Morgunblaðið - 04.06.2009, Blaðsíða 2
2 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 2009
www.ms.is/gottimatinn
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/S
ÍA í réttinn eð
a
sósuna
nýjung
á pizzu
na,
í sósun
a
í pasta
BESTIR BRÆDDIR
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is
Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson
Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is Sunnudagur Ragnhildur Sverrisdóttir, ritstjórnarfulltrúi, rsv@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
Eftir Halldóru Þórsdóttur
halldorath@mbl.is
NÝLEG hækkun á vörugjöldum á
bensíni gefur ekki tilefni til verð-
hækkunar fyrr en nýjar birgðir
koma til landsins. Þetta segir
Snorri Olsen tollstjóri.
Nú um mánaðamótin tóku gildi
lög um hækkun á svokölluðu al-
mennu bensíngjaldi, en slíkt gjald
miðast við tollafgreiðslu og gjald-
fellur um leið og birgðir eru fluttar
inn til landsins. Samdægurs hækk-
uðu olíufélögin verð á bensíni sem
svaraði til hækkunar gjaldanna.
Vegna fyrirspurnar Neytendastofu
um málið svaraði forstjóri N1 því
til að vörugjaldið væri greitt mán-
aðarlega og miðaðist við sölu.
Vörugjöld á eldsneyti skiptast í
þrennt, almennt og sérstakt bens-
íngjald og olíugjald. Þessar skýr-
ingar eiga að sögn Snorra ekki við
um almenna bensíngjaldið sem
hækkaði í síðustu viku.
„Almenna bensíngjaldið greiðist
við tollafgreiðslu. Það þýðir að vara
sem er tollafgreidd eftir að lögin
taka gildi ber hið nýja og hækkaða
gjald. Birgðir sem komnar eru inn í
landið gera það ekki.
Sérstaka gjaldið, sem ekki var
hækkað, miðast við sölu og allt
önnur regla er um hvenær gjaldið
fellur á það. Ef það gjald hefði
hækkað, sem ekki gerðist, þá hefði
verðið hækkað daginn eftir miðað
við hvern seldan lítra,“ segir
Snorri. Olíugjaldið miðast einnig
við sölu.
„Ég skal ekki segja hvað á að
hækka og hvað ekki, því hér er
frjáls verðlagning á bensíni. Hins
vegar gefur þessi hækkun á vöru-
gjaldi ekki tilefni til verðhækkun-
ar, nema nýr farmur hafi verið
fluttur inn strax eftir að lögin tóku
gildi. Þetta er líklega það sem
Neytendastofa vill fá skýringar á.“
Ekki tilefni til hækkana
Tollstjóri segir hækkun á almennu bensíngjaldi koma til afgreiðslu við innflutn-
ing Samræmist ekki skýringum um hvers vegna bensínverð hækkaði á föstudag
» Verð á bensíni hækkaði strax sama dag og
stjórnvöld kynntu hækkun á vörugjöldum
» Hækkun á almennu bensíngjaldi ætti hins vegar
ekki að gefa sérstakt tilefni til verðhækkana
fyrr en nýjar birgðir hafa borist til landsins
REYKVÍKINGAR mega búast við því að borgin
taki á sig æ fegurri mynd með hverri vikunni
sem líður því sumarstarf Vinnuskólans er hafið.
Í gær var þessi vinnuhópur mættur til starfa í
Ártúnsbrekkunni þar sem hefð er orðin fyrir því
að planta blómum sem mynda skjaldarmerki
Reykjavíkurborgar. Um 3.400 nemendur í 8., 9.,
og 10. bekk hafa skráð sig til vinnu í skólanum í
sumar en í fyrra voru þeir 2.700. Nemendurnir
mæta þó ekki til starfa fyrr en hinn 15. júní en
leiðbeinendur, sem eru um 200 talsins, eru þegar
byrjaðir að taka til hendinni. una@mbl.is
BORGARLANDIÐ BLÓMUM SKRÝTT
Morgunblaðið/Kristinn
Eftir Þórð Snæ Júlíusson
thordur@mbl.is
EFNAHAGSBROTADEILD ríkis-
lögreglustjóra hefur tekið aðkomu
FL Group, sem síðar varð Stoðir, að
kaupunum á danska flugfélaginu
Sterling til rannsóknar, samkvæmt
heimildum Morgunblaðsins.
Annars vegar er verið að rannsaka
hvort viðskipti með Sterling hafi
brotið í bága við lög um hlutafélög og
hins vegar hvort kaup og sala á Sterl-
ing milli tengdra aðila stangist á við
umboðssvikaákvæði almennra hegn-
ingarlaga.
Húsleitir fóru fram í gær í hús-
næði tengdu Hannesi Smárasyni og
Logos lögmannsstofu. Rannsóknin
kemur í kjölfar þess að embætti
skattrannsóknarstjóra vísaði bók-
haldsgögnum frá FL Group til
efnahagsbrotadeildarinnar. Lagt var
hald á gögnin í húsleit í nóvember.
Þegar Fons, sem var í eigu Pálma
Haraldssonar og Jóhannesar Krist-
inssonar, keypti Sterling vorið 2005
greiddi félagið um fjóra milljarða
króna fyrir. Rannsóknin snýr m.a. að
því hvort Hannes Smárason, þáver-
andi stjórnarformaður almennings-
hlutafélagsins FL Group, hafi milli-
fært um þrjá milljarða króna inn á
bankareikning hjá Kaupþingi í Lúx-
emborg til að „lána“ Fons fyrir hluta
kaupverðsins.
Hannes hefur ávallt neitað þessu,
en heimildir Morgunblaðsins herma
að meðal þess sem vísað var til efna-
hagsbrotadeildarinnar séu gögn sem
staðfesta að umrædd millifærsla hafi
átt sér stað í apríl 2005.
Þá er einnig verið að skoða hvort
mögulega hafi verið framin umboðs-
svik þegar Sterling var selt fram og
aftur með miklum bókfærðum ávinn-
ingi. | Viðskipti
Kaup FL Group á
Sterling til rannsóknar
Efnahagsbrotadeild rannsakar aðkomu FL Group að
kaupum á Sterling Möguleg umboðssvik og brot á lögum
» Fons keypti Sterling
á 4 milljarða
» FL Group keypti það
á 15 milljarða
» NTH keypti Sterling
á 20 milljarða
„SÉRA Gunnar á
hér afskaplega
marga stuðnings-
menn og mörg
sóknarbörn á Sel-
fossi sem telja
hann sinn vel-
gjörðarmann og
hjálparhellu um-
fram allt,“ segir
Árni Valdimars-
son, íbúi á Sel-
fossi. Árni segir mörg sóknarbörn
hafa orðið fyrir vonbrigðum þegar
biskup ákvað að framlengja leyfi sr.
Gunnars Björnssonar frá störfum
sem sóknarprestur til 1. ágúst, á
meðan mál hans er til meðferðar hjá
úrskurðarnefnd Þjóðkirkjunnar.
Landslög gildi um alla
„Við getum ekki sætt okkur við að
það séu ekki ein landslög sem gildi
um alla, presta jafnt sem aðra, því
það er búið að sýkna hann. Það get-
ur enginn tekið sér það vald að fara
ekki eftir landslögum.“
Sóknarbörn við Selfosskirkju
virðast skiptast mjög í tvær fylk-
ingar í afstöðu sinni til Gunnars og
hvort æskilegt sé að hann snúi aftur
til starfa þrátt fyrir sýknudóm
Hæstaréttar. „Ég veit um fólk sem
hefur orðið fyrir mikilli sorg og átt
um sárt að binda er telur sig eiga
séra Gunnari mikið að þakka,“ segir
Árni. „Það saknar hans mikið og á
enga ósk sterkari en að fá hann aftur
til starfa.“ una@mbl.is
Margir
vilja Gunn-
ar aftur
Árni
Valdimarsson
„Velgjörðarmaður
margra sóknarbarna“
LÍK rjúpnaveiðimannsins, sem
hvarf í Skeiða- og Gnúpverjahreppi í
nóvember, fannst í fyrradag. Það
voru ábúendur á bænum Fossnesi
sem fundu lík hans þegar þeir gerðu
við girðingar. Hinn látni, Trausti
Gunnarsson, varð viðskila við tvo fé-
laga sína á Skáldabúðaheiði þar sem
þeir gengu til rjúpna. 10 kílómetrar
eru frá staðnum þar sem hann yfir-
gaf bifreið þeirra, að staðnum þar
sem lík hans fannst, í Selgilsbökkum
við Þverá. onundur@mbl.is
Lík rjúpna-
skyttu fannst