Morgunblaðið - 24.05.2009, Síða 46

Morgunblaðið - 24.05.2009, Síða 46
46 Menning MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. MAÍ 2009 Lokalagið Guðrún Gunnarsdóttir og Pálmi Gunnarsson í fíling. Eiga samleið Jóhann G. Jó- hannsson, Sigríður Beinteins- dóttir, Grétar Örvarsson og Þorsteinn Gunnarsson trommuleikari Stjórn- arinnar, fagna sigri 1989. Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is Þ að elskuðu margir Álf- heiði Björk eftir að lagið í flutningi Eyjólfs Kristjánssonar og Björns Jörundar Frið- björnssonar vann Landslags- keppnina – Sönglagakeppni Ís- lands árið 1990. Það var í annað sinn sem keppn- in var haldin, árið 1989 sigraði Stjórnin með lagið „Við eigum samleið“ og varð það lag ekki síð- ur vinsælt en „Álfheiður Björk“. Þrátt fyrir að mjög margt gott hafi komið út úr Landslagskeppn- inni kom hún upphaflega ekki til af góðu. Upphaf hennar má rekja til þess að Sjónvarpið ákvað eitt árið að hafa ekki Söngvakeppni Sjónvarpsins opna fyrir alla laga- höfunda. Í staðinn voru nokkrir höfundar valdir sérstaklega til þess að semja fyrir keppnina. Margir sáu undankeppni Söngva- keppninnar sem stökkpall til að koma lagasmíðum sínum á fram- færi en þegar sá stökkpallur var útilokaður var ákveðið að efna til annarar keppni, Landslagsins – Sönglagakeppni Íslands. Við- brögðin létu ekki á sér standa, fyrsta árið sem keppnin var haldin voru send inn á fjórða hundrað lög. Tíu komust í úrslit. Keppnin var samt bara haldin fjórum sinnum, á árunum 1989- 1992. Ýmsir stóðu að keppninni á þeim tíma m.a Félag tónskálda og textahöfunda, Félag íslenskra hljómlistarmanna, Hljóðverið Stöðin, Stöð 2, Rúv, Flugleiðir, Pressan og Hótel Ísland. Það var til mikils að vinna, t.d. var ein milljón króna í verðlaun fyrir sigurlagið árið 1992 sem var dágóð upphæð á þeim tíma. Titl- arnir voru margir sem þátttak- endur gátu hlotið, valið var besta lagið sem hlaut nafnbótina Lands- lagið, athyglisverðasta lagið, besta útsetningin, besti textinn og besti flytjandinn. Mikið lagt í keppnina Einn af þeim sem sameinuðust um að koma Landslagskeppninni á koppinn var Axel Einarsson hjá Hljóðveri og hljómplötuútgáfunni Stöðinni. „Vegna óánægju með fyrir- komulagið á Söngvakeppni Sjón- varpsins sameinuðumst við nokkur um að halda þessa keppni,“ segir Axel sem kom bara að fyrstu tveimur keppnunum. „Svo tók Stöð 2 þetta yfir og hélt keppnina seinni tvö árin. Það var mikið lagt í þetta, gerð myndbönd við lögin og þau kynnt í sjónvarpi fyrir keppni. Svo fór hún fram í beinni útsendingu, í fyrstu þrjú skiptin frá Broadway en síðasta árið fór hún fram á Sjallanum á Akureyri og var þá kölluð Landslagið á Ak- ureyri.“ Yfirlýst markmið Landslagsins var að efla íslenska dægurtónlist og að sögn Axels náðist það. „Menn lögðust í að semja lög sem aldrei hefðu orðið til nema út af þessari keppni. Mörg lögin urðu langlíf og eru orðin klassísk í dag, lög sem allir þekkja. Það er ekkert vafamál að keppn- in varð mörgum tónlistarmönnum til framdráttar. Meðlimir Stjórn- arinnar hafa sagt að sigurinn í fyrstu Landslagskeppninni ’89 hafi lyft þeim upp og orðið til þess að þau urðu þekktari, þau bættu svo um betur árið eftir og unnu Söngvakeppnina með „Eitt lag enn“,“ segir Axel sem á sér auðvit- að uppáhalds Landslag. „Lagið „Við tvö“ eftir Inga Gunnar Jó- hannsson er mér minnistætt, það tók þátt árið 1990 og var sungið af Evu Ásrúnu Albertsdóttur.“ Manstu eftir ... Landslaginu Álfheiður Björk Eyjólfur Kristjánsson og Björn Jörundur voru góðir saman og töffaralegir. 1989 „Við eigum samleið“ Höfundur: Jóhann G. Jóhanns- son Flytjendur: Sigríður Bein- teinsdóttir og Stjórnin 1990 „Álfheiður Björk“ Höfundur: Eyjólfur Krist- jánsson Flytjendur: Björn Jörundur Friðbjörnsson og Eyjólfur Kristjánsson 1991 „Ég aldrei þorði“ Höfundur: Anna Mjöll Ólafs- dóttir Flytjandi: Anna Mjöll Ólafs- dóttir 1992 „Ég man hverja stund“ Höfundur: Jón Kjell. Flytjendur: Pálmi Gunnarsson og Guðrún Gunnarsdóttir Landslögin Samkvæmt Þjóðskrá bera níu konur á Íslandi nafnið Álfheiður Björk. Þrjár eru fæddar fyrir sigurár lagsins, ein fær nafnið sama ár en fimm síðar. Álfheiður Björk Ekki símakosning Árið 1991 var hægt að klippa út atkvæðaseðil og senda inn. Atkvæði hlustenda giltu 20% á móti dómnefnd.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.