Morgunblaðið - 24.05.2009, Side 44

Morgunblaðið - 24.05.2009, Side 44
44 Dagbók MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. MAÍ 2009 Sudoku Frumstig 4 1 8 1 6 2 7 5 5 3 9 7 1 2 5 9 3 8 9 6 9 2 6 1 5 4 7 2 6 5 9 8 7 6 1 8 2 5 6 6 3 7 2 4 9 2 1 3 7 9 4 4 8 6 3 1 5 2 7 2 4 9 8 6 3 5 7 9 3 8 5 9 1 3 1 2 6 9 8 5 7 4 9 6 7 3 4 5 1 2 8 4 5 8 2 1 7 6 3 9 5 8 4 7 3 2 9 1 6 1 2 6 4 8 9 3 5 7 7 3 9 5 6 1 8 4 2 8 7 5 1 2 6 4 9 3 2 9 3 8 5 4 7 6 1 6 4 1 9 7 3 2 8 5 8 9 4 7 2 6 3 5 1 3 1 2 9 8 5 4 6 7 6 7 5 4 1 3 2 9 8 1 2 8 6 3 7 5 4 9 7 5 9 2 4 8 1 3 6 4 6 3 1 5 9 7 8 2 2 3 6 8 7 4 9 1 5 9 4 1 5 6 2 8 7 3 5 8 7 3 9 1 6 2 4 2 9 3 8 4 7 5 1 6 7 8 5 3 1 6 4 2 9 4 1 6 5 2 9 3 7 8 3 6 4 2 7 8 9 5 1 8 5 1 9 3 4 7 6 2 9 2 7 6 5 1 8 3 4 5 7 8 4 6 2 1 9 3 1 4 2 7 9 3 6 8 5 6 3 9 1 8 5 2 4 7 Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverj- um 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Í dag er sunnudagur 24. maí, 144. dagur ársins 2009 Orð dagsins: En hvert tré þekkist af ávexti sínum, enda lesa menn ekki fíkjur af þistlum né vínber af þyrni- runni. (Lúkas 6, 44.) Sjónvarp Víkverja dó um daginn.Það heyrðist hvellur og tíu ára gamalt sjónvarpið slökkti á sér. Vík- verji reyndi alls konar lífgunartil- raunir án árangurs og varð að sætta sig við orðinn hlut. Hann gat hins vegar ekki sætt sig við Kastljós-laust kvöld og hringdi í náinn ættingja og spurði hvort hann ætti afgangs- sjónvarp. x x x Ættinginn býr í 250 fermetra ein-býlishúsi með maka, barni, tveimur hundum, tíu gullfiskum og þremur sjónvarpstækjum. Ættinginn bauðst til að lána eitt sjónvarpstækj- anna en tók skýrt fram að hann yrði að fá það aftur. Það skildi Víkverji ekki almennilega því honum finnst svo sjálfsagt að sá sem á þrjú sjón- vörp gefi eitt þeirra. En kannski finnst Víkverja þetta bara af því að hann hefur aldrei átt þrjú sjónvörp, bara eitt. Þegar til kom tímdi ætting- inn ekki að lána eitt af stóru sjón- vörpunum sínum heldur útvegaði pínulítið lánssjónvarp hjá öðrum ætt- ingja. Það nægði Víkverja alveg. x x x Daginn eftir fór Víkverji í versl-unarleiðangur að skoða sjón- vörp og sá sér til óblandinnar ánægju að eingöngu fást flatskjáir. Víkverja hefur alltaf langað í flatskjá og sá draumur hans er nú um það bil að rætast. En fyrst þarf Víkverji að fara í bankann og fá yfirdráttarheimildina hækkaða. Hann á ekki fyrir sjónvarpi en kaupir það samt. x x x Litla lánssjónvarpið er með þeimósköpum að þar nær Víkverji ekki að sjá Skjá einn. Þetta er mikið mein. Víkverji er nú að missa af alls konar þáttum sem hann hafði ekki hugmynd um að hann væri háður. Þetta eru raunveruleikaþættir af öll- um stærðum og gerðum þar sem einn þátttakandi er sendur heim í viku. Víkverji vonast til að nýja sjónvarpið verði komið inn á heimili hans innan ekki of langs tíma þannig að hann geti snúið sér af krafti að því að horfa á raunveruleikaþættina. víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 flakkari, 8 ill- mennið, 9 húsdýrið, 10 keyri, 11 kali, 13 léleg skepna, 15 vöggu, 18 til sölu, 21 stúlka, 22 kjaft, 23 kærleikurinn, 24 víl- ið. Lóðrétt | 2 sterk, 3 dysj- ar, 4 stikir, 5 rask, 6 margur, 7 elska, 12 ótta, 14 hita, 15 sundfugl, 16 týna, 17 orðrómur, 18 skjótum, 19 fyrirgang- urinn, 20 heimili. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 rusti, 4 bitur, 7 taldi, 8 ræsið, 9 nam, 11 aðan, 13 bann, 14 eyðni, 15 gorm, 17 kaun, 20 óró, 22 tólið, 23 strák, 24 naumi, 25 rúmin. Lóðrétt: 1 rotna, 2 sulla, 3 iðin, 4 barm, 5 tísta, 6 rúðan, 10 arður, 12 nem, 13 bik, 15 gætin, 16 rellu, 18 aurum, 19 nakin, 20 Óðni, 21 ósar. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Skák Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is 1. Rf3 d5 2. g3 c6 3. Bg2 Bg4 4. O-O Rd7 5. d4 e6 6. Rbd2 Rgf6 7. He1 Be7 8. e4 O-O 9. c3 dxe4 10. Rxe4 Db6 11. Rxf6+ Bxf6 12. h3 Bxf3 13. Bxf3 a5 14. a4 Hfd8 15. Dc2 g6 16. Be3 Dc7 17. Had1 Rb6 18. c4 Rd7 19. Kg2 Be7 20. h4 h5 21. Bh6 Bf8 22. Bf4 Bd6 23. Bg5 He8 24. He2 Bf8 25. d5 e5 26. d6 Db6 27. g4 e4 28. Bxe4 hxg4 Staðan kom upp í atskákkeppni landsliðs Asera og nokkurra öflugustu stórmeistara heims. Keppninni lauk með öruggum sigri þeirra síðarnefndu en hún fór fram í Bakú í Aserbaídsjan. Heimamaðurinn Teimour Radjabov (2756) hafði hvítt gegn Sergey Karjak- in (2721). 29. Bxg6! Hxe2 30. Dxe2 Db3 31. Bd3 Bg7 32. Dxg4 Re5 33. Df5 f6 34. Dh7+ Kf7 35. Bxf6! og svartur gafst upp enda mát eftir t.d. 35… Kxf6 36. Df5#. Hvítur á leik. Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Til hvers? Norður ♠G107652 ♥Á6 ♦Á96 ♣98 Vestur Austur ♠K9 ♠Á83 ♥10 ♥87 ♦108432 ♦KDG75 ♣KDG104 ♣732 Suður ♠D4 ♥KDG95432 ♦-- ♣Á65 (20) Sagnbaráttan. Norður er skotinn í ásunum tveimur og sexlitnum og vekur því á 1♠. Austur passar og suður býr sig undir langa slemmuleit með 2♥. Það er enginn á hættu. Á vestur að blanda sér í málin? „Til hvers, styrkurinn er í NS; af hverju að kjafta frá legunni?“ Eitthvað þessu líkt hljóma mótbárur úrtölu- manna, sem aldir eru upp í þeim boð- skap Hávamála að rétt sé að mæla þarft eða þegja. Ítalinn Claudio Nunes er ekki sama sinnis. Hann sýndi láglit- ina með 2G. Norður passaði og Fulvio Fantoni í austur stökk í 5♦. Yfir til þín, suður. Ensku Hackett-tvíburarnir voru í NS og Jason lét vaða í 6♥. Það skot hans geigaði illa. „Til hvers?“ var spurt. Og svarið er: „Jú, hver veit nema hægt sé að pressa mótherjana og neyða þá til að giska.“ (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Samskipti við vini þína kunna að verða sérkennileg í dag. Ekki gera tíu hluti heldur þrjá – í afslöppuðum gír – og árangurinn verður betri. (20. apríl - 20. maí)  Naut Ekki eru allir á eitt sáttir um að gera breytingar. Jafnvel meistari skuld- bindur sig til að halda áfram að nema. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Nú eru aðrir reiðubúnir til að hlusta á mál þitt og gefa því þann gaum, sem það á skilið. En hvernig viltu sjá hlut- ina? Sem leiðinlega eða sem ævintýri? (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Hamingjan bíður þín á næsta leiti en þú þarft að sýna dirfsku og þolinmæði til þess að finna hana. Nýttu tækifærið og reyndu að koma sem mestu í verk. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Þótt þér sé sýndur ýmis sómi skaltu varast að láta velgengnina stíga þér til höfuðs. Ekki vera hissa ef þú stressast smávegis. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Fylgist vel með fjármálunum. Reynið að gera eitthvað nýtt í dag sem opnar ykkur nýja sýn á umhverfið. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Leggðu þig fram við að bæta skipulag þitt í dag. Ef eitthvað er ekki gaman, skaltu sleppa því. Vertu opinn fyrir nýj- ungum og mundu að maður getur alltaf lært eitthvað nýtt og spennandi. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Hver sá sem þekkir frægðina mun fullvissa þig um kosti þess að vera óþekktur. Gættu þess að láta ekkert koma þér á óvart. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Varastu stóryrtar yfirlýsingar og skuldbindingar sem geta komið þér í koll. Ekki þarf lengur að hafa áhyggjur af vinum, sem héldu aftur af þér. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Láttu aðra sem mest um sín mál og einbeittu þér að því að leysa þín eigin. Líklega er gáfulegast að beina orku sinni þangað sem hennar er mest þörf. Leyfðu þér að þýðast þinn innri togkraft. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Það er mikill styrkur fólginn í því að þekkja veikleika andstæðingsins. Skrifaðu langt bréf um það hvernig þú eitt sinn varst særður – hentu því svo. Hver er sinnar gæfu smiður. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Þú hefur meðbyr og átt að geta notfært þér hann. Ekki leyfa þér að fara í fýlu, þá verðurðu ánægðari og umburð- arlyndari gagnvart fólkinu í kringum þig. Stjörnuspá 24. maí 1839 Bæjarstjórn Reykjavíkur sam- þykkti að skylda bæjarbúa til að inna af hendi þegnskyldu- vinnu við vegagerð o.fl. Ákvörðun þessi var felld úr gildi sex árum síðar og sér- stakur skattur lagður á. 24. maí 2002 Íslenska heiðlóan sigraði í evr- ópskri söngfuglakeppni, blá- brystingur frá Belgíu varð í öðru sæti og tjaldur frá Fær- eyjum í því þriðja. 24. maí 2004 Fjölmiðlafrumvarpið var sam- þykkt á Alþingi með 32 at- kvæðum gegn 30. Umræður höfðu staðið í 84 klukkustund- ir. Forseti Íslands synjaði lög- unum staðfestingar rúmri viku síðar. 24. maí 2007 Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks- ins og Samfylkingarinnar, undir forystu Geirs H. Haarde, tók til starfa. Hún var við völd í tuttugu mánuði. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson. Þetta gerðist… Áróra Kristín Guðmundsdóttir og Elías Kristján Elíasson voru gefin saman í Árbæjarsafnskirkju 8. apríl síðastliðinn af séra Lilju Kristínu Þorsteinsdóttur. Brúðkaup „ÉG ætla að bjóða nokkrum kunningjum til smá veislu í Borgarasal Leikfélags Akureyrar,“ segir Þráinn Karlsson leikari sem fagnar 70 ára afmæli sínu í dag. Veislan fór fram í gærkvöldi og er blaðamaður ræddi við Þráin átti hann von á að gestir yrðu mest starfsfólk leikhússins og fólk því tengt. Hann hafði ekki undirbúið skemmtiatriði fyrir veisluna en kvaðst glaður taka á móti afmæl- isvísum. Þráinn hefur staðið lengi á sviði. Hann fagnaði 50 ára leikafmæli sínu 2006, og eru þau orðin ófá verkin sem hann hefur leikið í hjá Leikfélagi Ak- ureyrar frá því að hann steig þar fyrst á svið sem unglingur. Í vetur tók hann þátt í uppfærslu leikfélagsins á Músagildru Agöthu Christie. „Ég mun síðan leika í fyrsta verkefni næsta vetrar.“ Hann kveðst ekki mega gefa upp um hvaða verk sé að ræða en segir hlutverkið gjör- ólíkt persónu sinni í Músagildrunni. „Það er þetta sem hefur haldið manni við efnið í öll þessi ár. Flóran hefur verið það mikil að maður hefur ekki fest í neinu einu, heldur fengið að leika mörg og misjöfn hlutverk,“ segir Þráinn og kveðst ætla að láta heilsuna ráða því hve- nær hann setjist í helgan stein. annaei@mbl.is Þráinn Karlsson leikari 70 ára Veisluhöld í Borgarasal Nýbakaðir foreldrar? Sendið mynd af barninu til birtingar í Morgunblaðinu Frá forsíðu mbl.is er einfalt að senda mynd af barninu með upplýsingum um fæðingarstað, stund, þyngd, lengd, ásamt nöfnum foreldra. Einnig má senda tölvupóst á barn@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.