Morgunblaðið - 15.05.2009, Page 50

Morgunblaðið - 15.05.2009, Page 50
B A -1 5- 05 -2 00 9- 1- 1- F E R D -3 6- ha rp a- C M Y K „Ég held að þetta sé hálfgerð spennu- fíkn,“ segir Stefán Sigurðsson, sölustjóri Lax-á, um laxveiði en eitthvað er um að ferðamenn kaupi sér dagsleyfi til að veiða í helstu laxám landsins. „Að kasta fyrir lax og svo bítur hann á og þá fá menn alveg fyrir hjartað og þurfa að drösla honum í land. Það er einhver spenna við þetta og sennilega er þetta vanabindandi sport. Þetta er bara ofboðslega gaman og ekki síðra að vera út í náttúrunni.“ Svipuð eftirspurn Lax-á selur veiðileyfi í Tungufljót, Ytri Rangá og Eystri Rangá en Stefán segir að það séu helstu laxveiðiárnar á svæðinu. „Þetta er mjög vinsælt en hægt er að frá veiðileyfi frá 8.000 krónum og upp í rúm- lega 100 þúsund krónur. Hins vegar er minna um að ferðamenn kaupi einn og einn dagspassa en meira er um að veiði- leyfi séu seld fyrirfram,“ segir Stefán og bætir við að eftirspurnin sé svipuð í ár og fyrri ár. Líka fyrir byrjendur Að sögn Stefáns er meira um að Íslend- ingar kaupi veiðileyfi heldur en útlend- ingar. „Það er örugglega um 60 prósent Íslendingar sem kaupa veiðileyfi af okkur. En ef byrjendur vilja koma og prófa þá er lítið mál að fá leigða stöng og leið- sögumenn. Það er alltaf svolítið um að byrjendur vilji prófa að veiða, það er til dæmis fólk sem gistir á hótelum sem vill kaupa dag og dag.“ Laxveiði Byrjendur geta leigt stöng og leið- sögumann vilji þeir prófa að renna fyrir lax. Laxveiði á Suðurlandi Lax-á wwwlax-a.is www.agn.is 50| ferðasumar 2009 Morgunblaðið Það er alltaf gott að koma á Laugarvatn og segja má að ákveðin kyrrð sé yfir svæðinu, sem hentar einkar vel fyrir fólk í sumarleyfi. Það er ekki síst vinsælt að stoppa á Laugarvatni til að fara í sund enda er þar skemmtileg 25 metra útisundlaug með heitum pottum og góðri sólbaðsaðstöðu. Fyrir lúna ferðalanga er fátt betra en að láta þreytuna líða úr sér í gufunni. Það má finna ýmsa af- þreyingu fyrir þá sem ákveða að dvelja á svæðinu, þar eru göngu- og skokkleiðir í allar áttir, hestaleiga, báta- og seglbrettaleiga auk 9 holu golfvallar sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara. Svo má ekki gleyma litla þorpinu af hjólhýsum sem hefur myndast á Laugavatni en gaman er að sjá með hve mikilli natni sumir hýsiseig- endur skreyta umhverfi sitt. Gott að vera á Laugarvatni Laugarvatn Það er oft líf og fjör á Laugarvatni og margt hægt að gera sér til afþreyingar. Veiðiferð fjölskyldunnar TANGAVATN Upplýsingar og sala veiðileyfa að Galtalæk II, sími 861 6528 Gisting í smáhýsum Aðstaða fyrir minni ættarmót Opið flesta daga ársins Bæjarhátíðin „Blómstrandi dagar“ 27. – 30. ágúst. Sumarhátíðir í Hveragerði 2009 Verið velkomin! Tónlistarhátíðin „Bjartar sumarnætur“ 5. – 7. júní. Garðyrkju- og blómasýningin „Blóm í bæ“ 26. – 28. júní. HVERAGERÐI - blómstrandi bær! Upplýsingamiðstöð Suðurlands verslunarmiðstöðinni Sunnumörk Sími: 483 4601 Tjaldsvæðið Reykjamörk Símar: 483 4605, 660 9280 Sundlaugin Laugaskarði Sími: 483 4113 Náttúrulegt gufubað, heitir pottar og líkamsrækt Áhugaverðir staðir Sérstæð hverasvæði, heitir lækir, plöntusafn, fjölbreyttar gönguleiðir, listasafn og handverk A R G H ! 0 50 9 www.hveragerdi.is www.southiceland.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.