Morgunblaðið - 15.05.2009, Blaðsíða 16
B
A
-1
5-
05
-2
00
9-
1-
1-
F
E
R
D
-9
-h
ar
pa
- C
M
Y
K
„Þetta er algjört ævintýri,“ segir
Sverrir Hermannsson hjá fyrir-
tækinu Snjófelli sem leigir út
vélsleða til að fara upp á Snæ-
fellsjökul. „Vélsleðaferðir upp á
jökul eru mjög vinsælar. Það er
ótrúlega gaman að keyra alla
leið upp á topp. Svo er líka frá-
bært útsýni þar ef veðrið er gott
og þetta er því mikið fjör.“
Keyrt upp í troðara
Það fer eftir veðri hve lengi er
hægt að fara á vélsleða upp jök-
ulinn en Sverrir talar um að
reynt verði að fara í ferðir fram í
ágúst. „Við erum líka með troð-
araferðir þar sem 20 manns
fara upp á einum troðara. Það
er misjafnt eftir árstíðum hve
lengi er verið að keyra upp jökul-
inn en núna tekur það svona
þrjú korter.“
Veðrið hefur mikið að segja
Lagt er af stað frá Arnarstapa
en Sverrir segir að bæði Íslend-
ingar og útlendingar hafi mjög
gaman af ferðunum. „Oft borða
hóparnir fyrst á Arnarstapa og
fara svo upp á jökul. Veðrið hef-
ur náttúrlega mjög mikið að
segja því útsýnið er svo æð-
islegt ef veðrið er gott. Stundum
keyrum við upp úr þokunni og
það er alveg heiðbjart á toppn-
um en það finnst fólki gaman að
sjá. Útlendingar hafa sér-
staklega gaman af því að fara
upp á jökul í þoku enda hafa
þeir aldrei upplifað svona. Það
má því segja að útlendingar
kunni mun betur að meta
slæma veðrið en Íslendingarnir.
Kunna að meta slæmt veður
Ævintýri Útsýnið frá Snæfells-
jökli er fallegt og snjósleðaferðir
upp á jökulinn eru vinsælar.
Snjófell
www.snjofell.is
16| ferðasumar 2009 Morgunblaðið
Það er ekki bara Snæfellsjökull
sem er einkenni fyrir Snæfells-
nes heldur er það líka sjórinn
sem íbúarnir eru umluktir. Á
Snæfellsnesi eru til minjar og
menning sem tengjast sjósókn
og lífinu í sjónum, að sögn Mar-
grétar Bjarkar Björnsdóttur, at-
vinnuráðgjafa Sambands
sveitarfélaga á Vesturlandi.
„Allt líf heimamanna á Snæ-
fellsnesi snýst meira og minna
um sjóinn og sjósókn. Við erum
sjávarbyggð og við ætlum að
draga það fram til að gera gest-
um okkar kleift að geta rakið
sig eftir línu sem við leggjum
umhverfis nesið okkar þar sem
fólki verður boðið upp á að
skoða gamlar minjar, heyra
sögu okkar, finna lyktina og
smakka á sjávarfangi.“
Kraftar náttúrunnar
Margrét talar um að þetta sé í
raun nokkurs konar klasaverk-
efni sem er tengt saman á einni
línu umhverfis Snæfellsnes. „Á
þeirri línu eru undirkrókar þar
sem eitthvað er að sjá eða
smakka fyrir gesti og í raun er
það þjónustuaðilanna að útbúa
neytendapakkann fyrir fólk.
Þemað er lífið við sjávarsíðuna,
hvernig við höfum mann fram af
manni lifað við það að búa með
sjónum og lifa af honum. Hér
eru mjög margar fjörur og
strendur og hver og ein er ólík
þeirri næstu. Þessi aðgangur,
að komast alls staðar niður í
fjöru og upplifa krafta og öfl
náttúrunnar, er mjög merki-
legur.“
Andleg eða líkamleg næring
Átthagastofan í Snæfellsbæ
heldur utan um verkefnið en
þetta er verkefni til tveggja ára.
Alls eru um 13 þjónustuaðilar
sem taka þátt í verkefninu í
sumar. „Þessir aðilar munu þá
veita gestum eitthvað sem við-
kemur hafinu, andlega eða lík-
amlega næring. Þetta gæti því
verið góð fiskisúpa, saga út-
gerðar eða allt þar á milli.“
Gefinn verður út passi þar
sem sjá má hvaða þjónustuað-
ilar á Snæfellsnesi taka þátt í
þessu verkefni en hægt verður
að nálgast passann á upplýs-
ingamiðstöðvum á Snæfells-
nesi frá 1. júní.
Sjórinn og lífið Íbúar á Snæfellsnesi hafa lengi lifað af sjónum.
Lífið við sjávarsíðuna
Fok- og þjófavarnafestingar
fyrir allar tegundir af kerrum, tjaldvögnum, felli- og hjólhýsum.
Gaurarnir eru á kynningarverði út júní - 11.689 kr.
Pantaðu núna í síma 861 0384 eða á suda@suda.is.
Frekari upplýsingar á www.suda.is