Morgunblaðið - 26.06.2009, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 26.06.2009, Blaðsíða 4
4 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JÚNÍ 2009 AF ÖLLUM SLÁTTUVÉLUM OG SLÁTTUORFUM TAX FR EE TAX FREE GILDIR TIL SUNNUDAGS Rafmagnsvélar og bensínvélar í úrvali FRÉTTASKÝRING Eftir Magnús Halldórsson og Ágúst Inga Jónsson „UPP úr hádegi á miðvikudag var borað niður í bráðið berg við venju- bundna borun. Það var búið að bora í tvígang niður á þetta dýpi og þá stoppaði borinn án þess að skýring hefði komið fram sem menn áttuðu sig á. Þegar ljóst var hvað hefði gerst kom það töluvert á óvart,“ segir Guð- mundur Ómar Friðleifsson jarðfræð- ingur og talsmaður IDDP-djúpbor- unarverkefnisins í Vítismó við Kröflu sem Landsvirkjun og Alcoa hafa kostað. Þegar borinn Týr fór niður í bráðið bergið þá festist hann en við vatns- kælingu komu í ljós glerjuð bergsýni sem aðeins geta komið fram vegna hraunkviku. „Það er ekki hætta á ferðum, hvorki fyrir fólk né tæki, en hiti vatnsgufunnar er líklega 350 til 370 gráður og þrýstingur vel viðráð- anlegur,“ segir Guðmundur Ómar. Hann segir það hafa komið veru- lega á óvart að koma niður á bráðið berg á þessu dýpi. „Það kom á óvart, ekki síst í ljósi þess að holur í næsta nágrenni við þessa höfðu ekki gefið vísbendingar um bráðið berg á þessu dýpi. Það er erfitt að segja hversu stórt svæði þetta er þar sem berg- kvikan er,“ segir Guðmundur Ómar. Boranir gengið brösuglega Verulegar tafir hafa orðið á verk- efninu. Áður en komið var niður í bergkvikuna var verkefnið komið meira en mánuð á eftir á áætlun. Frá því í lok mars, þegar byrjað var að bora, hafði borinn fest fimm sinnum. Í þremur tilfellum tókst að losa bor- inn, án vandkvæða, en í eitt skipti þurfti að skilja krónu borsins eftir. Borstengurinn festist tvisvar á 2.100 metra dýpi og tvisvar hefur verið steypt í holuna og borað framhjá festustað. Á næstu dögum verður farið yfir hvernig verður hægt að nýta holuna. Guðmundur Ómar segir hugsanlegt að nýta orkuna sem holan skilar af sér nú þegar. Á annan tug megavatta gætu verið nýtanleg en það bíði þó betri tíma að rannsaka til fulls hvern- ig best verður að nýta holuna. „Þetta er um margt athyglisverð staða. Það verður að koma í ljós hvernig verk- efninu verður fram haldið en það er ljóst að það hefur skapast mikilvæg- ur farvegur fyrir rannsóknir við þessa óvæntu stöðu,“ segir Guð- mundur Ómar. Í upphafi djúpborunarverkefnis- ins var ákveðið að bora þrjár djúp- borunarholur. Auk holunnar við Kröflu var stefnt á að bora á Hellis- heiði og á Reykjanesi, á virkjana- svæðum Orkuveitu Reykjavíkur og HS Orku. Nokkurrar óvissu gætir nú um verkefnið en það verður endur- skoðað í heild á næstunni. Líklegt er þó að haldið verði áfram með það, samkvæmt heimildum Morgunblaðs- ins. Efnahagsástandið, aðgengi að lánsfé þar á meðal, getur þó spilað inn í hversu hratt verkefnið vinnst. „Verkefnið hefur gengið mjög vel og það má segja að óvæntir hlutir, eins og þeir sem við erum að upplifa núna, séu að gefa mönnum innsýn inn í nýj- an heim,“ segir Guðmundur Ómar. Kostnaðurinn við borunina hefur numið um einum milljarði króna. 4–5 kílómetra dýpi Með íslenska djúpborunarverk- efninu IDDP, sem hefur vakið mikla athygli á alþjóðavettvangi, er ætlun- in að bora niður í allt að 4–5.000 metra dýpi til að komast að jarðhita í svonefndu yfirmarksástandi, það er meiri en 375 gráðu hita og meira en 220 bar þrýsting. Jarðborun hefur séð um borunina. Fyrirtækin sem standa að baki djúborunarverkefninu eru Lands- virkjun, HS Orka hf., OR, Orku- stofnun, Alcoa og Statoil New Energy AS. Boruðu niður í bráðið berg á 2,1 km dýpi Líklega á annan tug megavatta virkjanleg úr holunni Morgunblaðið/Magnús Borað Það hefur gengið á ýmsu hjá þeim Hjalta Hafsteinssyni og Júlíusi Emilssyni og félögum þeirra hjá Jarðborunum frá því byrjað var að bora. FRÉTTASKÝRING Eftir Skúla Á. Sigurðsson skulias@mbl.is SAMKVÆMT skýrslu Ríkisend- urskoðunar til Alþingis um fjárhag fimmtíu ríkisstofnana munu tólf þeirra fara fram úr fjárheimildum fjárlaga ársins. Hjá tíu stofnunum var ekki mögulegt að meta hvort fjárlög myndu halda. Átta stofnanir koma mjög illa út en tvær þeirra, Landbúnaðarháskóli Íslands og Námsmatsstofnun, eru sagðar standa höllustum fæti fjárhagslega. Um þessar tvær stofnanir segir í skýrslunni að uppsafnaður halli þeirra sé svo mikill að ekki verði brugðist við honum tímanlega nema með verulegri þjónustuskerðingu, viðbótarfjárveitingu eða hvoru tveggja. Reiknað er með 265 milljóna króna uppsöfnuðum halla af rekstri Landbúnaðarháskólans í lok ársins en halli síðasta árs nam 150 millj- ónum. Uppsafnaður halli á rekstri Námsmatsstofnunnar í lok árs er áætlaður 25 milljónir þrátt fyrir að stofnunin hafi í fyrra skilað 46 millj- óna afgangi. Aukið álag í þrengingunum Í skýrslunni segir að rekstrar- áætlanir þeirra 23 stofnana sem gera ráð fyrir óskertri þjónustu fari fram úr fjárveitingum. Hjá ríflega helmingi stofnananna fimmtíu hefur þjónusta verið skert en þó hefur svo- kölluð grunnþjónusta verið að mestu óskert. Á sama tíma og skorið hefur verið niður hefur álag hjá mörgum stofn- unum aukist og eftirspurn eftir þjónustu þeirra aukist. Er þetta í skýrslunni rakið til efnahags- ástandsins. Úttektin er hluti átaks Ríkisend- urskoðunar í eftirliti með fjár- málastjórn ráðuneyta og stofnana. 265 milljóna uppsafnaður halli hjá Landbúnaðarháskólanum í árslok                                                      ! " #    $ !  "!#$ "!  "$  % & ##" "" $ #  $$   $ $ $ !  !$   # !$   $ #  $ #$ "  !#$   #!$  $! !$   # #"$ $$ "  $ Í nýrri úttekt Ríkisendurskoð- unar segir að fjárlög muni ekki standast hjá um fjórðungi ríkis- stofnana. Stofnunin telur að taf- arlaust þurfi að bregðast við stöðu a.m.k. átta stofnana. „Þetta kemur okkur svo sem ekkert á óvart, þetta var vitað,“ segir Ágúst Sigurðsson, rektor LBHÍ. Hann segir að undanfarin ár hafi vantað um 10% til að fá næga fjár- veitingu. Skólar í svipaðri stöðu hafi fengið þetta leiðrétt í síðustu fjárlögum en ekki LBHÍ. Ágúst segir að ekki hafi fylgt nauðsynlegt aukafé þegar skólinn var færður á háskólastig árið 2005. „Maður býr ekki til háskóla bara með því að setja upp skilti, maður þarf að byggja upp og það kostar fé.“ Ekki nóg að setja bara upp skilti „Þessi framsetning er afskaplega villandi,“ segir Júlíus K. Björnsson, forstöðumaður, Námsmatsstofn- unar. Stofnunin hafi unnið fjár- hagsáætlanir sínar í nánu samstarfi við menntamálaráðuneytið og þeg- ar hafi verið ákveðið að greiða hinn uppsafnaða halla upp á næstu tveimur árum. Hafi þetta verið í samráði við og að tillögu ráðuneyt- isins. Þá hafi Ríkisendurskoðun lagt blessun sína yfir þessa aðferð. Greiða hallann upp á næstu tveimur árum JARÐSKJÁLFTI upp á 4,4 á Richter mældist fjóra kílómetra norðaustur af Krýsuvík, í nágrenni við Kleif- arvatn, síðegis í gær. Skjálftinn fannst vel á höfuðborgarsvæðinu en lítið sem ekkert á Suðurnesjum. Engar fréttir af skemmdum bárust. Fjöldi eftirskjálfta riðu yfir í gær- kvöldi en enginn þeirra var jafn sterkur. Skjálftavirkni við Kleifarvatn hef- ur verið mikil og nánast viðvarandi í á annan mánuð. Að sögn Veðurstofu Íslands hófust viðvaranir um aukna skjálftavirkni á Krýsuvíkursvæðinu að berast um klukkan 16.20 í gær- dag. Stærsti skjálftinn reið síðan yfir um klukkutíma síðar. Í kjölfarið dró aðeins úr virkninni en annar skjálfti með sömu upptök reið þó yfir um kl. 19.20. Hann var nokkuð minni, eða um 3,2 á Richter. Skjálftavirkni hefur verið tölu- verð á landinu undanfarna daga og vikur, t.a.m. mældust tveir skjálftar að kvöldi 19. júní sl., einnig í Krýsu- vík. Þeir voru allt að 4,2 að styrk. Mikil skjálftavirkni nálægt Krýsuvík                              NÝR BÆJARSTJÓRI í Kópavogi verður kjörinn á auka bæjarstjórn- arfundi sem haldinn verður næst- komandi þriðjudag, 30. júní. Þetta var ákveðið á bæjarráðsfundi í gær. Gunnar I. Birgisson hætti sem bæjarstjóri á miðvikudag en hann kveður starfsfólk bæjarins formlega í dag. Sjálfstæðismenn í Kópavogi hafa útnefnt Gunnstein Sigurðsson sem eftirmann Gunnars og að óbreyttu verður hann kjörinn bæjarstjóri á þriðjudag. Nýr bæjarstjóri 30. júní

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.