Morgunblaðið - 20.06.2009, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 20.06.2009, Blaðsíða 22
22 FréttirERLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. JÚNÍ 2009 Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is MIKIL hætta er nú talin á aukinni hörku og jafnvel blóðbaði í deilunum í Íran. Æðsti valdamaður Írans, aja- tollah Ali Khamenei, flutti ræðu er hann stýrði morgunbænum í Teher- an í gær og varaði við því að mót- mælum vegna kosninganna yrði haldið áfram. Mátti skilja orð hans svo að gripið yrði til valdbeitingar til að stöðva þau. Lögreglan hefur að mestu látið fjöldamótmælin í Teher- an afskiptalaus þótt þau hafi farið fram í leyfisleysi. Khamenei sagði að pólitískir leið- togar þeirra sem mótmæla endur- kjöri Mahmouds Ahmadinejads for- seta yrðu „ábyrgir fyrir blóðsút- hellingum og ringulreið“ ef þeir kæmu ekki í veg fyrir frekari mót- mæli. Allt að 10 manns hafa þegar fallið í átökunum og liðsmenn trúar- bragðalögreglunnar Basij hafa ráð- ist inn á heimavistir stúdenta við há- skóla, brotið þar allt og bramlað og misþyrmt fólki. Einnig hafa þekktir umbótasinnar verið handteknir. Íranski lögfræðingurinn Shirin Ebadi, handhafi friðarverðlauna Nóbels og baráttukona fyrir réttind- um kvenna í Íran, hvatti í gær al- þjóðasamfélagið til að skakka leik- inn. „Ég vænti þess að það hindri [stjórnina] í að láta skjóta á almenn- ing,“ sagði Ebadi eftir að hafa átt fund með mannréttindafulltrúa Sameinuðu þjóðanna, Navi Pillay, í Genf. Ebadi sagði að halda bæri kosningar í landinu undir eftirliti SÞ. Ajatollah Khamenei sagði að nið- urstaða kosninganna yrði að ráðast í kjörklefunum, ekki á götum úti. Æðstiklerkurinn ítrekaði stuðning sinn við forseta landsins, Mahmoud Ahmadinejad, og sagði skoðanir hans í utanríkismálum og félagsmál- um mjög líkar sínum. Reuters Harka Ajatollah Ali Khamenei, helsti valdamaður í Íran, flytur ræðu sína við föstudagsbænir í Teheran-háskóla. Khamenei boðar aukna hörku Krefst þess að Mousavi tryggi að fjöldamótmælunum ljúki Í HNOTSKURN »Khamenei sagði Breta„verstu og brögðóttustu óvini“ Írana. Skýringin er m.a. sögð vera að mikið sé hlustað á BBC í Íran og líki honum það illa. Einnig voru Bretar í tíð heimsveldisins mjög af- skiptasamir um mál Írana. »Tortryggni í garð Breta erþví landlæg, sagt hefur verið að Íranar séu eina þjóð heims sem líti á Bandaríkja- menn sem kjölturakka Breta. BRETINN Henry Allingham, sem varð 113 ára fyrir nokkrum dögum, er nú talinn vera elstur allra karl- manna í heiminum en Japaninn To- moji Tanabe lést aðfaranótt föstu- dags, 113 ára að aldri. Allingham var í breska hernum í heimsstyrj- öldinni fyrri, var vélamaður á sjó- flugvél og tók þátt í sjóorrustunni miklu við Jótland. Gertrude Baines, sem býr í Los Angeles, er 115 ára og sögð elsta kona heims. Allingham segir að langlífið stafi af því að hann hafa notað „sígarettur og viskí og þekkt villtar, mjög villtar konur“ en bætir við að kímnigáfa hafi líka hjálpað sér. Fyrri heimsstyrjöld geisaði á ár- unum 1914 til 1918 og mörg hundr- uð þúsund Bretar féllu í átökunum. Allingham býr nú á heimili fyrir blinda uppgjafahermenn, það nefn- ist St Dunstan og er skammt frá borginni Brighton í suðurhluta Englands. Þar hefur hann dvalist síðan hann gafst upp á að búa í íbúð sinni í Eastbourne fyrir þrem árum. „Þetta er stórkostlegt,“ segir vinur hans, Denis Goodwin, sem hefur tekið þátt í fjölmörgum minningarathöfnum og hátíðum þar sem uppgjafahermenn skipa heið- urssess. „Hann mun taka þessu með jafnaðargeði eins og hann ger- ir ávallt.“ Áðurnefndur Tanabe fæddist 18. september 1895. Þegar hann varð 113 ára í fyrra sagði hann að leyndardómurinn væri góð mat- arlyst og holl fæða. Hann hefði aldrei neytt áfengra drykkja, tób- aks eða skyndibita. kjon@mbl.is Uppgjafahermaður elstur allra karla Segir sígarettur, viskí og kynni af „villt- um konum“ hafa stuðlað að langlífinu Reuters Brattur Henry Allingham barðist í fyrri heimsstyrjöldinni. FLEST bendir til þess að búið sé að leysa deilurnar um sérkröfur Íra varðandi Lissabonsáttmála Evrópu- sambandsins um breytingar á skipu- lagi og starfsreglum sambandsins. Er því talið nær öruggt að hann verði samþykktur í þjóðaratkvæðagreiðslu í haust. Írar vilja að hernaðarlegt hlutleysi þeirra verði tryggt, þeir hafi áfram full yfirráð í eigin skattamálum og fóstureyðingar verði sem fyrr ólöglegar í landinu. Andstæðingar sáttmálans á Írlandi og víðar segja að í reynd sé hann ekki annað en stjórnarskráin, sem felld var á sínum tíma, í nýjum umbúðum. Markmiðið með honum sé að auka yf- irþjóðlegt vald ESB á kostnað þjóð- ríkjanna. Leiðtogar ESB eru nú sagð- ir hafa komið sér saman um að samþykkja sérstakan viðauka fyrir Írland er ekki breyti sáttmálanum sem slíkum en ætti að duga til að róa írska kjósendur sem felldu sáttmál- ann í þjóðaratkvæði í fyrra. Öll aðildarríkin 27 verða að full- gilda sáttmálann eigi hann að taka gildi. Auk Íra eiga einungis Tékkar og Pólverjar eftir að fullgilda hann, er það vegna andstöðu forseta landanna tveggja en málaferli standa auk þess yfir í Þýskalandi vegna hans. Íhaldsmenn í Bretlandi hafa heitið því að komist þeir til valda muni þeir láta fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu um Lissabonsáttmálann. Þykir því mörgum leiðtoganna brýnt að leysa málið áður en íhaldsmenn komist til valda. kjon@mbl.is Komið til móts við sérkröfur Íra Fá viðauka við Lissabonsáttmálann Í HNOTSKURN »Forsetar Póllands og Tékk-lands neita að fullgilda sátt- málann fyrr en Írar hafi sam- þykkt hann. » Írland er eina ríkið þar semlög kveða á um að sáttmálar ESB skuli fara í þjóðaratkvæði, hin láta þingin um málið. STJÓRNVÖLD í Kína aftengdu leit- armöguleika á vef Google í landinu í gær og sögðu vefinn of oft vera tengdan við klám og ruddalegt efni, að sögn The New York Times. Emb- ættismenn áttu fund með fulltrúum Google á fimmtudag og tjáðu þeim að ef ekki yrði hreinsað burt særandi efni af vefsíðunni myndi verða beitt refsingum. Kínverskur hópur sem nýtur stuðnings stjórnvalda og fylgist með efni á netinu segir að Google hafi tvisvar fengið viðvörun, fyrst í jan- úar og síðan í apríl, vegna efnis sem nálgast mætti á síðunni. Google sagðist í yfirlýsingu vera að reyna að hreinsa síðuna af umræddu efni. Vestræn netfyrirtæki hafa sum samþykkt að settar séu upp síur til að ritskoða efni á vefnum í Kína. En netverjar hafa reynst afar snjallir í að fara fram hjá þessum hindrunum. Hafa þeir stundum sammælst um að koma sér upp eigin orðaforða, látið sakleysislegt orð eins og stól fá nýja merkingu, t.d. Tien An Men. Þannig hafa þeir getað rætt viðkvæm mál eins og fjöldamorðin 1989 án þess að auðvelt hafi verið að stöðva sam- skiptin. kjon@mbl.is Þjarmað að Google Ráðamenn í Peking ráðast gegn netklámi Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. Costa del Sol frá kr. 69.990 – 2 vikur – með eða án fæðis Heimsferðir bjóða frábær tilboð á allra síðustu sætunum til Costa del Sol þann 30. júní og 14. júlí í 2 vikur. Í boði er stökktu tilboð, með eða án fæðis, þar sem þú bókar sæti (og fæðisvalkost) og 4 dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir. Bjóðum einnig frábært sértilboð, með eða án fæðis, á Aguamarina íbúðahótelinu, einum af okkar allra vinsælustu gististaðnum á Costa del Sol. Ath. aðeins örfáar íbúðir í boði. Gríptu þetta frábæra tækifæri og njóttu lífsins í sumarfríinu á vinsælasta sumarleyfisstað Íslendinga á ótrúlegum kjörum. Verð kr. 69.990 – 2 vikur Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára, í íbúð í 2 vikur. Stökktu tilboð 30. júní og 14. júlí. Aukalega fyrir hálft fæði í viku kr. 44.000 fyrir fullorðna og kr. 22.000 fyrir börn. Ótrúlegt sértilboð - Aparthotel Aguamarina *** Verð kr. 79.990 Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára, í íbúð í 2 vikur. Sértilboð tilboð 30. júní og 14. júlí. Aukalega fyrir hálft fæði í viku kr. 44.000 fyrir fullorðna og kr. 22.000 fyrir börn. 30. júní og 14. júlí Aðeins örfá sæti og íbúðir á þessu kjörum!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.