Morgunblaðið - 15.05.2009, Síða 29

Morgunblaðið - 15.05.2009, Síða 29
B A -1 5- 05 -2 00 9- 1- 1- F E R D -1 8- ha rp a- C M Y K Minjasafnið á Akureyri stendur fyrir ýmiss konar viðburðum í sumar, meðal annars sögu- göngum um Innbæ Akureyrar og þá verður opnuð í maí sumarsýning safnsins sem ber heitið Allir krakkar, allir krakk- ar, líf og leikir barna. Gömul hús skoðuð „Sögugöngur Minjasafnsins á Akureyri verða tvær en í báðum göngunum er lagt af stað frá Laxdalshúsi og farið yfir þá byggingarlist sem ríkjandi er í Innbænum. Hanna Rósa Sveinsdóttir safnvörður leiðir hópinn í fyrri göngunni og fer með hann inn í Laxdalshús, elsta hús bæjarins, Friðbjarnarhús og Gamla spít- alann (Gudmans Minne). Bygg- ingarlistin verður höfð í fyrir- rúmi í þessari göngu og fólk fær innsýn í þær endurbætur sem unnar hafa verið á þess- um friðuðu húsum og hvað hef- ur þurft að hafa við gerð þeirra. Þessi ganga verður farin 12. júlí og kallast Hús úr húsi, byggingarlist Innbæjarins. Um verslunarmannahelgina verður síðan farin söguganga Minja- safnsins um Innbæinn og þá meira sagt frá sögu húsanna, fólksins sem þar bjó og lífið í Innbænum,“ segir Kristín Sól- ey Björnsdóttir, kynningar- fulltrúi Minjasafnsins á Akur- eyri. Líf og leikir barna Hinn 30. maí verður sumarsýn- ing Minjasafnsins opnuð og þar dregin upp mynd af lífi barna á 20. öld með munum, ljósmyndum og upplýsingum. Þar verður leikrými og barna- herbergi sýnt í sögulegu ljósi og eins þátttaka barna í heimilishaldinu og atvinnuþátt- taka utan þess. Þá verða til sýnis leikföng, allt frá heima- gerðum leikföngum til að- keyptra og sagt frá skólastarfi með því að sýna skólastofu fyrri tíðar. Eins verður sett upp barnaherbergi frá sjöunda ára- tugnum og sjónum beint að sérstöku tómstundastarfi sem er einkennandi fyrir Akureyri eins og stúku- og skátastarfi og Hjálpræðishernum. Þá segir Kristín Sóley að spennandi verði að koma í Gamla bæinn í Laufási í sumar því þar verði unnið að endurbótum á bað- stofunni og fólki gefist þar ein- stakt tækifæri á að fylgjast með byggingarvinnu með gamla laginu. Gömlu húsin á Akureyri Elst húsa Friðbjarnarhús er elsta húsið í innbæ Akureyrar. Minjasafn Akureyrar http://akmus.is/ ferðasumar 2009 Morgunblaðið | 29 Velkomin á Sturlungaslóð í Skagafirði Við bjóðum uppá ferðir með leiðsögn um átakastaði 13. aldar. Í boði eru gönguferðir, rútuferðir og reiðtúrar. 15. ágúst verður sérstakur viðburðardagur þar sem mikið verður um að vera fyrir alla aldurshópa. Komið og njótið útiverunnar á sögufrægum stöðum. Nánari upplýsingar í Upplýsingamiðstöðinni í Varmahlíð í síma 455 6161

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.