Vegna viðhaldsvinnu geti verið truflanir á þjónustu Tímarit.is frá 18:00 og fram eftir kvöldi.

Morgunblaðið - 04.06.2009, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 04.06.2009, Blaðsíða 37
Nostur Lights on the Highway gefa út breiðskífu nr. 2 í júní. Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is HLJÓMSVEITIN Lights on the Highway steig fram fyrir fjórum árum með plötu sem einkenndist af akústísku, melódísku rokki og nán- um samsöng – ekki ósvipað því sem sveitir eins og Kuroi og Árstíðir eru að gera í dag. Þá kemur hin ameríska Fleet Foxes líka óneit- anlega upp í hugann. Það er því við hæfi að Lights- liðar séu með í þessari bylgju sem þeir þjófstörtuðu, en ný plata, Am- anita Muscaria, kemur út í þessum mánuði. Lög af henni, „Silver Lin- ing“ og „A Little Bit Of Every- thing“, hafa glumið nokkuð á öld- um ljósvakans að undanförnu og spánnýtt lag, „Katrina“, er þá kom- ið í spilun. Í samtali við Karl Daða Lúðvíksson, bassaleikara sveit- arinnar, kemur fram að sveitin hafi tekið fjölskyldupakkann með stæl skömmu eftir fyrstu plötuna. Nú séu börnin hins vegar komin sæmi- lega á legg og menn hafi farið að íhuga næstu plötu fyrir u.þ.b. ári. „Það var alltaf planið að gera fleiri plötur. Við höfum alltaf átt nóg af efni,“ segir Karl. „Plötuna tókum við upp á ca. þremur vikum í Heita pottinum hjá Finni Hákonar. Þar lögðum við niður grunna en svo höfum við verið að fínpússa hitt og þetta.“ Karl segir að vinnan hafi því síst tekið of langan tíma, þvert á móti sé mikilvægt að nostra vel við væntanleg afkvæmi. Sveitin verður með tónleika í kvöld á Sódómu Reykjavík til að hita upp fyrir út- gáfuna. Ný plata frá Lights on the Highway MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 2009 Stundum vita tónlistarmenn-irnir sjálfir ekki hversu gottlag þeir hafa í höndunum. Eða þá, að þeir vita það, en tekst einhvern veginn ekki að útfæra það nægilega vel á breiðskífum sínum til þess að þau höfði til fjöldans. Góð dæmi eru Bjarkar-lagið „All is Full of Love“ af Homogenic er hljómar þar eins og hádramatískur endur- varpsóður og laust við þann göldr- ótta sjarma sem býr yfir útgáfunni er endaði svo sem smáskífa. Annað gott dæmi er lagið „Sing it Back“ með Moloko sem birtist fyrst á breiðskífunni I Am Not a Doctor. Sú útgáfa á lítið annað sameiginlegt með smáskífunni sem ruddi leið þeirra inn í meginstrauminn ári síð- ar annað en söngmelódíuna. Splunkunýtt dæmi er lagið „Geimþrá“ sem er að finna á ann- arri plötu Mammúts frá því í fyrra. Þar hljómar það sem uppfylling- arlag þar sem stirð pönkaraleg bassalína dregur lagið áfram. Öllu klaufalegri nálgun en ný endur- vinnsla Red Lights-dúósins (sem nú fæst gefins á Tónlist.is) sem hefur umbreytt laginu í dansvænan smell er hefur alla burði til þess að verða vinsælasta lag Mammúts frá upp- hafi. Slíkur er galdur endurvinnsl- unnar (eða rí-mixins) að blása nýju lífi í lög sem annars yrðu dæmd til þess að gleymast öllum nema hörð- ustu aðdáendum listamanna.    Endurvinnsla er orðin að sérlistgrein út af fyrir sig ítónlistinni. Og mennirnir á bak við þau fá sjaldnast það klapp á bakið sem þeir eiga skilið. Rímixið fæddist fyrir um fjörutíu árum í frumstæðum hljóðverum á eyjunni Jamaíka. Þá fengu reggae- tónlistarmenn á borð við King Tubby, Lee „Scratch“ Perry og Ruddy Redwood þá frábæru hug- dettu að gera „reyktari“ útgáfur af lögum sínum. Þá hægðu þeir á teip- unum, slökktu á söngrásinni en skutu inn einstaka orði hér og þar sem var keyrt í gegnum effekt. Þessar endurvinnslur kölluðu þeir „dub“ er átti að gefa til kynna að búið væri að eiga við upprunalegu útgáfurnar. Þeir áttuðu sig kannski ekki á því þá að þar fundu þeir upp nafn á nýrri tónlistarstefnu.    Rímixin náðu ekki teljandi vin-sældum fyrr en á diskótíma- bilinu. Þá birtust þau helst í formi þekktra klassískra tónverka sem búið var að „lappa upp á“ með því að bæta við þau diskóbíti og fönk- bassa. Strangt til tekið var þar þó ekki um bein rímix að ræða þar sem strengjasveitirnar voru yfirleitt hljóðritaðar sérstaklega fyrir út- gáfurnar. Það var því ekki fyrr en á níunda áratugnum sem rímixið eins og við þekkjum það byrjaði að taka á sig mynd. Stúdíóin voru þá ekki orðin tölvuvædd og oftast var annaðhvort um að ræða endurvinnslu þar sem lifandi trommum hafði verið skipt út fyrir trommuheila eða lögin ein- faldlega lengd með því að líma sam- an segulbönd. Orðið „extended ver- sion“ var þá oft notað en í þá daga gáfu rokksveitir út venjulegu út- gáfu lagsins á sjö tommu vínylplötu en nýja lengri útgáfu á tólf tommu. Í byrjun tíunda áratugarins tóku nokkrar rokksveitir sig til og gáfu út rímix plötur þar sem aðdáendum var boðið að enduruppgötva lög þeirra í nýjum búningum. Sú fræg- asta er líklegast Mixed Up sem The Cure seldi í bílförmum á hátindi ferils síns árið 1990. biggi@mbl.is Tóngaldur endurvinnslunnar AF LISTUM Birgir Örn Steinarsson »Endurvinnsla er orð-in að sér listgrein út af fyrir sig í tónlistinni. Og mennirnir á bak við þau fá sjaldnast það klapp á bakið sem þeir eiga skilið. Mammút Splunkuný endurgerð lagsins Geimþrá er gott dæmi um hvernig endurvinnsla getur blásið nýju lífi í lög. 568 8000 – borgarleikhus.is – midasala@borgarleikhus.is Söngvaseiður (Stóra sviðið) Sannleikurinn (Stóra sviðið) Söngvseiður – aukasýning 13. júní Við borgum ekki (Nýja sviðið) Uppsetning Nýja Íslands. Söngvaseiður. Sala hafin á sýningar í haust. Djúpið (Litla sviðið) Munið afslátt fyrir viðskiptavini Vodafone! Lau 20/6 kl. 19:00 stóra svið Lau 27/6 kl. 19:00 stóra svið Fös 3/7 kl. 19:00 stóra svið Lau 11/7 kl. 19:00 stóra svið Lau 18/7 kl. 19:00 stóra svið Fim 4/6 kl. 20:00 U Fös 5/6 kl. 20:00 U Lau 6/6 kl. 16:00 U Lau 6/6 kl. 20:00 U Sun 7/6 kl. 16:00 U Fim 11/6 kl. 20:00 U Fös 12/6 kl. 20:00 U Lau 13/6 kl. 14:00 U Lau 13/6 kl. 18:00 Ný aukasÖ Sun 14/6 kl. 16:00 U Fös 4/9 kl. 19:00 Ö Lau 5/9 kl. 19:00 Ö Sun 6/9 kl. 19:00 Ö Mið 9/9 kl. 19:00 U Fim 10/9 kl. 19:00 Ö Fös 18/9 kl. 19:00 Ö Lau 19/9 kl. 19:00 Ö Fös 5/6 kl. 20:00 frums.U Lau 6/6 kl. 16:00 Fim 11/6 kl. 20:00 Fös 12/6 kl. 20:00 Fim 18/6 kl. 20:00 Fös 19/6 kl. 20:00 Fös 5/6 kl. 20:00 fors. Lau 6/6 kl. 20:00 frums.U Mið 10/6 kl. 20:00 Ö Fim 11/6 kl. 20:00 Ö Fös 12/6 kl. 19:00 Ö Lau 13/6 kl. 19:00 Ö Sun 14/6 kl. 20:00 Ö Fim 18/6 kl. 20:00 GREASE – Vinsælasti rokksöngleikur allra tíma! Þri 9/6 kl. 20:00 forsýn.U Mið 10/6 kl. 20:00 forsýn.U Fim 11/6 kl. 20:00 frums. U Fös 12/6 kl. 20:00 2. sýn Ö Lau 13/6 kl. 20:00 3.sýn U Sun 14/6 kl. 16:00 4. sýn Ö Lau 20/6 kl. 16:00 5. sýn Ö Sun 21/6 kl. 16:00 6.sýn Ö Fös 26/6 kl. 20:00 7.sýn Lau 27/6 kl. 20:00 8.sýn Sun 28/6 kl. 16:00 9.sýn Leikfélag Akureyrar Miðasölusími: 4 600 200, netfang: midasala@leikfelag.is Fúlar á móti ATH! sýnt í Íslensku Óperunni Sími 511 4200 Sýningum lýkur í júní Fim 4/6 kl. 20:00 U Fös 5/6 kl. 20:00 U Lau 6/6 kl. 20:00 Ö Sun 7/6 kl. 20:00 U Fim 11/6 kl. 20:00 Ný aukas. Fös 12/6 kl. 20:00 Ný aukas Miðasala S. 545 2500 www.sinfonia.is Hádegistónleikar í Ráðhúsinu Allir velkomnir og frítt inn! Sinfóníuhljómsveitin leikur í Ráðhúsi Reykjavíkur í hádeginu í dag og á morgun. Hljómsveitarstjóri er Daníel Bjarnason. ■ Í dag í Ráðhúsinu kl. 12.00 - 12.40 Mozart: Sinfónía nr. 29 í A-dúr Stravinsky: Dumbarton Oaks ■ Á morgun í Ráðhúsinu kl. 12.00 - 12-40 Puccini: Chrisantemi Richard Strauss: Sextett úr óperunni Capriccio Wagner: Siegfried Idyll Við hvetjum sem flesta til að koma og næra sig á fallegri tónlist í hádeginu. HVORT harðsvíraðir verð- bréfamiðlarar ná að draga marga áhorfendur í bíó á þessum síðustu og verstu tímum fjármálakreppu skal látið ósvarað. Það er hins vegar staðreynd að leikstjór- inn Oliver Stone hyggst láta reyna á það og mun vera með í bígerð kvikmyndina Wall Street 2. Eins og glöggir les- endur átta sig eflaust á mun vera um að ræða framhald Wall Street frá árinu 1987. Ekki nóg með það að Stone sitji við stjórnvöl- inn á ný heldur lætur Michael Douglas aftur til sín taka sem hinn harðsvíraði Gordon Gekko. Reyndar mun hann ekki vera eins harðsvír- aður í framhaldsmyndinni. Hann er nýbúinn að afplána fangelsisdóm og reynir að vara gamla vinnufélaga við yfirvofandi hruni á Wall Street. Ungstirnið Shia LaBeouf fer með hlut- verk tengdasonar Gekkos í myndinni og spænski leikarinn Javier Bardem verður í hlut- verki verðbréfahákarls. Meiri hasar á Wall Street Töff Gordon Gekko hefði þótt svalur árið 2007.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.