Vegna viðhaldsvinnu geti verið truflanir á þjónustu Tímarit.is frá 18:00 og fram eftir kvöldi.

Morgunblaðið - 04.06.2009, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 04.06.2009, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 2009 SÉRFRÆÐ- INGAR í persónu- legum þroska ráð- leggja fólki almennt að byggja á styrkleikum sínum, frekar en að eyða orku í að vinna í veikleikunum. Það sama gildir um okkar samfélag, leiðin út úr erfiðleikum hlýtur að vera að efla það sem er sterkt fyrir. En hvar liggja þessir styrkleikar? Ein leið til að finna styrkleikana er að skoða hvaða stofnanir samfélagsins njóta trausts í huga þjóðarinnar. Í síðustu viku var greint frá niðurstöðum könn- unar MMR sem sýnir að stóru há- skólarnir tveir, Háskóli Íslands og Háskólinn í Reykjavík, eru meðal þeirra fjögurra stofnana sem al- menningur hér á landi ber langmest traust til. Háskóli Íslands nýtur trausts 77% þjóðarinnar, og Háskól- inn í Reykjavík nýtur trausts 65% þjóðarinnar. Aðrar stofnanir sam- félagsins sem náðu yfir 50% trausti voru lögreglan og Ríkisútvarpið. Ánægjulegt er að háskólarnir standa sterkir þrátt fyrir mikið öldu- rót í gildismati. Í sömu viku komu út skýrslur tveggja sérfræðinganefnda sem hafa skoðað háskólastigið á Íslandi. Skýrslurnar eru ekki samhljóða, en báðar nefndirnar leggja til einhvers konar samþjöppun á háskólastiginu, með sameiningum stofnana eða nýj- um stofnunum, og enn fremur end- urskoðun á fjármögnunarkerfi há- skólanna, og að munurinn á rekstrarformi ríkisrekinna og einka- rekinna háskóla verði afmáður. Þá er stungið upp á ákveðinni verka- skiptingu og að nemendum og kenn- urum verði gert kleift að flæða á milli stofnana. Þrjú leiðarljós Tillögurnar vekja upp þá áleitnu spurningu hvort hægt sé að end- urskipuleggja háskólastigið á þann hátt að við aukum akademískan styrk og bætum gæði kennslu en náum hag- ræðingu og sparnaði um leið. Við fyrstu sýn virðast þessi markmið ekki fara vel saman. Þó má rökstyðja að hægt sé að ná þeim öllum, ef eftirfarandi þrjú leið- arljós eru látin ráða för. Í fyrsta lagi þarf að styrkja og byggja ofan á það sem best er gert nú í háskólarann- sóknum og háskóla- menntun hér á landi. Til að þetta sé hægt þarf að meta með hlutlægum hætti hvaða einingar eru sterkastar á hverju sviði. Slíkt mat gæti byggst á greiningu á rannsóknavirkni aka- demískra starfsmanna, aðsókn nem- enda í námið og mati nemenda á gæðum kennslunnar. Í stað þess að sameina stofnanir í heilu lagi væri sjónum þá beint að einstökum deild- um eða kennarahópum á tilteknum fræðasviðum til að finna þær ein- ingar sem eru líklegastar til að geta skarað fram úr í framtíðinni. Í öðru lagi þarf að hafa að leiðarljósi að kostir samkeppninnar séu nýttir og að nemendur hafi valkosti, að minnsta kosti á þeim fræðasviðum þar sem fjöldi nemenda réttlætir að boðið sé upp á nám á fræðasviðinu á fleiri en einum stað. Eins er mik- ilvægt að jafna samkeppnisstöðu há- skólanna, bæði hvað varðar rík- isframlög til kennslu og rannsókna og varðandi aðstöðu svo sem um húsnæði og sértekjur. Besta aðferð- in til að jafna samkeppnisstöðu er að gera alla háskóla að sjálfseign- arstofnunum, og gera við þá nýja samninga um fjárframlög, sem byggjast á samræmdu kostnaðar- og árangursmati. Um leið þyrfti að gefa öllum íslenskum háskólum heimild til að innheimta skólagjöld, enda óeðlilegt að hið opinbera bjóði ókeypis háskólanám á sama tíma og há gjöld eru tekin fyrir leik- skólanám. Í þriðja lagi þarf að hafa að leið- arljósi að aðgerðir í kjölfar tillagn- anna skapi raunverulega lækkun kostnaðar. Þess eru mörg dæmi, og hefur verið stutt rannsóknum, að samrunar fyrirtækja og stofnana leiði til aukins kostnaðar þrátt fyrir væntingar um mikla hagræðingu. Sparnaður við sameiningu tveggja háskóla er ef til vill ekki mikill ef skilyrðið er að kennsla og rann- sóknir á öllum fræðasviðum haldi áfram á báðum stöðum. Raunveru- legur sparnaður mun varla nást án þess að lækka á einhvern hátt þjón- ustustig gagnvart nemendum, til dæmis hvað varðar fjölda háskóla sem kenna tiltekið fag. Möguleg leið Eftirfarandi leið til að end- urskipuleggja háskólana, til viðbótar við ofangreind þrjú leiðarljós, gæti skilað töluverðum ávinningi. Leiðin felst í því að yfirvöld menntamála myndu einfaldlega ákveða að fá- menn fræðasvið verði kennd og rannsökuð við einn íslenskan há- skóla, en fjölmenn fræðasvið verði kennd við tvo háskóla (en ekki þrjá eða fjóra eins og í einhverjum til- fellum er gert í dag). Ef þessi leið væri byggð á styrkleikamati á fræði- legum einingum, um leið og sam- keppnisstaða allra háskóla væri jöfnuð, myndi hún auka gæði í ís- lensku háskólastarfi að jafnaði og viðhalda ákveðnu valfrelsi fyrir nemendur auk þess að lágmarka tví- verknað og kostnað. Háskólafólk hefur skilning á að nú þurfi að hag- ræða í háskólastarfsemi eins og ann- arri starfsemi hér á landi. Mikilvægt er þó að starfsmenn og nemendur háskóla upplifi að skipulagsbreyt- ingarnar auki gæði háskólastarfs í leiðinni. Yfirvöld menntamála þurfa nú að stíga inn í leiðtogahlutverkið og skapa skýra framtíðarsýn um ís- lenska háskóla, í samræmi við ofan- greind leiðarljós. Þá getum við hlakkað til að eiga í framtíðinni stofnanir á háskólastigi sem eru sterkari en áður, njóta enn meira trausts þjóðarinnar og eru enn betur í stakk búnar til að sækja fram í al- þjóðlegu háskólasamfélagi. Enn meira traust til háskólanna Eftir Ástu Bjarnadóttur Ásta Bjarnadóttir » Besta aðferðin til að jafna samkeppn- isstöðu er að gera alla háskóla að sjálfseign- arstofnunum. Höfundur er framkvæmdastjóri mannauðs- og gæðamála við Háskólann í Reykjavík. AFMÆLIS- HÁTÍÐ KÓPAVOGI 1 ÁRS Lindir Kópavogi eiga afmæli og af því tilefni verður afmælishátíð alla vikuna. Ný tilboð á hverjum degi hjá öllum fyrirtækjum. TILBOÐ DAGSINS: (fullt verð 19.990) (fullt verð 19.990)                        359 kr.pk. 239 kr.pk.580kr.stk. FP hrísgrjón 1 k g. FP djúpst.olía 2 ltr. FP mariekex First Price ódýrari kostur DVD 3.995 Dagstilb oð Þráðlaus sími. SE150. 3.995 Dagstilb oð 300m d rægni 50 nr. m inni 6 diska sett Virðing Réttlæti Hefurðu fengið orlofsuppbótina greidda? Gleðilegt sumar! F í t o n / S Í A VR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | S. 510 1700 | F. 510 1717 | WWW.VR.IS Þeir félagsmenn VR sem eru í starfi í fyrstu viku maí, eða hafa starfað samfellt hjá sama vinnuveitanda í 12 vikur á orlofsárinu, eiga rétt á orlofsuppbót að upphæð 19.000 kr. miðað við fullt starf. Annars hlutfallslega miðað við starfs- hlutfall og starfstíma síðastliðið orlofsár. Þeir sem eru í hlutastarfi eiga að fá greidda orlofsuppbót í samræmi við starfshlutfall sitt. Orlofsuppbótina á að greiða síðasta lagi þann 1. júní. Nánar á www.vr.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.