Morgunblaðið - 20.06.2009, Side 45

Morgunblaðið - 20.06.2009, Side 45
Menning 45FÓLK MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. JÚNÍ 2009 Hljómsveitin Mannakorn ásér drjúgan kafla í söguíslenskrar dægur-tónlistar, kafla sem nær orðið vel á fjórða áratug og er kafli sá alsettur smellum og sígildum dæg- urperlum. Spilarar hafa komið og far- ið úr bandinu en þeir fóstbræður Magnús Eiríks- son og Pálmi Gunnarsson hafa frá fyrstu tíð myndað kjarnann. Góðkunningja- kona þeirra kumpána, Ellen Kristjánsdóttir, tek- ur hér lagið með þeim og því hljóta allir aðdáendur Mannakorna að fagna. Allir sem heyrt hafa dægurlög Magnúsar Eiríkssonar (les. nálega hvert mannsbarn hér á landi) vita sem er að þau hafa mörg hver auð- kenndan og eilítið blúsaðan tón og það er nákvæmlega á þeim nótum sem nýja platan hefst. Tvö fyrstu lög- in gætu ekki hafa verið samin af nein- um nema Magnúsi, með yfirbragð sem er angurvært og mátulega kæru- leysislegt í bland. Rennslið á plötunni þaðan í frá er allt á ljúfu nótunum, lagasmíðarnar allar hinar hugguleg- ustu auk þess sem söngraddir þeirra Magnúsar, Pálma og Ellenar eru þýðar og viðfelldnar að vanda. En þar sem kosturinn er fyrir gamla og gegna hlustendur Manna- korna liggur um leið gallinn fyrir nýja áheyrendur. Því um leið og fyrri hóp- urinn fær hér sendingu að óskum er ólíklegt að margir nýir aðdáendur vinnist í þessari atrennu. Lagasmíð- arnar eru snyrtilega unnar en hér er fátt um lög sem búast má við að rati í fyllingu tímans á blað með hinum fjöl- mörgu sígildu poppperlum sem þessi félagsskapur hefur sent frá sér í gegnum tíðina. Engu að síður er plat- an hin þekkilegasta áheyrnar og hlustendur af kynslóð flytjendanna munu án nokkurs vafa sjá til þess að Von mun seljast grimmt. Vinir róa á vísan Mannakorn – Von bbbnn JÓN AGNAR ÓLASON TÓNLIST Góðgerðar- stefnumót BRESKI kvikmyndaleikarinn og hjartaknúsarinn Orlando Bloom aflaði Great Ormond-spítalanum í London tæpra tveggja milljóna þegar stefnumót með honum var boðið upp í fjáröflunarkvöldverði á dögunum. Á meðal annarra stór- stjarna sem léðu krafta sína í fjár- öfluninni má nefna Formúlu 1 öku- manninn Lewis Hamilton sem bauð demantsskreyttan ökuhjálm upp en alls tókst að safna um 450 þúsund pundum eða tæpum 100 milljónum íslenskra króna fyrir sjúkrahúsið. Fjáröflunargestum var að sjálf- sögðu boðið upp á dýrindis kvöld- verð auk þess sem söngkonan Duffy tróð upp. Bloom er ekki eina stór- stjarnan sem hefur boðið sjálfan sig upp því fyrr á árinu bauð ofurfyr- irsætan Kate Moss einn koss fyrir um eina milljón króna og Twilight- leikarinn Robert Pattinson aflaði hvorki meira né minna en 8,5 millj- óna króna í skiptum fyrir koss á Cannes-kvikmyndahátíðinni. Orlando Bloom Dýr væri Hafliði allur. SÁ orðrómur er kominn á kreik í Hollywood að bandaríska leik- konan Scarlett Johansson muni leika í endurgerð kvikmyndarinn- ar Brúður Frankenstein eða The Bride of Frankenstein. Upp- haflega myndin var gerð árið 1935 og má fastlega búast við því að kynþokki brúðarinnar verði uppfærður líkt og tæknibrellurnar en upphaflega brúðurin var leikin af ensku leikkonunni Elsu Lanc- hester. Söguþráður myndarinnar er í stuttu máli sá að vísinda- maðurinn Frankenstein vekur mann sem hefur verið settur saman úr mismunandi líkams- pörtum til lífsins. Þegar hann sér hversu einmana hinn upprisni maður er endurtekur hann leikinn og vekur upp með sömu aðferðum brúði honum til handa. Hins vegar flækjast málin þegar brúðurin neitar að ganga að eiga skrímslið. Neil Burger sem hefur áður unnið að myndum á borð við The Ill- usionist mun bæði leikstýra myndinni og skrifa handritið. Þess má svo geta í lokin að mexíkóski leikstjórinn Guillermo del Toro hefur lýst yfir áhuga á að gera nýja útgáfu af upprunalegu sög- unni um Frankenstein eftir Mary Shelley.Scarlett Johansson Verður ábyggilega mjög fögur brúður. Leikur brúði Fran- kenstein

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.