Morgunblaðið - 04.06.2009, Blaðsíða 22
22 Umræðan
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 2009
EITT mikilvægasta
verkefnið á sviði
menntamála næstu árin
er að tryggja að sú hag-
ræðing og sá sparnaður
sem óhjákvæmilegur er
í menntakerfinu, rétt
eins og annars staðar í
þjóðfélaginu, bitni ekki
á gæðum náms á Ís-
landi og þeim tækifær-
um sem standa íslensk-
um námsmönnum til boða.
Íslenskar menntastofnanir hafa
verið í mikilli sókn á undanförum ár-
um. Við settum okkur á sínum tíma
þau mikilvægu markmið að fjölga há-
skólamenntuðu fólki og efla gæði
náms og hefur það tekist. Nú stunda
hlutfallslega fleiri Íslendingar há-
skólanám miðað við Norðurlöndin og
skipum við okkur í sveit með Finnum.
Í ljósi þeirra breyttu aðstæðna sem
uppi voru á Íslandi ársbyrjun skipaði
ég sem menntamálaráðherra annars
vegar nefnd alþjóðlegra sérfræðinga
sem falið var það verkefni að skoða
umhverfi menntunar, rannsóknar og
nýsköpunar og hins vegar innlenda
verkefnisstjórn sem m.a. átti að
skoða þróun háskólastarfs á umliðn-
um árum.
Til að leiða starf erlendu sérfræð-
inganna var fenginn Christoffer Tax-
ell, rektor Turku-háskóla, en hann
var ráðherra vísindamála í Finnlandi
þegar þeir tókust á við erfiða kreppu
fyrir tæpum tveimur áratugum. Það
var mikill fengur að fá Taxell í þetta
verkefni, en það hvernig Finnar tók-
ust á við kreppuna með áherslu á
rannsóknir og nýsköpun hefur orðið
mörgum öðrum þjóðum fordæmi.
Erlendu sérfræðingarnir hafa nú
kynnt tillögur sínar. Þeir leggja
áherslu á að áfram verið
hlúð að menntun með
öflugum hætti og ítreka
mikilvægi grunnskól-
ans. Þeir velta einnig
upp þeim möguleika að
háskólakerfið verið end-
urskipulagt og þá með
það að markmiði að
sameina háskóla og efla
rannsóknir og nýsköp-
un.
Íslenskt háskóla-
umhverfi hefur verið í
mikilli þróun síðastlið-
inn áratug og framlög
til þess hafa margfaldast. Nýir há-
skólar hafa fest sig í sessi og veitt
þeim sem fyrir eru mikilvæga sam-
keppni um nemendur og akadem-
ískan árangur. Ég fullyrði að fátt hafi
hleypt meira lífi í háskólaumhverfið
en einmitt þessi samkeppni.
Jafnframt er ljóst að við verðum að
sníða okkur stakk eftir vexti og
tryggja að háskólastofnanir verði
áfram nægjanlega öflugar til að
standa undir þeim miklu akademísku
kröfum sem til þeirra eru gerðar.
Samkeppnin á háskólasviðinu er ekki
eingöngu á milli íslenskra háskóla
heldur er hún ekki síður alþjóðleg.
Á síðustu árum hafa verið tekin
mikilvæg skref til að styrkja stoðir
háskólakerfisins. Tækniháskóli Ís-
lands og Háskólinn í Reykjavík voru
sameinaðir í sterkan háskóla. Einnig
var Kennaraháskóli Íslands samein-
aður Háskóla Íslands með það að
markmiði að efla kennaramenntun
enn frekar samhliða nýjum lögum.
Með þessum sameiningum var stefnt
að því að til yrðu öflugri einingar,
jafnt rekstrarlega sem akademískt.
Það er mikilvægt að skoða til hlítar
hvort aukið samstarf eða frekari sam-
eining háskóla sé skynsamleg sem
næsta skref í eflingu háskóla, ekki
síst í ljósi breyttra aðstæðna.
Verði slík skref tekin verður hins
vegar að tryggja að þau séu ekki á
kostnað fjölbreytileikans og valfrelsis
í háskólaumhverfinu. Virk samkeppni
háskóla hefur hleypt nýju lífi í
kennslu og rannsóknir. Hefur hún
leitt til meiri fjölbreytni, markmið
kennslu hafa orðið skýrari og þjón-
usta við nemendur orðið skilvirkari
eins og segir í skýrslu verkefnistjórn-
arinnar. Þar er einnig komið inn á að
vísindastarf okkar er sterkt í alþjóð-
legum samanburði og með tilkomu
Vísinda- og tækniráðs hafi opinberar
rannsóknarstofnanir verið end-
urskipulagðar og vægi háskólanna
við rannsóknarstarfsemina aukið.
Allt eru þetta mikilsverðar breyt-
ingar á okkar menntakerfi sem stuðla
að öflugra samfélagi og geta verið,
eins og margoft hefur verið bent á,
lykill að því að við komumst fyrr út úr
þeim efnahagslegu erfiðleikum sem
við eigum við að etja.
Það er hins vegar ástæða til að
hafa varann á þegar hugmyndir rík-
isstjórnarinnar um breytingar og
endurskipulagningu á háskólasviðinu
verða til umfjöllunar því nú sitja í rík-
isstjórn hinir sömu flokkar sem hafa
séð þessum breytingum á há-
skólasviðinu eiginlega allt til foráttu –
ekki síst þann hluta er snýr að auk-
inni samkeppni á sviði kennslu og
rannsókna. Breytt umhverfi kallar
vissulega á frjóar hugmyndir. Þjóð-
nýtingarleiðin er ekki ein af þeim.
Eftir Þorgerði
Katrínu
Gunnarsdóttur
» Verði slík skref tekin
verður hins vegar að
tryggja að þau séu ekki
á kostnað fjölbreytileik-
ans og valfrelsis í há-
skólaumhverfinu.
Þorgerður Katrín
Gunnarsdóttir
Höfundur er alþingismaður.
Áfram samkeppni?
EFTIR erfiðan vetur
með hruni banka og
krónu og ofurvöxtum
eru íslensk fyrirtæki
komin af fótum fram.
Um 50-70% fyrirtækja
eiga ekki fyrir vöxtum
og afborgunum af lán-
um sem hafa hækkað
langt umfram upphaf-
legar forsendur. Þessi
staða gerir það að verk-
um að við erum læst
inni í vítahring þar sem fyrirtæki
geta ekki fjárfest í nýjum vélum eða
tækjum, fækka frekar fólki en að
ráða og sjá fram á að veturinn 2009-
2010 verði vetur vonleysis.
Við þurfum að bregðast skjótt við
því aldrei í lýðveldissögunni hefur
ástandið verið jafn alvarlegt hjá jafn
mörgum fyrirtækjum. Fyrirtækin,
sem eiga í vandræðum, eiga fátt sam-
eiginlegt annað en að vera partur af
fjölbreyttri íslenski fyrirtækjaflóru;
lítil fyrirtæki og stór fyrirtæki. Þetta
eru fyrirtæki með starfsemi á Íslandi,
hafa um 70-90 þúsund starfsmenn í
vinnu og bróðurparti þeirra er alls
ekki hægt að kenna um kreppuna eða
telja að þau hafi farið glannalega í
rekstri sínum.
Íslenskir bankar vilja nú bregðast
við ákalli margra lítilla og meðal-
stórra fyrirtækja og hefja endurreisn
þeirra. Sú endurreisn er þó vand-
meðfarin enda virðist stundum sem
reiðin sé slík í þjóðfélaginu að helst
eigi að koma öllum eigendum og
stjórnendum fyrirtækja frá og fá nýtt
lið við stjórnvölinn í hundruðum og
jafnvel þúsundum fyrirtækja. Þá sé
réttlætinu fullnægt. Munum að lang-
stærstur hluti þeirra fyrirtækja sem
nú teljast tæknilega gjaldþrota voru
ekki í eigu stórefnafólks eða eign-
arhaldsfélaga þeirra fyrir hrunið.
Þetta eru venjuleg fyrirtæki í eigu
einstaklinga sem margir hafa lagt
lífsstarf sitt í uppbygg-
ingu fyrirtækja sinna
og þótt fyrirtækin sem
mörg hver ekki stór þá
liggur að baki þeim
mikil vinna og sérþekk-
ing. Það er algerlega
óraunhæft og kraftvit-
laust að dæma þúsundir
einstaklinga í íslensku
atvinnulífi úr leik. Við
þurfum að vinna að end-
urreisn fyrirtækja í
nánu samstarfi við eig-
endur þeirra og lyk-
ilstarfsmenn því útilokað er að bank-
arnir eða nýtt eignaumsýslufélag
ríkisins leysi til sín öll þessi fyrirtæki.
Sanngjörn leið við endurskipulagn-
ingu fyrirtækja, sem bankarnir telja
að eigi sér góða framtíð og hafi sýnt
góðan rekstur um árabil, er að bank-
arnir eigi samstarf við eigendur þess-
ara fyrirtækja um endurreisn. Ef
samstarf á að eiga sér stað við eig-
endur þurfa þeir þó að sýna fram á að
þeir séu reiðubúnir til þess að leggja
fram nýtt eigið fé. Bankarnir þurfa
augljóslega að afskrifa þær skuldir
fyrirtækja sem eru umfram greiðslu-
getu en gera þó þá kröfu til eigenda
að þeir leggi fram nýtt eigið fé sem
tapast ef ekki tekst að snúa rekstr-
inum við.
Önnur leið er sú að bjóða eigendum
og stjórnendum, ekki síst lítilla fyr-
irtækja, að starfa áfram og eiga
möguleika á að eignast fyrirtækin að
nýju, ef og þegar tekist hefur að snúa
rekstrinum við. Að sjálfsögðu þarf
einnig að hafa þá leið opna að bjóða
meðalstór fyrirtæki til sölu á markaði
en ljóst er þó að sú leið er miklum
mun seinfærari og getur tafið fyrir
endurreisn atvinnulífsins ef hana á að
nota á hundruð fyrirtækja. Ástæða
þess er meðal annars sú að í mörgum
tilfellum krefst sú leið gjaldþrota-
meðferðar sem tekur allt að 2 ár.
Hvaða leið sem farin verður krefst
þess að gætt sé að samkeppnis- og
sanngirnissjónarmiðum við endur-
reisn fyrirtækja. Við megum hins
vegar ekki tapa okkur í því nú að alls-
herjar hreinsunin þýði að eigandi iðn-
fyrirtækis, sem keypti nýja vél frá
Bandaríkjunum í fyrra þegar gengi
dollarans var 59, þurfi að fara frá
borði þar sem hann hefði átt að sjá
fyrir hrunið hér og erlendis og að eig-
andi þjónustufyrirtækis sem ráðlagt
var að taka lán í jenum og sviss-
neskum frönkum til að kaupa annað
þjónustufyrirtæki, sé dæmdur úr leik
nú fyrir „glannagang“. Það gengur
ekki að dæma 5 þúsund stjórnendur
og eigendur íslenskra fyrirtækja,
sem flest eru lítil fyrirtæki með 5-50
starfsmenn, óhæfa og að það sé bara
réttlætismál að skipta þeim út. Við
komumst ekkert með þá aðferðafræði
og munum að þessir einstaklingar
voru ekki partur af stóru veislunni
heldur í flestum tilfellum gott rekstr-
arfólk sem hafði áhuga og kraft til
þess að byggja upp góða starfsemi og
hafði trú á fyrirtækinu og því um-
hverfi sem það starfaði í.
Endurreisn fyrirtækja hefst fyrst
þegar við gerum okkur grein fyrir
umfangi þess vanda sem þau standa
frammi fyrir og að þau eru í flestum
tilfellum fórnarlömb þess ástands
sem nú ríkir en ekki gerendur. Með
því viðhorfi geta bankar sest niður
með þessum litlu og meðalstóru fyr-
irtækjum og gert þeim kleift að eign-
ast framtíð að nýju.
Eftir Þór Sigfússon
» Það gengur ekki að
dæma 5 þúsund
stjórnendur og eig-
endur íslenskra fyr-
irtækja, sem flest eru
lítil fyrirtæki með 5-50
starfsmenn, óhæfa
Þór Sigfússon
Höfundur er formaður
Samtaka atvinnulífsins.
Endurreisn fyrirtækja
Fólk getur verið eitt-
hvað svo skelfing flókið
og samskiptin svo ótrú-
lega særandi og mis-
skilningurinn meið-
andi. Engu að síður
þegar til lengri tíma er
litið er nærveran eitt-
hvað svo dásamlega
nærandi. Því að félags-
skapurinn er bæði
fræðandi og bætandi
og gleðin sem honum fylgir ótrúlega
gefandi.
Í því alvarlega ástandi sem nú ríkir
í þjóðfélagsmálunum, þegar menn
vita ekki sitt rjúkandi ráð frá degi til
dags er mikilvægt að glata ekki húm-
ornum og tapa ekki gleðinni. Fara út
á meðal fólks og finna til samstöðu
þótt viðhorfin til úrlausnar efnahags-
vandanum kunni að vera misjöfn.
Gleymum ekki að slá á létta strengi
án þess að sjálfsögðu að veru-
leikafirrast. Látum fólkið í kringum
okkur finna að okkur stendur ekki á
sama um velferð þess og afkomu.
Fyrir utan samfélagsbætandi með-
ul eins og sönginn, að ég tali nú ekki
um trúna og bænina, þá megum við
heldur ekki gleyma að segja sögur og
hlæja saman. Það er nefnilega djúp-
viturlegt að koma saman til að
skemmta sér í hófi að sjálfsögðu og
hlæja saman. Og það er sannarlega
ástæða til að koma saman til að fagna
lífinu og vel gerlegt án þess að Bakk-
us konungur sé þar við völd.
Heilbrigður hlátur er nefnilega
ótrúlega samfélagseflandi og mann-
bætandi. Meðal sem hefur gefandi og
vonarrík áhrif til framtíðar. Sá sem
ekki lætur eftir sér að slá á létta
strengi og leyfa hlátrinum að komast
að og taka völdin um stund á verulega
bágt og ætti að hugleiða sinn gang.
Hláturinn er nefnilega sívirkt með-
al sem losar um streitu og spennu.
Hann styrkir vináttuna og eflir skiln-
ing og samstöðu. Hlæjum því saman
því það stælir einnig líkamann, nærir
sálina og gleður andann. Hláturinn
styrkir lungun og hjartað og eflir
ónæmiskerfið. Hann er mannbætandi
á allan hátt því hann styrkir maga-
vöðvana, læknar kvilla og eykur orku.
Hlæjum því saman, því það styrkir
bæði hina andlegu og líkamlegu líðan
sem hlýtur alltaf að haldast í hendur.
Þannig stuðlar hlát-
urinn að aukinni já-
kvæðni og mikilvægri
og ómissandi bjartsýni.
Gleymum því ekki að
taka okkur tíma til að
koma saman og bara
láta það eftir okkur að
hlæja saman, því það
gerir lífið svo miklu,
miklu skemmtilegra.
Hlæjum saman, því þá
líður okkur svo mun
betur. Er svo ekki líka
sagt að hláturinn lengi lífið? Að
minnsta kosti er víst að áhyggjurnar
gera það ekki. Þótt það liggi síðan
fyrir okkur öllum að deyja um síðir,
sem er hreint alls ekkert kvíðvæn-
legt, þá er ég þess algjörlega fullviss
að það er miklu betra að deyja úr
hlátri en leiðindum.
Þar sem fegurðin býr
Til þess að hláturinn nái upp á yf-
irborðið þurfum við að efla traust í
samskiptum og gagnkvæma virðingu
á meðal okkar. Því að þar sem auð-
mýkt og bræðralag, fyrirgefning og
þakklæti ræður ríkjum, þar býr feg-
urðin.
Betri líðan fæst nefnilega með því
að elska og vera elskaður, með því að
gefa og læra að þiggja. Ekki með því
að taka eða heimta, græða, vita allt
best eða telja sig kunna eitthvað.
Betri líðan felst í auðmýkt en ekki
hroka. Því að kærleikurinn spyr ekki
um ágóða eða endurgjald. Heldur
umburðarlyndi, frið og sátt.
Gleymum heldur ekki bæninni því
hún er mikilvæg leið til auðmýktar og
undirstaða og farvegur til friðar og
sátta. Hún hjálpar okkur að sjá lífið í
nýju ljósi og víðara samhengi svo við
eigum auðveldara með að slá á létta
strengi og framkalla hlátur í góðra
vina hópi. Af því við eigum hina djúpu
og varanlegu hamingju innst í hjarta
okkar. Þar sem uppspretta lífsins
blundar. Köllum hana fram, veitum
henni farveg og nærum hana.
Lifi lífið!
Eftir Sigurbjörn
Þorkelsson
Sigurbjörn Þorkelsson
»Er ekki sagt að hlát-
urinn lengi lífið?
Höfundur er rithöfundur og
framkvæmdastjóri og með
hjálpari Laugarneskirkju.
Hlæjum saman
HJÖRLEIFUR
Guttormsson, fyrr-
verandi alþing-
ismaður og ráðherra,
birti grein í Morg-
unblaðinu 2. júní sl.
sem nefnist „Lofts-
lagsógnin færist
nær“. Í henni segir
hann m.a.: „Hlutur
íslenskra stjórnvalda
í loftslagsmálum hef-
ur verið til skammar hingað til“.
Með þessu er í reynd sagt að hlut-
ur Íslendinga í loftslagsmálum
hafi verið þeim til skammar hing-
að til því að það eru þeir sem hafa
valið þessi stjórnvöld í frjálsum
kosningum, sum hver oftar en
einu sinni.
Þessi staðhæfing Hjörleifs er
röng. Hlutur Íslendinga í lofts-
lagsmálum hefur ekki verið þeim
til skammar. Er það til skammar í
loftslagsmálum að framleiða alla
sína raforku úr endurnýjanlegum
orkulindum þegar mikill meirihluti
jarðarbúa framleiðir hana úr elds-
neyti með tilheyrandi losun gróð-
urhúsalofttegunda? Er það til
skammar í loftslagsmálum að hita
hús sín nær eingöngu með jarð-
hita og raforku í stað eldsneytis
eins og meirihluti mannkyns gerir,
einnig með tilsvarandi losun? Og
er það til skammar í loftslags-
málum að framleiða ál
með losun á 1,7 kg af
koltvísýringi á hvert
kg af áli í stað þess að
framleiða það með raf-
magni úr eldsneyti
með losun á 14,2 kg af
CO2 á kg af áli eins og
gert er í mörgum iðn-
ríkjum? Íslendingar
eru 0,005% jarðarbúa
en framleiða 1% þess
áls sem framleitt er í
heiminum. Hver Ís-
lendingur framleiðir þannig 200
sinnum meira af áli en hver jarð-
arbúi að meðaltali. Er það Íslend-
ingum til skammar í loftslags-
málum að taka að sér svona mikla
framleiðslu áls sem ella yrði að
öllum líkindum mestallt framleitt
með rafmagni úr eldsneyti með
8,35 sinnum meiri losun?
Ég svara þessum spurningum
neitandi. Og ég mótmæli því sem
Íslendingur að þetta sé talið okk-
ur til skammar. Þvert á móti. Það
er okkur til sóma. Við getum borið
höfuðið hátt. Gera einhverjir aðrir
að tiltölu betur í loftslagsmálum
heimsins?
Eftir Jakob
Björnsson
Jakob Björnsson
» Þessi staðhæfing
Hjörleifs er röng.
Höfundur er fyrrverandi
orkumálastjóri.
Ég mótmæli