Morgunblaðið - 26.06.2009, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 26.06.2009, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JÚNÍ 2009 SPARBÍÓ 550 krkr á allar sýningar merktar með appelsínugulu STÆRSTA BÍÓOPNUN Á ÍSLANDI ÁRIÐ 2009 LANG VINSÆLASTA MYNDIN! 38.000 MANNS FRÁ FRUMSÝNINGU! „ÉG HEF EKKI SKEMMT MÉR BETUR Í BÍÓ SÍÐAN EINHVERN TÍMANN Á SÍÐUSTU ÖLD.“ „ÞÁ ER HANDRITIÐ MEINFYNDIÐ, UPPFULLT AF GEGGJUÐUM UPPÁKOMUM.“ „FLEST LEGGST Á EITT AÐ HALDA MANNI Í NÁNAST ÓSTÖÐVANDI HLÁTURSKASTI OG „GÓÐUM FÍLING“, ALLT FRÁ UPPHAFSMÍNÚTUNUM...“ S.V. - MBL SÝND MEÐÍSLENSKUTALI FRÁBÆR FJÖLSKYLDUSKEMMTUN SÝND Í KRINGLUNNI Á SUNNUDAG SÝND M EÐ ÍSLENSK U TALI SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG AKUREYRI ÞETTA ERU FORFEÐUR ÞÍNIR SÝND Í ÁLFABAKKASÝND Í ÁLFABAKKASÝND Í KEFLAVÍK SÝND Í ÁLFABAKKA / AKUREYRI TRANSFORMERS 2 kl. 5 - 8 - 11 Powersýn. kl.11 10 THE HANGOVER kl. 6 - 8 - 10 12 / KEFLAVÍK TRANSFORMERS 2 kl. 5 - 8 - 11 Powersýning kl. 11 10 GULLBRÁ OG BIRNIRNIR 3 kl. 6 L YEAR ONE kl. 8 7 ADVENTURELAND kl. 10:10 12 / SELFOSSI TRANSFORMERS 2 kl. 5 - 8 - 11 Powers. kl. 11 10 GULLBRÁ OG BIRNIRNIR 3 kl. 6 L MANAGEMENT kl. 8 - 10:20 10 „Alþýðuhöllin“ undirstrikar þetta auðvitað best en skilaboðin þar eru klárlega að húsið sé eign okkar allra og sé fyrir alla. Þetta undir- strikaði Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúi Sjálfsstæðisflokks- ins, í spjalli við mbl.is á miðviku- daginn. Þar sagði hann að engin ein tegund tónlistar eða ein starf- semi færi þangað inn heldur eitt- hvað sem væri við allra hæfi.    Þó nýtt nafn hússins sé auðvitaðekkert annað en spaugileg til- raun stjórnmálamanna til þess að reyna að stýra skoðunum fólksins um byggingu hússins á jákvæðari brautir ber að fagna þessari op- inberu yfirlýsingu um „útvíkkun“ starfseminnar. Það sést skýrt á þeirri starfsemi sem nú er þegar búið að samþykkja að hleypa þang- að inn að byggingin er ennþá að- allega hugsuð fyrir tónlistartengda starfsemi. Síðustu misseri höfðu popp- og rokktónlistarmenn lýst yf- ir áhyggjum af því að þeir fengju ekki inni með tónleika sína þar sem starfsemin væri aðallega hugsuð fyrir tónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands og aðrar uppákomur í „fínni“ kantinum. Það er ekki hægt að skilja orð Júlíusar Vífils á annan hátt en svo að tónlistarmenn á borð við Bubba Morthens, Sigur Rós eða Björgvin Halldórsson geti hætt að bóka íþróttahallir fyrir stærstu við- burði sína um leið og dyrnar á Al- þýðuhöllinni opnast. Nú stefnir því í að starfsemin geti orðið nær þeirri sem fer fram í Barbican Center í London. Þar eru engir fyrirfram ákveðnir listrænir rammar. Þar fær allt áhugavert inni, hvort sem það er á sviði tón-, leik- eða danslistar eins lengi og talið er að viðburðirnir séu það eft- irsóttir að miðar seljist.    En nafnið er auðvitað hræðilegt!Af hverju þarf alltaf að rétt- læta húsbyggingar fyrir lista- starfsemi á meðan enginn setur neitt út á byggingu íþróttahúsa? Ef við berum saman árangur þjóð- arinnar í íþróttum og listum er augljóst að skoðanir fólks taka lítið mið af árangri. Það eru engar Bjarkir eða Sigur Rósir á sviði ís- lenskra íþrótta. Prófið bara að spyrja hvaða túrista sem er um landsliðið í handbolta ef þið trúið mér ekki. Og Eiður? Flestir halda að hann sé frá Svíþjóð. Lengi lifi Tónlistarhúsið! biggi@mbl.is Án hvers geturðu ekki verið? Vina minna! Ætlar þú að sjá Húmanímal þegar það verður tekið upp í haust? (spyr síðasti aðalsmaður, Margrét Bjarnadóttir, dansari.) Hef nú þegar séð verkið og fannst það mjög skemmtilegt. Hvar læturðu helst til þín taka á heimilinu? Ég er æst í hreingern- ingum. Er sjónvarpið ekki bara dautt sem miðill. Er netið ekki málið? Netið klikkar aldrei en Mónitor á Skjá Einum klikkar seint. Hvaða persónu myndirðu vilja hitta? Vá, þær eru svo margar og ólíkar. Vivienne Westwood er of- arlega á listanum ásamt Michael Jackson. Besti sjónvarpsþátturinn (fyrir utan Monitor þ.e.)? Ég er algjör sjónvarps- þáttanörd og elska mest Arrested Development, Office (US), Klovn, Calif- ornication, Mad Men, Family Guy, Sein- feld, Simpsons og Gossip Girl. Segðu okkur eitthvað um Atla Fannar, ritstjóra Monitor, sem enginn annar veit. Hann er í leynilegu ástarsam- bandi. Hvaða plötu hlustar þú mest á þessa dagana? Síðasta plata sem ég nauðgaði var Rules með The Whitest Boy Alive. Borðar þú morgunmat? Þar sem eitt fyrsta orðið sem kom út úr mér sem barn er morg- unmatur verð ég að segja já! Ég þarf mitt kaffi og með því. Fyllirðu bílinn af bensíni þegar þú tekur bensín, eða kaupir þú fyrir ákveðna upphæð? Ég á ekki bíl en fæ þá ófáa lánaða yfir vikuna og skelli þá þúsund krónum á kaggann. Hver er tilgangur lífsins? Lifa, elska og njóta þess! Hefurðu lagt í stæði ætlað fötluðum? Því miður, já. Leno eða Conan? Leno. Hverju myndirðu vilja breyta í eigin fari? Kannski að hætta að segja djók. Djók... Nei, djók. Djók. Ef þú værir neydd til þess, gætirðu útskýrt ís- lenska bankahrunið? Græðgi, spilling og veruleikafirring. Of mikill yfirdráttur, of mik- ið Epal og of mikið af 50 cent, Tinu Turner og gullrísottó. Býrðu yfir leyndum hæfileika? K.A.R.Ó.K.Í. Hvers viltu spyrja næsta viðmælanda? Hvernig leggst sjónvarpsþátturinn Mónitor í þig? HVAÐ VAR ÞETTA MEÐ GULLRÍSOTTÓIÐ? AÐALSMAÐUR VIKUNNAR ER ERNA BERGMANN, UMSJÓNARMAÐUR MAGASÍNÞÁTTARINS MONITOR SEM HÓF GÖNGU SÍNA Á SKJÁ EINUM Í VIKUNNI.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.