Morgunblaðið - 26.06.2009, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 26.06.2009, Blaðsíða 25
Minningar 25 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JÚNÍ 2009 Einar Jónasson ✝ Einar Jónassonfæddist á Ísafirði 10. júní 1948. Hann lést á líknardeild Landspítalans í Kópa- vogi 13. maí síðastlið- inn og var jarðsung- inn frá Seljakirkju 28. maí. Meira: mbl.is/minningar Sigurbjörg Hallgrímsdóttir ✝ Sigurbjörg Hall-grímsdóttir fæddist í Gríms- húsum í Aðaldal 10. júlí 1931. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga 9. júní síðastliðinn og var út- för hennar gerð frá Neskirkju í Aðaldal 16. júní. Meira: mbl.is/minningar Minningar á mbl.is Selhellu 3 Hafnarfirði Sími 517 4400 • www.englasteinar.is ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, MARÍA RAGNARSDÓTTIR, Skógargötu 1, Sauðárkróki, verður jarðsungin frá Sauðárkrókskirkju laugar- daginn 27. júní kl. 11.00. Ola Aadnegard, Stína Gísladóttir, Magnús Aadnegard, Kristín Pálsdóttir, Sigrún Aadnegard, Andrés Viðar Ágústsson, Kristinn Aadnegard, Ása Björk Snorradóttir, Sigurður Aadnegard, Sigríður Pétursdóttir, Knútur Aadnegard, Brynja Kristjánsdóttir, Jóhann Aadnegard, Eva Sveinsdóttir, Baldur Aadnegard, Sigríður Jónsdóttir, Guðríður Aadnegard, Magnús J. Hinriksson, Ingibjörg Aadnegard, Trausti Kristjánsson, Stefán Aadnegard, Ingibjörg Ólafsdóttir, Hilmar Aadnegard, Hallfríður Guðleifsdóttir, ömmubörn og fjölskyldur. ✝ Eiginmaður minn, JÓN ÍSBERG fyrrv. sýslumaður í Húnavatnssýslu, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri miðvikudaginn 24. júní. Þórhildur Ísberg. ✝ SOFFÍA S. BRIEM, Hraunvangi 7, Hafnarfirði, lést á Hrafnistu Hafnarfirði mánudaginn 22. júní. Jarðarförin fer fram frá Fossvogskapellu mánudaginn 29. júní kl. 13.00. Börnin. ✝ Innilegar þakkir færum við öllum þeim er sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar móður minnar, tengdamóður og ömmu, EMELÍU STEFÁNSDÓTTUR, dvalarheimilinu Hlíð, áður til heimilis Hrafnagilsstræti 19, Akureyri. Sérstakar þakkir til starfsfólksins á dvalarheimilinu Hlíð fyrir góða umönnun. Anna Jóna Jóhannsdóttir, Einar Jón Briem, Mendanita Eyrún Cruz og barnabörn. ✝ Okkar ástkæra móðir, tengdamóðir, amma og langamma, FANNEY MAGNÚSDÓTTIR, lést á Sólvangi Hafnarfirði mánudaginn 22. júní. Jarðarförin fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði mánudaginn 29. júní kl. 15.00. Anna Magnea Ólafsdóttir, Þórarinn Sigvaldi Magnússon, Tryggvi Ólafsson, Theódóra Gunnlaugsdóttir, Lára Ólafsdóttir, Sveinn Andri Sigurðsson og ömmubörn. ✝ Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra er auðsýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengda- föður, afa og langafa, SIGURJÓNS INGÓLFSSONAR frá Skálholtsvík, Sléttuvegi 13, Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki deildar B2 á Landspítalanum í Fossvogi og L5 á Landspítalanum Landakoti fyrir frábæra umönnun, hlýhug og virðingu. Sigfríður Jónsdóttir, Þorgerður Sigurjónsdóttir, Gunnar Benónýsson, Anna Sigurjónsdóttir, Guðjón Jóhannesson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Þorbjörg Hólm-fríður Sigurjóns- dóttir fæddist í Reykjavík 12. apríl 1918. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 17. júní síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Sig- urjón Jónsson bók- sali, f. 27. júní 1882, d. 19. nóvember 1957 og Guðlaug Ragn- hildur Árnadóttir, f. 4. maí 1891, d. 21. nóvember 1947. Systkini Þorbjargar eru: Gunnar, f. 4. september 1913, d. 19. nóv- ember 1980; Árni, f. 22. febrúar 1916, d. 2. júlí 1999; Jóna, f. 14. júlí 1920, d. 13. júlí 1999; og Svan- laug, f. 20. júní 1923. ur börn. c) Árný Vigfúsdóttir, f. 29. apríl 1976, gift Svavari Herði Heimissyni, hún á þrjú börn. 3) María, f. 5. febrúar 1954, gift Grími Andréssyni. Börn þeirra eru: a) Rósa, f. 24. mars 1987. b) Friðrik, f. 16. desember 1988. Þorbjörg ólst upp á Þórsgötu 4 þangað til hún stofnaði sitt eigið heimili sem hún sinnti af alúð alla tíð. Hún var í kvöldskóla K.F.U.M. 1932-33 eftir skyldunám. Þor- björg var félagi í kristilegu starfi á vegum K.F.U.M. & K. og Kristniboðssambandsins. Hún var einnig félagi í kvennadeild Gí- deonfélagsins frá 1977. Söngur var hennar aðaláhugamál og vitn- isburður.Var hún í ungmeyja- kórnum og söng bæði í kvennakór K.F.U.K. og blönduðum kór félag- anna. Þau hjónin bjuggu lengst af á Kirkjuteigi en síðustu árin bjó Þorbjörg hjá dóttur sinni í Mið- túni 80. Útför Þorbjargar fer fram frá Fossvogskirkju í dag, 26. júní, og hefst athöfnin klukkan 11. Meira: mbl.is/minningar Hinn 27. maí 1939 giftist Þorbjörg, Friðriki Vigfússyni, f. 4. júlí 1913, d. 1. ágúst 2000. For- eldrar hans voru Vigfús Guðbrands- son klæðskeri og María Sigurð- ardóttir. Dætur þeirra eru: 1) Guð- laug, f. 23. apríl 1945, d. 27. apríl 1945. 2) Guðlaug, f. 28. október 1947, gift Ragnari Gylfa Einarssyni. Hún á þrjú börn. Þau eru: a) Lilja Klein, f. 5. júní 1965, í sambúð með Hauki Árnasyni, hún á einn son. b) Karl Georg Klein, f. 5. ágúst 1969, í sambúð með Írisi Ólafsdóttur, hann á fjög- Elsku amma Obba, nú þegar þú ert farin er auður stóll við borðið, efri hæð sem er tóm og hola í hjarta okkar allra. Enginn getur fyllt þessi skörð, því að þú ert og verður alltaf amma okkar, fimmti meðlimur fjölskyld- unnar. Þrátt fyrir að sjón þín og heyrn væru farin að gefa sig, varstu alltaf með á nótunum varðandi gang og hag fjölskyldunnar, enda varstu ætíð svo tónelsk og jafnvel farin að hlusta á djass, sem kom ekki til greina áður fyrr enda hafði klassíkin alltaf verið í mestu uppáhaldi hjá þér. Þú kenndir Fidda að spila á gítar og hvattir hann til þess að feta tónstig- ann, enda var gítarinn þér svo hug- leikinn. Þú slóst á strengi lífs þíns sem veittu þér ómælda gleði og síðan spilaðir þú síðustu nóturnar á lífsgít- ar þinn. Það var kynngimagnað að fylgjast með því hvernig kona sem var komin svo langt á efri ár, gat enn víkkað sjóndeildarhring sinn. Þú kenndir okkur öllum að vera guðræk- in, undirstrikaðir mörg vers í Biblí- unni sem var þín uppáhaldsbók og varst blessuð með mörgum barna- börnum og barnabarnabörnum. En stærsta blessunin var þó sú að eiga þig sem ömmu og að geta alltaf haft athvarf hjá þér öll mikilvægustu árin. Sjónin kom ekki í veg fyrir að þú myndir missa af einum einasta merk- isviðburði, hvort sem það var í fjöl- skyldunni eða á lands- og heimsvísu. Við dáðumst að því hversu ung þú varst í anda, enda var heilinn ávallt í lagi. Um nóttina þegar við héldum að við hefðum misst þig fyrir fullt og allt, gafstu okkur annað tækifæri til þess að hitta þig og aðeins lengri tíma til þess að vera með þér. Það var mikil blessun og fyrir það erum við þér æv- inlega þakklát, þó að það hafi verið harmþrungið að sjá þig þjást svona mikið undir það síðasta. Við trúum því ekki enn að þú sért farin. Við eigum enn von á því að þú gangir niður stigann, setjist að borð- um hjá okkur og að þegar við göngum upp stigann þá heyrum við klassísku tónlistina berast úr herbergi þínu, að þú sért að hlusta á einhverja fræðandi bók eða horfa á fréttirnar. Það var því harla einmanalegt að þú skyldir ekki vera með okkur þennan sautjánda júní til þess að sjá landsleikinn en það er huggun að vita af því að þú vakir yfir okkur, með afa þér til hægri handar og fjölskylduna þína og vini til þeirrar vinstri, þar sem þið öll hvetjið fjölskylduna og landsliðið til dáða. Við getum vel séð fyrir okkur, hvar þú situr í hægindastólnum þínum með áfasta fótskemilinn, sem þú átt hér heima og sýpur á uppáhaldinu þínu, kóka kóla, og færð þér smábita af súkkulaði, nú með fullkomna sjón, heyrn og heilsu, til þess að fylgjast með ört stækkandi fjölskyldunni. Þakka þér fyrir allan stuðninginn, matinn, kennsluna og allt hið góða sem þú hefur veitt okkur öllum á þinni löngu ævi. Með tíð og tíma mun ein- hver setjast í stólinn þinn, einhver flytja á hæðina og holan í hjartanu fyllist. En þetta verður allt holt að innan, þar til við munum einn daginn sjást á ný. Ástarkveðjur, þín barnabörn, Rósa Grímsdóttir og Friðrik Grímsson (Fiddi). Elsku besta amma. Þegar við lítum til baka og rifjum upp öll árin með þér, sjáum við hversu einstaklega heppin við vorum að eiga þig sem ömmu. Þú varst svo hlý og hjartagóð og væntumþykjan til okkar allra var mikil. Í okkar huga varst þú hin full- komna amma, alltaf til staðar og dekr- aðir við okkur. Aldrei fórum við svöng frá ykkur afa og alltaf töfraðir þú fram hlaðborð þegar við birtumst á Kirkjuteig. Amma, þú varst einstak- lega iðjusöm, alltaf að og stoppaðir aldrei en hafðir alltaf tíma fyrir okk- ur. Hógværð, reglusemi og trúrækni var þér eðlislæg og var okkur góð fyr- irmynd. Eitt af því voru bænirnar sem þú kenndir okkur og baðst með okkur þegar við gistum hjá ykkur afa. Þú kenndir okkur og leiðbeindir með allt sem við tókum okkur fyrir hendur, hvort sem það voru venjur og siðir eða gafst þér tíma til að hlusta á okkur þegar við vorum í tónlistar- námi, því þú hafðir svo gott tóneyra. Elsku amma, nú kveðjum við þig með söknuði og þökkum fyrir allt sem þú gafst og gerðir fyrir okkur. Guð blessi þig. Allt sem faðirinn gefur mér mun koma til mín og þann sem til mín kemur mun ég alls eigi brott reka. (Jóh. 6.37.) Lilja, Karl og Árný. Elskuleg móðursystir mín Þor- björg Hólmfríður Sigurjónsdóttir lést á Landspítalanum í Fossvogi 17. júní sl. eftir stutt og erfið veikindi. Mikið og náið samband var alltaf á milli Þor- bjargar, sem alltaf var kölluð Obba og systkina hennar. Það helgaðist ekki síst af staðfastri trú þeirra allra á frelsarann Jesú Krist sem þau fengu að kynnast á æskuheimili sínu að Þórsgötu 4 í Reykjavík og í kristilegu félögunum KFUM og KFUK. Obba og systkinin öll höfðu mikið yndi af tónlist og þá einkum kristi- legri tónlist sem tengdist félögunum. Obba og móðir mín Svana sungu mik- ið saman hér á árum áður og spiluðu undir á gítar. Jóna systir þeirra söng einnig með þeim, einkum í upphafi en hennar þátttaka minnkaði þegar hún flutti út á land. Bræður þeirra tóku einnig virkan þátt í tónlistinni með þeim. Árni söng og Gunnar lék undir á píanó. Það er ekki langt síðan að þær systur Obba og móðir mín spiluðu saman á gítar og sungu. Mamma spil- aði á kassagítar en Obba á rafmagns- gítar. Við eigum mynd af þeim og er sú mynd alveg dásamleg. Það fylgir því mikill söknuður að þurfa að kveðja yndislega konu en við þökkum allar góðu minningarnar. Ég bið góðan Guð að styrkja og vera með fjölskyldu Obbu og blessa minningu hennar. Ólöf Inga Heiðarsdóttir Þorbjörg Hólmfríður Sigurjónsdóttir  Fleiri minningargreinar um Þor- björgu Hólmfríði Sigurjóns- dóttur bíða birtingar og munu birt- ast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.