Morgunblaðið - 15.05.2009, Page 22

Morgunblaðið - 15.05.2009, Page 22
B A -1 5- 05 -2 00 9- 1- 1- F E R D -1 3- sv an - hv it - C M Y K Fjölskyldufyrirtækið Sjóferðir Hafsteins og Kiddýjar sjá í sumar um dagslangar göngu- ferðir á Hornströndum. Göng- urnar eru tilvaldar fyrir þá sem vilja skoða sig um í fallegri nátttúru og kúpla sig út úr stressi hversdagsins. Skemmtilegar dagsferðir Fyrirtækið var stofnað fyrir tæp- lega 20 árum síðan og stendur fyrir ýmiss konar ferðum yfir sumartímann. Meðal þeirra má nefna daglega ferð í Vigur en Kiddý segir að síðastliðin tvö ár hafi áhugi á dagsferðum aukist og að í sumar verði því lögð áhersla á slíkar ferðir. Á þriðju- dögum verður lagt upp frá Ísa- firði og siglt til Aðalvíkur þaðan sem gengið er yfir á Hesteyri, en sú ganga er um 14 kílómetr- ar og hækkunin um 400 metra. Á laugardögum verða síðan nýj- ar ferðir þar sem siglt er yfir á Hesteyri og gengið þaðan yfir að Látrum í Aðalvík, sú ganga er álíka löng og ættu báðar ferðirnar að vera við allra hæfi þar sem góður tími er tekinn í göngurnar og fararstjóri sér um að enginn villist af leið. Í ferð- irnar kostar 13.300 og eru í verðinu innifaldar bátsferðir og leiðsögn en nauðsynlegt er að hafa með sér nesti, góða skó og skjólfatnað. Árleg Kjötsúpuferð Þá verður hin svokallaða Kjöt- súpuferð á sínum stað í sumar en hún hefur verið fastur liður síðan árið 1997. Þá er farið frá Ísafirði seinnipart og siglt yfir á Hesteyri þar sem borðuð er kjötsúpa í gamla læknishúsinu á Hesteyri, kveiktur varðeldur og skemmt sér fram eftir kvöldi. Gamla læknishúsið Í kjötsúpuferð á Hesteyri er kjötsúpa snædd í gamla læknishúsinu en það hefur verið fastur liður síðan árið 1997. Þægilegar dagsferðir Sjóferðir Hafsteins og Kiddýjar www.sjoferdir.is/forsida/ 22| ferðasumar 2009 Morgunblaðið Hvítasunnuhelgina 29. maí til 1. júní verður Skjaldborg, hátíð íslenskra heimildamynda, hald- in í þriðja sinn á Patreksfirði. Auk þess að frumsýna nýjar ís- lenskar heimildamyndir er há- tíðinni ætlað að vera vett- vangur fyrir kvikmynda- gerðarfólk og áhugamenn um heimildamyndir til að hittast og skiptast á skoðunum. Í lok há- tíðarinnar verður besta heim- ildamyndin á Skjaldborg 2009 valin af áhorfendum Fagna fjölbreyttri dagskrá „Hugmyndin að hátíðinni kem- ur í raun til af þessu fallega bíói sem stendur á Patreksfirði, Skjaldborgarbíói. Það hefur ver- ið skortur á vettvangi til að sýna íslenskar heimildamyndir og okkur fannst kjörið að nýta þetta húsnæði. Strax í upphafi safnaðist síðan fjármagn frá Kvikmyndamiðstöð og öðrum ágætum fyrirtækjum og styrkt- araðilum sem gerði þetta mögulegt. Myndir koma bæði frá fólki sem hefur verið rótgró- ið í bransanum lengi og áhuga- mönnum, en við fögnum fjöl- breyttri dagskrá og leitumst við að sýna það sem kemur ekki fyrir sjónir almennings dags daglega,“ segir Hafsteinn Gunnar Sigurðsson, einn skipuleggjenda hátíðarinnar. Gott silfur gulli betra Lögð hefur verið áhersla á ís- lenskar heimildamyndir og sér- stakur heiðursgestur verið fenginn á hátíðina. Í fyrra var hinn þekkti heimildamynda- gerðarmaður Albert Maysles heiðursgesturinn. Meðal mynda má nefna Gott silfur er gulli betra eftir Þór Elís Pálsson sem fjallar um íslenska hand- boltalandsliðið og glæsilegan árangur þess á Ólympíu- leikunum; heimildamynd Páls Steingrímssonar, Undur vatns- ins, ljóðræna mynd um vatnið; mynd eftir Bjarna Grímsson um skemmtistaðinn Sirkus og heimildamyndina The Foreign Minister eftir Ara Eldjárn sem fjallar um myndlistarverk Ragn- ars Kjartanssonar. Eins hefur verið leitast við að sýna myndir sem borist hafa frá Vest- fjörðum. Fjölbreytt kvikmyndahátíð Gott í gogginn Bíógestir fá sér að borða á kvikmyndahátíðinni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.