Morgunblaðið - 20.06.2009, Blaðsíða 10
10 Fréttir
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. JÚNÍ 2009
Gylfi Magnússon viðskiptaráðherrasagði hér á viðskiptafréttasíðu í
Morgunblaðinu í gær, að hann hefði
blendnar tilfinningar gagnvart nýj-
um leiðbeiningum um stjórnarhætti
fyrirtækja.
Fram kom í málihans að til-
finningablendnin
væri ekki vegna
þess að nýju regl-
urnar væru slæm-
ar.
Nei, hann sagðiað það hefði ekki bara verið farið
á svig við siðareglurnar, heldur virt-
ist sem ekki hafi alltaf verið farið að
lögum.
Í fréttinni sagði orðrétt: „Gylfi von-ast eftir hugarfarsbreytingu, sem
taki nokkur ár, þar sem viðskiptalífið
sýni meira aðhald, m.a. með því að
eiga ekki í viðskiptum við fyrirtæki
sem starfi á gráu svæði.“
Hvers vegna er viðskiptaráðherratilbúinn til þess að sýna við-
skiptalífinu biðlund í nokkur ár, þeg-
ar rætt er um nauðsyn þess að við-
skiptalífið sýni meira aðhald? Er ekki
hægt að gera kröfu um breytt hug-
arfar þegar í stað, þar sem ákveðið
verði gengið eftir því að viðskiptalífið
í heild virði þær siðareglur sem því
eru settar og farið verði að lögum?
Hvað á ráðherrann við þegar hannræðir um „fyrirtæki sem starfi á
gráu svæði“? Hér er þörf á frekari
skýringum.
Mikið verk er fyrir höndum viðuppbyggingu viðskipta- og at-
vinnulífsins í landinu og endurheimt
trausts fólksins í landinu. Við-
skiptaráð Íslands, Kauphöllin og
Samtök atvinnulífsins þurfa að skýra
miklu betur hvað felst í nýjum leið-
beiningum um stjórnarhætti fyr-
irtækja, en þau gerðu á blaðamanna-
fundi í fyrradag.
Gylfi Magnússon
Blendnar tilfinningar ráðherra!
Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu Íslands
Veður víða um heim kl. 18.00 í gær að ísl. tíma °C Veður
Reykjavík 12 léttskýjað Lúxemborg 18 heiðskírt Algarve 24 skýjað
Bolungarvík 10 heiðskírt Brussel 18 léttskýjað Madríd 35 léttskýjað
Akureyri 7 léttskýjað Dublin 15 léttskýjað Barcelona 27 léttskýjað
Egilsstaðir 8 skýjað Glasgow 15 léttskýjað Mallorca 29 heiðskírt
Kirkjubæjarkl. 15 léttskýjað London 18 heiðskírt Róm 31 heiðskírt
Nuuk 6 skúrir París 20 heiðskírt Aþena 30 heiðskírt
Þórshöfn 11 skýjað Amsterdam 16 léttskýjað Winnipeg 23 skýjað
Ósló 10 þrumuveður Hamborg 16 léttskýjað Montreal 18 alskýjað
Kaupmannahöfn 17 skýjað Berlín 18 heiðskírt New York 22 alskýjað
Stokkhólmur 13 skýjað Vín 21 skýjað Chicago 23 alskýjað
Helsinki 13 skýjað Moskva 16 skúrir Orlando 30 léttskýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://morgunbladid.blog.is/
HALLDÓR STAKSTEINAR
VEÐUR
20. júní Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 3.51 3,2 10.07 0,8 16.23 3,6 22.46 0,8 2:55 24:05
ÍSAFJÖRÐUR 0.04 0,7 5.54 1,8 12.18 0,5 18.31 2,1 1:35 25:35
SIGLUFJÖRÐUR 1.59 0,3 8.20 1,1 14.17 0,4 20.38 1,2 1:18 25:18
DJÚPIVOGUR 0.59 1,7 7.02 0,7 13.31 2,0 19.53 0,6 2:10 23:49
Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið
Á sunnudag
Suðvestan 8-13 m/s og skúrir,
en hægari vindur og dálítil rign-
ing fram eftir degi NA- og A-
lands. Hiti 10 til 17 stig hlýjast á
austanverðu landinu.
Á mánudag
Suðvestan 8-13 m/s og skúrir,
einkum V-lands, en þurrt að
mestu á A-landi. Hiti 8 til 16
stig, hlýjast á Austfjörðum.
Á þriðjudag
Breytileg átt, skýjað og víða dá-
lítil úrkoma. Fremur svalt.
Á miðvikudag og fimmtudag
Austlæg átt, rigning með köfl-
um og milt veður.
VEÐRIÐ NÆSTU DAGA
SPÁ KL. 12.00 Í DAG
Suðaustan 5-10 m/s, bjartviðri
á NA- og A-landi en skýjað ann-
ars staðar og súld eða dálítil
rigning S- og V-lands síðdegis.
Hiti yfirleitt 10 til 17 stig, hlýjast
norðantil.
Eftir Andra Karl
andri@mbl.is
STRANDVEIÐIFRUMVARPIÐ svonefnda var
afgreitt frá Alþingi sem lög á fimmtudagskvöld, og
tóku þau þegar gildi. Aðeins á eftir að birta lögin
og ljúka vinnu við reglugerð vegna laganna áður
en Fiskistofa hefur afgreiðslu leyfa. Samkvæmt
upplýsingum úr sjávarútvegsráðuneytinu er áætl-
að að reglugerðin verði tilbúin strax í upphafi
næstu viku. Því er ljóst að strandveiðar munu
hefjast fyrir lok mánaðarins.
Þegar áformin um strandveiðar voru kynnt á
sínum tíma, var áformað að þær gætu hafist 1.
júní. Frumvarpið kom hins vegar það seint fram í
þinginu, að þær áætlanir stóðust ekki. Mikið hefur
verið um fyrirspurnir til Fiskistofu það sem af er
mánuði en þar á bæ biðu menn samþykktar lag-
anna og setningar reglugerðar.
Tekur nokkra daga að afgreiða leyfi
Árni Múli Jónasson, aðstoðarfiskistofustjóri,
segir ekki standa á þeim að hefja afgreiðslu leyfa.
Hann segir ekki algilt hversu langan tíma taki að
afgreiða leyfin enda farið það eftir aðstæðum við-
komandi auk fjölda þeirra leyfa sem sótt er um.
Almenna reglan verður þó líklega sú að það taki
ekki nema nokkra daga.
Í bráðabirgðaákvæði laganna kemur fram að
auk þeirra aflaheimilda sem úthlutað er á fisk-
veiðiárinu 2008/2009 er í júní, júlí og ágúst 2009
heimilt að veiða á handfæri allt að 3.955 lestir af
óslægðum þorski, sem ekki reiknast til aflamarks
eða krókaaflamarks. Hverju fiskiskipi er aðeins
heimilt að draga 800 kg af kvótatengdum tegund-
um í hverri veiðiferð.
Strandveiðar fyrir lok mánaðar
Vinnu við reglugerð lýkur í næstu viku og í kjölfarið hefst afgreiðsla leyfa
DAGSKRÁ þjóðhátíðardagsins á
Hrafnseyri hófst með guðsþjónustu
þar sem séra Leifur Ragnar Jóns-
son prédikaði og séra Agnes M. Sig-
urðardóttir þjónaði fyrir altari.
Kirkjukór Þingeyrar söng. Sturla
Böðvarsson, fv. forseti Alþingis og
fv. ráðherra, flutti hátíðarræðu
dagsins. Að því loknu fluttu tvær
listakonur nokkur lög, Bjarney
Ingibjörg Gunnarsdóttir söng undir
harmonikkuleik Helgu Krist-
bjargar Guðmundsdóttur. Að lokn-
um tónlistarflutningum var gestum
hátíðarinnar boðið upp á kaffihlað-
borð.
Ljósmynd/Guðlaugur Albertsson
Spilað Bjarney I. Gunnarsdóttir og
Helga K. Guðmundsdóttir.
Hátíðleiki á Hrafnseyri
ÞRÍR karlmenn hafa verið úrskurð-
aðir í áframhaldandi gæsluvarðhald
til 1. júlí að kröfu lögreglunnar á höf-
uðborgarsvæðinu á grundvelli rann-
sóknarhagsmuna. Mennirnir eru
grunaðir um aðild að innflutningi
fíkniefna og peningaþvætti.
Úrskurðurinn var kveðinn upp í
Héraðsdómi Reykjaness í gær en
mennirnir, sem eru á þrítugs-, fimm-
tugs- og sextugsaldri, hafa allir kært
niðurstöðuna til Hæstaréttar. Þeir
hafa allir áður komið við sögu hjá lög-
reglu.
Lögreglan segir, að rannsókn
málsins sé mjög viðamikil en að henni
hafa komið lögregluliðin á höfuðborg-
arsvæðinu og Suðurnesjum auk toll-
yfirvalda. Rannsóknin er einnig unnin
í samvinnu við lögregluyfirvöld í
nokkrum öðrum löndum. Lögreglu
grunar, að mennirnir hafi stundað
peningaþvætti með fíkniefnagróða.
Fram hefur komið að elsti maður-
inn hefur verið umsvifamikill á fast-
eignamarkaði hér á landi og erlendis
um árabil og rekið nokkur eignar-
haldsfélög. Þá er hann skráður fyrir
fatamerkjunum Criminal Record, In-
mate og Bastille sem tengjast fyrir-
hugaðri atvinnustarfsemi fanga á Ís-
landi. Fötin átti að hanna og
framleiða í íslenskum fangelsum und-
ir merkinu Made in Jail.
Úrskurðaðir áfram í
gæsluvarðhald til 1. júlí