Morgunblaðið - 04.06.2009, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 04.06.2009, Blaðsíða 11
Fréttir 11INNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 2009 P IP A R • S ÍA • 8 1 9 4 9 www.lyfogheilsa.isVerslanir Lyfja & heilsu eru á yfir 20 stöðum um allt land. Fallegir dagar í Lyfjum & heilsu 4.-6. júní. Við hlustum! 20% afsláttur af snyrtivörum frá fimmtudegi til laugardags í öllum apótekum Lyfja & heilsu. 20% meiri fegurð Eftir Gunnhildi Örnu Gunnarsdóttur gag@mbl.is EIGENDUR átta einbýlishúsalóða og fjögurra parhúsalóða sem keyptu þær í útboði hafa óskað eftir því formlega við Reykjavíkurborg að fá að skila þeim og verið synjað. Þetta kemur fram í svari við fyrirspurn borgarfulltrúa Samfylkingarinnar um stöðu lóðarhafa á nýbygging- arsvæðum borgarinnar sem lagt var fram í borgarráði á fimmtudag. Á þeim fundi var einnig beiðni lög- manns eigenda þriggja einbýlis- húsalóða í Fossvogi synjað um að fá að skila útboðslóðunum. Lögmaðurinn, Einar Gautur Steingrímsson, segir jafnræðis ekki gætt og sannist meðal annars með því að borgin hafi samþykkt að þeir sem hafi greitt útboðslóðir með skuldabréfi frá borginni geti skilað þeim. Morgunblaðið hefur greint frá því að í maí hafi einn af sex nýtt sér þá leið. Einar segir umbjóðendur sína ekki sætta sig við synjunina og mál- inu verði haldið áfram. Lóðarhafar hafa samkvæmt skil- málum mátt skila lóðum á föstu verði en ekki þeim sem boðnar voru upp. Í svari borgarinnar til borgarfull- trúa Samfylkingarinnar stendur að 49 lóðum fyrir 75 íbúðir á föstu verð- lagi hafi verið skilað í Reynisvatns- ási en 56 fyrir 320 íbúðir í Úlfars- árdal. Borgin hefur í einhverjum tilfellum tekið við sumum lóðanna oftar en einu sinni. Borgin tók einnig saman stöðu framkvæmda á útboðs- lóðum 2006 í Úlfarsárdal en synjaði blaðinu um upplýsingarnar þar sem þær væru trúnaðarmál. Gögnin sýni ójafnræði Dagur B. Eggertsson, borg- arfulltrúi Samfylkingarinnar, segir flokkinn hafa varað við því að ójafn- ræði gæti falist í því að taka við og endurgreiða lóðir á föstu verði en taka ekki við úboðslóðunum: „Það hefur komið á daginn án þess að meirihlutinn virðist ætla að bregðast á nokkurn hátt við því.“ Borgarráðsfulltrúar Framsókn- arflokks og Sjálfstæðisflokks benda hins vegar á að greiðslur vegna skila á lóðum taki einungis mið af þeim út- hlutunarreglum sem um lóðirnar giltu á þeim tíma sem þeim var út- hlutað. Í ályktun þeirra stendur að af bókun Samfylkingar um ójafn- ræðið megi skilja að eðlilegast væri að endurgreiða öllum lóðarhöfum sem þess óska. „Ef það er réttur skilningur þá væri hreinlegast fyrir Samfylkinguna að leggja fram til- lögu þess efnis,“ bókuðu þeir á fund- inum. Dagur útilokar það ekki. „En mér finnst nú meirihlutinn ekki axla mikla ábyrgð á eigin stefnu og ákvörðunum ef ástæðan fyrir því að vandi allra þessara fjölskyldna sem hafa beðið um úrlausn sinna mála veltur á því hvort Samfylkingin legg- ur fram tillögu í þeim efnum.“ Sextán eigendur fá ekki að skila Morgunblaðið/Golli Í Úlfarsárdal Hús á stangli við malbikaðar götur. Sextán þeirra sem keyptu lóðir af borginni hafa formlega óskað eftir að skila þeim, þrír í Fossvogi. Í HNOTSKURN »Gríðarleg eftirspurn vareftir lóðum árið 2006 og voru til dæmsi alls 313 bjóð- endur með 4.240 gild kaup- tilboð í byggingarrétt fyrir 408 íbúðir á 120 lóðum í Úlf- arsárdal í febrúar það ár. » Í hverfinu fullbyggðu áttiað vera blanda af íbúðar- og atvinnuhúsnæði og þar var gert ráð fyrir 15.000 íbúum.  Eigendum tólf einbýlishúsalóða og fjögurra parhúsalóða hefur verið synjað um að skila þeim til Reykjavíkurborgar  Borgin hefur tekið við 105 lóðum sem fóru á föstu verði á sínum tíma

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.