Morgunblaðið - 04.06.2009, Blaðsíða 1
F I M M T U D A G U R 4. J Ú N Í 2 0 0 9
STOFNAÐ 1913
149. tölublað
97. árgangur
Landsprent ehf.
MBL.IS
Morgunblaðið
hvar sem er
hvenær sem er
95
ára
mbl.is
«FÉKKÁHORFENDAVERÐLAUN
MYNDRÆNAR OG LIT-
RÍKAR RAUÐSOKKUR
«FRÉTTIR
MUNIR BOBBYS
FISCHERS Á UPPBOÐ
Eftir Magnús Halldórsson
magnush@mbl.is
VILJI er til þess hjá aðilum vinnu-
markaðarins og stjórnvöldum að fá
lífeyrissjóði landsins til þess að lána í
auknum mæli til framkvæmda, sam-
kvæmt heimildum Morgunblaðsins.
Hefur þetta komið upp í viðræðum
þessara aðila. Þá hefur einnig verið
rætt um að lífeyrissjóðir landsins
flytji erlendar eignir sínar til lands-
mánuði hefur hækkun á mörkuðum
verið skörp. Þá hefur veiking krón-
unnar vegið á móti lækkuninni á er-
lendum hlutabréfamörkuðum að ein-
hverju leyti.
Í viðræðum aðila vinnumarkaðar-
ins og stjórnvalda hefur verið rætt
um að stórefla þurfi lánveitingar til
atvinnulífsins til að koma í veg fyrir
enn harðari skell.
Lífeyrir styrki forða
Áhugi er á því að lífeyrissjóðirnir spili stórt hlutverk í endurreisn íslensks
efnahagslífs Rætt um að lífeyrissjóðirnir flytji erlendar eignir sínar heim
Óttast hrikalegar uppsagnir | 4
ins til þess að styrkja gjaldeyris-
varasjóð Seðlabanka Íslands. Erlend
verðbréfaeign lífeyrissjóða í landinu
nam 473 milljörðum króna í árslok
síðasta árs og jókst um rúmlega þrjú
prósent frá árinu áður. Heildareign-
ir lífeyrissjóðanna námu um 1.657
milljörðum króna í lok ársins.
Erlendar eignir sjóðanna féllu
verulega í verði á fyrstu mánuðum
ársins, samhliða hröðu falli á hluta-
bréfamörkuðum, en undanfarna tvo
» Erlend eign 473
milljarðar í fyrra
» Heildareignir sjóða
1.657 milljarðar
» Lánveitingar efldar
til framkvæmda
HINAR sívinsælu fjaðradýnur eru nú komnar út úr geymslunum eftir vetr-
ardvöl. Fátt þykir börnum skemmtilegra en að hreyfa kroppinn á nýstár-
legan hátt með auknum stökkkrafti. Best er þó að fara með gát og ekki
verra að hafa öryggisnetið á sínum stað, ef einhverjum brygðist bogalistin.
KROPPURINN BLÓMSTRAR Í LOFTINU
Morgunblaðið/RAX
„Það er eins og
öllum finnist lík-
legast að ég fari
aftur til Eng-
lands en það er
ekkert endilega
fyrsti kosturinn,“
sagði knatt-
spyrnumaðurinn
Eiður Smári
Guðjohnsen skömmu fyrir æfingu
íslenska landsliðsins í gær en það
leikur gegn stórliði Hollands á
Laugardalsvellinum á laugardag í
undankeppni HM.
„Ég ætla að sjá til og kannski
prófa ég nýtt ævintýri á öðrum stað
úti í heimi. Ég veit í rauninni jafn-
lítið og hver annar,“ sagði Eiður við
Morgunblaðið. »Íþróttir
Eiður Smári er til í nýtt
ævintýri á öðrum stað
Karl Ólafsson í Háfi hefur sáð
korni í skikann Borgartúnsnes í
Þykkvabæ en deilur standa nú milli
hans og kartöflubænda. Hvorir
tveggja telja sig eiga rétt til lands-
ins, Þykkbæingar hafa stundað þar
kartöflurækt en Karl telur sig eiga
landið þar sem það hafi aldrei verið
undanskilið eignarjörð hans, Háfi.
Markús Ársælsson í Hákoti orðar
það svo að kartöflustríð ríki. „Það
má segja að það sé komið á kart-
öflustríð milli okkar og Kalla kart-
öflukóngs,“ segir hann. »8
Korni sáð yfir kartöflur
í Þykkvabænum
Eftir Þórð Snæ Júlíusson
thordur@mbl.is
Reykjavík bókfærði um 1,2 milljarða
króna sem borgin átti í peninga-
markaðssjóði Landsbankans sem
eign í ársreikningi sínum þrátt fyrir
að skilanefnd bankans hefði hafnað
uppgjörskröfu hennar. Þá bókfærir
borgin skuld sína vegna gjaldmiðla-
samnings við Kaupþing sem 240
milljóna króna skuld þegar staða
samninganna, hefði ekki komið til
einhliða riftunar borgarinnar á þeim,
var 1,6 milljarðar króna. Fari þessir
tveir þættir á annan veg en forsvars-
menn borgarinnar ætla mun það
þurrka út 2,3 milljarða króna já-
kvæða rekstrarniðurstöðu hennar.
Hanna Birna Kristjánsdóttir,
borgarstjóri í Reykjavík, segir að
vissulega séu ákveðnir óvissuþættir í
reikningnum. „Þetta eru engar nýjar
staðreyndir enda mál sem ítrekað
hefur verið fjallað um í fjölmiðlum.
Þessa óvissuþætti hefur borgin yfir-
farið og fært inn með þeim hætti sem
gert er í ársreikningnum. Okkar ytri
endurskoðendur eru sammála þeirri
aðferð enda undirrita þeir reikning-
inn án fyrirvara. Allt byggist þetta á
lögfræðilegri og fjármálalegri ráð-
gjöf og úttektum.“ | Viðskipti
Óvissa í uppgjöri borgarinnar
Endurskoðendur Reykjavíkurborgar bentu á óvissu í upp-
gjöri hennar Engar nýjar staðreyndir, segir borgarstjóri
Í HNOTSKURN
»2,3 milljarða afgangur varaf rekstri A-hluta borg-
arinnar. Óvissuþættirnir gætu
þurrkað þann afgang út.
Tölvupóstur
gekk á milli
þingmanna
breska Verka-
mannaflokksins í
gær þar sem
Gordon Brown
var hvattur til að
segja af sér emb-
ætti. Samkvæmt
breskum fjölmiðlum segir í póst-
inum að Brown hafi lagt mikið af
mörkum til flokksins í 12 ára
valdatíð hans. Nú sé svo komið að
hagsmunum flokksins sé betur
borgið segi Brown af sér emb-
ættum forsætisráðherra og flokks-
leiðtoga svo hægt verði að velja
nýjan leiðtoga fyrir næstu þing-
kosningar. Þingmenn eru beðnir
um undirskrift og á að birta póst-
inn fáist í það minnsta 50 undir-
skriftir. »17
Brown hvattur til afsagnar