Morgunblaðið - 04.06.2009, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 04.06.2009, Blaðsíða 35
Menning 35FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 2009 Ég á alveg von á and- anum aftur en það er aldrei að vita í hvaða formi hann verður. 36 » „ÞAÐ hefði verið ágætis tilefni í ár til að hætta, en það var bannað. Það fær mig ekkert til að stoppa,“ segir Björn Thoroddsen gítar- leikari, sem stendur fyrir Jazz- og blúshátíð í Kópavogi um helgina, annað árið í röð. Eldri borgurum Kópavogs verður sinnt sérstaklega með tónleikum í Gullsmára á morgun kl. 14 undir yfirskriftinni djass og dægurlög, þar sem Egill Ólafsson og Andrea Gylfadóttir syngja með hljómsveit. Tónleikarn- ir í Gullsmáranum eru orðnir að hefð á hátíðinni að sögn Björns. „Þessir tónleikar gengu rosalega í fyrra og fullt hús. Það er alltaf gaman að spila fyrir fólk sem er þakklátt og ég hlakka mjög til að spila fyrir eldri borgarana aftur.“ En það er í kvöld sem hátíðin verður sett með tónleikum, þar sem unga fólkið verður í sviðsljós- inu. „Við fórum í samstarf við ung- mennahúsið Molann og fundum þar krakka sem hafa áhuga á djass og blús. Ég setti upp námskeið og tónleikarnir í Molanum í kvöld kl. 20 eru afrakstur þess.“ Tvennir stórtónleikar verða í Salnum: blústónleikar annað kvöld, þar sem Egill Ólafsson, Páll Rósin- krans, Bogmil Font og Andrea Gylfadóttir syngja með Blús- hljómsveit Kópavogs og djass- tónleikar á laugardagskvöld, þar sem erlendir gestir hátíðarinnar stíga á stokk með heimamönnum. Þar eru á ferð heimsfrægar stór- stjörnur í djassinum. „Det var en lørdag aften“ „Það verður hápunktur hátíð- arinnar. Þar spila með okkur Jó- hanni Hjörleifssyni trommuleikara, Ole Kock Hansen, einn af dáðustu og virtustu píanóleikurum djassins, og bassaleikarinn Mads Vinding. Þetta eru norrænir snillingar. Dag- skráin er líka mjög spennandi því við spilum íslensk og dönsk þjóð- lög: Det var en lørdag aften, og aðra skemmtilega og aðgengilega tónlist. Það er stefna hátíðarinnar að fá sem flesta til að koma og við breiðum út fagnaðarerindið með aðgengilegri dagskrá.“ Jazz- og blúsfélag Kópavogs verður stofnað í dag í tilefni af há- tíðinni. Það er ekki ofsögum sagt að gróska sé í þessum geira tón- listarinnar, því á örfáum mánuðum hafa djass- og blúsfélög sprottið upp víða um land, meðal annars á Akureyri, á Akranesi og á Hellu og Hvolsvelli. „Þetta liggur í loftinu og áhuginn er mjög mikill. Blúshá- tíð í Reykjavík er ef til vill kveikj- an að áhuganum, og Jazzhátíð Reykjavíkur líka, – ég hef tengst djassinum meira og sé þetta þar. En óneitanlega hefur Blúshátíð Reykjavíkur slegið í gegn og smit- ar út frá sér; það er ekki flóknara en það.“ begga@mbl.is Fagnaðarerindið Ole Kock Hansen og Mads Vinding leika m.a. á Jazz- og blúshátíð Kópavogs sem hefst í dag Morgunblaðið/RAX Það liggur í loftinu Björn Thoroddsen með unga fólkinu sem spilar í kvöld. Nánar um hátíðina á: kopavogur.is / salurinn.is „TILDRÖG þessa tónverks eru þau að við lestur ljóðs Hannesar Péturs- sonar árið 1997 varð ég gripinn hug- artökum sem kröfðust þess af mér að ég gerði ljóðinu skil í tónum og tali,“ segir Jón Hlöðver Áskelsson tónskáld um verk sitt, Hallgrímur lýkur Passíusálmunum, fyrir bland- aðan kór við samnefnt ljóð Hannesar Péturssonar. Mótettukór Hallgríms- kirkju frumflytur verkið í Akureyr- arkirkju í kvöld kl. 20.30 undir stjórn Harðar Áskelssonar. Jón Hlöðver segir ljóðið mjög myndrænt. „Það lýsir því á leikræn- an hátt þegar Hallgrímur Pétursson „leggur seint til hliðar hinn létta fjöðurstaf“ að loknu því stórvirki að hafa lokið samningu Passíusál- manna. Hann „blaðar þögull í verki sínu“ og „finnur að nú er allt sem vildi hann öðrum segja fólgið þar“ . Svo kemur hin stórkostlega samlík- ing fullþroska ávaxtar með grófri skurn við holdsveiki skáldsins. Endursamdi tónverkið Skurnin brestur og skáldið svíður í sárin þegar hún brotnar utan af hinum fullkomnaða blóma, Pass- íusálmunum,“ segir Jón Hlöðver. „Mér fannst þá og finnst enn við hæfi að einstakar áhrifamiklar setn- ingar úr sjálfum Passíusálmunum fái að brjóta sér leið inn í verkið og vera túlkaðar af talkór. Í frumgerð verksins voru þessar setningar fald- ar kvennaröddum og þannig var verkið flutt í frumgerð sinni af Mót- ettukórnum árið 1998.“ Jón Hlöðver var ekki fullkomlega ánægður með frumútgáfu verksins og ákvað að gera á því þá bragarbót sem heyrist í kvöld. „Ég endursamdi tónverkið í fyrra og það varð mér mikil hvatning að Hörður sýndi þessari nýju gerð áhuga. Verkið er tileinkað Herði og ég er honum og Mótettukórnum ei- líft þakklátur fyrir að veita því söng- vængi. Til heiðurs Dalai Lama verð- ur aðgangur ókeypis.“ begga@mbl.is Hugartök Tónskáldið Jón Hlöðver Áskelsson. Hallgrímur lýkur Passíusálmunum á Akureyri í kvöld AIM tónlistarhátíð- inni á Akureyri lýk- ur í dag með afar sérstökum hætti. Kl. 17.45 verður Arn- grímur Jóhannsson flugkappi búinn að koma sér fyrir í svif- flugu í háloftunum og stjórnar sviflugunni í flug- valsi við tónlist sem Jón Hlöðver Áskelsson samdi fyrir opnun hátíðarinnar í fyrra. Arngrímur svífur því í valstakti yfir Pollinn og búast má við fjöl- menni á Höpfnersbryggjunni til að fylgjast með. Þeir sem ekki hafa tök á að sjá flugvalsinn berum augum en eru staddir norðanlands geta engu síð- ur notið viðburðarins, því flugvalsinum verður út- varpað í svæðisútvarpi RÚV kl. 17.45. Flugdans Arngrímur tekur flugið í dag. Arngrímur svífur í valstakti FINNSKI kórinn Canzonetta Nova flytur Petite Messe Sol- enelle á tvennum tónleikum hérlendis um helgina, í Skál- holtskirkju annað kvöld kl. 20 og í Langholtskirkju sunnu- dagskvöld kl. 20. Einsöngvarar með kórnum eru íslenskir, Hulda Björk Garðarsdóttir, Sesselja Kristjánsdóttir, Garð- ar Thor Cortes og Davíð Ólafs- son. Hljóðfæraleikarar eru Mikko Niemi á píanó og Bjarni Jónatansson á harmoníum. Stjórnandi er Erkki Rajamäki. Sami hópur flutti þessa efnisskrá í kirkjunni í Jär- venpää á þriðjudag; húsfyllir var og listafólkinu afar vel fagnað að tónleikum loknum. Tónlist Finnskur kór og íslenskir sólistar Hulda Björk Garðarsdóttir Í DAG og á morgun fer Sinfón- íuhjómsveit Íslands í bæj- arferð og heldur hádegistón- leika í Ráðhúsi Reykjavíkur, þar sem hún hefur ekki spilað áður. Tónleikarnir hefjast kl. 12 báða dagana og eru um 40 mínútna langir. Í dag spilar hljómsveitin Sinfóníu nr. 29 í A-dúr eftir Mozart og Dumb- arton Oaks eftir Stravinskí, en á morgun spilar hún Chris- antemi eftir Puccini, Sextett úr óperunni Capric- cio eftir Richard Strauss og Siegfried Idyll eftir Wagner. Daníel Bjarnason heldur um sprotann en hann er einn okkar efnilegasti hljómsveitarstjóri. Allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis. Tónlist Sinfó bregður sér í bæjarferð Sinfóníuhljómsveit Íslands. Eftir Birtu Björnsdóttur birta@mbl.is „ÉG myndi hiklaust segja að við værum pólitískur leikhópur,“ segir Stefanía Thors, ein þeirra fimm kvenna sem skipa leikhópinn Notaðar konur (Se- condhand Women). Sýning þeirra, Peninga umbreytir (Money Transformance) verður frumsýnd hér á landi í kvöld, en áður hefur verkið verið sýnt í Tékklandi. „Sýningin er fyrst og fremst um peninga, en það var samið áður en efnahagshrunið varð,“ útskýrir Stefanía. „Það á þó eiginlega betur við núna en þeg- ar það var samið í ljósi aðstæðna. Við erum búnar að laga verkið að íslenskum aðstæðum. Þetta er okkar tilraun til að bjarga geðheilsu Íslendinga.“ Kveikjan að verkinu var sú ofuráhersla sem lögð er á peningahlið leikhússins, að mati hinna Notuðu kvenna. „Við höfum sett upp tvær sýningar áður, annað verkið fjallaði um konur en hitt um karla. Það var eftirtektarvert hvað það fór mikill tími í það hjá okkur að safna styrkjum og peningum til að setja upp sýningarnar,“ segir Stefanía. „Verkið er því í raun eins og sölusýning þar sem við erum að keppast við að selja okkur og hug- myndir okkar hæstbjóðanda.“ Til þess notast þær stöllur við margskonar leik- húsaðferðir, söng, dans, kabarett og drama, allt í von um að selja sig og hugmyndir sínar. „Sýningin er túlkun á áhrifum peninga á heiminn í dag og hvernig alþjóðlegur kapítalismi mótar okkar dag- lega líf.“ Pólitískt leikhús í Tékklandi Auk Stefaníu eru Notuðu konurnar þær Helene Kvint, Halka Tøešnaková, Daniela Voráèkova og Petra Lustigová, sem koma frá Danmörku og Tékklandi, en þær kynntust einmitt allar í landinu síðastnefnda. Stefanía segir mikinn hljómgrunn fyrir pólitísku leikhúsi í Tékklandi, mikil spilling viðgangist í landinu og almenningur sé búinn að fá sig fullsaddan af því. „Við komum svo allar úr mjög ólíkum hlutum leikhússins,“ segir Stefanía. „Það er því oft mikið rifist á æfingum, því hver okkar er með skýra sýn á hvernig hlutirnir eiga að vera og stundum getur verið erfitt að gera málamiðlanir,“ segir hún og hlær. „Það gerir þó hópinn tvímælalaust sterkari hvað við erum allar ólíkar.“ Notaðar konur selja sig  Alþjóðlegur leikhópur setur upp verk um peninga í Hafnarfjarðarleikhúsinu  Gerir út frá Tékklandi og hefur á að skipa íslenskum meðlimi Pólitískur Frá uppsetningu hópsins í Tékklandi en verkið tekst á við ægivald kapítalismans. Listahópurinn Secondhand Women er skipaður Stefaníu Thors, Helene Kvint, Halka Tøešnaková, Daniela Voráèkova og Petra Lustigová. Höf- undar eru leikararnir sjálfir en svokallað leikstjórnareftirlit er í höndum Viktorie Cermaková og Rebekku A. Ingimundardótturm Um leikmynd og bún- inga sá Jana Preková, tónlistina samdi Lada Plachá og lýsingin er á vegum František Fabián. Framleiðandi er Milena Fabiánová. Sýningin er í Hafnjarfjarðarleikhúsinu og verður sýnt fjórum sinnum um helgina. www.secondhandwomen.cz Þessir koma að sýningunni Notuð Stefanía Thors.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.