Morgunblaðið - 04.06.2009, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 04.06.2009, Blaðsíða 16
16 FréttirERLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 2009 Skil Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn „Senda inn efni“ veljið „Senda inn minningargrein“ þar sem fram koma nánari leiðbeiningar. Skilafrestur Minningargrein sem á að birta á útfarardegi verður að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Birting getur dregist þó greinin berist innan skilafrests þar sem pláss er takmarkað. Sami skilafrestur er á greinum vegna útfarar í kyrr- þey. Allar greinar birtast jafnframt á vefnum www.mbl.is/minningar Lengd Hámark 3.000 slög. Engin lengdarmörk eru á greinum sem birtast á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, „Hinstu kveðju“, 5–15 línur. Formáli Nánustu aðstandendur skulu rita formála og senda inn, skv. leið- beiningum á mbl.is Undirskrift Minningargreinahöfundar noti skírnarnöfn sín undir greinunum. Minningargreinar og skil Morgunblaðið birtir minningargreinar alla útgáfudagana. Skoðið leiðbeiningar á mbl.is Ísraelar í áhyggjukasti  Obama sneiðir hjá Ísrael í Mið-Austurlandaferðinni og er sagður hafa gefið Net- anyahu sex vikna frest til að endurskoða afstöðuna til sjálfstæðs, palestínsks ríkis Eftir Svein Sigurðsson svs@mbl.is BARACK Obama, forseti Bandaríkjanna, lagði í gær upp í sína fyrstu ferð til Mið-Austurlanda en tilgangur hennar er að bæta samskipti Bandaríkj- anna og hins múslímska heims. Í Ísrael vekur ferð Obama miklar áhyggjur og það þykir ekki góður fyrirboði, að eftir viðræður í Sádi-Aarabíu og Egyptalandi ætlar Obama til Þýskalands og Frakklands en sneiða alveg hjá Ísrael. Obama vonast til að geta eytt ýmsum misskiln- ingi á milli Bandaríkjanna og arabaríkjanna auk þess sem eitt aðalumræðuefnið verður friður í Mið-Austurlöndum og stofnun sjálfstæðs, palest- ínsks ríkis. „Obama leitar sátta við múslíma og Ísraelar munu verða að borga brúsann,“ sagði einn ísr- aelsku fréttaskýrendanna og dagblaðið Haaretz sagði, að Obama hygðist sýna Benjamin Net- anyahu, forsætisráðherra Ísraels, í tvo heimana. Ný friðaráætlun kynnt í júlí? Haaretz kveðst hafa fyrir því heimildir, að Obama ætli að gefa Netanyahu sex vikna frest til að „endurskoða afstöðuna“ til ólöglegra byggða gyðinga á hernumdu svæðunum og til stofnunar palsestínsks ríkis. „Obama er að leggja síðustu hönd á sex mánaða bráðabirgðaáætlun um frið í Mið-Austurlöndum og mun kynna hana í júlí,“ sagði Haaretz. Ísraelskir embættismenn hafa reynt að gera lít- ið úr vaxandi spennu milli Ísraels og Bandaríkj- anna en áhyggjur af því, að komið sé að tímamót- um í samskiptum Ísraels og Bandaríkjanna fara dagvaxandi. „Við eigum mikið samstarf við Bandaríkin en ágreiningsefnunum hefur fjölgað mjög á skömm- um tíma,“ sagði Yisrael Katz samgönguráðherra og náinn samverkamaður Netanyahus. „Afstaða Obama er önnur en fyrirrennara hans, það er stað- reynd, sem við eigum erfitt með að kyngja.“ DAVID Cameron þykir hafa staðið sig vel sem leiðtogi breska Íhaldsflokksins og honum er þakkað að hafa fært flokkinn nær miðju þannig að hann höfði til breiðari kjós- endahóps en áður. Á því er þó ein undantekning, sem vekur æ meiri furðu. Cameron er efasemdamaður í Evr- ópumálum og hefur slitið öll tengsl flokksins við aðra hægri- og miðflokka á Evrópuþinginu. Um síðustu helgi sótti hann síðan í Póllandi stofnfund nýs bandalags flokka, sem hafa efasemdir um Evrópusamstarfið, en ekki þykir öllum félagsskapurinn par fínn. Á fundinum í Varsjá treysti Cameron böndin við Urs- zulu Krupa, leiðtoga mjög herskás, kaþólsks þjóðern- isflokks, og við þá tvíburabræður Jaroslaw og Lech Kac- zynski, leiðtoga flokksins Laga og reglu. Þá var einnig á fundinum Mirek Topolánek, leiðtogi Lýðræðislega borg- araflokksins í Tékklandi. Það, sem einkennir þessa tvo pólsku flokka, er ofsókn- arkennd, sú tilfinning, að allur umheimurinn sitji á svik- ráðum við Pólland; andúð á Þjóðverjum og vissa um, að Evrópusambandið sé að breytast í alræðisríki. Samkyn- hneigð er sjúkdómur að þeirra mati og loftslagsbreyt- ingar af mannavöldum eru helber lygi. Til að geta myndað flokkabandalag á Evrópuþinginu verða þingmennirnir að vera 25 hið fæsta og a.m.k. frá sjö af 27 aðildarríkjum. Hið nýja bandalag Camerons er því í höfn þar sem flokkar í fjórum öðrum löndum ætla að taka þátt í því. Þessir flokkar eru Lög, regla og réttlæti í Búlgaríu, sem er með um 2% í könnunum; tveir flokkar í Lettlandi, Borgarasambandið og þjóðernissinnaflokk- urinn Fyrir föðurland og frelsi, flokkur, sem heldur upp á samstarf sumra Letta við Waffen-SS, í stríðinu, og List Dedecker, flokksbrot úr aðskilnaðarhreyfingu Flæm- ingja í Belgíu. Cameron var kjörinn leiðtogi Íhaldsflokksins 2005 og síðan hefur hann og nánasti samstarfsmaður hans, Willi- am Hague, verið að vinna að stofnun nýs bandalags flokka, sem hafa efasemdir um Evrópusamvinnuna. Það gekk þó hvorki né rak fyrr en með tilkomu komm- únistaríkjanna fyrrverandi í bandalagið. Hægrimenn í Evrópu eru ekki aðeins óánægðir með þá ákvörðun Camerons að rjúfa öll tengsl milli breska Íhaldsflokksins og þeirra, heldur eru þeir alveg stand- andi hissa á þeim félagsskap, sem hann hefur nú valið sér. svs@mbl.is Evrópskir hægrimenn hættir að botna í Cameron David Cameron J. Kaczynski  Í samstarfi við þjóðernis- flokka yst á hægrivængnum ÞAÐ var Níkíta Krústsjev, leið- togi Sovétríkj- anna, sem átti hugmyndina að Berlínarmúrnum, sem lokaði Aust- ur-Þjóðverja inni í sínu eigin landi í 28 ár. Kemur það fram í gögnum, sem komin eru fram í Moskvu. Þýski sagnfræðingurinn Matthias Uhl hefur grafið umrædd skjöl upp í Moskvu, en í þeim er að finna sam- ræður Krústsjevs og Walters Ul- brichts, leiðtoga austur-þýska kommúnistaflokksins, 1. ágúst 1961 í Moskvu. Snerust þær um Múrinn, en byrjað var á honum 13. ágúst. Segir tímaritið Der Spiegel, að Krústsjev hafi vísað til þess, að hann hafi sent sendiherra sinn í A-Berlín til Ulbrichts „til að kynna hugmynd mína um að nýta núverandi spennu og slá járnhring um Berlín“. Ekki var erfitt að sannfæra Ulbrich Ekki var erfitt að sannfæra Ul- bricht um að gera sitt eigið land að einu stóru fangelsi, en um Berlín var stöðugur straumur flóttamanna frá A-Þýskalandi, um 200.000 árið 1960 og margt vel menntað fólk. Þeirri smugu átti nú að loka. Í skjölunum segir, að Krústsjev hafi verið hálfpirraður: „Ég var á flokksþinginu ykkar fyrir tveimur árum og þá var allt í stakasta lagi. Hvað hefur gerst? Ætluðuð þið ekki vera búnir að ná Vestur-Þýskalandi í lífskjörum 1962?“ spurði Krústsjev og þykir þar hafa verið að sneiða að ömurlegu vöruúrvali í A-Þýskalandi. Það fauk í Ulbricht, sem svaraði: „Fólkið er með kröfur, sem ekki er hægt að uppfylla.“ Krústsjev ráðlagði Ulbricht að réttlæta Múrinn með því, að hann ætti að halda úti njósnurum. Múrinn var 165 km langur og voru allt að 200 manns skotnir við að reyna að komast yfir hann. Hann féll loks árið 1989. svs@mbl.is Krústsjev stakk upp á Múrnum N. Krústsjev, leið- togi Sovétríkjanna. Girti af Berlín í 28 ár ÞEIR eru ekki beint eitt af listaverkunum á Fen- eyjatvíæringnum en listamenn samt, maóríahóp- urinn „Waka Huia“, sem sýndi forna stríðsdansa við opnun nýsjálenska skálans. Eins og nafnið bendir til er Feneyjatvíæringurinn haldinn ann- að hvert ár og stendur nú frá 7. júní til 22. nóv- ember. Var hann fyrst haldinn 1895 og hefur síð- an verið haldinn reglulega að undanteknu sex ára löngu hléi á dögum síðustu heimsstyrjaldar. STRÍÐSMENN Á TVÍÆRINGI Reuters

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.