Morgunblaðið - 04.06.2009, Blaðsíða 26
✝ Pétur Sörlasonfæddist á Gjögri í
Strandasýslu 23.
ágúst 1927. Hann lést
á hjartadeild Land-
spítalans 28. maí síð-
astliðinn. Foreldrar
hans voru hjónin Guð-
björg Pétursdóttir
ljósmóðir, f. 1905, d.
1987 og Sörli Hjálm-
arsson útvegsbóndi á
Gjögri, f. 1902, d.
1984. Pétur átti átta
systkini. Elstur þeirra
er Óskar, en hann er
hálfbróðir þeirra og samfeðra, f.
1926, Kristmundur, f. 1929, d. 1999,
Erla, f. 1931, Elín, f. 1933, Friðgeir,
f. 1935, Þorsteinn, f. 1938, Lýður, f.
1942, og Lilja, f. 1947.
Pétur kvæntist 27. desember
1952 Sigríði Vilhjálmsdóttur frá
Vestmannaeyjum, f. 1927. Sonur
þeirra er Vilhjálmur Sigurður, f.
1957, kvæntist Arndísi Haralds-
dóttur, f. 1958, hún lést 1993. Dæt-
ur þeirra eru a) Sigríður, f. 1977,
maki Ólafur Friðbjörnsson, dætur
þeirra eru Arndís Birta og Freyja.
b) Rut, f. 1979, maki Kristinn Lár-
mannaeyjum og Iðnskólann í
Reykjavík. Hann lærði þar plötu-
og ketilsmíði, starfaði við hana og
tók sveinspróf frá Stálsmiðjunni í
Reykjavík og varð síðan meistari í
þeirri iðn. Starfsferill Péturs á
yngri árum var til sjós á ýmsum
skipum á veturna, en jafnan heima
á sumrin og vann þá í Síldarverk-
smiðjunni á Djúpavík ásamt öðrum
störfum í sveitinni. Bræðurnir Pét-
ur og Kristmundur stofnuðu saman
iðnfyrirtækið Stálver hf. Þeir ráku
það saman yfir 20 ár og voru með
tugi manns í vinnu og tóku þátt í
ýmsum stórframkvæmdum, t.d.
Kröfluvirkjun og Járnblendiverk-
smiðjunni á Grundartanga svo eitt-
hvað sé nefnt. Árið 1982 skiptu þeir
bræður fyrirtækinu upp í þrjú fyr-
irtæki sem hétu Zinkstöðin hf., Sem
Pétur eignaðist, Vélsmiðjan Stálver
hf., sem Kristmundur eignaðist og
Ísvélar hf., sem þeir áttu báðir hlut
í. Pétur rak Zinkstöðina hf. ásamt
syni sínum Vilhjálmi í 18 ár áður en
hún var seld árið 2001. Pétur var í
stjórn Meistarafélags járniðnaðar-
manna og einnig í stjórn Sambands
málm- og skipasmiða. Pétur hætti
störfum 73 ára gamall.
Útför Péturs verður gerð frá
Grafarvogskirkju í dag, 4. júní, kl.
13.
Meira: mbl.is/minningar
usson, synir þeirra
eru Vilhjálmur Helgi
og óskírður Krist-
insson.
Vilhjálmur kvænt-
ist Lóu Baldvins-
dóttur, f. 1957, þau
skildu. Dóttir þeirra
er Guðný, f. 1993.
Eiginkona Vil-
hjálms er Sigrún
Gísladóttir, f. 1963.
Pétur átti eina dótt-
ur áður en hann
kvæntist Sigríði;
Ernu Pétursdóttur, f.
1946. Fyrri maður var Ingi Þór Jó-
hannsson. Börn þeirra eru, a) Jó-
hann, f. 1964, maki Edda Lýdía
Marinósdóttir, börn þeirra eru Ingi
Þór, Elvar Már og Valdís. b) Pétur,
f. 1965, maki Jónheiður Gunn-
björnsdóttir, börn þeirra Björgvin
Ingi, Erna Rut og Jón Heiðar. c)
Hildur Erna, f. 1974. Maður Ernu
er Hallmann Óskarsson.
Pétur var uppalinn á Gjögri í Ár-
neshreppi og gekk í barnaskóla á
Finnbogastöðum, framhaldsskól-
ann á Reykjanesi við Ísafjarðar-
djúp, Vélstjóraskólann í Vest-
Í dag minnist ég Péturs Sörlason-
ar, hann var tengdafaðir minn og vin-
ur. Hann bjó yfir þeim kostum sem
prýða mæta menn, hann gætti þess
alltaf að aðgát skal höfð í nærveru
sálar, ekki heyrði ég hann hallmæla
neinum, alltaf var hann brosandi og
aldrei var neitt að hjá honum. Ef
hann var spurður; hvernig hefur þú
það, þá varð hann alltaf jafn hissa og
svaraði; hva, ég? Ég hef það glimr-
andi gott! Að taka í spil voru hans ær
og kýr. Hann kenndi mér að spila
Putta en það spil er mikið spilað í fjöl-
skyldunni með tilheyrandi hlátri.
Hann reyndi að mæta í kaffi á Café
Mílanó einu sinni í viku með syst-
kinum sínum enda kölluðu þau sig
Mílanó-gengið.
Þeir sem kynntust tengdapabba
heilluðust af þessum hávaxna manni
með silfraða hárið og brosið sem
bræddi mig og aðra og langar mig að
þakka sérstaklega Þórarni Guðna-
syni hjartalækni og hans yndislega
fólki á 14-G, hafið þið þakkir fyrir allt
sem þið gerðuð fyrir elskulegan
tengdapabba minn.
Þótt ég viti að við kveðjum öll ein-
hvern tímann þá er það óskaplega
sárt að kveðja Pétur, hann var ein-
stakur og ég á svo margar minningar
um hann, mér er efst í huga sam-
heldni fjölskyldunnar og þakka ég
það honum. Ferðalögin voru mörg
sem við fórum í saman, til Krítar,
Kanarí og London, þau voru ógleym-
anleg og ég minnist þess þegar við
fórum saman hjónin ásamt tengda-
foreldrum mínum á æskuslóðir
tengdapabba á Strandirnar, þá var
hann í essinu sínu og stoppaði í tíma
og ótíma því honum var mikið í mun
að ég sæi fjöllin frá sem flestum sjón-
arhornum. Svo voru það steinarnir
og fjörurnar og sagan af því hvernig
móðir hans sem var ljósmóðir, fór
langferðir oft í erfiðum veðrum að
vitja kvenna sem voru komnar með
sótt. Hann var hreykinn af móður
sinni og fór ég í safnið á Gjögri þar
sem geymdir eru munir frá gömlum
tíma og af því að tengdapabbi var bú-
in að lýsa aðstæðum frá æskuárum
sínum svo vel fyrir mér þá lifnaði
sagan við þar sem ég skoðaði alla
gömlu munina.
Hreiðrið, sumarbústaðurinn
þeirra Péturs og Sísíar, á pláss í
minningum okkar allra, fjölskyldu og
vina. Þar voru stundirnar margar og
skemmtilegar. Þar, við Þingvalla-
vatn, kynnti hann mig fyrir því að
rölta niður að vatni og kasta línu út í,
hann var mikið náttúrubarn og elsk-
aði að horfa yfir vatnið fylgjast með
fuglunum og draga að sér tæra loftið.
Þar með var teningnum kastað og ég
hef síðan þá farið margar veiðiferð-
irnar með eiginmanni mínum og allt-
af vildi tengdapabbi fá nákvæmar
lýsingar á aðstæðum við ána, hvort
fiskurinn hefði látið sjá sig og ef svo
var hvernig ég hefði borið mig að, þá
skellti hann hendinni á lærið og hló,
ég fann að hann upplifði veiðina með
mér. Vinahópurinn var honum kær
og ég held að ég fari með rétt mál
þegar ég segi að ekki bara voru þau
með matarboð mörgum sinnum á ári
heldur fóru þau í árlegar ferðir frá
árinu 1966, og eru vinirnir enn á leið
eitthvað út í heim og ég veit að hann
tengdapabbi minn mun vaka yfir
þeim í þeirri ferð.
Margs er að minnast og geymi ég
fallegar minningar í hjarta mínu um
einstaklega góðan mann.
Þín tengdadóttir
Sigrún Gísladóttir.
Elsku besti afi minn, það er svo
erfitt að meðtaka að þú sért dáinn.
Hvernig gat það gerst? Við vorum
svo góðir vinir, þú varst svo stór hluti
af lífi mínu. Á kvöldin hringdumst við
á og spjölluðum um atburði dagsins
eða hvað sem okkur lá á hjarta. Ef
það liðu tveir dagar á milli þess sem
við töluðum saman þá sögðum við:
„Það er eitthvað svo langt síðan ég
heyrði í þér.“
Þú og Arndís mín voruð líka svo
góðir vinir. Mjög oft hringdirðu sér-
staklega í hana, sem henni þótti svo
spes. Hún lokaði sig þá inni í her-
bergi og sagði þér allt um sína hagi.
Svo hlóguð þið saman að hinu og
þessu, og fóruð að lokum yfir nokkur
reikningsdæmi.
Við töluðum stundum um Elli
kerlingu, þessa leiðindakerlingu sem
lét þig ekki í friði. Þú notaðir alla
þína krafta til að berjast við hana, en
alltaf fann hún nýjar leiðir til að
angra þig. En sama hvað þú gekkst í
gegnum, hversu kvalinn þú varst,
aldrei nokkurn tíma kvartaðirðu.
Barst alltaf höfuðið hátt og brostir.
Og einhvern veginn var eins og þú
gætir sigrað hvað sem á þig var lagt.
Ef einhver gæti snúið á Elli kerlingu,
þá værir það þú.
En undir það síðasta þá sagðirðu
að þér liði mjög illa. Þú hélst barátt-
unni áfram, en þetta var bara orðið of
mikið. Þótt ég hefði getað sagt mér
að nú væri baráttan að tapast, þá
trúði ég því aldrei. Það var bara svo
óhugsandi. Það var ekki fyrr en örfá-
um mínútum áður en þú kvaddir sem
ég sá það, ég sá það á svipnum þín-
um.
Mér finnst orðið einstakur vera
besta orðið til að lýsa þér. Þau sem
koma næst í huga eru fallegur, góð-
hjartaður, glaðlyndur, skipulagður,
vinur, nákvæmur, skemmtilegur,
duglegur og að lokum hörkutól. Auð-
velt væri að halda áfram og hafa
listann töluvert lengri af fallegum
orðum því það einstakur varstu, og
það vita allir sem þig þekktu.
Samrýndari hjón en þig og ömmu
hef ég ekki kynnst. Og það hefur ver-
ið svo einstakt að fylgjast með ykkur.
Þú svo mikill herramaður, hún svo
mikil dama og þið svo yndisleg sam-
an. Bæði svo félagslynd og vinmörg,
elskuðuð að halda veislur, syngja,
spila og hafa gaman. Síðasta stóra
veislan ykkar var 80 ára afmælið
ykkar. Sú veisla var svo lýsandi fyrir
ykkur, allt til alls og það fyrsta
flokks, allir skemmtu sér konunglega
og þið voruð hrókar alls fagnaðar.
Á þessum erfiða tíma verður mað-
ur að reyna að vera sterkur eins og
þú afi minn, og horfa á jákvæðu hlið-
arnar. Hugsa um allt það góða, allt
sem þú kenndir manni og allar góðu
stundirnar sem við áttum saman.
Eins og allar sumarbústaðarferðirn-
ar þar sem var spjallað, farið að
veiða, spilað og hlegið mikið.
Elsku afi minn, þú hefur alltaf ver-
ið til staðar fyrir mig og tekið þátt í
lífi mínu af einlægum áhuga. Þú hef-
ur hjálpað mér á erfiðum stundum og
glaðst með mér á þeim góðu. Það er
svo sárt að missa þig. En það er gott
að vita að þú þjáist ekki lengur, loks-
ins laus við alla verki, pillur og
sprautur. Þú lifir áfram í hjörtum
okkar allra sem elskuðum þig. Guð
geymi þig og styrki elsku ömmu í
hennar miklu sorg.
Þín sonardóttir, Sísí,
Sigríður
Vilhjálmsdóttir.
Elsku afi, ég trúi ekki að komið sé
að þessari stund, í mínum drauma-
heimi bjóst ég við því að þú myndir
fara heim aftur því með viljastyrk og
baráttuanda að vopni hefurðu svo oft
náð þér á strik gegn öllum líkum.
Mér finnst ég ekki geta komið nema
örlitlu broti minninga minna um þig
hér því þær eru svo margar og góðar
og ég er mjög þakklát fyrir það.
Það var alltaf eins og þú hefðir all-
an tímann í heiminum, endalausa
uppsprettu af þolinmæði og útsjón-
arsemi. Allar stundirnar sem við
systur vorum hjá ykkur ömmu og
afa, allar frábæru stundirnar uppi í
bústað, öll spilin, sögurnar, allar gát-
urnar og brandararnir. Svo ekki sé
minnst á ótrúlegan áhuga þinn á öllu
því sem ég tók mér fyrir hendur, þar
á meðal árangri mínum í skólanum.
Þú hvattir mig áfram þegar ég var
við það að gefast upp á lestri og próf-
um svo ég hélt ótrauð áfram, og nú er
afrakstur þess loks kominn; útskrift í
júní.
Ég er svo þakklát fyrir að hafa haft
þig sem afa, þið amma hafið verið
fastur punktur í tilverunni minni allt
frá barnæsku til þessa dags, nú þeg-
ar ég er komin með mína tvo drengi.
Villi Helgi fékk sem betur fer að
kynnast þér vel, en litli drengurinn
okkar fær svo sannarlega að kynnast
þér í gegnum okkur hin þar sem
hann var einungis tæplega viku-
gamall þegar þú kvaddir. Ég mun
gera mitt allra besta til að fylgja
þeim mörgu lífsreglum sem ég lærði
af þér, afi minn, og kveð þig með
trega að sinni en með þakklæti í
hjarta fyrir allt það sem þú gafst okk-
ur öllum.
Þín sonardóttir,
Rut.
Elsku tengdaafi.
Að kveðja slíkan höfðingja eins og
þig er alltaf erfitt. Þétt handtak,
hlýtt viðmót og bros sem náði til
augnanna er sú minning sem kemur
upp í huga mér er ég hugsa til þín,
elsku Pétur, en maður var alltaf vel-
kominn á heimili ykkar Sísar frá
fyrsta degi og manni var ekki sleppt
þaðan út fyrr en maður var búinn að
þamba kaffi og troða í sig góðgerð-
um.
Fyrir ungan mann eins mig sem
ég var er ég kynnist Rut var það
heiður að fá að njóta visku þinnar og
sögu, að verða vinur þinn voru þvílík
forréttindi fyrir mig. Að hugsa til
baka og horfa til tímans sem þú not-
aðir með langafabörnunum vekur
alltaf hjá okkur bros. Því þú dekraðir
við þau á allan hátt og náðir að láta
þau brosa sínu breiðasta.
Menn með slíka hlýju og gleði í
hjarta eru fjársjóðir, við munum
minnast þín ávallt þegar við tökum í
spil eða bara vantar góða minningu
til að hlýja okkur við.
Með bróðurlegri kveðju, þinn vin-
ur,
Kristinn Lárusson.
Lífið er stutt og það tekur enda
hvort sem manni líkar betur eða
verr, en samt finnst manni að þeir
sem maður elskar verði hér alltaf til
staðar.
Pétur var sem hornsteinn í okkar
fjölskyldu, hann var elstur okkar
systkina og svo traustur og gott að
eiga hann fyrir bróður.
Pétur var einstaklega ljúfur og
skemmtilegur maður, svo lífsglaður
og jákvæður, hann naut lífsins alveg
fram til síðustu stundar. Í mínu lífi
hefur Pétur alltaf verið til staðar,
hann var elstur og ég yngst, það voru
20 ár á milli okkar en samt höfðum
við ávallt verið góðir félagar þrátt
fyrir aldursmuninn, gátum rætt
saman um allt milli himins og jarðar,
við bárum virðingu hvort fyrir öðru.
Það eru margar minningar sem
koma upp í hugann þegar litið er til
baka.
Árið 1974 vorum við stórfjölskyld-
an samankomin á Þingvöllum að
fagna með þjóðinni og ég man alltaf
að við Lóa frænka vorum settar í það
vandasama verkefni að grilla fyrir
mannskapinn en kjötið var hálfhrátt
hjá okkur. Pétri líkaði það ekki og er
það held ég eina skiptið sem ég sá
hann skipta skapi, honum fannst
þetta alveg framúrskarandi klaufa-
legt hjá okkur.
Svo eru allar ferðirnar sem við fór-
um í með Stálver, það var alltaf svo
mikið fjör og skemmtilegt. Einnig
fórum við systkinin oft í veiðiferðir
saman, þá var glatt á hjalla, sungið
og dansað og Pétur alltaf í stuði. Við
systkinin höfum haft þann sið í mörg
ár að hittast vikulega í kaffi, það var
engin undantekning þar á síðastlið-
inn fimmtudag og þá hringdi Pétur í
okkur af spítalanum glaður og hress
og við vorum svo glöð að hann hefði
komist yfir veikindin. Við systkinin
erum miklir vinir og félagar alla tíð.
Pétur og Kristmundur bróðir sem
lést fyrir 10 árum voru bræður, mikl-
ir vinir og samstarfsfélagar, þeir
ráku fyrirtækið Stálver hf. í yfir 20
ár og voru leiðtogar og fyrirmyndir
okkar yngri systkina, nú eru þeir
báðir farnir og stórt skarð komið í
okkar systkinahóp.
Lífshlaup Péturs var hamingju-
ríkt, honum gekk vel bæði í lífi og
starfi, hann átti marga góða vini og
hafði þann hæfileika að vera jákvæð-
ur, bjartsýnn, glaður og vinur allra.
Pétur var líka heppinn, hann átti lífs-
förunaut, hana elsku Sísi, þau voru
svo samtaka með allt í lífinu og alltaf
jafn ástfangin. Þau héldu mikla og
glæsilega veislu fyrir 2 árum er þau
áttu 80 ára afmæli, þar hittist fjöl-
skylda og vinir til að gleðjast með
þeim hjónum. Við vissum öll að Pétur
var búinn að vera veikur síðastliðin 2
ár, en hann bar veikindi sín ekki á
borð. Hann leitaðist við að lifa lífinu á
sem jákvæðastan hátt og gerði það
sem hann langaði til þrátt fyrir veik-
indin. Það var bara eins og hann neit-
aði að viðurkenna að hann væri veik-
ur og fór sínu fram þó það hafi
örugglega verið honum mjög erfitt,
en svona var Pétur bróðir.
Það er mikil sorg sem andlát hans
veldur bæði hjá vinum og fjölskyldu
sem nú á um sárt að binda. Elsku
Sísi, Vilhjálmur og aðrir ástvinir, við
Sigurður sendum ykkur innilegar
samúðarkveðjur og vonum að guð
gefi ykkur styrk á þessum erfiðu tím-
um.
Blessuð sé minning þín, elsku
bróðir.
Lilja Elsa.
Kveðja frá vinahópnum
Pétur Sörlason, sem hér er kvadd-
ur, var borinn og barnfæddur
Strandamaður, kominn af kjarn-
miklu fólki, sem átti rætur sínar þar
sem náttúran er einna óvægnust á
okkar landi. Á æskustöðvum hans við
nyrstu höf hafði um aldir verið stund-
uð einhver áhættusamasta sjósókn
hérlendis, þ.e. hinar ógnvænlegu há-
karlalegur. Lífskjörin í þessum
landshluta voru því hörð, en kannski
einmitt þess vegna óx þar upp fólk af
sterkum stofni, fólk búið mannkost-
um, sem eru einkennandi fyrir þá,
sem eiga afkomu sína undir sam-
skiptum við náttúruöflin. Það fólk
veit að höfuðskepnurnar beita hvorki
svikum né undirferli, gagnstætt því
sem þekkist hjá mönnunum, en eru
gjöfular við þá, sem þekkja og virða
náttúrulögmálin. Þeir, sem eiga sín
mótunarár í slíku umhverfi, verða
gjarnan hreinskiptnir, heiðarlegir og
traustir í samskiptum og þeir mann-
kostir voru aðalsmerki Péturs Sörla-
sonar alla tíð. Pétur hleypti ungur
heimdraganum og stundaði sjó-
mennsku um tíma, en hóf fljótlega
nám í málmiðnum við Iðnskólann í
Reykjavík og átti sú iðngrein eftir að
verða hans ævistarf. Hann stofnaði
og rak fyrirtækið Stálver ásamt
Kristmundi bróður sínum og seinna
stofnsetti hann Zinkstöðina, sem
hann starfrækti fram á efri ár með
syni sínum, Vilhjálmi. Pétur var
framúrskarandi fagmaður í sinni
grein og rómaður fyrir vönduð vinnu-
brögð og traust í viðskiptum. Öll er-
um við stöðugt að leita hamingjunnar
meðan við dveljum hér á jörðinni og
tekst misjafnlega að finna hana. Þeir
sem búa yfir þeirri skaphöfn og þeim
mannkostum sem einkenndu Pétur
Sörlason, þurfa hins vegar ekki að
leita hamingjunnar, hún býr í þeirra
eigin brjósti. Og hamingjudísin kom
til Péturs, þegar hann kvæntist sinni
yndislegu eiginkonu, Sigríði Vil-
hjálmsdóttur, sem ól honum soninn
Vilhjálm, sem nú er stoð og stytta
móður sinnar ásamt fjölskyldu sinni.
Þeirra missir er mikill, en minningin
um vammlausan drengskaparmann
lifir og er „huggun harmi gegn“.
Pétur heitinn var með fönguleg-
ustu mönnum að vallarsýn og bar
með sér heillandi persónuleika, sem
geislaði af á góðum stundum. Hann
var einstaklega orðvar maður og yfir
framgöngu hans var ætíð menning-
arlegur þokki þess, sem veit að „að-
gát skal höfð í nærveru sálar“. Hann
hafði þó ákveðnar skoðanir og gat
verið gagnrýninn á athafnir stjórn-
málamanna, ef honum þóttu þær
bera keim af lýðskrumi.
Við, sem höfum átt vináttu þeirra
hjóna í meira en hálfa öld og notið
með þeim ótal gleðistunda, söknum
nú vinar í stað. Við söknum þess sárt,
að eiga ekki lengur í vændum að
„finna vildarvin að kveldi vaka um
stund á gamanfundi“ og við söknum
hjartahlýjunnar, sem streymdi frá
þéttu handtaki og leiftrandi brosi,
mannkostamanns, sem gott er að
minnast.
Já, þannig endar lífsins sólskinssaga.
Vort sumar stendur aðeins fáa daga.
En kannske á upprisunnar mikla
morgni
við mætumst öll á nýju götuhorni.
(T.G.)
Við biðjum Guð að styrkja Sísi og
fjölskyldu á raunastund.
Finnbogi
Eyjólfsson.
Pétur Sörlason
26 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 2009
Elsku langafi ljúfi, við
horfum til himins og trúum,
að þú lítir eftir mér og stúfi,
hvar á jörðinni við búum.
Vilhjálmur Helgi.
HINSTA KVEÐJA