Morgunblaðið - 04.06.2009, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 2009
NAFN skólastjóra Norðlingaholts-
skóla misritaðist í Morgunblaðinu á
föstudag. Skólastjórinn heitir Sif og
er Vígþórsdóttir. Beðist er velvirð-
ingar á mistökunum.
LEIÐRÉTT
Vígþórsdóttir
RANGLEGA var greint frá því í
Morgunblaðinu í gær að ástæða þess
að Ólafur Ísleifsson hagfræðingur
og Guðni Th. Jóhannesson skrifuðu
ekki bókina „Hrunið“ saman hafi
verið sú að Ólafur hafi hafið störf
sem ráðgjafi ríkisstjórnarinnar. Hið
rétta er að Ólafur tók sæti í banka-
ráði Glitnis, síðar Íslandsbanka, og
var það ástæða þess að ekki varð úr
fyrirhuguðu samstarfi.
Tók sæti í bankaráði
Flúðir | Um hvítasunnuna var opnað
nýtt tjaldsvæði á Flúðum á fallegum
stað við Litlu-Laxá. Fyrirtækið
Trog ehf. hefur annast uppbyggingu
svæðisins ásamt sveitarfélaginu sem
á landið. Landsvæðið sem notað er
nú er um 4 ha en hægt er að stækka
það síðar í 14 ha ef þörf verður á.
Nokkur þjónustuhús eru á svæðinu
með góðri aðstöðu, salerni og sturt-
um, þvottavél, þurrkara sem og
sjónvarpi í setustofu þar sem boðið
er upp á kaffi. Rafmagn er á svæð-
inu og þráðlaus nettenging. Þá er
einnig á svæðinu stórt útigrill og
verið er að gera leiksvæði fyrir börn.
Aðstaða verður gerð síðar í sumar
fyrir strandblak.
Boðið er upp á fastastæði yfir
sumartímann en einnig yfir vetr-
artímann. Nú þegar hefur verið út-
hlutað yfir 50 stæðum af rúmlega
100 sem eru á aðalsvæðinu. Einnig
eru önnur svæði fyrir lausaumferð,
ættarmót og hópa ef pantað er með
fyrirvara.
Umsjónarmaður er Ómar Olgeirs-
son, segir m.a. í fréttatilkynningu.
Nýtt
tjaldsvæði
á Flúðum
Morgunblaðið/Sigurður Sigm.
Flottur hörfatnaður
www.feminin.is • feminin@feminin.is
Bæjarlind 4, Kópavogi
sími 544 2222
Opið mán.-fös. kl. 11-18 - lau. 10-16
Str. S-XXL
Allar gerðir og stærðir
Laugavegi 82,
á horni Barónsstígs
sími 551 4473
Þú minnkar
um eitt númer
Póstsendum
Verslaðu glæsilegan fatnað þar sem gæði og þjónusta skipta máli
Glæsilegar útskriftardragtir
Laugavegi 63 • Sími 551 4422
Tilkynning til lánardrottna
Sparisjóðs Mýrarsýslu
Þann 27. apríl 2009 var Sparisjóði Mýrarsýslu, kt. 610269-
5409, Digranesgötu 2 í Borgarnesi, veitt heimild til greiðslu-
stöðvunar er gilti til 18. maí 2009. Með vísan til 17. gr. laga nr.
21/1991 um gjaldþrotaskipti og 98. gr. laga nr. 161/2002 um
fjármálafyrirtæki tilkynnist lánardrottnum hér með að framan-
greind heimild sparisjóðsins til greiðslustöðvunar hefur verið
framlengd með úrskurði Héraðsdóms Vesturlands, uppkveðn-
um þann 22. maí sl. Gildir heimildin til fimmtudagsins 30.
júní nk., kl. 10:00, er málið verður tekið fyrir að nýju í Héraðs-
dómi Vesturlands, Bjarnarbraut 8, Borgarnesi.
Borgarnesi, 31. maí 2009
Sigurður R. Arnalds hrl.
Bæjarlind 6 sími 554 7030
Eddufelli 2, sími 557 1730
Nýjar vörur
Kjóll kr. 4900. Ermar kr. 4900.
Margir litir
@