Vegna viðhaldsvinnu geti verið truflanir á þjónustu Tímarit.is frá 18:00 og fram eftir kvöldi.

Morgunblaðið - 04.06.2009, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 04.06.2009, Blaðsíða 36
36 MenningFÓLK MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 2009  Á morgun kemur út í Evrópu önnur plata Benna Hemm Hemm, Murta St. Kalunga, en forsprakki sveitarinnar og aðalsprauta, Bene- dikt Hermann Hermannsson, er nú búsettur í Skotlandi þar sem kær- astan hans stundar nám. Platan kemur út í flestum lönd- um Mið- og Suður-Evrópu auk Skandinavíu. Murta St. Kalunga endurútgefin í Evrópu Fólk „ÞETTA var meiriháttar, þegar þetta var kynnt á dögunum urðu þvílík fagnaðarlæti, það var eins og Óskarinn væri kominn í höfn,“ segir Helgi Þórsson, en rokksöngleikurinn Vínland, sem hann er höfundur að, var valinn athyglis- verðasta áhugaleiksýning ársins. Helgi er for- sprakki hljómsveitarinnar Helgi og hljóðfæra- leikararnir og er Vínland byggt á verkinu Landnám eftir sveitina. Söguþráður verksins er spunninn upp úr Grænlendingasögu. Verkið var sett upp í Freyvangsleikhúsinu í Eyjafjarðarsveit, en þetta er í þriðja sinn sem Freyvangsleikhúsið er valið með athyglisverð- ustu áhugaleiksýninguna. Vínland verður sett upp á stóra sviði Þjóðleikhússins 12. júní næst- komandi og mætir Helgi þar með alla hljómsveit sína til að leika undir í sýningunni. „Músíkin í sýningunni átti upphaflega aðeins að vera leikin af bandi en svo þegar leið að sýningarlokum hér fyrir norðan var ákveðið að kýla á sýningu með lifandi hljómsveit. Þá fór eitthvað neistaflug í gang og það var ekki bakkað eftir það,“ segir Helgi sem hefur mjög gaman af samspilinu á milli hljómsveitarinnar og leikaranna. Ekki er á döfinni hjá Helga að snúa sér alfarið að leikritaskrifum þrátt fyrir þessa velgengni. „Ég þarf að sinna minni gulrótarækt og rab- arbaravínsbruggun og hinum áhugamálunum. Ég á alveg von á andanum aftur en það er aldrei að vita í hvaða formi hann verður.“ Vínland verður sýnt í Freyvangi í kvöld og á morgun og í Þjóðleikhúsinu 12. júní. ingveldur@mbl.is Eins og Óskarinn væri kominn í höfn Vínland Úr rokksöngleiknum sem fjallar um vík- inga. Verkið verður sett upp í Þjóðleikhúsinu.  Fyrir alla aðdáendur Bjarkar Guðmundsdóttur er einkar áhuga- vert viðtal að finna í nýjasta tölu- blaði Interview sem Amzalagand Augustyniak, annar listrænna stjórnenda blaðsins, tekur. Í raun er viðtalið samtal þeirra Aug- ustyniak og Bjarkar og því verður lesandinn um leið margs vísari um Augustyniak sjálfan sem hefur um árabil starfað með Björk við útlits- hönnun á plötum hennar, bókum og öðru efni. Það sem er merkilegast við viðtalið er að þar kemur fram að Björk sé nú stödd í Gvatemala í Suður-Ameríku við upptökur á nýju efni fyrir næstu plötu sína. Björk tekur upp efni í Gvatemala  Tónleikar Stefáns Hilmars- sonar sem hann hélt í Salnum á dögunum í tilefni þess að hann var valinn bæjarlistamaður Kópavogs á síðasta ári, tókust með slíkum ágætum að Stefán veltir því nú fyr- ir sér að gefa tónleikana út. Á þeim flutti hann nokkur ný lög í bland við sjaldgæf númer en líkur eru einnig á að ný hljóðversplata komi út síðar á þessu ári eða á því næsta. Tvær nýjar plötur frá Stebba Hilmars Eftir Birgi Örn Steinarsson biggi@mbl.is BRESKU kvikmyndagerðarkonunni Heather Millard brá heldur betur í brún í október síðastliðnum þegar hún las í dagblöðum hvernig íslensku bankarnir hefðu hrunið og hvernig Íslendingar væru þannig að stela peningum frá þeim löndum hennar sem höfðu sett peninga sína inn á Icesave-reikninga. Hún segir þrjá mánuði hafa liðið áður en hún rak augun í jákvæða grein um Ísland. Sú var í The Guardian og fjallaði um hvernig margir Íslendingar tækju bankahruninu á yfirvegaðan og bjartsýnan hátt. Myndin verður sýnd í breskum kvikmyndahúsum í byrjun næsta árs og verður líklegast seld til sjónvarpsstöðva í Nýja-Sjálandi, Hollandi og Skandinavíu. „Myndin fjallar um eftirmál bankahrunsins en fókusinn er ekki á hvað hafi farið úrskeiðis heldur á framtíðina og hvernig ástandið hefur þvingað Íslendinga til þess að end- urbyggja líf sitt og lífsstíl,“ útskýrir Heather. Rödd almennings Heather kom hingað í mars og spjallaði við nokkra Íslendinga um framtíð landsins. Hvaða áhrif hrunið hefði haft á líf þeirra og hvernig þeir sjá fyrir sér framtíð þjóðarinnar. Hún segir að margir þeirra sem hún talaði við hafi öðlast dýpri skilning á því hvernig sé hægt að öðlast aukið sjálfstæði í lifnaðarháttum. Fleiri Ís- lendingar séu t.d. byrjaðir að rækta grænmeti og fleiri neiti sér um þann munað að kaupa óþarfa hluti. „Við erum líka að fjalla um sprota- fyrirtæki. Nýjar leiðir sem fólk er að uppgötva til þess að gera efnahaginn óháðari innflutningi. Við sýnum líka fram á hvernig hrunið hefur aukið áhuga fólks á andlegum málefnum. Fólk sem var kannski undir miklu álagi í vinnu sinni leitar núna í and- lega þætti til þess að finna sína innri orku frekar en ytri.“ Í myndinni verða sýndar sjón- varpsupptökur héðan til þess að út- skýra hvað gerðist og hvernig fólk brást við í fyrstu. „Meginþorri manna á Íslandi vill að heimurinn viti að hrunið hafi ekki verið þeim að kenna. Við reynum að gera okkar besta til þess að koma sjónarmiðum almenn- ings í landinu til skila.“ Ísland ekki litið hornauga Á meðal þjóðþekktra Íslendinga sem rætt er við í myndinni eru Andri Snær Magnason rithöfundur, Lára Ómarsdóttir fréttakona og Guðni Gunnarsson jógakennari. Birgir Hilmarsson, söngvari Am- pop og Blindfold, sér um tónlist myndarinnar. Heather kemur aftur hingað í sumar til þess að leggja loka- hönd á upptökur en áætlað er að myndin verði tilbúin í lok árs. Tvær myndir verða gerðar; ein í fullri lengd fyrir kvikmyndahús en önnur tæprar klukkustundar löng fyrir sjónvarp. „Skuldinni hefur verið skellt á Ís- land sem svæði í stað þess að kenna þeim einstaklingum sem sköpuðu ástandið um. Það er mikilvægt fyrir okkur að sýna Ísland á þann hátt sem Íslendingar vilja.“ Heather tekur algjörlega fyrir það að breskur almenningur líti Íslend- inga nú hornauga. „Helsti tilgangur þess að við erum að gera þessa heim- ildarmynd er að sýna að Ísland er stórfenglegt land þar sem almenn- ingur er að takast á við vandamál sín á yfirvegaðan hátt. Kannski til þess að sýna öðrum hvernig er hægt að takast á við svona mál. Íslendingar sitja ekki og væla yfir hlutunum. Bretar hata ekki Íslendinga og aðrir eiga eftir að skilja út af hverju þegar þeir sjá þessa mynd.“ „Bretar hata ykkur ekki“  Breska kvikmyndagerðarkonan Heather Millard gerir heimildarmynd um Ísland eftir bankahrunið  Myndin er á uppbyggilegum og bjartsýnum nótum Morgunblaðið/Ómar Búsáhaldabyltingin Mótmæli almennings á Austurvelli munu ábyggilega skipa stóran sess í myndinni þótt einblínt sé á björtu hliðarnar. Nokkrar heimildarmyndir um bankahrunið og afleiðingar þess eru í bígerð. Má nefna aðra breska mynd er heitir There and Back Again en þar er rakin saga uppgangs íslenska efnahags- lífsins og svo hvernig allt féll. Kvikmyndagerðarmaðurinn Ari Alexander vinnur nú hörðum höndum að myndinni Aumingja Ísland sem fjallar um kreppuna og mótmælin sem fylgdu í kjöl- farið en fleiri íslenskir kvik- myndagerðarmenn vinna nú að myndum um breytt ástand á Ís- landi. Kreppan í bíó Eftir Birtu Björnsdóttur birta@mbl.is „ÞAÐ er alltaf svo gaman þegar við komum saman,“ segir KK og hlakkar sýnilega til tónleika sem haldnir verða á föstudaginn kemur í Bæjarbíói í Hafnarfirði. Þar stíga á svið auk KK þeir Þorleifur Guðjónsson og Jón Ólafsson. „Ég veit ekki hvað við eigum að kalla okkur, kannski KK og félaga.“ Aðspurður segir hann þá félaga einfald- lega ætla að spila það sem áhorfendur vilji heyra og að þeir séu fúsir að taka við beiðn- um um óskalög utan úr sal. „Við förum í Bæjarbíó af því að það er svo skemmtilegt hús og mér líður svo vel þar,“ segir KK. „Ég hef haldið þar tónleika áður með Ellen systur og mér finnst þetta stór- góður tónleikastaður. Hann er mátulega stór og heimilislegur. Þessir stærri tónleikasalir eiga ekki vel við mig.“ KK er að eigin sögn ekki með nýja plötu í bígerð, a.m.k. ekki strax. Útvarpsþáttur í hans umsjón á hug hans allan þessa dagana. „Ég sé um klukkutíma útvarpsþátt virka morgna á Rás 1 milli klukkan 8 og 9. Þar spila ég fyrst og fremst skemmtilega tónlist úr öllum áttum og það er af nógu að taka. Ég reyni meðvitað að spila minna af amer- ískri tónlist, það er svo mikið spilað af henni alls staðar annars staðar,“ segir útvarps- maðurinn KK. „Ég spila mikið tónlist frá Norðurlönd- unum, Afríku og Suður-Ameríku en auk þess leik ég mikið af íslenskri tónlist og er kóra- tónlist í miklu uppáhaldi. Ég er alltaf að leita að tónlist sem er skemmtileg og sem er auðvelt og gaman að hlusta á, það má ekki bara vera framandi. Ég veit að það er margt eldra fólk sem hlustar á þáttinn, það er ekki nóg spilað af tónlist fyrir þann aldursflokk. Svo held ég að ungt fólk hafi líka gaman af þessu, það eru margir orðnir þreyttir á sí- byljunni.“ Tónlistina finnur KK í safni útvarpsins, í eigin fórum og á netinu, þar sem hann segist kaupa mikið af tónlist. „Þetta er í raun starf sem ég er búinn að vera að búa mig undir alla ævi, allt frá því ég var 14 ára og fór að skoða fyrstu Deep Purple-plötuna,“ segir KK. Gaman að spila saman Fjölhæfur KK heldur tónleika milli þess sem hann grúskar í tónlist fyrir útvarpsþáttinn sinn. KK heldur tónleika með félögum sínum í Bæjarbíói annað kvöld

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.