Morgunblaðið - 04.06.2009, Blaðsíða 25
Minningar 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 2009
✝ Guðrún SigríðurKristinsdóttir
fæddist í Raftholti í
Holtum þann 9. des-
ember 1921. Hún lést
á Dvalarheimilinu
Lundi 24. maí sl.
Guðrún var dóttir
hjónanna Kristins
Guðnasonar, bónda á
Skarði í Landsveit,
og Sigríðar Ein-
arsdóttur ljósmóður.
Systkini hennar voru
Laufey, f. 9.6. 1920,
d. 21.1. 1925, Guðni,
f. 6.7. 1926, d. 25.12. 1998, Hákon,
f. 17.11. 1928, d. 23.5. 1995, Lauf-
ey Guðný, f. 31.12. 1930, d. 25.7.
1946, giftur Kolbrúnu Sveins-
dóttur, þau eiga 3 börn. 5) Knútur,
f. 7.1. 1949, giftur Eddu Halldórs-
dóttur. Þau eiga 1 barn. Hann á 2
dætur af fyrra hjónabandi. 6)
Selma Huld, f. 25.7. 1961, gift Jó-
hanni Guðmundssyni, þau eiga 2
börn.
Guðrún eða Dúna eins og hún
var alltaf kölluð flutti 9 ára gömul
ásamt fjölskyldu sinni að Skarði í
Landsveit og ólst þar upp. Hún
fluttist ung að Hvammi og tók við
búsforráðum á stóru heimili og bjó
þar í tæp 60 ár. Þau hjón voru
gestrisin og var alla tíð mikill
gestagangur hjá þeim. Hún bjó í
Reykjavík í 3 ár en svo fór heils-
unni að hraka og í september 2002
flytur Dúna á Dvalarheimilið Lund
á Hellu. Þar átti hún góða daga
hjá yndislega góðu starfsfólki sem
reyndist henni mjög vel.
Guðrún verður jarðsungin frá
Skarðskirkju í dag, 4. júní, kl. 14.
Meira: mbl.is/minningar
2000. Hinn 22.5. 1942
giftist Guðrún Eyjólfi
Ágústssyni, bónda á
Hvammi í Landsveit,
f. 9.1. 1918, d. 30.3.
1997. Þau eignuðust
6 börn. Þau eru: 1)
Kristinn, f. 24.2.
1942, d. 13.11. 1996,
giftur Önnu Magn-
úsdóttur. Þau eign-
uðust 3 börn. 2)
Katrín, f. 19.9. 1943,
hún á 3 börn. 3)
Ágúst Sigurvin, f.
5.6. 1945, d. 7.12.
1996, bjó með Elsu Stefánsdóttur,
þau eignuðust 2 börn en hann átti
2 áður. 4) Ævar Pálmi, f. 21.8.
Elskuleg tengdamóðir mín er látin.
Hún var farin að þrá hvíldina enda
orðin södd lífdaga. Ekki er þó langt
síðan hún sat í sínum stól og blandaði
geði við góða fólkið á Lundi. Og ef það
sást til sólar þá vildi hún strax út á
pall, því hún var mikill sóldýrkandi
alla tíð. Dúna eins og hún var kölluð
var bóndakona mestallt sitt líf. Í
Hvamminum fagra var alltaf mikið að
gera og margt fólk í vinnu sem þurfti
að sinna. Einnig var mikill gestagang-
ur og oft margir næturgestir, bæði
vinir og vandamenn. Hún spurði oft á
seinni árum „hvar allt þetta fólk væri“,
en sagði það ekki von að það heim-
sækti sig á Lund, „hún ætti ekkert til
að bjóða því“.
Þau Eyjólfur tengdafaðir minn voru
skemmtileg og ræðin og ég minnist
margra góða samverustunda með
þeim hjónum bæði í Hvammi og á
ferðalögum. Dúna hafði mikinn áhuga
á hestum og hafði gott auga fyrir
þeim. Hún komst þó ekki eins oft á
hestbak og hún hefði kosið vegna
anna. Hún var hnyttin í tilsvörum og
hláturmild.
Á Lundi á Hellu dvaldi hún í 6 og
hálft ár og undi hag sínum vel. Hún
föndraði marga fallega muni undir
stjórn góðra kvenna. Hún var alltaf fín
og vel til höfð og ekki mátti gleyma
eyrnalokkunum og festunum um háls-
inn. Henni þótti gaman að koma í
Hvamm og sjá nýtt íbúðarhús á jörð-
inni og áttum við margar skemmtileg-
ar samverustundir þar. En nú er kom-
ið að leiðarlokum og ég kveð
tengdamóður mína með virðingu og
þökk fyrir allt. Blessuð sé minning
hennar.
Kolbrún.
Elsku amma, núna ertu farin frá
okkur og ert komin til afa og pabba,
vonandi líður ykkur vel. Þú varst alltaf
drottning í mínum augum, svo fín og
sæt, alveg sama hvað þú varst veik þá
barstu alltaf höfuðið hátt.
Þú varst fyrirmynd okkar allra, svo
glöð og góð við allt og alla.
Ég mun alltaf varðveita allar þær
stundir sem við áttum saman.
Þú munt alltaf eiga stóran sess í
hjarta mínu sem ég varðveiti og
geymi.
Ég mun sárt sakna þín, elsku amma
mín, en minning þín mun lifa og veita
okkur öllum styrk.
Legg ég nú bæði líf og önd,
ljúfi Jesús, í þína hönd,
síðast þegar ég sofna fer
sitji Guðs englar yfir mér.
(Hallgrímur Pétursson.)
Guð veri með þér, þinn
Eyjólfur Kristinsson.
Þegar ég fékk fréttirnar um að
amma Dúna hefði dáið þá um morg-
uninn dró sem snöggvast ský fyrir
sólu í huga mér. En ég áttaði mig svo á
því að ég átti að samgleðjast ömmu
með að vera búin að fá hvíldina sem
hún var búin að bíða eftir í nokkurn
tíma. Oft hafði hún rætt við mig af
hverju Guð sem hún trúði svo mikið á
þyrfti að leggja á hana að lifa eigin-
mann, tvo syni og þrjú yngri systkini.
Ég kunni svo sem ekki svör við þessu
en sagði að það væri af því að hún væri
svo fjandi skemmtileg að henni lægi
ekkert á og þá hló hún dátt að vitleys-
unni í okkur. Ég varð þeirrar gæfu að-
njótandi að vera í sveit hjá ömmu og
afa nánast samfleytt ein fjórtán sum-
ur, öll jólafrí, páskafrí og ófáar helg-
arnar var tekin rúta austur á Land-
vegamót. Það eru þessar stundir sem
ég átti með ömmu og afa í Hvammi
sem eru hefst í huga mér þegar ég
kveð ömmu í dag.
Við amma vorum nú ekki alltaf sam-
mála enda ég lítill strákur með ríka
réttlætiskennd og hún að reka stórt og
gestkvæmt heimili þar sem aðstæður
til eldamennsku og þvotta voru ekki
þær bestu. Það lýsir því ágætlega
hversu erfiðir við vorum stundum
strákarnir að hún þurfti oft að læðast á
nóttunni að taka fjósafötin okkar til að
geta þvegið þau, eða þegar við hlupum
alla leið upp í „svítu“ á milli votheys-
vagna án þess að bursta af okkur heyið
þar til hún læsti okkur úti og sagði
okkur bara að spila úti í fjósi! Nei, við
vorum sko ekki alltaf sammála!
Amma hafði áhuga á hestum og
passaði upp á að fengjum að skreppa á
bak öðru hvoru á milli verka, hún gaf
mér minn fyrsta hest í fermingargjöf
og það var ekki amaleg gjöf sem hefur
reynst mér og mínum vel í gegnum tíð-
ina. Hestar og gamli tíminn voru ein-
mitt ein helstu umræðuefni okkar
ömmu undir það síðasta, þar var hún
með á nótunum og hafði frá mörgu að
segja. Afmælisdögum mínum eyddi ég
ófáum í Hvammi og amma lagði sig
mikið fram við að gera mér dagamun
svona rétt fyrir jólin. Þá var farið tím-
anlega í gegningar, amma bakaði
bestu pönnukökur í heimi með miklum
sykri og síðan var þeyst á Hellu í inn-
kaupaleiðangur, ég fékk að velja mér
bók í afmælisgjöf, fyllt var á birgðir af
mandarínum og hvítöli áður en farið
var heim í kvöldmjaltir. Amma ók ekki
sjálf og eftir að ég fékk bílprófið fékk
ég oft þann heiður að vera hennar
einkabílstjóri þegar á þurfti að halda.
Það voru skemmtilegar ferðir og oft
var keyrt hraðar en lög leyfðu en
amma var nú ekki að stressa sig á svo-
leiðis smámunum svo lengi sem við
komumst áfallalaust á milli staða.
Amma var aldrei neitt að skafa utan
af hlutunum, hún var hreinskilin og
hreinskiptin kona sem þurfti að hafa
fyrir lífinu eins og öll hennar kynslóð
og mótaðist af því.
Ég kveð ömmu í dag með þakklæti í
huga fyrir allar góðu stundirnar sem
við áttum saman í gegnum tíðina og
þau góðu gildi sem hún kenndi mér.
Eyjólfur Pétur Pálmason.
Dúna frænka okkar er látin. Hún
var eina systir Laufeyjar móður okkar
en þau voru fjögur systkinin frá Skarði
sem komust á fullorðinsaldur – þær
tvær systurnar og bræðurnir Hákon
og Guðni. Nú eru þau öll fallin frá –
Dúna sú elsta og langlífasta.
Ung giftist hún Eyjólfi eftir róman-
tíska trúlofun í miðju Skarðsfjalli sem
var mitt á milli æskuheimila þeirra.
Þau bjuggu myndarbúi í Hvammi og
eignuðust sex börn.
Þegar við systurnar minnumst
Dúnu frænku kemur okkur fyrst í hug
hve glæsileg hún var. Ávallt óaðfinn-
anleg til fara og sérlega vel til höfð.
Hún var litrík persóna í mörgum skiln-
ingi – var oft snögg upp á lagið og hafði
skoðanir á mönnum og málefnum og
jafnframt var litríkur klæðnaður henni
vel að skapi. Oft rifjum við upp þegar
ein okkar mætti í veislu í nýrri blússu
sem Dúnu fannst bæði litlaus og
ógeðsleg.
Það eru margar sögur sem við syst-
ur rifjum reglulega upp og hermum
eftir skemmtilegum tilsvörum frænku
okkar. Mest hlæjum við af því þegar
mamma kom í heimsókn til systur
sinnar í sveitina og ætlaði að nota tæki-
færið og halda sér lítið til meðan á dvöl
hennar stæði – hún var jú komin í
sveitina. Dúna bað hana vinsamlegast
að vera ekki að hvíla andlitið hjá sér og
hún skildi smella á sig varalit því póst-
urinn væri að koma.
Þegar mamma varð ekkja aðeins 55
ára gömul voru Dúna og Eyfi henni
einstaklega góð. Þau buðu henni reglu-
lega í heimsókn til sín að Hvammi sem
hún þáði oft og átti góðar stundir með
þeim hjónum. Það var síðan gagn-
kvæmur stuðningur þegar Eyjólfur
féll skyndilega frá.
Að leiðarlokum þökkum við Dúnu
fyrir að gæða líf okkar lit og góðum
minningum.
Hvíldu í friði kæra frænka.
Sigríður, Birna og Ellen
María Einarsdætur.
Okkur systurnar langar í örfáum
orðum að þakka Dúnu fyrir þau sumur
er við vorum kaupakonur hjá henni í
Hvammi í Landsveit. Það er orðið
langt síðan, en mikið hugsum við oft
um þann tíma. Þar var spennandi að
vera enda komum við sumar eftir sum-
ar og hjálpuðum Dúnu við heimilis-
störfin. Þar var oft margt um manninn
og um helgar fylltist húsið af gestum
og mikið var að gera. Á þessu mynd-
arheimili var alltaf nóg á boðstólum og
hugsað um gestina eins og þeir væru á
fínasta hóteli. Það var sama hve marg-
ir bættust við matarborðið eða til næt-
urgistingar það var líkt og það hafi
verið reiknað með hverjum og einum,
allt var akkúrat.
Eins var Dúna sjálf myndarleg kona
og alltaf vel til höfð. Þegar hún fór af
bæ var hún ávallt glæsileikinn uppmál-
aður. Þau hjónin voru höfðingjar heim
að sækja, Eyjólfur mikill og glæsilegur
maður og Dúna okkar alltaf svo
smekkleg og fín. Það þarf samstillt
átak til að halda utanum stórt bú og
þau hjónin skiptu með sér verkum og
gerðu það vel, enda bar það þess merki
bæði innan dyra sem utan að því var
stjórnað af dugnaðarfólki.
Hvammur stendur á fallegum stað
við rætur Skarðsfjalls. Garðurinn við
bæinn skartar mikilfenglegum trjám
og Dúna var oft við vinnu þar. Á ró-
legum kvöldum var gott að hvíla sig í
heita pottinum í Hallanda og horfa yf-
ir sveitina og sjá hvar Þjórsá rennur á
leið til sjávar.
Oft ræddum við um lífið og til-
veruna, en Dúna var mjög hreinskilin
og ákveðin en að sama skapi örlát og
gjafmild við þá sem henni þótti vænt
um og fengum við systurnar svo sann-
arlega að njóta þess.
Við heimsóttum Dúnu á Lund síð-
ustu æviár hennar og alltaf var hún
jafn virðuleg. Við kveðjum hana með
vináttu og þakklæti í huga fyrir góðu
árin í Hvammi.
Guð geymi þig.
Linda Ásgeirsdóttir, Ingunn
Ásgeirsdóttir.
Guðrún Sigríður
Kristinsdóttir
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
SIGURJÓN ÁGÚST INGASON,
Sóltúni 5,
Reykjavík,
lést á Hrafnistu í Reykjavík föstudaginn 29. maí.
Útförin fer fram frá Bústaðakirkju föstudaginn
5. júní kl. 13.00.
Soffía G. Jónsdóttir,
Ingibjörg Sigurjónsdóttir, Baldvin Einarsson,
Jón Ágúst Sigurjónsson, Guðrún Indriðadóttir,
Geir Sigurður Sigurjónsson, Hólmfríður Jóna Bragadóttir,
Soffía Björg Sigurjónsdóttir, Guðmundur Stefán Jónsson,
Hlynur Þór Sigurjónsson, Björk Þráinsdóttir,
Benedikt Sigurjónsson, Sigrún Vikar,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma,
SÓLVEIG PÉTURSDÓTTIR,
áður Hólagötu 12,
dvalarheimilinu Hraunbúðum,
Vestmannaeyjum,
lést laugardaginn 30. maí.
Útförin fer fram frá Landakirkju í Vestmannaeyjum
laugardaginn 6. júní kl. 11.00.
Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja minnast
hennar er bent á minningarsjóð dvalarheimilisins Hraunbúða.
Steinunn Pálsdóttir, Arnfinnur Friðriksson,
Sigurjón Pálsson,
Sólveig Þóra Arnfinnsdóttir
og ömmubörnin.
✝
Elskulegur faðir minn,
MIKE HANDLEY,
Magnús Mikael Reynisson,
lést á heimili sínu í Kaliforníu á föstudaginn langa,
10. apríl.
Minningarsamkoma verður haldin hér á landi seint
í júní.
Magnús Magnus Magnússon.
✝
Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
JÓHANN FRIÐRIK SIGURBJÖRNSSON
fyrrum bóndi Atlastöðum,
til heimilis að Laugabóli,
Svarfaðardal,
lést á heimili sínu mánudaginn 25. maí.
Útför hans fer fram frá Dalvíkurkirkju föstudaginn
5. júní kl. 13.30.
Lena Gunnlaugsdóttir,
Dagmar Jóhannsdóttir,
Gunnlaug Jóhannsdóttir, Birgir Kristbjörnsson,
Kristjana Jóhannsdóttir, Rögnvaldur Örn Snorrason,
Harpa Rún Jóhannsdóttir, Kristján Örn Ólafsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær sonur minn, bróðir og mágur,
ÁSBJÖRN IBSSON,
Meðalholti 13,
Reykjavík,
lést mánudaginn 1. júní.
Sif Bjarnadóttir,
Hilmir Þór Ibsson, Kristín Líf Karlsdóttir.