Morgunblaðið - 04.06.2009, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 04.06.2009, Blaðsíða 13
Fréttir 13INNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 2009 Eftir Önnu Sigríði Einarsdóttur annaei@mbl.is KONURNAR í kvenfélaginu Hringnum eru úr ýmsum áttum. Þær elstu, sem eru í kringum átt- rætt, eiga að baki áratuga starf með félaginu. Sumar kynnast kon- urnar starfi Hringsins er börn þeirra liggja á Barnaspítala Hringsins og vilja í kjölfarið leggja sitt af mörkum. Aðrar koma inn í félagið eftir öðrum leiðum. „Þannig var það með mig,“ segir Valgerður Einarsdóttir, formaður Hringsins. „Mig langaði einfaldlega til að láta eitthvað gott af mér leiða.“ Viljann til að bæta líf barna sem eiga við veikindi að stríða eiga þær líka all- ar sameiginlegan. Í dag nýtur Barna- og unglinga- geðdeild Landspítalans (BUGL) góðs af starfi Hringskvenna sem af- henda deildinni nú 50 milljóna króna styrk. „BUGL sótti um þessa upphæð og okkur þykir vænt um að geta orðið við þeirri ósk,“ segir Val- gerður. Þó að styrkir Hringsins séu af öllum stærðum og gerðum er þessi óvenjuveglegur og má sem dæmi nefna að í fyrra veitti félagið alls 24 milljónir kr. í styrki. Féð á að nýta til að laga húsnæði deildarinnar betur að þörfum yngri barnanna er þar dvelja, sem og að bæta aðstöðu foreldra til að vera þar með börnum sínum. Barn Hringskvenna „Það má segja að BUGL sé barn okkar Hringskvenna,“ segir Val- gerður, enda tilheyrði deildin upp- haflega Barnaspítalanum. BUGL býr ekki við sömu tækjaþörf og Barnaspítalinn, en að sögn Val- gerðar þarf að bæta þar aðstæður, bæði svo að börnunum líði þar vel og eins svo að umhverfið henti bet- ur starfinu sem þar fer fram. Þó að söfnunarstarf Hrings- kvenna standi vissulega yfir allan ársins hring er mest að gera í kringum jólin. Jólabasar, jólakaffi og happdrætti og jólakort hafa enda reynst Hringnum drjúgar fjáröflunarleiðir og hluti þess starfs er í gangi allt árið. Þannig hittast konurnar í basarnefndunum viku- lega og hollustan við starfið er slík að þær elstu, sem eru um áttrætt og hafa tekið þátt í starfi Hringsins frá því að þær voru ungar konur, halda áfram starfi sínu fyrir jóla- basarinn á meðan sjónin leyfir. „Konunum í basarnefndunum finnst tilhlökkunarefni að mæta á fundina – setjast niður, spjalla og fá sér kaffibolla,“ segir Valgerður. Þær konur sem eru í fullu starfi eiga hins vegar oft erfitt með að sjá af svo miklum tíma og taka þá frek- ar þátt í starfi jólakortanefnd- arinnar, sem fyrst og fremst starfar á haustin, nú eða hinu árlega jóla- kaffi sem ekki krefst nema dags- vinnu. Minningarkortin og Hrings- baukarnir, sem finna má í Leifs- stöð, við Hvalfjarðargöngin og víð- ar, hafa einnig reynst drjúg fjáröflunarleið og þá reka þær líka veitingastofu á Barnaspítalanum. Fyrirtæki hafa þá stundum haft samband við Hringinn að fyrra bragði og styrkt spítalasjóðinn og eins hafa fyrirtæki verið dugleg að gefa vinninga í jólahappdrættið, sem þær Hringskonur kunna vel að meta. Kvenfélag í sókn Starf kvenfélaga fer ekki alltaf hátt, en þó fer Hringskonunum fjölgandi þó að aukningin sé ekki alltaf hröð. „Það er alltaf einhver fjölgun,“ segir Valgerður, „og í ár og í fyrra hefur hún verið meiri en undanfarin ár. Við erum þess vegna kvenfélag sem er í vexti og erum afskaplega ánægðar með sóknina.“ Gaman að geta látið gott af sér leiða  Hringskonur gefa barna- og unglingageðdeild Landspítalans 50 milljónir  Verður notað til að laga húsnæðið að þörfum yngri barna og foreldra  Vilja bæta líf barna sem eiga við veikindi að stríða Morgunblaðið/Jakob Fannar Góð gjöf Valgerður Einarsdóttir á leikstofu á Barnaspítala Hringsins, sem er meðal gjafa félagsins. Valgerður seg- ir Hringskonum hafa fjölgað meira á þessu ári og í fyrra en verið hefur undanfarin ár. Í HNOTSKURN »Hringurinn var stofnaðurárið 1904 og er því 105 ára á þessu ári. » Í félaginu eru nú 335 kon-ur á öllum aldri. » Aðalverkefni Hringsinsum áratugaskeið hefur verið uppbygging Barnaspít- ala Hringsins. »Mörg önnur verkefni semtengjast veikum börnum hafa þó einnig verið styrkt, m.a. uppbygging Barna- og unglingageðdeildar Landspít- ala og rekstur Sjónarhóls, ráð- gjafarmiðstöðvar barna með sérþarfir. FÉLAGSÞJÓNUSTA Kópavogs- bæjar veitti rúmar 66 milljónir króna í fjárhagsaðstoð til fjölskyldna fyrstu fimm mánuði ársins sam- anborið við tæpar fimmtíu milljónir króna á sama tíma í fyrra. Fram- lagið hækkaði um rúmar 16,5 millj- ónir króna milli ára. Hildur Jakobína Gísladóttir, yf- irmaður fjölskyldudeildar, segir bæjaryfirvöld hafa ákveðið að tvöfalda framlög vegna fjárhags- vanda bæjarbúa á milli ára. Um 180 milljónir séu ætlaðar í styrki í ár. gag@mbl.is 66 milljónir í fjárstyrki í Kópavogi STJÓRNVÖLD þurfa að móta heildarstefnu um málefni muna- og minjasafna og auka ber forræði menntamálaráðuneytisins á þessu sviði. Þá ætti að fækka söfnum eða auka samvinnu þeirra til að skapa öflugri rekstrareiningar, segir í til- kynningu frá Ríkisendurskoðun. Þar segir jafnframt að móta þurfi lang- tímastefnu um fjárveitingar til safnamála og fela einum aðila að samræma úthlutanir. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar Ís- lands kemur fram að hér á landi sinna á þriðja hundrað aðilar muna- og minjavörslu. Samkvæmt fjár- lögum ársins 2009 mun ríkið verja um 1,6 milljörðum króna til þessarar starfsemi. Þar af rennur tæplega helmingur til safna og sýninga sem ekki eru í ríkiseigu. Nýta má betur ríkisframlög til safnamála FRÉTTASKÝRING Eftir Halldóru Þórsdóttur halldorath@mbl.is FIMMTÁN hundruð umsóknir um úrræði vegna greiðsluerfiðleika hafa borist Íbúðalánasjóði frá áramótum. Allt síðasta ár bárust um 1.400 um- sóknir og var það þá metfjöldi um- sókna. Síðan í haust hafa um og yfir 300 umsóknir borist í hverjum mán- uði, flestar í maí, og á bak við þessar umsóknir eru því þrjú þúsund heim- ili og fjölskyldur. Vandinn fer vax- andi, að sögn Guðmundar Bjarna- sonar, framkvæmdastjóra Íbúða- lánasjóðs. Guðmundur segir mest óskað eftir frystingu á lánum, en einnig er al- gengt að fólk nýti sér fleiri en eitt úrræði samhliða. Lítið hefur hins vegar verið sótt um greiðslujöfnun á verðtryggðum lánum, sem eru tengd við launavísitölu í stað vísitölu neysluverðs. Slík aðgerð leiðir til 10- 20% lægri greiðslubyrðar en ella, frysting leiðir til um 40-50% lægri greiðslubyrðar. Önnur úrræði sem bjóðast eru lenging í lánum, sem hentar betur fyrir skemmri tíma lán, skuld- breytingar á van- skilum hjá lánum sjóðsins, auk þess sem hægt er að semja um vanskil sem eru „ekki óyfirstíganleg“, þ.e. ef um er að ræða viðráðanlegar upp- hæðir fyrir lánþega. Þá býðst þeim sem keyptu nýtt húsnæði en náðu ekki að selja það gamla frysting á öðru eða báðum lánum. Fólk á strax að leita lausna „Mín skilaboð til fólks eru að leita strax lausna hjá okkur eða sínum viðskiptabanka, um leið og það sér fram á vandræði eða tekjutap, ekki bíða eftir að vanskil safnist upp. Ef við tökum dæmi um 20 milljóna króna lán, þá safnast mjög fljótt upp hundraða þúsunda króna vanskil,“ segir Guðmundur. Hann bendir á að þó nokkur umræða hafi verið um úr- ræði vegna greiðsluvanda og fólk sé þeim því ágætlega kunnugt. Frekar sé að fólki finnist úrræðin ekki nægi- lega öflug. Þá þurfa vissar aðstæður að eiga við til að fólk eigi rétt á að- gerðunum, t.d. tekjutap vegna at- vinnumissis, breytts starfshlutfalls, veikinda, flutninga eða slíks. Aðspurður segir Guðmundur að- stæður þeirra sem leita þessara lausna mjög misjafnar. Svonefnt millitekjufólk hafi t.a.m. oft skuld- sett sig meira en þeir sem lægri tekjur hafa. Millitekjufólkið hafi síð- an orðið fyrir tekjutapi og sé því í meiri kröggum en ella. Þá ber að merkja að stærstu skuldirnar eru ekki endilega húsnæðislán, heldur geta verið bílalán eða yfirdráttarlán. „Svo eru vissulega alltaf tilfelli sem verður ekki bjargað, stundum sýnir t.d. yfirferð hjá viðskiptabanka viðkomandi að frysting á lánum ger- ir stöðuna bara verri. Við [hjá Íbúða- lánasjóði] gerum fólk ekki gjald- þrota og göngum ekki lengra en að bjóða íbúðina upp.“ Um 250 íbúðir í eigu sjóðsins Viðmælendur blaðamanns hjá bönkunum sögðu það ekki vera stór- an hóp sem fengi ekki lausn á sínum málum með úrræðunum sem í boði eru. Bæði bankastarfsmennirnir og Guðmundur bentu á að margir þeirra hefðu verið komnir með fjár- mál sín í illleysanlegan hnút áður en bankahrunið varð. Þess má geta að Íbúðalánasjóður á nú um 250 íbúðir og milli 40 og 50 þeirra eru í leigu. Ýmist eru það fyrri eigendur sem leigja út íbúð- irnar eða þá íbúar sem fá endurnýj- aðan leigusamning hjá nýjum leigu- sala, Íbúðalánasjóði. Þrjú hundruð leita úrræða á mánuði Fjöldi þeirra sem hefur leitað eft- ir aðstoð vegna greiðsluerfið- leika á fyrstu fimm mánuðum ársins er þegar orðinn meiri en allt árið í fyrra. Vandi lántakenda fer vaxandi, að sögn framkvæmdastjóra Íbúðalánasjóðs Guðmundur Bjarnason „Ég held að staðan sé ósköp svipuð í öllum útibúum, sama hvað bankinn heitir, menn leggja sig alla fram við að reyna að hjálpa fólki,“ segir Haukur Skúlason, forstöðumaður á við- skiptabankasviði Íslandsbanka. Reynt er að færa fram bæði tímabundnar og varanlegar lausnir. „Flest mál er hægt að leysa í útibúunum en þegar það gengur ekki er málum vísað í greiðsluerfiðleikanefnd þar sem þau fara í ákveðið ferli. Þaðan hefur aðeins tuttugu málum verið vísað annað, 96% hafa verið leyst þar.“ Þyngst vega erlendu húsnæð- islánin og bílalánin. Haukur seg- ir 40% þeirra sem hafa erlent húsnæðislán borga sínar af- borganir, en rétt um fjórðungur hafi fengið greiðslujöfnun. Mun færri, aðeins um 5%, hafa nýtt sér greiðslujöfnun á verðtryggðum lánum. Nú eru um 750 erlend lán í ferli vegna greiðsluvanda og um 500 verðtryggð lán. Þar fyrir ut- an hefur hátt í 3.700 lánum ver- ið breytt með einhverjum hætti. Hjá Nýja Kaupþingi fengust þær upplýsingar að í maílok hefði verið óskað eftir greiðslu- jöfnun á 495 lánum í íslenskum krónum, alls hefðu um 7,5% greiðenda verðtryggðra íbúða- lána óskað eftir einhvers konar tilhliðrun á greiðslu. Um 70% erlendra lána hafa verið í fryst- ingu og munu væntanlega flest komast í endurgreiðsluferli á næstu vikum. Þúsundir hafa nýtt greiðsluúrræði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.