Morgunblaðið - 20.06.2009, Qupperneq 31
Umræðan 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. JÚNÍ 2009
ÞETTA er áleitin
spurning og svarið
skiptir miklu um það
hvernig tekið er á mál-
efnum lesblindra. En
hvað er lestur eða læsi?
Á Lesvef mennta-
málaráðuneytisins seg-
ir svo um lestur eða
læsi: Lestur er ekki
eðlislægur, meðfæddur
eiginleiki, heldur lærð
aðgerð og að því leyti gjörólíkur mál-
tökunni. Lestur og ritun eru hugvit
mannsins og menning læsis hefur að-
eins fylgt hluta mannkyns í nokkra
mannsaldra. Flest börn læra að lesa
án sérstakrar fyrirhafnar og sum að
því er virðist algjörlega áreynslu-
laust. Fyrir önnur verður lestr-
arnámið óyfirstíganleg hindrun og
sársaukafull reynsla, sem jafnvel
markar alla þeirra skólagöngu og líf í
heild. Ef um alvarlega erfiðleika er
að ræða getur það haft í för með sér
skert lífsgæði fyrir viðkomandi ein-
stakling. Skilningur og þekking á eðli
lestrarerfiðleika getur hjálpað, ekki
aðeins við að draga úr alvarleika
lestrarerfiðleikanna sjálfra, heldur
einnig til að draga úr þeim afleið-
ingum sem slíkir erfiðleikar hafa á
lífsgæði fólks. Ég er sammála upp-
hafsorðunum: „Lestur er ekki eðl-
islægur, meðfæddur eiginleiki, held-
ur lærð aðgerð …“ en ósammála því
að lestur sé að þessu leyti gjörólíkur
máltökunni. Tungumálið er mann-
gert verkfæri þróað til samskipta og
málnotkunin – það að tala, lesa og
skrifa – er því lærð færni en ekki
meðfædd. Aftur á móti er skynjun
okkur meðfædd – við upplifum að
vera til og upplifum tengsl við um-
hverfið – „lesum“ umhverfið – okkur
til bjargar og afkomu. Skynjun leiðir
af sér hugsun, en hugsun er forsenda
sjálfsvitundar. Skynjun kveikir hugs-
un sem byggir upp færni til að leysa
vandamál – gera óþekkta hluti
þekkta og gera síðan það þekkta
óþekkjanlegt! Segja má að með því
að kveikja hugsun leiði skynjun
þannig af sér skynsemi, vit eða
greind. Veruleikinn hefur enga
merkingu fyrir okkur ef við upplifum
hann ekki. Skynjun og upplifun veru-
leikans gefur okkur merking-
armyndir – merkingarmyndir sem
eru forsenda máltökunnar. Upplifun
merkingar og hugsun (í myndum)
eru forsendur talmáls sem síðan leið-
ir af sér ritmál. Máltakan hefst með
talmálinu, – hlustun og tali, – en
notkun ritmáls, – lestur og ritun, – er
lokaþátturinn. Án lestrar er mál-
takan ekki fullkomnuð. Myndræn
skynjun og myndhugsun er okkur
meðfædd en þegar við lærum að tala
förum við flest að hugsa í orðum eða
hljóðmyndum orða í stað merking-
armynda. Hljóðmyndir orða eru síð-
an varðveittar í tákngerðum sjón-
myndum, eða rituðu máli. Orð
málsins eiga sér þannig þrjár mynd-
ir: a) merkingarmynd - sem við upp-
lifum eða sjáum fyrir okkur sem
mynd í huga af þeim veruleika sem
orðið stendur fyrir, b) hljóðmynd –
sem við heyrum sem mælt mál, talað
orð, – hljóðræna táknmynd þess
veruleika sem orðið stendur fyrir, c)
sjónmynd – sem við sjáum sem ritað
mál eða texta, skrifað/prentað orð, –
sjónræn táknmynd
hljóðmyndar þess veru-
leika sem orðið stendur
fyrir. Að læra að lesa er
lokastig máltökunnar.
Barn, sem upplifir
merkingu talaðs mál og
hefur vald á hljóð-
rænum táknmyndum
veruleikans, er tilbúið
til að læra að lesa –
bæta sjónrænu tákn-
myndinni við hljóð-
myndina og merking-
armyndina. Málnotkun
er lærð – lestur er því lærð aðgerð.
Skólarnir annast lestrarkennslu.
Flest börn læra að lesa á þeim aldri
sem þeim er ætlað og með þeim að-
ferðum sem skólinn ákveður. Þó er
alltaf nokkur fjöldi barna sem fellur
utan ramma lestrarkennslunnar.
Kennslan nýtist ekki þessum börn-
um, þau læra ekki að lesa, þau læra
að geta ekki lært að lesa – þau læra
að verða lesblind. Lesblinda er því
ekki fyrirbæri eða sjúkdómur sem
fólk „fær“ eða „er með“ – lesblinda er
lærð í tengslum við máltöku. Les-
blinda er afleiðing misheppnaðrar
lestrarkennslu – lestrarkennslu sem
ekki hentar þeim, sem hugsa í þrí-
víðum myndum. Þeir, sem hugsa í
þvívíðum myndum, læra að verða les-
blindir ef lestrarkennsla þeirra bygg-
ir á hljóðum tákna og hljóðmyndum
orða. Lestrarkennsla, sem byggir á
merkingarmyndum orða, er þeim
nauðsynleg til árangurs. Myndræn
börn, sem ekki njóta lestrarkennslu
við hæfi, ná þá ekki valdi á lestri og
eru sögð lesblind. Þau lenda síðan í
afleiddum erfiðleikum þegar fram í
sækir og velgengni í námi byggir æ
meir á lestri námsbóka. Getur þá svo
farið að góðir námsmenn gefist upp
og hverfi frá námi, jafnvel að ráði
skólans. Það er aldrei of seint fyrir
myndhugsuði, sem hafa „lært“ les-
blindu, að læra að lesa með sínu lagi –
losna þannig við lesblinduna og fara
að njóta hæfileika sinna. Lesblindan
er ekki meðfædd, hún er lærð. Les-
blindu læra þeir sem eiga þá náð-
argáfu að geta hugsað í myndum –
upplifað hugsanir sem myndasýn-
ingu. Með Davis lesblinduleiðrétt-
ingu er auðvelt að komast upp á lag
með að nýta náðargáfu sína, mynd-
hugsunina, til þess að ná fullkomnum
tökum á lestri og útrýma þannig „les-
blindunni“. Davis lesblinduleiðrétt-
ing hentar öllum myndhugsuðum,
sem ekki hafa notið lestrarkennslu
við hæfi og eru því sagðir lesblindir.
Er lesblinda meðfædd?
Eftir Sturlu
Kristjánsson »Er málið ekki mann-
gert samskiptatæki?
Er málnotkun þá ekki
lærð – líka lestur?
Getur þá lesblinda
verið meðfædd?
Sturla Kristjánsson
Höfundur er sálfræðingur og rekur
LES.IS.
@
Fréttir
á SMS
VITA er lífið
VITA | Skútuvogi 13a | Sími 570 4444
Skráðu þig í netklúbbinn - VITA.is
Brekkurnar
bíða þín á Ítalíu
VITA er í eigu Icelandair Group
og flýgur með Icelandair
á vit ævintýranna.
Verð 219.900 kr.
og 15.000 Vildarpunktar
á mann miðað við 2 í herbergi. Innifalið: Flug,
flugvallarskattar, gisting, hálft fæði og íslensk
fararstjórn. Almennt verð er 229.900 kr.
Verðdæmið miðast við ferðina 30. janúar.
Oswald
Nýuppgert fjögurra stjörnu glæsihótel. Vinsælt
hjá Íslendingum síðustu ár. Tilkomumikið,
virkilega vel staðsett og frábær aðbúnaður.
Mikil gæði á góðu verði.
Verð 157.900 kr.
og 15.000 Vildarpunktar
á mann miðað við 2 í herbergi. Innifalið: Flug,
flugvallarskattar, gisting, hálft fæði og íslensk
fararstjórn. Almennt verð er 167.900 kr.
Verðdæmið miðast við ferðina 30. janúar.
Alpen hotel Vidi
Hlýlegt með vistlegri herbergjum en búast má
við af þriggja stjörnu hóteli. Miðbærinn í
göngufæri. Hálft fæði innifalið í gistingunni.
Spennandi kostur á góðu verði.
Flugáætlun
30. janúar
6., 13., 20. og 27. febrúar
Madonna di Campiglio
Selva 7 dagar
7 dagar
Fararstjórar:
Einar og Anna
Hjá VITA getur þú lækkað verðið á ferðinni
þinni um allt að 10.000 kr. með 15.000 Vildarpunktum.
Auk þess eru veittir 2.500 Vildarpunktar fyrir allar
keyptar ferðir í leiguflugi með VITA. Þannig öðlast þú
stöðugt fleiri tækifæri til þess að njóta lífsins.
Þú getur notað
Vildarpunktana
hjá okkur
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
V
IT
46
46
8
06
.2
00
9