Morgunblaðið - 04.06.2009, Blaðsíða 14
14 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 2009
Eftir Sigtrygg Sigtryggsson
sisi@mbl.is
FRAM kemur á heimasíðu uppboðsfyrirtækisins
Bonham að það muni hinn 10. júní sl. bjóða upp 320
bækur og minnisblöð, sem voru í eigu Bobby Fisc-
hers. Um er að ræða gögn, sem geymd voru í Pasa-
dena í Kaliforníu eftir að bandarísk stjórnvöld
lögðu hald á eigur Fischers árið 1992 eftir að hann
braut viðskiptabann gegn Júgóslavíu með því að
tefla einvígi þar við Borís Spasskíj. Safnið verður
boðið upp í einu lagi og er áætlað verð 50-80 þúsund
dalir, jafnvirði 6-10 milljóna króna.
Einnig kemur fram kemur á vef uppboðsfyrir-
tækisins, að meginþorri þeirra handrita, sem boð-
inn verður upp, tengist undirbúningi Fischers und-
ir heimsmeistaraeinvígið í Reykjavík árið 1972
þegar hann sigraði Spasskíj og varð heimsmeistari
í skák.
Einnig kemur fram að allar bækurnar tengjast
skák utan ein: I Was Tortured in the Pasadena Jail-
house! Þá bók sendi Fischer frá sér árið 1982 þar
sem hann lýsti meintum ofsóknum bandarískra
stjórnvalda á hendur sér.
Mikill áhugi virðist vera á öllu því sem viðkemur
hinum látna en sérvitra skáksnillingi sem dvaldi
hér á landi síðustu æviárin, en hann andaðist á
Landspítalanum 17. janúar 2008. Hugmyndir hafa
vaknað um að setja upp safn um Bobby Fischer, en
þær hafa ekki komist á framkvæmdastig. Sigur
hans í heimsmeistaraeinvíginu gegn Borís Spasskíj
í Laugardalshöll árið 1972 færði honum heims-
frægð og var einhver mesta landkynning sem Ís-
land hefur fengið.
Helgi Ólafsson stórmeistari þekkti vel til Bobby
Fischers. Aðspurður um það hvort fengur væri að
því fyrir Íslendinga að bjóða í bækurnar og hand-
ritin hjá Bonham telur Helgi svo varla vera.
Hann segir að þetta sé það sem eftir var af mun-
um úr búi Bobbys. Þegar meistarinn hafi farið í út-
legð í Ungverjalandi hafi munum hans verið komið
í geymslu. Hann hafi ekki átt neinn samastað í
Bandaríkjunum og aðallega búið á hótelum. Ein-
hverra hluta vegna hafi ekki verið greidd leiga fyrir
geymsluna og eigandi hennar selt bestu bitana upp
í kostnað, s.s. verðlaunagripi og bréfasafn.
„Ég held að þetta séu aðallega gamlar austur-
þýskar skákbækur. Ég tel litlar líkur á því að
Bobby hafi skrifað mikið af minnismiðum, hann
mundi einfaldlega allt. Þetta er líklega auglýs-
ingabrella hjá uppboðsfyrirtækinu,“ segir Helgi.
Einar S. Einarsson, sem var í forsvari fyrir hóp
manna sem beitti sér fyrir frelsun Bobby Fischers
frá Japan á sínum tíma, segir að Íslendingum hafi
boðist að fá þessa muni til Íslands fyrir þremur ár-
um. Ekkert hafi orðið af því, ekki síst vegna þess að
Fischer hafi sjálfur sýnt þessu lítinn sem engan
áhuga. „Hann hélt því fram að þessir munir væru
þýfi og þeir menn sem höfðu þá undir höndum
væru þjófar og ræningjar,“ segir Einar.
Munir úr safni Bobby
Fischers seldir á uppboði
Skákmeistarinn sjálfur leit á umrædda muni sem þýfi og vildi ekki sjá þá
Morgunblaðið/Sverrir
Bobby Fischer Skákmeistarinn eyddi síðustu æviárunum á Íslandi og líkaði dvölin hér vel.
Stöðugur straumur ferðamanna er að leiði
Bobby Fischer í Laugardælukirkjugarði við Sel-
foss, að sögn Haraldar Þórarinssonar.
Hann segir að þetta séu að stórum hluta út-
lendingar en einnig komi Íslendingar að gröf
þessa fræga manns. Hann segir að varla líði sá
dagur að ekki komi rútur fullar af fólki til að
heimsækja gröfina. Þannig hafi a.m.k. þrír út-
lendir skákklúbbar komið í pílagrímsför að gröf-
inni. Haraldur segir að þeir dvelji í stund við
gröfina, láti mynda sig o.s.frv. Búið er að ganga
frá gröfinni að öllu leyti og koma fyrir legsteini.
Hann segir að fólk hafi byrjað að koma fljótlega
eftir að það vitnaðist að Fischer var grafinn
þarna í kirkjugarðinum. Þá segir hann það at-
hyglisvert að fólk sé að koma þarna bæði sumar
og vetur. Haraldur segir að því miður sé enginn
aðstaða til að taka vel á móti ferðafólkinu né
svara spurningum sem það ber fram. Telur Har-
aldur æskilegt að sköpuð yrði aðstaða, þar sem
fólk gæti fengið frekari upplýsingar um skák-
snillinginn Bobby Fischer.
Stöðugur straumur ferðamanna að gröf meistarans
FISKISTOFU hafa að undanförnu
borist margar fyrirspurnir varð-
andi reglur um fyrirhugaðar
strandveiðar og frístundaveiðar.
Af því tilefni hefur Fiskistofa
bent á á vef sínum að laga-
frumvarp um þessar veiðar sé nú
til umræðu og meðferðar á Al-
þingi.
Starfsmenn Fiskistofu geti því
að svo stöddu ekki svarað spurn-
ingum um einstakar reglur eða
framkvæmdaþætti er varða þess-
ar veiðar. Þá er einnig bent á að
sjávarútvegsráðherra hafi ekki
enn sett reglugerð um fram-
kvæmd veiðanna, enda hafa lög
um þær ekki verið samþykkt.
sisi@mbl.is
Margar fyrir-
spurnir um
strandveiðar
Mikill áhugi er á öllu sem viðkemur Bobby
Fischer. Útlendingar koma í pílagrímsferðir
að gröf Fischers og hugmyndir eru uppi um
að koma upp safni í minningu hans. Þær hug-
myndir eru bara á umræðustigi ennþá.
veiðideild
veiðimannakvöld
Húsgagnahöllinni, sími: 585 7239
Í kvöld
fimmtudag4. júní
frá 19:30 til 21:00
verðum við með opið hús fyrir alla
skot- og stangveiðimenn í verslun
okkar í HÚSGAGNAHÖLLINNI.
20-50%
afsláttur
Léttar veitingar í boði.
Allir velkomnir.
„AÐ meðaltali eru send 10-15 sýni til
veirugreiningar á dag,“ segir Har-
aldur Briem sóttvarnalæknir. Tekur
hann fram að
ekki hafi greinst
fleiri tilfelli af
H1N1-inflúens-
unni, eða svína-
flensunni, hér-
lendis en það
eina, sem greind-
ist um miðjan
maí. Læknar eru
þó áfram hvattir
til að senda sýni
til greiningar.
Bendir Haraldur á að sumartíminn
sé ekki flensutími og því eðlilegt að
vera á varðbergi þegar flensuein-
kenna verði vart. „Tilgangurinn með
sýnatökunni er að átta sig á því
hvort þessi nýi inflúensustofn sé
kominn til landsins til að vera eða
ekki.“
Stilla saman strengi sína
Að sögn Haraldar verða nú í júní
haldnir fimmtán fundir víðs vegar
um landið þar sem fulltrúar sótt-
varnalæknis og almannavarnadeild-
ar ríkislögreglustjóra hitta sótt-
varnalækna, lögreglustjóra,
forystumenn sveitarfélaga og heil-
brigðisstarfsmenn í þeim tilgangi að
ræða svæðisáætlanir um viðbrögð
vegna inflúensufaraldurs. Þannig á
að samræma aðgerðir í héraði og á
landsvísu ef inflúensan breiðist út
hérlendis. Aðspurður segist Har-
aldur gera ráð fyrir að á annað
hundrað manns komi að þessum
fundum. Segir hann áætlað að vinnu
við svæðisáætlanir ljúki fyrir 1. sept-
ember. „Við erum að fara yfir þetta
þannig að menn séu vel undirbúnir
ef til einhvers kæmi í haust,“ segir
Haraldur.
Samkvæmt upplýsingum frá sótt-
varnalækni breiðist inflúensan
áfram út í heiminum. Alþjóðaheil-
brigðismálastofnunin (WHO) hefur
enn ekki aukið viðbúnað sinn og far-
ið upp á sjötta og efsta stigið. Har-
aldur bendir á að jafnvel þótt WHO
myndi gera það þá yrði viðbúnaður-
inn hérlendis óbreyttur, enda inflú-
ensufaraldurinn vægur. silja@mbl.is
Viðbúnað-
arstig enn
óbreytt
Aðeins eitt svína-
flensutilfelli hérlendis
Haraldur
Briem