Morgunblaðið - 15.05.2009, Síða 14

Morgunblaðið - 15.05.2009, Síða 14
B A -1 5- 05 -2 00 9- 1- 1- F E R D -8 -h ar pa - C M Y K Það getur verið ansi mikið fjör á Bjarteyjarsandi í Hvalfirði en þar eru 580 kindur sem bera. Heppnir gestir geta því séð lömb fæðast en Arnheiður Hjör- leifsdóttir landfræðingur segir það vera mikla upplifun. „Upplif- unin felst líka í því að það er ekki annar bær með svona stórt sauðfjárbú sem opnar starf- semi sína með þessum hætti. Þetta er allt önnur upplifun en að fara í húsdýragarð því hér kemur fólk í alvöru fjárhús á mesta annatíma þegar sauð- burður er. Þá er svo mikið líf hér og mikið um að vera. Svo eru sumir sem hafa aldrei komið í fjárhús og það á við um bæði börn og fullorðna. Stundum er- um við í vandræðum með að halda fullorðna fólkinu frá svo börnin sjái eitthvað,“ segir Arn- heiður og hlær. Arnheiður talar um að gestir megi klappa lömbunum, halda á þeim og svo eru sumir svo heppnir að fylgjast með þeim fæðast. „Í fjárhúsunum eru líka kanínur og hestar sem krakk- arnir hafa gaman af að heim- sækja. Síðan förum við oft í fjör- una sem er hér fyrir neðan bæinn og þar erum við með nátt- úru- og umhverfisfræðslu. Við er- um til dæmis með furðufiskaker sem við höfum dælt sjó í og þar söfnum við krossfiskum og öðr- um sjávar- og fjörulífverum. Krakkarnir geta þá vaðið ofan í þau, skoðað og jafnvel tekið upp dýr til að virða fyrir sér.“ Vinsælar gönguferðir Það er mikið um skólahópa og aðra hópa á Bjarteyjarsandi en Arnheiður segir að það sé alltaf að aukast að fólk komi á eigin vegum. „Umferðin í Hvalfirðin- um hefur breyst svo mikið og núna er miklu meira um að fólk sé þar í sunnudagsbíltúrum og það eru því bæði Íslendingar og erlendir ferðamenn sem koma. Það er mikið um að ferðamenn komi og skoði fossinn Glym í Hvalfjarðarbotni og komi við hjá okkur í leiðinni,“ segir Arnheiður og bætir við að það sé líka al- gengt að fara í styttri og lengri gönguferðir í Hvalfirðinum. „Við erum líka með gamla uppgerða hlöðu þar sem eru borð, stólar, eldhúskrókur og grill og það er mjög vinsælt hjá gönguhóp- unum að grilla eftir göngu- túrinn.“ Upplifun á Bjarteyjarsandi Börn og dýr Það er mikið um að vera á Bjarteyjarsandi. www.bjartey.is 14| ferðasumar 2009 Morgunblaðið Náttúrufegurðin á Snæfellsnesi er mikil og hennar má meðal annars njóta með frískleg- um göngutúrum um svæðið. Að sögn Gunn- ars Njálssonar ferðamálafræðings er til dæmis mjög vinsælt að ganga frá Stapafelli og upp jökulinn. „Það er svo fallegt hérna og á sumrin er þetta sérstaklega dásamlegt. Það er hægt að keyra að Arnarstapa eða Hellnum. Svo er vegaslóði yfir jökulhálsinn og þá kemurðu niður í Ólafsvík að norðan- verðu sem er ekki svo löng leið. Það eru margar gönguleiðir á þessu svæði og fólk hefur líka farið upp á jökul á þessu svæði, bæði gangandi og á vélsleðum.“ Frábært útsýni Sjálfur hefur Gunnar oft gengið upp á jökul- inn. „Það tekur svona 2-3 tíma að ganga á topp jökulsins en best er að fara snemma dags þegar snjórinn er harður eftir nóttina. Þetta er alveg frábært og útsýnið er mjög gott. Í góðu veðri sé ég alveg yfir á Reykja- nes og alveg inn Breiðafjörðinn.“ Um þessar mundir er Gunnar að hanna gönguleið sem nær alveg frá Ljósafjöllum, rétt austan við Stykkishólm og vestur á Snæfellsjökul. „Þetta er um 80 kílómetra löng leið og það ætti því að taka um viku að ganga þetta. Það sem er sniðugt við þessa leið er að hægt er að byrja hvar sem viðkom- andi vill og í raun líka hægt að koma niður hvar sem maður vill. En þetta er margra ára verkefni og verður því ekki tilbúið í sumar.“ Náttúrufegurð Útsýnið frá Snæfellsjökli er mikið og fagurt en vinsælt er fyrir göngugarpa að ganga upp jökulinn. Gengið upp jökulinn Göngum í sumar Skráning í sumarferðirnar á skrifstofu Útivistar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.