Morgunblaðið - 15.05.2009, Side 42

Morgunblaðið - 15.05.2009, Side 42
B A -1 5- 05 -2 00 9- 1- 1- F E R D -2 9- sv an - hv it - C M Y K S uðurland hefur lengi ver-ið vinsæll áfangastaðurog raunin er sú að það er sá landshluti sem flestir ferðamenn sækja heim. Það er kannski ekki að furða þegar hugað er að því hvílíka fjöl- breytni má finna þar, bæði í náttúru, menningu, mannlífi og listum. Í raun má finna allt á Suður- landi sem gerir Ísland eftir- sóknarvert til heimsókna árið um kring. Sem sannast kannski helst í því að þangað liggur straumurinn, í sumar sem endranær. Náttúran á Suðurlandi er engri lík og þar gefur að líta hveri, hraun, eldfjöll, fossa, hálendi, jökla, ár og læki, svo fátt eitt sé nefnt. Það er því af mörgu að taka og flest er vel þess virði að skoða. Gullfoss og Geysir eru kannski tveir þekktustu ferðamannastað- irnir á Suðurlandi en ljóst er að margir fleiri eru eftirtektarverðir. Eftirtektarverðir og ógleymanlegir. Á Suðurlandi er í raun nóg að setj- ast upp í bíl og keyra eitthvað, oftar en ekki er eitthvað fal- legt, skemmtilegt og lifandi að finna á áfangastað. Eitthvað sem kemur manni á óvart og vekur athygli. Þá má ekki gleyma að minn- ast á auðugt mannlífið en styrkur og kröftugur andi íbúa Suðurlands sannaðist svo um munaði í jarðskjálftunum í fyrra. Mannlífið er því sannar- lega til staðar og það sama má segja um menningu og list- ir. Á Suðurlandi er meira en nóg af afþreyingu og í raun ættu allir að geta fundið eitt- hvað við sitt hæfi. Hvort sem það er að borða sjávarrétta- súpu á litlum veitingastað, sigla á kajak á sjó, kynnast heimafólki á kaffihúsi eða slaka á í heilsulind. Allt sem hugurinn girnist er til staðar á Suðurlandi, og kannski jafnvel örlítið meira. Það sem stendur upp úr er þó vafalaust einstök náttúran, skemmtilegt mannlífið og áhugaverðir stað- ir. Suðurland Morgunblaðið/Brynjar Gauti Fjölbreytt náttúra Suðurland er vinsæll áfangastaður ferða- manna enda má alltaf finna eitthvað þar sem heillar, kemur á óvart og gleymist ekki. Gullfoss og Geysir standa alltaf fyrir sínu auk þess sem náttúran á Suðurlandi er fjölbreytt og falleg. Þá vantar ekki afþrey- inguna því það er nóg að gera fyrir alla sem vilja hafa eitthvað að gera. www.hveragerdi.is www.klaustur.is www.arborg.is www.vestmannaeyjar.is www.fludir.is www.eyrarbakki.is Vestmannaeyjar Það er margt um að vera á Suður- landi enda auðugt mannlíf í landshlutanum. 42| ferðasumar 2009 Morgunblaðið

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.