Morgunblaðið - 15.05.2009, Side 60

Morgunblaðið - 15.05.2009, Side 60
B A -1 5- 05 -2 00 9- 1- 1- F E R D -4 4- ha rp a- C M Y K Í lok maí verður eitt glæsileg- asta tjaldsvæði landsins opnað í Grindavík en Grindavíkurbær hefur kostað miklu til að gera tjaldsvæðið sem glæsilegast, að sögn Þorsteins Gunnars- sonar, upplýsinga- og þróun- arfulltrúa Grindavíkurbæjar. „Tjaldsvæðið er alls 13.500 fer- metra og svæðið er sérhannað fyrir húsbíla, fellihýsi, tjaldvagna og tjöld. Á tjaldsvæðinu eru 42 stæði fyrir húsbíla, fellihýsi og tjaldvagna og að minnsta kosti 30 stæði fyrir tjöld. Tjaldsvæðið er fjögurra stjörnu en það eina sem vantar upp á fimmtu stjörn- una er að þar verði sólarhrings- vakt.“ Leiktæki fyrir börn Öll aðstaða á tjaldstæðinu er sömuleiðis til fyrirmyndar að sögn Þorsteins. „Þar er mjög fullkomin aðstaða til losunar af- falsvatns og seyru af húsbílum. Á svæðinu er aðgangur að þvottavél og þurrkaðstöðu og nettenging auk þess sem þar eru tvö leiksvæði með rólum og köstulum fyrir börn. Nú þegar er komið lítið þjónustuhús með salerni og annarri nauðsynlegri þjónustu en síðar verður reist 150 fermetra þjónustuhús með stórum sal, eldhúsi og öðru,“ segir Þorsteinn og bætir við að tjaldsvæðið sé vel staðsett. „Það er skammt frá gamla tjald- svæðinu, í hjarta bæjarins og skammt frá sundlauginni.“ Breytt ferðaþjónusta Tjaldsvæðið verður opnað seinnipartinn í maí en Þorsteinn talar um að þegar sé mikill áhugi á tjaldsvæðinu. „Um helgina voru til dæmis nokkrir bílar á tjaldsvæðinu þótt ekki væri búið að opna það form- lega. Það er ljóst að Íslendingar munu ferðast meira innanlands í sumar en oft áður og Grindavík er að stimpla sig á kortið með þessu tjaldsvæði. Svo má líka horfa til þess að Suðurstrand- arvegur er langt á undan áætlun og verður tilbúinn á næsta ári en þá er malbikað alla leið frá Grindavík til Ölfuss. Þetta gjör- breytir landslaginu í ferðaþjón- ustu, atvinnulífi og öðru. Grind- víkingar horfa því mjög björtum augum fram á veginn.“ Grindavík Í maí verður fjögurra stjörnu tjaldsvæði opnað í Grindavík en Grindavíkurbær hefur kostað miklu til að gera tjaldsvæðið glæsilegt. Fjögurra stjörnu tjaldsvæði www.grindavik.is 60| ferðasumar 2009 Morgunblaðið Það er alltaf stemning að fara í tjaldútilegu að sumri til en það er ansi margt sem getur eyði- lagt annars góða skemmtun. Það er því mikilvægt að skipu- leggja sig vel og vera viss um að ekkert vanti áður en lagt er í hann. Það er alltaf gott að taka með sér aukasett af tjaldhæl- um því þeir eiga það til að beyglast og bogna auk þess sem þeir týnast auðveldlega. Oft er kaldara í útilegum en bú- ist er við og því er nauðsynlegt að vera með teppi í bílnum. Ef undirlagið í tjaldinu er gott, til dæmis eitt til tvö lag af teppum og góðar dýnur, þá eru minni lík- ur á að þeim sem gista í tjald- inu verði kalt. Það sem er einna mikilvægast að taka með að heiman er góða skapið því ým- islegt getur komið upp á í úti- legum en með góða skapið að vopni er fátt sem eyðileggur góða helgi. Góða skapið er tekið með Tjaldútilega Það er nær alltaf gaman í útilegu í góðra vina hóp.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.