Morgunblaðið - 15.05.2009, Qupperneq 37
B
A
-1
5-
05
-2
00
9-
1-
1-
F
E
R
D
-2
4-
ha
rp
a-
C
M
Y
K
ferðasumar 2009 Morgunblaðið | 37
Sjókajakmótið Egill rauði verð-
ur haldið á Norðfirði helgina 29.
til 31. maí. Mótið er ætlað byrj-
endum jafnt sem lengra komn-
um en haldin verða námskeið
og fyrirlestrar auk kajak-
keppna. Þetta er í annað sinn
sem mótið er haldið á Norðfirði
og hefur fólk komið víðs vegar
að af landinu til að taka þátt í
því.
Spennandi siglingaleiðir
„Þetta er vinsælt sport og mót-
ið gefur þeim sem hafa áhuga
kost á að prófa og kynnast því
betur. Mótið stendur yfir heila
helgi en fólk ræður því sjálft
hversu mikið það tekur þátt í
dagskránni. Hér eru klettafjörur
og eyðifirðir sem er spennandi
að sigla um en keppt verður í
sprettróðri til Íslandsmeistara
og veltikeppni sem er meira til
gamans gert,“ segir Ari Bene-
diktsson hjá Kajakklúbbnum
Kaj á Norðfirði. Ýmiss konar
námskeið verða haldin, til að
mynda í áratökum, björgun á
kajak og veltum. Leiðbeinendur
eru þekktir kennarar úr kaj-
akheiminum, þau Shawna og
Leon sem fóru á kajak umhverf-
is Ísland árið 2003, og munu
þau segja frá þeirri ferð. Þá
verður farið í ýmsar styttri ferðir
á kajak auk þess sem keppt
verður og fyrirlestrar haldnir á
kvöldin.
Kajakhátíð Keppt er í kajakróðri og undirstöðuatriðin einnig kennd.
Siglt um eyðifirði
Kajakklúbburinn Kaj
http://kaj.123.is
Yfirskrift sýningar sem nú
stendur yfir í Minjasafni Austur-
lands fær eflaust hárin til að
rísa á mörgum. Dauðir rísa …
úr gröfum Skriðuklausturs kall-
ast hún og er hugsuð sem virð-
ingarvottur við það fólk sem
grafið hefur verið upp í upp-
grefti á Skriðuklaustri.
Tilhlýðileg virðing
„Safnið er hluti af Skriðuklaust-
ursrannsóknum sem sjá um
uppgröftinn og okkur hefur allt-
af langað til að miðla til fólks
því sem þar hefur fundist. Við
vildum einbeita okkur að fólk-
inu sem hefur verið grafið upp
og við munum aldrei komast að
hverjir voru þar sem grafir voru
ekki merktar á þessum tíma.
Sýningunni er því ætlað að per-
sónugera fólkið eins og kostur
er og sýna því tilhlýðilega virð-
ingu.
Upphaflega hugmyndin var
sú að sýna teiknaðar myndir af
þeim 122 beinagrindum sem
búið er að grafa upp en til þess
þarf ansi stóran sal svo úr varð
öllu smærri sýning. Þetta er
fræðandi sýning þar sem teikn-
ingum af gröfunum er varpað
upp með skyggnimyndasýningu
og lesa má upplýsingar um kyn
og aldur þess sem þar lá. Einn-
ig er til sýnis hvernig kisturnar
voru, í hverju fólk var og hvað
var sett með í kisturnar ef eitt-
hvað,“ segir Elfa Hlín Péturs-
dóttir safnstjóri. Sýningin
stendur yfir í ár en í sumar verð-
ur einnig opnuð í safninu sýn-
ing um ást, rómantík og kynlíf.
Fræðandi sýning Dauðir rísa gefur innsýn í líf fólks sem grafið hefur
verið upp á Skriðuklaustri en ekki er vitað hverjir það voru.
Dauðir rísa á minjasafni
Minjasafn Austurlands
www.minjasafn.is
© Mats Wibelund
Breiðdalsvík
• Gisting og veitingar
í fallegu umhverfi
• Íslensk sveitasæla
eins og hún gerist best
• Íslenskur heimilismatur
í hádeginu.
Hlökkum til að sjá ykkur
Velkomin á
Sólvellir 14 • www.hotelblafell.is
info@hotelblafell.is • S. 475 6770