Morgunblaðið - 04.06.2009, Blaðsíða 15
Fréttir 15INNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 2009
ÞAÐ var atgangur, fjör og spenna þegar margir tóku þátt í árlegu sjó-
stangveiðimóti Snarfara, félags sportbátaeigenda í Reykjavík, seinasta
sunnudag.
Vinsældir keppnismótsins fara vaxandi ár frá ári, að sögn Eyvindar
Jóhannssonar, formanns veiðidagsnefndar Snarfara. Þátttakendur á
veiðideginum voru 31 talsins að þessu sinni og á öllum aldri.
Siglt var út stundvíslega frá Naustabryggju í Elliðavogi kl. 10 á fjöl-
mörgum bátum og krókarnir svo teknir úr sjó kl. 14.
Veiðin var góð og fjölmargar tegundir dregnar úr sjó; þorskur, ufsi,
keila, ýsa, lýsa, steinbítur og karfi voru í aflanum. Því næst hófst vigtun
aflans, flokkun og skráning vinningshafa fram eftir degi. Flökunar-
aðstöðu var komið fyrir á Naustabryggju þar sem keppendur gátu gert
að aflanum.
Keppt var í 14 flokkum. Verðlaunahafar fengu farandbikara og verð-
launapeninga en veitt voru meðal annars verðlaun fyrir stærsta fisk
mótsins, sem var rúmlega 10 kílóa þorskur. Einnig var keppt um mesta
afla í kílóum og viðurkenningar veittar, svo og fyrir flestar tegundir
sem veiddar voru og aflahæsta konan fékk viðurkenningu.
Mót þetta er sérstaklega sniðið fyrir yngstu keppendurna að sögn Ey-
vindar og voru þeir verðlaunaðir. Þá voru sérstök verðlaun veitt fyrir
að veiða ljótasta fisk mótsins, sem var sæbjúga.
Síðdegis var svo slegið upp mikilli grillveislu, þar sem yfir 80 manns
gæddu sér á nýveiddum fiski og verðlaunaafhending fór fram.
Góð veiði og hátíðarstemning
á sjóstangveiðimóti Snarfara
Yfir 30 veiðimenn öttu kappi með sjóstangir og hefur ásóknin aldrei verið meiri
Stærstur Eva María veiddi stærsta fisk mótsins, 10,1 kg vænan þorsk.
Vinsælt Sjóstangveiðin nýtur sífellt meiri vinsælda. Metþátttaka var í sjó-
stangveiðimóti Snarfara og veiðimenn sem öttu kappi voru á öllum aldri.
GENGIÐ hefur
verið frá fyrstu
endurgreiðslu
styrkja Sjálf-
stæðisflokksins
frá Landsbank-
anum og FL
Group sem flokk-
urinn tilkynnti
fyrr á þessu ári
að yrðu end-
urgreiddir að
fullu. Styrkirnir námu 30 milljónum
og 25 milljónum króna en verða end-
urgreiddir með jöfnum greiðslum á
hverju ári næstu 7 árin, án vaxta og
verðbóta. Fyrsta upphæðin, sem
greidd var í gær, var 6.875.000 kr.
Þar sem hvorki Landsbankinn né
FL Group eru lengur til í þeirri
mynd sem fyrirtækin voru þegar
styrkirnir voru veittir árið 2006
verða þeir endurgreiddir til Stoða
hf. og til NBI hf. Ákvörðun um end-
urgreiðsluna byggist að sögn Bjarna
Benediktssonar á því að fjárhæðin
hafi verið umfram það sem hæfilegt
geti talist í sambandi við styrki fyr-
irtækja.
Fyrsti hluti
styrkja
greiddur
Bjarni
Benediktsson
Ofurstyrkir endur-
greiddir á 7 árum
Allan sólarhringinn
Eimskip Flytjandi býður upp á kæli-, frysti- og
þurrvörudreifingu til einstaklinga og fyrirtækja
á höfuðborgarsvæðinu.
EIMSKIP VÖRUDREIFING
Frekari upplýsingar eru veittar í síma 525 7700 eða sendið fyrirspurnir á netfangið akstur@eimskip.is
P
IP
A
R
•
S
ÍA
•
9
0
2
9
6
OPNUÐ hafa verið tilboð hjá Rík-
iskaupum í byggingu sendistöðvar
fyrir flugfjarskipti, sem mun rísa á
Heggstaðanesi, milli Hrútafjarðar
og Miðfjarðar.
Alls bárust níu tilboð í bygg-
inguna. Það lægsta var frá Eykt
ehf., 37,3 milljónir. Hæsta boðið var
frá Blómavöllum ehf., 79,7 millj-
ónir. Kostnaðaráætlun var ekki
gefin upp.
Flugfjarskipti ehf., dótturfyr-
irtæki Flugstoða, hyggjast reisa
stöðvarhúsið. Auk þess verða reist
við stöðina 12 loftnetsmöstur, sem
verða 12-40 metrar að hæð. Stöðin
mun annast fjarskipti við flugvélar,
sem leið eiga um íslenska flug-
stjórnarkerfið. sisi@mbl.is
Eykt átti lægsta
tilboð í sendistöð