Morgunblaðið - 04.06.2009, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 04.06.2009, Blaðsíða 21
Hvað er framundan í samskiptum við Rússland? ÁRIÐ 2009 markar tvo áratugi frá falli Berlínarmúrsins en hann var eitt helsta og áþreifanlegasta tákn kalda stríðsins. Fall múrsins var upphafið að endalokum kalda stríðsins sem og Sov- étríkjanna sem lifðu að vísu áfram í tvö ár áður en þau leystust end- anlega upp. Kjölfestan í sovéska heimsveldinu var Rússland og því var alla tíð stjórnað frá Moskvu. Það var sjálfgefið að Rússland yrði arf- taki Sovéríkjanna og það var greini- lega skilningur rússnesku þjóð- arinnar. Fyrir þorra fólks í Rússlandi var hrun Sovétríkjanna mikil niðurlæg- ing. Á örskömmum tíma hrundi sú veröld sem það hafði búið við um áratuga skeið, heimsveldið, hug- myndafræðin, efnahagskerfið, allt í senn. Atvinnuöryggi heyrði sögunni til, eftirlaun urðu verðbólgu og gengisfellingum að bráð, mennta- og heilbrigðiskerfi urðu fjárvana sem aldrei fyrr, lífið gjörbreyttist í einni svipan. Fátækt og örbirgð settu svip sinn á þjóðfélagið í miklu meira mæli en áður. Þjóðlífið fór í gegnum slík umbrot að allt þjóðfélagið var í raun- inni skilgreint upp á nýtt. Allt var undir og ekkert undanskilið. Það frelsi til orðs og æðis sem ríkti í Rússlandi áratuginn eftir fall Sovétríkjanna birtist almenningi að stórum hluta til í mikilli spillingu, glæpum og róttækri einkavæðingu ríkiseigna sem ófáir töldu vera brunaútsölu á auðæfum þjóðarinnar. Þessum tíma í Rússlandi er ekki hægt að líkja saman við neitt það sem samtíðin á Vesturlöndum þekk- ir af eigin raun. Til þess voru um- brotin of mikil. Ein afleiðing varð sú, að í þjóðarsálinni gerði eftirsjá eftir gamla heimsveldinu fljótlega vart við sig. Togstreitan milli nýja og gamla tímans hefur æ síðan sett svip sinn á þjóðlífið. Stór hluti rússnesku þjóðarinnar sér gjarnan Rússland með gleraugum fortíðarinnar, sem stórveldi sem nágrannarnir eigi að taka tillit til og veröldin mark á. Rússland reis smám saman úr rústum ekki síst fyrir tilstilli mikilla auðæfa í gasi og olíu. Verðlag á heimsmarkaði fór stighækkandi þar til fyrir ári síðan. Hverjum þeim sem sækir Moskvu eða Pétursborg heim verður ljóst hversu mikil breyting hefur orðið á lífskjörum fólks á und- anförnum áratug. Rússland á um þessar mundir þriðja stærsta gjald- eyrisvaraforða í heimi, á eftir Kína og Japan, þrátt fyrir heims- kreppu. Aukinni hagsæld og velmegun hefur fylgt aukið sjálfstraust sem hefur verið augsýnilegt í samskiptum Rúss- lands við umheiminn. Rússar gera nú orðið bersýnilega tilkall til að vera í forystuliðinu á heimsvísu. Í þeim efn- um er nauðsynlegt að hafa í huga að Rússland er ekki Sov- étríkin að stærð og styrk. Í land- fræðilegum skilningi er landið það langstærsta í veröldinni, margfalt stærra en það landflæmi sem Evr- ópusambandið nær yfir. Íbúar eru þó einungis rúmar 140 milljónir á móti 500 milljónum manna sem búa í 27 aðildarríkjum Evrópusambands- ins. Verg landsframleiðsla Rúss- lands er eitthvað álíka og Spánar þar sem íbúatalan er um 40 millj- ónir. Í efnahagslegu tilliti er Evr- ópusambandið um 15 sinnum stærra en Rússland. Hernaðarútgjöld sam- bandsins eru tífalt meiri en Rúss- lands. Á tveimur sviðum er styrkleiki og ríkidæmi Rússlands augljós. Annars vegar er sú staðreynd að landið býr yfir miklu magni kjarnavopna. Sam- anlagt hafa Rússland og Bandaríkin yfir að ráða 95% allra kjarnavopna á jarðkringlunni. Menn geta spurt hversu miklu það skiptir í veröld þar sem litlar sem engar líkur eru á notkun þeirra? Einfaldasta svarið er að líti menn til þess hversu mikið kappsmál það er mörgum ríkjum að eignast kjarnavopn sé næsta aug- ljóst að vægi þeirra er mikið í sam- skiptum ríkja. Hinsvegar er hið mikla ríkidæmi Rússlands í gasi og olíu. Rússland býr yfir einhverjum stærsta gas- forða í heimi og sér Evrópusam- bandsríkjunum fyrir 42% af því gasi sem þau nota. Orkumál eru fyrir löngu orðin eitthvert veigamesta málefnið í samskiptum Evrópusam- bandsins og Rússlands. Það dylst engum að Evrópusambandið vill geta dreift kaupum á orkunni til fleiri aðila og ríkja. Mikill frétta- flutningur í evrópskum fjölmiðlum um gas-og olíuleiðslur frá Rússlandi, Suður-Kákasus og Mið-Asíu til Evr- ópu í gegnum lönd eins og Úkraínu, Georgíu, Tyrkland sem og Svarta- hafið og Eystrasaltið, endurspeglar mikilvægi flutnings á olíu og gasi fyrir þjóðir Evrópu. Samkeppnin er hörð og snertir stjórnmál og sam- skipti ríkja með margvíslegum hætti. Á tíunda áratug síðustu aldar tók utanríkisstefna Rússlands mið af þeirri grundvallarhugmynd að ná fullum sáttum við Vesturlönd, ekki síst gegnum samstarf um sameig- inleg hagsmunamál. Á undanförnum árum hafa samskiptin kólnað og hvert ágreiningsefnið á fætur öðru skotið upp kollinum, eldflaugavarn- ir, stækkun NATO, viðurkenning á sjálfstæði Kosovo, stríð Rússlands og Georgíu o.fl. Fyrir fáeinum mán- uðum höfðu fjölmiðlar eftir Nicolas Sarkozy Frakklandsforseta að sam- skipti Evrópusambandsins og Rúss- lands hefðu aldrei verið verri. Ný stjórnvöld í Bandaríkjunum gera nú tilraun til að „endurræsa“ sam- skiptin. Það verður æ ljósara að sum af stærstu ágreiningefnunum við Evr- ópusambandsríkin og yfir Atlants- hafið lúta að afstöðu Rússa til þeirra nágrannaríkja sem áður voru innan vébanda Sovétríkjanna. Allt frá falli Sovétríkjanna hafa Rússar lýst yfir að þeir hafi „sérlegra hagsmuna“ að gæta í sínu næsta nágrenni. Sú af- staða var ítrekuð af Medvedev Rúss- landsforseta í tengslum við stríð Rússlands og Georgíu í ágústmánuði 2008. Í þessu ljósi má m.a. sjá harða andstöðu Rússa við hugsanlega aðild Úkraínu og Georgíu að NATO. Og nýverið birtist þessi afstaða í gagn- rýni Rússa á samstarfssamning Evrópusambandsins við sex ríki í austurhluta Evrópu sem öll til- heyrðu áður Sovétríkjunum en þau eru: Armenía, Aserbajdjan, Hvíta- Rússland, Georgía, Moldóva og Úkraína. Þó er ekki um mikið meira að ræða en ramma um nánari sam- vinnu þessara ríkja við Evrópusam- bandið. Sú skoðun er nokkuð út- breidd að viðbrögð Rússa helgist af því að þeir óttist að áhrif þeirra fari dvínandi í löndum sem áður til- heyrðu Sovétríkjunum Allflest þeirra ríkja sem áður til- heyrðu Sovéríkjunum hafa átt ágæt samskipti við vestræn ríki frá lokum kalda stríðsins. Sum hafa bundist nánari böndum en önnur og næsta ljóst að Georgía og Úkraína skera sig úr hvað það varðar. Bæði hafa ríkin sýnt vilja í verki til að styrkja tengslin við vestrið. Á það ekki síst við um Georgíu sem segja má að bú- ið hafi verið að bjóða inn í fordyrið á vestrænu samfélagi þegar kom til stríðsátaka við Rússa á síðasta ári. Í krafti stærðar sinnar og styrks hefur Rússland mikla yfirburði í sínu næsta nágrenni, ekki síst í Kák- asus og Mið-Asíu. Þrátt fyrir það má velta upp þeirri spurningu hvort Rússar séu ekki að seilast of langt. Eiga þeir kost á að halda í fortíðina hvað varðar áhrifasvæði í sínu næsta umhverfi? Munu vestræn ríki sætta sig við slík rússnesk áhrifasvæði? Þegar hér er komið sögu eru engin einhlít svör við spurningunni en rétt að hafa í huga þá vel þekktu stað- reynd að meðal aðildarríkja Evrópu- sambandsins og NATO eru mjög skiptar skoðanir um afstöðuna til Rússlands. Heildarstyrkur aðild- arríkjanna skiptir ekki sköpum ef samstaðan um stefnuna er ekki fyrir hendi. Fyrir ýmsum er þetta lyk- ilatriði og álitið Rússum í hag í sam- skiptum við umheiminn. Í þessu samhengi má einnig spyrja hvort hugmyndir um áhrifa- svæði sem taka mið af landafræði eigi ekki meira skylt við 19. öld í Evrópu heldur en 21. öldina? Er ekki tímabært fyrir Rússa að horf- ast í augu við nútímann og sleppa hendi af gamla tímanum? Winston Churchill sagði í útvarps- ávarpi rétt eftir að seinni heimstyrj- öldin hófst á haustmánuðum 1939; „Ég get ekki sagt fyrir um hvað Rússland kann að taka til bragðs. Landið er mér ráðgáta, hulin leynd- arhjúp, lengst inni í völundarhúsi. En kannski er til lausn. Sú lausn er fólgin í þjóðarhagsmunum Rúss- lands“. Þessa skemmtilegu setningu Churchills þekkja flestir sem eitt- hvað þekkja til Rússlands og þykir hún vel til fundin. Spurningin í fram- haldinu er hinsvegar sú hvernig stjórnmálaforystan í Rússlandi skil- greinir þjóðarhagsmuni landsins og þar erum við komin að hugmynda- fræðinni um áhrifasvæði sem í grundvallaratriðum er andstæð hug- myndum Evrópuríkja um milliríkja- samskipti. Spurningin um áhrifa- svæði mun áreiðanlega skipta miklu í því sem framundan er í samkiptum við Rússland. Tveimur áratugum eftir fall Berlínarmúrsins erum við komin á slóðir sem minna kannski fullmikið á gamla tíma. Eftir Gunnar Gunnarsson » Í krafti stærðar sinn- ar og styrks hefur Rússland mikla yf- irburði í sínu næsta ná- grenni, ekki síst í Kák- asus og Mið-Asíu. Þrátt fyrir það má velta upp þeirri spurningu hvort Rússar séu ekki að seil- ast of langt.Gunnar Gunnarsson Höfundur er sendiherra í utanrík- isþjónustunni. Hann var sendiherra Íslands í Moskvu 1994-1998 og fasta- fulltrúi Íslands hjá NATO 2002-2008. 21 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 2009 Horft á hetjurnar Ungum fótboltamönnum úr Breiðabliki gafst í gær fágætt tækifæri til að fylgjast með íslenska landsliðinu í knattspyrnu á æfingu á Kópavogsvelli. Kannski létu piltarnir ungu sig dreyma stóra drauma um að feta í fótspor landsliðsmanna á vegi atvinnumennskunnar úti í heimi. Áhugi og einbeiting hinna ungu leynir sér ekki og eflaust hvetja þeir sína menn í huganum. Ómar Hallur Magnússon | 3. júní Seðlabankinn og AGS Það var einnig hjákátlegt að heyra aðra pólitíska möntru sendinefndar eft- ir sendinefnd sem var: einkavæða Íbúðalánasjóð - einkavæða Íbúðalána- sjóðs - einkareknir bankar með íbúðalánin - einkareknir bankar með íbúðalánin! Það væri áhugavert að sjá hvernig ástandið væri ef við hefðum látið eftir þeirri vanhugsuðu pólitísku möntru Al- þjóðagjaldeyrissjóðsins. Það verður einnig áhugavert að sjá hvort Seðlabanki Íslands er Seðlabanki Íslands - eða Seðlabanki Alþjóðagjald- eyrissjóðsins sem lætur dáleiðast af hættulegri pólitískri möntru pótintát- anna í Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Það skýrist á morgun. Meira: hallurmagg.blog.is Baldur Kristjánsson | 3. júní Kaupmanninn á horninu! Við erum eins og idjótar að vaða um mörg hundr- uð fermetra búðir einu sinni til tvisvar í viku, keyra miklar vegalengdir, bera allt heim. Gróðinn af viðskiptum okkar rennur ekki til samfélagsins, hann fer til örfárra gróðapunga í skattaskjól eða lystisnekkj- ur. Þetta var svona fyrir hrun og þetta verður svona eftir hrun. Ég vil kaupmann sem lifir og hrærist í því samfélagi sem búðin hans er í, eyðir þar peningum sín- um og blandar þar geði við fólk. Meira: baldurkr.blog.is BLOG.IS Friðrik Þór Guðmundsson | 3.6. 2009 Forgangsröðun við niðurskurð, takk Í stefnuræðu Jóhönnu Sigurðardóttur forsætis- ráðherra á dögunum kom fram að á næstu þremur árum þyrfti að brúa bil í ríkisfjármálum upp á alls um 170 millj- arða króna. Það er og verður rosalegt verkefni og eingöngu til óvinsælda fall- ið. Til marks um það eru viðbrögðin við nýjum hækkunum ýmissa óbeinna skatta (áfengi, tóbak, eldsneyti o.fl.) upp á „bara“ 2,7 milljarða: Þetta var bara fyrsta og kannski óhjákvæmi- legasta skrefið. Ríkisstjórnin þarf að fara að senda þjóðinni ótvíræð skilaboð um forgangs- röðina í ríkisfjármálum á næstu þremur árum. Það dugar ekki endalaust að tala bara um að velferðarkerfið verði varið. Út frá því er gengið. Það dugar ekki heldur að tala um hátekjuskatt, því hann er fyrst og fremst táknrænn (og réttlátur ef mörkin eru sæmilega há) og skilar hlutfallslega litlu í ríkiskass- ann. Meira: lillo.blog.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.