Morgunblaðið - 04.06.2009, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 04.06.2009, Blaðsíða 32
32 Útskriftir MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 2009 Menntaskólinn við Hamrahlíð braut- skráði 153 stúdenta 23. maí sl. Hóp- urinn, 93 konur og 60 karlar, skipt- ust þannig á námsbrautir: 51 á félagsfræðibraut, 47 á nátt- úrufræðibraut, 35 á málabraut, 22 af IB-braut (námsbraut til alþjóðlegs stúdentsprófs) og 5 á listdansbraut (7 brautskráðust af tveimur náms- brautum). Dúx og semidúx urðu Elín Ásta Ólafsdóttir og Edda Pálsdóttir. Námsárangur Elínar Ástu er sá glæsilegasti í sögu skólans og setti hún bæði einkunnamet og ein- ingamet; 9,93 í meðaleinkunn og ein- ingafjöldi 225. Auk þeirra Elínar Ástu og Eddu luku fjórir stúdents- prófi með ágætiseinkunn; Hlín Vil- hjálmsdóttir Önnudóttir, Ilya Tverskoy, Sigyn Björk Sigurð- ardóttir og Valdís Guðrún Þórhalls- dóttir. Framangreindir sex stúd- entar brautskráðust allir af náttúrufræðibraut. Lósmynd/Gunnar G. Vigfússon Útskrift Menntaskólans við Hamrahlíð Stærsti útskriftarhópur frá upphafi FSH Framhaldsskólinn í Austur-Skafta- fellssýslu útskrifaði sl. laugadag, 23. maí, 19 nemendur, tólf stúd- enta, einn af A-stigi vélstjórnar, fjóra félagsliða, einn sjúkraliða, einn stuðningsfulltrúa og einn leiðbeinanda í leikskóla. Nýstúd- entar eru: Assa Sólveig Jónsdóttir Hansen, Dagbjört Hlín Emils- dóttir, Elías Tjörvi Halldórsson, Ellen Alma Tryggvadóttir, Emil Örn Morávek, Friðrik Jónsson, Guðni Rúnar Jónsson, Herdís Kristrún Harðardóttir, Hörður Þórhallsson, Jóhann Bergur Kie- sel, Nanna Halldóra Imsland og Ósk Sigurjónsdóttir. Dúx skólans að þessu sinni var Herdís Kristrún Harðardóttir en auk þess að ljúka stúdentsprófi útskrifaðist hún sem sjúkraliði. Af A-stigi vélstjórnar útskrifaðist Smári Þór Sigurðsson. Alma Þórisdóttir, Júlía Geirs- dóttir, Lovísa Bylgja Kristjáns- dóttir og Steinunn Benediktsdóttir útskrifuðust sem félagsliðar. Gunnhildur Imsland útskrifaðist sem stuðningsfulltrúi og Júlía Þor- steinsdóttir útskrifaðist sem leið- beinandi í leikskóla. Útskrift frá Framhaldsskól- anum í Austur-Skaftafellssýslu Flensborgarskólinn brautskráði 63 nemendur laugardaginn 23. maí sl. en athöfnin fór fram í Hamarssal skólans. Þrír nýnemar fengu viðurkenn- ingu fyrir frábæran náms- árangur, þær Herbjörg Andr- ésdóttir, Heiðdís Rún Guðmundsdóttir og Arndís Eva Finnsdóttir. Þær hafa lokið frá 51 og allt að 66 einingum sam- hliða kórstarfi og íþróttum með mjög góðum einkunnum. Nokkrir erlendir nemendur voru kvaddir eftir ársnám við skólann, þau Cecilia G. Zurita Gonzalez, skiptinemi frá Mexíkó, Caio Cezar Melo Ferri, skipti- nemi frá Brasilíu, og Juliana Par- anhos Moreno Batista frá Brasilíu sem var barnfóstra samhliða námi við skólann. Nokkrir starfsmenn voru heiðr- aðir fyrir tryggð við skólann og störf sín. Silfurmerki fengu þau Adda María Jóhannsdóttir og Símon Jón Jóhannsson. Gullmerki fengu þær Eygló Hjaltadóttir, Fjóla Rögnvaldsdóttir og Lilja Héðinsdóttir. Mjöll Flosadóttir, formaður skólanefndar, afhenti merkin. Útskriftarhópurinn var fremur fámennur af vorútskrift að vera en þeim mun öflugri, sér- staklega í raungreinum. Þetta var sérlega áberandi í stærðfræði og eðlisfræði. Alls útskrifuðust 63 einstaklingar með samtals 65 próf. Ellefu nemendur útskrif- uðust af fjölmiðlatæknibraut, tveir sem einnig útskrifuðust með stúdentspróf, einn nemandi af starfsbraut og 53 stúdentar, sex- tán af félagsfræðibraut, fimm af málabraut, 21 af náttúrufræði- braut, fimm af viðskiptabraut og sex með viðbótarnám til stúdents- prófs af fjölmiðlabraut. Tólf nemendur luku stúdents- prófi eftir þriggja vetra nám. Það er óvenjulega hátt hlutfall. Best- um árangri á stúdentsprófi að þessu sinni náði Kristín Fjóla Reynisdóttir eftir 3 ára nám á NÁ og næstur í röðinni, mjög skammt undan, var Þorleifur Úlf- arsson, jafnframt af NÁ. Bæði með fyrstu ágætiseinkunn. Flensborgarskólinn brautskráir 63 nemendur Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Eftir Hafþór Hreiðarsson Húsavík | Framhaldsskólanum á Húsavík var á dögunum slitið við fjölmenna athöfn í Húsavík- urkirkju. Alls brautskráðust 49 nemendur og er þetta stærsti út- skriftarhópur skólans frá upp- hafi. 27 nemendur voru braut- skráðir af umönnunarbrautum, einn nemandi brautskráðist af al- mennri námsbraut III og 21 nem- andi brautskráðist með stúdents- próf. Meðalaldur útskriftarnema frá FSH var óvenjuhár að þessu sinni. Laufey Petrea Magn- úsdóttir, settur skólameistari, sagði í ræðu sinni að það helg- aðist af því að í ár brautskráðist frá skólanum hópur kvenna sem stundað hefur nám með brúar- sniði á námsbrautum fyrir fé- lagsliða, stuðningsfulltrúa í grunnskólum, skólaliða og leið- beinendur í leikskólum. Að venju voru nemendur verðlaunaðir fyr- ir góðan námsárangur og dúx skólans var Daniel Annisius sem útskrifaðist af náttúrufræðibraut.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.