Morgunblaðið - 25.05.2009, Síða 6
6 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. MAÍ 2009
Eftir Sigurð Boga Sævarsson
sigbogi@simnet.is
GÓÐUR gangur er í framkvæmdum við ný-
byggingu Háskólans í Reykjavík við Öskjuhlíð
og er fyrsti áfangi byggingarinnar nú fokheld-
ur. Sá hluti er þrjár hæðir og verður tekinn í
notkun um áramót. Þar verður aðsetur tækni-
og verkfræði-, tölvunarfræði- og viðskipta-
deildar skólans. Þessi fyrsti áfangi liggur næst
Öskjuhlíð og er alls 24 þúsund fermetrar.
Framkvæmdir við annan áfanga eru skemmra
á veg komnar, það er við sex þúsund fermetra
byggingu þar sem háskólatorg, bókasafn og
lagadeild og kennslu- og lýðheilsudeild verða
til húsa.
Ístak er aðalverktaki við þessar fram-
kvæmdir, en fjöldi undirverktaka sinnir sér-
hæfðari þáttum. „Á góðum degi eru hér að
störfum á milli 200 og 300 manns. Þetta er mik-
il framkvæmd og ánægjulegt að þetta skuli
vera í gangi á þessum erfiðleikatímum, segir
Þorkell Sigurlaugsson framkvæmdastjóri fjár-
mála- og þróunarsviðs HR.
Fjármögnun tryggð
Eignarhaldsfélagið Fasteign, sem er í eigu
Íslandsbanka, nokkurra sveitarfélag og Há-
skólans í Reykjavík, byggir húsið og mun eiga
það og reka í framtíðinni og leigja til skólans.
Áætlaður byggingakostnaður er liðlega 10
Kraftur hjá HR þrátt fyrir kreppu
Ljósmynd/Sigurður Bogi
Sjaldgæf sjón Enn sjást byggingakranar í borginni en þrír slíkir eru notaðir við nýbyggingu HR. Kaffi Nauthóll, þar sem verður kaffi og fundaaðstaða, er fremst á myndinni.
milljarðar króna, en verður væntanlega nokk-
uð hærri vegna meiri verðbólgu og fjármagns-
kostnaðar.
„Áður en verkið hófst hafði Fasteign tekist
að fá vilyrði fyrir allri fjármögnun. Hér hefur
verið kraftur þrátt fyrir kreppu,“ segir Þorkell.
Framkvæmdir við bygginguna hófust í upp-
hafi síðasta árs og var þá miðað við að fyrsti
áfanginn yrði tilbúinn nú á haustdögum. Vegna
efnahagsástands og fleiri þátta var ákveðið að
hægja aðeins á verkinu. Það ræður því, að áð-
urnefndrar deildir skólans flytja í nýbygg-
inguna um áramótin, en ekki nú á haustdögum
eins og í fyrstu var áætlað. Einnig var ákveðið
að fresta um óákveðinn tíma að byggja tvær
tengibyggingar við skólann, þar sem til stóð að
yrði m.a. bókasafn og mötuneyti, samtals um
6.000 fermetrar
Áformin sveigð
„Á byggingatímanum höfum við sveigt þau
áform sem lagt var upp með svolítið til. Í upp-
hafi stóð meðal annars til að flestir kennarar
okkar hefðu einkaskrifstofur, en niðurstaðan
er sú að flestir fá starfsaðstöðu í opnu rými.
Sama má segja um bókasafnið og mötuneytið
sem verða í bráðabirgðaaðstöðu að minnsta
kosti fyrstu árin. Með þessu næst mun betri
nýting á húsnæði en ella væri,“ segir Þorkell.
Við hlið háskólabyggingarinnar rís Kaffi Naut-
hóll þar sem verður bæði kaffihús og veit-
ingasalur. Þar verður í tengslum við skólann
funda- og veitingaaðstaða, sem verður öllum
opin.
Nemendur þeirra deilda HR sem flytja í ný-
bygginguna við Öskjuhlíð um komandi áramót
eru 2.300 og kennarar um 200. Þegar húsið er
fullbyggt flytja þangað lagadeild, og kennslu-
og lýðheilsudeild, Opni háskólinn og MBA
námið – sem og önnur starfsemi HR – en
skráðir nemendur í dag eru liðlega 3.000 og
fastráðnir kennarar og aðrir starfsmenn um
250. Nýbyggingin opnar hins vegar möguleika
á frekari vexti og áætlanir gera ráð fyrir um
4.000 nemendum á næstu árum.
„Þetta verður einn
best búni háskóli í
Evrópu,“ segir Þor-
kell Sigurlaugsson.
„Gæði kennslu- og
rannsókna skipta
auðvitað mestu um
hvernig til tekst í há-
skólaskólastarfi, en
húsnæðið, sem er um-
gjörð þessa alls, hefur
þó mikið að segja.
Kennslu- og rannsóknaaðstaða er fyrsta
flokks. Kennslustofur og fyrirlestrasal-
ir, sem eru yfir 40 talsins, eru bjartir og
rúmgóðir án þess þó að við ætlum að
kenna í allt of stórum hópum. Þegar
húsið er fullbyggt og öll starfsemin
komin á einn stað vænti ég þess að við
getum í ríkari mæli farið út í kennslu
þvert á deildir sem er í samræmi við
stefnu skólans.“
Einn best búni skólinn
Þorkell
Sigurlaugsson.
dómsúrskurði en heimild til húsleit-
ar er aðeins veitt ef rökstuddur
grunur er um brot.
„Um er að ræða gagnaöflun sem
er liður í yfirstandandi rannsókn
sem varðar ferðaþjónustuna,“ segir
Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Sam-
keppniseftirlitsins. Páll segir að
rannsókin beinist einkum að því
hvort fyrirtækin hafi brotið bann við
samráði.
„Upphaflega hófst rannsókn á
ferðaþjónustunni með húsleit hjá
samtökum aðila í ferðaþjónustu og
ferðaskrifstofum á árinu 2007. Þetta
kemur síðan í framhaldi af því. Þessi
athugun er vel á veg komin og þetta
er liður í því að ljúka þeirri rann-
sókn,“ segir Páll. Hann segir að ekki
hafi verið gerð húsleit á heimilum
stjórnenda enda hafi Samkeppnis-
eftirlitið ekki heimildir til slíks, ólíkt
því sem gildir um rannsókn saka-
mála.
Lögðu hald á gögn úr tölvu
Magnea Þórey Hjálmarsdóttir,
framkvæmdastjóri Icelandair Hot-
els, segir að stafsmenn Samkeppn-
isstofnunar hafi mætt á skrifstofu
sína tíu mínútur yfir níu um morg-
uninn og tekið tölvugögn. Þeir fóru
ekki í gögn eða tölvur annarra
starfsmanna fyrirtækisins.„Við höf-
um ekkert að fela og höfum ekki far-
ið á svig við nein lög,“ segir Magnea.
Hún segir að þetta muni ekki koma
til með að hafa áhrif á reksturinn.
Kristján Daníelsson, fram-
kvæmdastjóri Hótel Sögu, sagði að
starfsmenn Samkeppniseftirlitsins
hefðu komið og fengið gögn á Hótel
Íslandi, en fyrirtækin eru rekin af
sama fyrirtækinu. Þórður B. Sig-
urðsson, framkvæmdastjóri Foss-
hótela, kveðst ekki vita til þess að
starfsmenn Samkeppnisstofnunar
hafi gert húsleit hjá fyrirtækinu á
miðvikudaginn var, en Fosshótel til-
heyra sömu keðju og Grand Hótel,
að því er fram kom á mbl.is
Að sögn Páls Gunnars er ekki gert
ráð fyrir að leita þurfi hjá fleiri fyr-
irtækjum á sviði hótelrekstrar.
Eftir Þorbjörn Þórðarson
thorbjorn@mbl.is
STARFSMENN Samkeppniseftir-
litsins framkvæmdu húsleitir hjá
þremur hótelkeðjum síðastliðinn
miðvikudag. Eru fyrirtækin grunuð
um brot á samkeppnislögum með því
að hafa haft með sér ólögmætt sam-
ráð, meðal annars í verðlagningu.
Um er að ræða Hótel Ísland og
Hótel Sögu, sem eru í eigu sama fyr-
irtækisins, fyrirtæki sem rekur
Grand Hótel, Hótel Reykjavík og
Hótel Reykjavík Centrum og Ice-
landair Hotels, sem reka m.a. Hótel
Eddu og Hótel Loftleiðir. Húsleit-
irnar fóru fram að undangengnum
Morgunblaðið/Sverrir
Grand Hótel Húsleitirnar eru liður í
stærri rannsókn á ferðaþjónustunni.
Hótel grunuð um samráð
Samkeppniseftirlitið framkvæmdi húsleitir hjá þremur hótelkeðjum Grunur
um ólögmætt samráð Liður í yfirstandandi rannsókn á ferðaþjónustunni
Ljósmynd/Sigurður Bogi
Í hallarstíl Á háskólatorginu þar sem breiðstigi er milli hæða.
Fyrsti áfangi í
notkun um áramót
Kostnaður rúmlega
tíu milljarðar króna
Byggingin fjármögn-
uð fyrir kreppu