitthvað á prjónunum, í orðsins fyllstu merk- ingu, og eigum við ótal minjagripi sem þú hefur gefið okkur í gegnum tíðina. Ber þar helst að nefna lopa- peysur og hekluð milliverk í hátíð- arsængurver sem við notum um hver jól. Ómetanlegt var að eiga þig að þegar kom að pössun á börnum okk- ar fyrstu árin og alltaf var hægt að leita til þín þegar upp komu veikindi og ekki hægt að fara í skóla eða leik- skóla. Elsku amma, takk fyrir allar þær góðu stundir sem við áttum saman og megir þú hvíla í friði. Guðni Rafn, Svanþór og Rósa Dögg. Elsku langamma. Nú er víst komið að kveðjustund og áður en ég kveð langar mig að segja nokkur orð. Ég man eftir öll- um þeim stundum sem við áttum saman. Þegar ég var lítil kom ég oft til þín þegar ég var lasin svo að mamma og pabbi gátu farið í vinn- una. Ég man eftir ávaxtasúrmjólk- inni þinni sem var alltaf til heima hjá þér, myndunum sem ég litaði stund- um handa þér og þegar ég sat í hæg- indastólnum þínum og horfði á skóg- ardýrið Hugo á spólu. Suma morgna þegar ég kom varstu að fara að gera morgunleikfimi með útvarpinu og ég reyndi stundum að vera með sem gekk reyndar misvel. Ég man líka eftir öllum fimmtudögunum sem ég var hjá þér eftir skóla. Þú hjálpaðir mér með heimalærdóminn og við bökuðum saman súkkulaðikökuna þína. Þú kenndir mér að prjóna og ég minnist þess þegar við sátum inn í saumaherberginu þínu og prjón- uðum saman og hlustuðum á útvarp- ið. Þú varst líka mikið fyrir göngu- túra og stakkst oft upp á því að við færum saman í göngutúr sem við gerðum oft. Eitt skiptið þegar ég kom var glampandi sól og mikill hiti, við fórum út á svalirnar þínar á sól- bekkinn þinn og lásum bækur og ég fékk að velja mér bók á bókasafninu niðri. Það voru góðir tímar og ég er þér ævinlega þakklát fyrir það hvað þú varst mér góð. Þú varst líka hugmyndarík, ég man t.d. þegar við fórum til Banda- ríkjanna og þú vildir taka með þér heklunál en það var málmleitartæki á flugvellinum, svo þú stakkst bara nálinni ofan í sokkinn og verðirnir fundu ekkert, þú varst svo sniðug. Þegar ég hugsa um þig man ég alltaf eftir brosinu þínu og hlátrin- um, þú varst svo hress og jákvæð og gerðir alltaf eins gott úr hlutunum og þú gast. Alltaf hugsaðir þú fyrst og fremst hvað öðrum væri fyrir bestu og vildir aldrei leggja neitt á mann sem átti að gera þér einhvern greiða. Þú kallaðir mann oft hetjuna þína og þú varst svo sannarlega hetja sjálf. Ég hélt alltaf að þú yrðir 100 ára því þú varst alltaf svo hraust og heilbrigð, aldrei grunaði mig að þú færir svona, það gerðist eitthvað svo fljótt. Ég trúi því eiginlega ekki enn að þú sért farin, það er eitthvað svo óraunverulegt. Ég sakna þín, elsku amma mín, þú munt alltaf eiga stað í hjarta mínu. Þegar ég hugsa um þig sé ég glampandi bros. Þegar ég hlusta eftir þér heyri ég innilegan hlátur. Þegar ég reyni að sjá þig sé ég fallegan engil. Engil sem brosir og hlær innilegum hlátri. Þórunn Þöll Einarsdóttir. Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is Vaktsími: 565 5892 & 896 8242 • Sólarhringsvakt Komum heim til aðstandenda ef óskað er ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur Kirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar Suðurhlíð 35 Fossvogi • www.utforin.is Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 • Sólarhringsvakt Komum heim til aðstandenda ef óskað er Bryndís ValbjarnardóttirSverrir Einarsson ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför Hermann Jónasson Yvonne Tix Selhellu 3 Hafnarfirði Sími 517 4400 • www.englasteinar.is Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, bróðir og mágur, SIGURÐUR REYNIR MAGNÚSSON frá Stakkahlíð, Loðmundarfirði, Brávöllum 3, Egilsstöðum, lést á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut fimmtudaginn 21. maí. Eva Sædís Sigurðardóttir, Snorri Marteinsson, Davíð Sindri Sigurðarson, Magnús Sigurðarson, Anna Kristín Magnúsdóttir, Áskell Einarsson, Óla Björg Magnúsdóttir, Ólafur Vignir Sigurðsson, Stefán Smári Magnússon, Sigríður Þórstína Sigurðardóttir, Steindór Gunnar Magnússon, Sigrún Broddadóttir, Júlíus Patrik og Hilmir Örn. ✝ Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, KJARTAN HELGASON fyrrum ferðaskrifstofueigandi, lést á Landspítala Landakoti þriðjudaginn 19. maí. Jarðarförin fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 27. maí kl. 13.00. Ingibjörg Einarsdóttir, Kristín Kjartansdóttir Issa, Björg Kjartansdóttir, Einar Helgi Kjartansson og fjölskyldur. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför ástkærs föður okkar, tengdaföður og afa, ARNGRÍMS INGIMUNDARSONAR kaupmanns í Vörðunni, Grettisgötu 2a. Guð blessi ykkur öll. Ingileif Arngrímsdóttir, Sigmar Æ. Björgvinsson, Jóhanna Arngrímsdóttir, Snorri B. Ingason, Sigríður Arngrímsdóttir, Grettir K. Jóhannesson, Gíslunn Arngrímsdóttir, Gunnlaugur S. Sigurðsson og afabörnin.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.