Morgunblaðið - 04.06.2009, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 2009
Óskar Magnússon.
Ólafur Þ. Stephensen.
Útgefandi:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal.
Útlitsritstjóri:
Árni Jörgensen.
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/
Hvernig ríkier Kína?Hvernig á
að umgangast ríki
eins og Kína? Tutt-
ugu ár eru í dag
liðin frá því að mótmæli stúd-
enta og verkamanna voru brot-
in á bak aftur með valdi á Torgi
hins himneska friðar og víðar í
Kína. Ekki er vitað hve margir
létu lífið í blóðbaðinu en víst er
að þeir skipta þúsundum.
Harðlínumennirnir í komm-
únistastjórn Kína höfðu betur
og enn eru pólitískar umbætur
illa þokkaðar þar í landi. Tals-
menn frelsis finna sérstaklega
fyrir því þessa dagana. Kín-
versk stjórnvöld eru staðráðin
í því að koma í veg fyrir að at-
burðanna á Torgi hins him-
neska friðar fyrir tuttugu ár-
um verði minnst á nokkurn
hátt.
Í Kína er rekinn ríkis-
kapítalismi og lífskjör hafa
óneitanlega batnað. Harð-
stjórar um allan heim líta svo á
að loks hafi tekist að afsanna
að frelsi og lýðræði séu for-
sendur velmegunar.
Mótmælendurnir í Kína fyr-
ir tuttugu árum settu fram
kröfur um frelsi og réttindi,
sem þykja sjálfsögð í lýðræð-
isríkjum á borð við Ísland.
Andófsmenn í Kína eiga þó
ekki mikinn stuðning vísan frá
íslenskum stjórnvöldum frekar
en leiðtogum annarra lýðræð-
isríkja. Kína er heimsveldi og
kínverskir ráðamenn þola ekki
gagnrýni. Viðskiptahagsmun-
irnir eru miklir og ekki borgar
sig að stofna þeim í
hættu.
Vestrænir ráða-
menn hika ekki við
að deila rauðum
dreglum með kín-
verskum ráðamönnum þótt
ljóst sé að í nærveru þeirra
felst ákveðin velþóknun. Nokk-
ur orð um mannréttindi geta
orðið fyrirferðarlítil í glasag-
laumnum.
Kínversk stjórnvöld eru
óánægð með að íslenskir ráð-
herrar og stjórnmálamenn
skuli hafa tekið á móti Dalai
Lama, leiðtoga Tíbeta, og hafa
komið því á framfæri. Kín-
versk stjórnvöld vilja ekki að
önnur ríki skipti sér af þeirra
málum og ættu því ekki að
skipta sér af því hverja stjórn-
völd annarra ríkja kjósa að
hitta.
Kínversk stjórnvöld reyna
að hemja skoðanaskipti í Kína
með því að stjórna umræðu,
hvort sem það er á Netinu eða
annars staðar. Gagnrýnendur
stjórnvalda sæta ofsóknum og
fangelsun. Fram hjá þessu er
ekki hægt að horfa. Kína er
ekki lýðræðisríki. Þar er einn
flokkur við völd og hug-
myndafræði hans byggir á
blekkingum og lygi. Kjör Kín-
verja verða ekki bætt með því
að einangra Kína, en það á að
nota hvert tækifæri til að koma
því á framfæri að stjórn-
arhættir ráðamanna í Peking
ganga þvert á þær grundvall-
arhugmyndir um reisn ein-
staklingsins, frelsi og mann-
réttindi, sem lýðræði byggir á.
Tuttugu ár frá blóð-
baðinu á Torgi hins
himneska friðar}
Skömm Kína
Ekki verðursagt um ríkis-
bankana þrjá að
þeir gangi á undan
með góðu fordæmi
þegar til stendur
að ráða í lausar
stöður hjá þeim. Í Morg-
unblaðinu í gær var greint frá
því að Ari Skúlason var ráðinn
framkvæmdastjóri Landsvaka,
sem rekur peningamarkaðs-
sjóði Landsbankans, án und-
anfarandi auglýsingar. Áður
höfðu ríkisbankarnir haft sama
hátt á, hvað varðaði ráðningar í
framkvæmdastjórastöður
eignaumsýslufélaga bankanna.
Í fréttinni kom fram að ríkis-
bönkunum ber ekki skylda til
þess að auglýsa laus störf, því
um hlutafélög og einkarétt-
arleg félög gilda almennt ekki
reglur stjórnsýsluréttar, jafn-
vel þótt félögin séu í ríkiseigu.
Í fréttinni kom fram að í
Landsbankanum hafi fengist
þær upplýsingar að það hafi
fyrst og fremst verið tíma-
sparnaður sem réð fyrirkomu-
laginu, þar sem forveri Ara í
starfi hafi hætt með skömmum
fyrirvara og því
hafi legið á að finna
eftirmann hans.
Vitanlega er slík
röksemd ekkert
annað en aumt
yfirklór og fyr-
irsláttur.
Ríkisbankarnir eru í eigu ís-
lenska ríkisins og þar með
skattgreiðenda. Undanfarna
mánuði hefur krafan um allt
upp á borðið og aukið gagnsæi
verið hávær og ríkjandi og ekki
að ósekju. Hvað sem öllum
reglum um ráðningarfyrir-
komulag líður, er það beinlínis
fáránlegt að ríkisbankarnir
skuli haga sér með þessum
hætti þegar verið er að ráða í
áhrifastöður innan ríkis-
bankageirans. Slíkt háttalag
elur á tortryggni og vantrausti
í garð bankanna, sem er ein-
mitt það sem þeir þurfa síst á
að halda. Ef breyta þarf lögum
til þess að stjórnendur rík-
isbankanna fari að haga sér í
samræmi við kröfur þjóð-
félagsins í dag, þá verður bara
að breyta lögunum og gera það
hið fyrsta.
Ríkisbankarnir eru
í eigu íslenska
ríkisins og þar með
skattgreiðenda}
Aumt yfirklór og fyrirsláttur
Þ
að eru ekki svo mörg ár liðin frá því
að um það var talað á Morg-
unblaðinu að eftir vorannirnar,
með tilheyrandi sýningum og vor-
tónleikum um allt land og ekki síst
Listahátíð í Reykjavík, færi að hægjast um í
menningarlífinu, sem yrði þá með hófstilltum
brag þar til haustkippurinn kæmi í september.
Í dag virðist ekkert lát á, allan ársins hring.
Um helgina varð ég þess aðnjótandi að
sækja tónleika, sem í sjálfu sér er ekki í frásög-
ur færandi, nema fyrir það, að þeir vöktu mig
til umhugsunar um allt það fólk sem sækir slíka
viðburði, og finnur í því lífsgleði. Á Hvolsvelli
og Hellu var í fyrsta sinn haldin heilmikil tón-
listarhátíð. Stóra númerið þar var Grana Lo-
uise, blússöngkona frá Chicago. Ég heyrði í
henni einni, en líka með öðrum íslenskum söngkonum,
Ragnheiði Gröndal, Kristjönu Stefánsdóttur og Andreu
Gylfadóttur. Galdur hátíðarinnar var að þar mættust
ekki aðeins Íslendingar og útlendingur á sviði, heldur líka
listamenn úr borginni og listamenn af heimaslóð, því auk
kvennanna komu fram fjölmargir listamenn úr héraði.
Aðsókn á tónleikana var gríðarlega góð; heimamenn og
aðkomnir.
Á sunnudagskvöld fór ég á tónleika Deboruh Voigt og
Brians Zegers á Listahátíð. Það sama var þar upp á ten-
ingnum; Háskólabíó var pakkfullt af fólki. Á Listahátíð
spiluðu auðvitað líka íslenskir tónlistarmenn, eins og Vík-
ingur Heiðar, sem líka fyllti Háskólabíó.
Þankarnir sem á mig sóttu voru fyrst og fremst þakk-
læti fyrir það góða tónlistaruppeldi sem fram
fer í landinu. Það hlýtur eitthvað að hafa tek-
ist vel þegar við eigum frábært tónlistarfólk,
sem sómir sér vel við hlið stóru stjarnanna
utan úr heimi, sama hver tónlistin er.
En það er ekki síður þakkarvert, að tónlist-
aruppeldið í landinu skuli skila af sér þeim
fjölda fólks sem nýtur þess að hlusta. Þetta
tvennt helst í hendur og er óaðskiljanlegt, –
tónlistarmaðurinn og hlustandinn.
Staða sveitarfélaganna í landinu er bág-
borin og raddir heyrast um mikinn nið-
urskurð í skólakerfinu. Hætt er við að þá
verði tónlistarkennsla hendi næst á skurð-
arbrettinu.
Í finnsku kreppunni, um 1990, tóku stjórn-
völd ákvörðun um það, þrátt fyrir bágt efna-
hagsástand, að efla menningarlífið, ekki síst tónlistina. Í
dag eiga Finnar fleiri alþjóðlegar stjörnur í tónlistinni en
aðrar sambærilegar þjóðir og tónlistaráhugi þar er
rótgróinn. Engin þjóð á t.d. hlutfallslega jafnmarga eft-
irsótta hljómsveitarstjóra.
Nú er tónlistarsumarið brostið á með öflugum og fjöl-
breyttum tónlistarhátíðum um allt land, og við því að bú-
ast að Íslendingar sem ferðast heima í sumar njóti vel. Þá
er vert að muna að tónlistin er ekki sprottin úr tóminu;
hún er til, vegna þess að að tónlistaruppeldinu hefur verið
hlúð lengi, – ekki bara þeim sem kunna, heldur líka þeim
sem njóta. Saman skila tónlistarmaðurinn og hlustandinn
samfélaginu ekki bara mikilvægum menningarlegum
arði, heldur líka fjárhagslegum ávinningi. begga@mbl.is
Bergþóra
Jónsdóttir
Pistill
Tónlistin vex ekki úr tóminu
FRÉTTASKÝRING
Eftir Önnu Sigríði Einarsdóttur
annaei@mbl.is
N
íu af hverjum tíu Ís-
lendingum ætla að
ferðast innanlands í
sumar samkvæmt
könnun Ferða-
málastofu. Landinn hyggst líka eyða
minna fé til ferðalaga. Á sama tíma
hefur verð á velflestu hins vegar farið
hækkandi. Flugferðir innanlands eru
nú 10% dýrari en á sama tíma í fyrra,
flugferðir utanlands 34%, pakkaferð-
ir innlands um 14,7% og pakkaferðir
til útlanda 24,7% samkvæmt upplýs-
ingum frá Hagstofu Íslands. Svo má
náttúrlega ekki gleyma nýjustu
eldsneytishækkuninni, sem Samtök
ferðaþjónustunnar hafa þegar mót-
mælt, ásamt hækkun gjalda á öku-
tæki og áfengi. Er bent á að þessar
hækkanir dragi úr eftirspurn og geri
fyrirtækjum enn erfiðara fyrir.
Er við bætast frásagnir af því að
ferðaiðnaðurinn selji þjónustu sína
nú í evrum, er ekki laust við að sú
spurning vakni hvort sparnaður og
Íslandsferðir geti átt samleið?
Bókar ekki langt fram í tímann
Óformleg könnun meðal ferða-
þjónustufyrirtækja víðs vegar um
land staðfestir vissulega að verð hafi
hækkað. Þessi handahófskennda
könnun benti þó líka til þess að
hækkunin sé yfirleitt á bilinu 10-15%
frá fyrra ári – og að fæstir rukki í
evrum.
Gistikostnaður hafði þannig hækk-
að um 10-15% hjá þeim hótelum þar
sem verð var í krónum. Gestirnir eru
hins vegar flestir erlendir ferða-
menn. „Við búumst þó við að fá fleiri
íslenska ferðamenn í sumar,“ sagði
viðmælandi á Hótel KEA á Akureyri.
Landinn bóki þó sjaldan hótelgist-
ingu með miklum fyrirvara og því
verði tíminn að leiða í ljós hvort rétt
reynist. Annar benti á að felli- og
hjólhýsaeign Íslendinga væri slík að
þeir kysu frekar þann gistikost yfir
sumartímann.
Á tjaldstæðum hefur verð sömu-
leiðis hækkað, allt frá 5-23%, og þó
meira hafi borið á landanum þar en á
hótelunum, eru erlendir ferðamenn
engu að síður víða í meirihluta. Það
gæti þó breyst. „Fólk er farið að
koma og nú er meira af Íslendingum
á ferðinni en á sama tíma í fyrra,“
sagði Ásta Hafberg, verkefnastjóri
Markaðsstofu Austurlands.
Þeir sem eru með verðskrá í evr-
um gáfu þá skýringu að verð væri
fest að hausti fyrir árið og viðskipta-
vinirnir flestir útlendingar. Verð fyr-
ir sambærilega þjónustu á evrusvæð-
inu væri líka haft til samanburðar.
Um 80% gesta Bláa lónsins eru t.a.m.
erlendir ferðamenn og þau hvala-
skoðunarfyrirtæki og hótel sem rætt
var við, og gáfu upp evruverð, sögðu
töluna 90-95%. Reynt væri þó að
koma til móts við íslenska gesti með
sérstökum tilboðum, t.a.m tvo fyrir
einn.
Spyrst út meðal útlendinga
Ekki eru þó allir í ferðaþjónust-
unni sáttir við evruverðið. Skiljanlegt
sé að menn reyni að tryggja sig með
þessu móti, en ekki megi gleymast að
laun og aðföng séu greidd í íslenskum
krónum. Þess utan séu erlendir
ferðamenn margir meðvitaðir um
evruverðið og sneiði jafnvel hjá þeim
sem það bjóða. „Þetta spyrst út og
menn fá það í bakið á endanum,“
sagði viðmælandi sem ekki vildi láta
nafns síns getið.
Morgunblaðið/Kristinn
Allt er vænt Þeim Íslendingum fjölgar væntanlega þetta sumarið sem velja
að setja tjald sitt niður úti í guðsgrænni náttúrunni í stað þess að halda utan.
Fleiri Íslendingar
á ferðinni en áður
Meirihluti landsmanna ætlar að
ferðast innanlands í sumar.
Kostnaður við gistingu og skipu-
lagðar ferðir er hins vegar nú um
10-15% hærri en fyrir ári.
Munar um sparnaðinn
ERLENDIR ferðamenn sækja í
lengri ferðir Íshesta í meira mæli
en Íslendingar og er verð gefið upp
í mynt viðskiptalandanna. Þar
lækkuðu menn því verð eftir geng-
ishrunið í haust og segir Gitta
Krichbaum, sölustjóri í lengri ferð-
um, því hafa verið vel tekið. „Það
hafa fleiri en einn haft orð á því,“
segir Gitta og bætir við að Íslands-
ferðir séu dýrar. Ferðamenn fylgist
því oft vel með verði, enda geti
munað um sparnaðinn.
Morgunblaðið/Einar Falur
Kvíða hausti og vetri
„Við vonumst til að sumarið verði
gott,“ segir Erna Hauksdóttir,
framkvæmdastjóri Samtaka ferða-
þjónustunnar. „Menn kvíða hins
vegar meira hausti og vetri og það
er ljóst að við þurfum að fara í gríð-
arlegt markaðsátak.“ Ljóst sé að
það dragi úr neyslu Íslendinga og
þá sé lag að hækka tekjur þjóðar-
búsins með fjölgun erlendra ferða-
manna.