Morgunblaðið - 15.05.2009, Side 49

Morgunblaðið - 15.05.2009, Side 49
B A -1 5- 05 -2 00 9- 1- 1- F E R D -3 5- ha rp a- C M Y K ferðasumar 2009 Morgunblaðið | 49 „Allt eru þetta fundir um efni sem við höfum flest áhuga á að fræðast um,“ segir Pálín Dögg Helgadóttir, forstöðumaður Sesseljuhúss – umhverfisset- urs á Sólheimum, um fræðslu- fundi sem Sesseljuhús stendur fyrir í sumar. Fundirnir eru þrír; hinn 16. maí: Landslagið með gleraugum jarðfræðingsins í leiðsögn Jón Eiríkssonar jarð- fræðings. 30. maí: Fuglarnir okkar – að læra að þekkja fugla í leiðsögn Jóhanns Óla Hilm- arssonar hjá Fuglavernd en á þann fund er mikilvægt að taka með kíki. Hinn 27. júní er svo fundurinn Líttu niður! Að læra að þekkja íslenskar lækn- ingajurtir í leiðsögn Jón E. Gunn- laugssonar. Ókeypis fundir Svipaðir fræðslufundir voru haldnir síðasta sumar og Pálín segir að þátttakan hafi verið mjög góð. „Þess vegna viljum við endurtaka leikinn en dag- skráin var mjög svipuð í fyrra. Það hefur verið mikil umræða um lækningajurtir í íslenskri náttúru og ýmislegt komið á markað þar sem verið er að nota plöntur sem við þekkjum úr túnfætinum hjá okkur,“ segir Pálín og bætir við að fundirnir séu ókeypis. „Allir fundirnir hefj- ast klukkan 13:00 og standa yf- ir í eina til tvær klukkustundir.“ Fróðlegir fundir Pálín talar um að fundirnir séu stílaðir inn á fjölskylduna og ekki síst þess vegna sem þeir séu ókeypis. „Við erum að stíla inn á að fjölskyldan geri eitthvað skemmtilegt og uppbyggilegt saman en það vex fólki svolítið í augum að fræða aðra um fugla eða annað sem það þekkir ekki sjálft. Það er þá gott að hafa fengið smáfræðslu, einhvern sem getur bent manni á prakt- íska hluti sem gott er að hafa í huga þegar reynt er að þekkja fugla á flugi. Það sama má segja um fjallahringinn því það eru ekki allir á Íslandi sem læra jarðfræði. Hins vegar er gaman að vita eitthvað um hvernig fjöll- in myndast, hver eru einkenni mismunandi fjalla og svo fram- vegis.“ Fjörlegur júní Það verður fjörlegt félagslíf á Sólheimum í júní, að sögn Pál- ínar, en þá hefst menningar- veisla. „Hér verða tónleikar á hverjum laugardegi, messur í kirkjunni hjá okkur og alls kyns uppákomur á kaffihúsinu. Við viljum endilega fá sem flesta til okkar.“ Fræðsla fyrir fjölskylduna Sesseljuhús Á laugardögum í sumar getur fjölskyldan sótt þrjá áhugaverða fræðslufundi á Sólheimum en þeir eru ókeypis. Islandia Hotel Núpar er staðsett í rómuðu umhverfi í miðju Eldhrauni og með stórkostlegt útsýni yfir Vatnajökul og Lómagnúp. Hótelið er opið frá 15. maí til 30. september ár hvert og býður uppá vinalega og góða þjónustu í glæsilegu umhverfi. Islandia Hotel Núpar - Sími 517 3060 - islandiahotel.is - reservations@islandiahotel.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.