Morgunblaðið - 04.06.2009, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 04.06.2009, Blaðsíða 17
Fréttir 17ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 2009 STÖÐUGT steypiflóð upplýsinga, gagnlegra og gagnslausra, og hið linnulausa áreiti sem fylgir nútíma samskiptatækni er orðið svo yfir- þyrmandi að mannsheilinn er hætt- ur að ráða við umhverfi sitt. Og ekki nóg með það. Mörg heilabú hafa gert uppreisn gegn at- ferli eigenda sinna, ef svo má að orði komast, og snúist til varnar með því að loka á holskeflu stöðugs áreitis. Þetta kemur fram í grein breska dagblaðsins The Times um upplýs- ingaflóðið en þar er haft eftir Felix Economakis, sálfræðingi sem sér- hæfir sig í streitu, að heilar okkar séu án nokkurs vafa að ganga í gegnum offlæði upplýsinga. Afleiðingin sé minni samúð. „Athyglisgáfu heila okkar eru tak- mörk sett. Þegar á okkur standa öll spjót byrjum við að draga okkur í hlé með þeim afleiðingum að fólk sem er venjulega umhugað um aðra verður skeytingarlaust,“ segir hann. Rökstyður hann þetta með því að of- flæðið hafi þau áhrif að sá hluti heil- ans sem hafi með ótta að gera upplifi flæðið sem ógn og því loki heilinn á æðri svæði þar sem maðurinn þrói tilfinningar á borð við umhyggju. Hefur neikvæð áhrif á greind Þá bendir rannsókn University of London til þess að umhverfi þar sem nálgast má tölvupóst og smáskilaboð hafi neikvæð áhrif á greindarvísitölu einstaklinga um sem nemur 10 stig- um, truflun sem jafngildir áhrifum svefnleysis á andlegt atgervi. Salim Ismail, einn forsvarsmanna Singularity University, stofnunar Nasa og Google, segir líffræðilega þróun ekki munu duga til að vinna bug á þessum vanda. Lausnin sé að koma fyrir tölvuflögum í heilanum og þannig auka hið andlega atgervi mannskepnunnar. baldura@mbl.is Heilabúið hætt að ráða við flóðið Offlæðið getur dregið úr samúð „HANN vildi fiskinn svo ferskan að hann gæti byrjað að borða á meðan sporðurinn kast- aðist til,“ hefur dagblaðið Telegraph eftir fyrrverandi kokki Kims Jong-Ils, leiðtoga Norður-Kóreu. Sögur af munúðarlífi leiðtog- ans hafa lengi verið við lýði og nú hyggst kokkurinn Kenji Fuji- moto, sem býr í Japan eftir að hafa flúið N-Kór- eu, hagnast á dvölinni hjá leiðtoganum með því að gefa út bókina „Ég var kokkur Kims Jong-Ils.“ Þar er stiklað á krass- andi smáatriðum eins og því að Kim hafi haldið fjörug teiti og skipað konum að dansa nökt- um við bandaríska tónlist. Spriklandi fiskur og dansmeyjar Kim Jong-Il HAZEL Blears, ráðherra sem fer með málefni sveitarfélaga í bresku stjórninni, sagði af sér í gær og varð þar með annar ráðherrann til að láta af embætti í aðdraganda kosninga til Evr- ópuþingsins í Bretlandi í dag. Áður hafði Jac- qui Smith innanríkisráðherra greint frá afsögn sinni. Leiðtogi Íhalds- manna, David Cameron sagði á þingi í gær að afsögn Blears væri til þess fallin að draga í efa vald forsætisráð- herrans, hún vekti vafa um getu hans til að halda for- ystusveitinni saman. Hazel Blears flæktist í fríðindahneykslið og kom afsögnin því ekki á óvart. Brown boðar upp- stokkun á stjórn sinni á morgun. Enn syrtir í álinn hjá Brown Hazel Blears 6.-7. júní 2009 www.ha t i dha f s i n s . i s HÁTÍÐ HAFSINS H 2 de si gn Ef fjölskyldan er að íhuga að gera eitthvað skemmtilegt í sumar þá ættuð þið að huga að því að skella ykkur með Norrænu. Það tekur aðeins 14.5 tíma að sigla til Færeyja og tæpa tvo sólahringa til Danmerkur. Í Norrænu er ýmislegt sem gerir dvölina um borð ánægjulega. Þar er að finna þrjá veitingastaði, kaffiteríuna, Buffe veitingastað og Simmer Dim veitingastaðinn. Naustbarinn er mjög vinsæll til að sitja við og spjalla og svo Víkingaklúbburinn, næturklúbbur þar sem dansað er öll kvöld. Á sóldekkinu er einnig bar og kaffihús sem er opið þegar veður er gott. Góð fríhöfn er um borð þar sem allur algengur fríhafnarvarningur fæst. Einnig er sundlaug, sólbaðstofa, sauna og líkamsrækt fyrir farþega. Síðan er bíósalur þar sem sýndar eru bíómyndir alla daga og kvöld. Barnaland hefur einnig verið stækkað og er það nú mjög veglegt. Ferðaskrifstofa &?S@CMB;@C ?LÊ;G»F;MNI@O B E T R IS TO FA N - Lj ó sy n d :D ag b jö rt B . BROTTFÖRTILFÆREYJA OGDANMERKURERÁ FIMMTUDÖGUM Í SUMAR V erð frá kr. 17.000 á m ann m.v. fjóra í svefnpo kaplássi á miðann atímabili ásamt bí l aðra lei ð. Verð frá kr . 22.300 m .v. tvo í svefnpok aplássi á miðanna tímabili ásamt bí l aðra lei ð. 17.000 FÆREYJAR Verð frá kr . 32.000 á m ann m.v. fjóra í 4m. klef a/inn á m iðannatím abili ásamt bí l aðra lei ð. Verð frá kr . 69.200 m .v. einn í 4m. klefa/inn á miðann atímabili ásamt bí l aðra leið . 32.000 DANMÖRK MÆR DÁMAR SOVÆL AT SIGLAVIÐ NORRÖNU ÓDÝRT SUMARFRÍ MEÐ NORRÆNU MÉR LÍKAR SVOVEL AÐ SIGLA MEÐ NORRÆNU Stangarhyl 1 · 110 Reykjavík · Sími: 570 8600 Fax: 552 9450 · info@smyril-line.is www.smyril-line.is Smyril Line Ísland NORRÆNA Siglt er á fimmtudögum frá 18. júní til 27. ágúst.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.