Morgunblaðið - 26.06.2009, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 26.06.2009, Blaðsíða 24
24 Minningar MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JÚNÍ 2009 ✝ Þórður JóhannesArason fæddist á Illugastöðum í Múla- sveit 30. september 1913. Hann andaðist 16. júní 2009. For- eldrar hans voru hjón- in Vigdís Sigurð- ardóttir frá Múlakoti við Þorskafjörð, f. 1. ágúst 1876, d. 26. mars 1951, og Ari Þórð- arson frá Kletti í Kollafirði, f. 2. október 1868, d. 26. nóvember 1921. Jóhannes var 4. af 7 börnum hjónanna Ara Þórð- arsonar frá Kletti í Gufudalssveit og Vigdísar Sigurðardóttur frá Múla í Þorskafirði. Eldri systkinin voru Sigríður Jóhanna, f. 1909, Elías Ísleifur, f. 1910, Guðmundur Guðbrandur, f. 1911 og yngri voru Ólöf Sigríður, f. 1916, Jóakim, f. 1917 og Arnfríður, f. 1920. Þau eru öll látin. Kona Jóhannesar var Steinunn Óskarsdóttir, f. 2. júlí 1913, d. 23. júní 1969. Börn: a) Ari Óskar, f. 5. júní 1953, maki Ólöf Sigurlín Kristinsdóttir börn þeirra; Stein- unn, maki Sigríður. Kristinn Freyr. b) Elías Ísleifur, f. 9. júní 1955, maki Guðrún Kristjáns- dóttir börn þeirra; Unnsteinn, maki Eva Rós Björgvins- dóttir, dóttir Sunna Kristín, Sigrún, maki Ívar Örn Reynisson, sonur Ernir. Fyrir átti Steinunn Hönnu Ósk, f. 1938, Gunn- laugu Helgu, f. 1943 og Ragnheiði Huldu, f. 1946. Jóhannes ólst upp í Seljalandi og fór í Bændaskólann á Hvanneyri 1935 – 1937. Var við bústörf í Seljalandi og smíðar í Reykjavík til 1947 er hann settist að í Múla Kollafirði. Hætti búskap 1976 og var fyrst við fiskvinnu og síðan hleðslu úr torfi og grjóti víða um land. Var í Seljalandi flest sumur eftir að hann hætti að vinna. J́óhannes verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju í dag, 26. júní og hefst athöfnin kl. 13. Meira: mbl.is/minningar Þú sem fjarri fornum slóðum fyrir handan sjónmál býrð heldur nú með huga góðum heim á leið, í vorsins dýrð. Gömlu fjöllin fjörðinn kringum fylla hugann æsku þrá. Nú er bjart hjá Barðstrendingum Breiðafjarðar leiðum á. Þar á sundum sefur bára, sólin vermir björt og hlý, kátur strengur æskuára óminn bjarta fær á ný. Hér í miðju vorsins veldi víða leynast sporin mín. Æskubyggð, á kyrru kveldi kem ég aftur heim til þín. (E. G., Skáleyjum.) Þetta ljóð finnst mér eiga vel við þegar faðir minn Jóhannes í Múla er borinn til grafar. Við pabbi byrjuðum snemma að vinna saman og þá fyrst við bú- störfin í Múla og unnum þar saman í mörg ár. 1974 flutti ég að heiman, ég stofnaði fjölskyldu og við hittumst sjaldnar á þessum tíma. Um 1990 tókum við þráðinn upp að nýju og þá í grjót og torfhleðsl- um, fyrst í Skagafirði og síðar víða um land og var hann með mér í því af og til í 10–12 ár. Þessa fornu byggingaraðferð kenndi hann mér og fleirum afkomenda sinna. Eitt af því sem hann sagði mér í sambandi við hleðsluna var: „láttu augað ráða og vertu alltaf að læra, ef augað svíkur þig og þú heldur að þú getir ekki lært neitt meira þá skaltu fá þér vinnu við eitthvað annað“. Ég skal fúslega viðurkenna það að við pabbi áttum ekki alltaf skap saman, og margir hafa sagt mér að það hafi verið vegna þess hvað við vorum líkir; ég er ekki dómbær á það, en ég veit að okkur gekk vel að vinna saman, þrátt fyrir að vera ekki alltaf sammála. Ég veit að hann er kominn á sínar æskuslóðir og farinn að skoða slægjurnar ásamt bræðrum sínum, enda talaði hann oft um það síðustu mánuðina sem hann lifði að hann vildi fara að hitta þá Ella, Munda og Kima. Þú skildir eftir þig mikinn fróðleik um það hvernig hægt er að komast áfram í lífinu þótt ekkert sé ríki- dæmið, og vonandi tekst okkur að koma einhverju af því áfram til næstu kynslóðar. Það er í rauninni með ólíkindum hvernig hún Vigdís amma mín komst áfram á þessu litla koti, ekkja með 7 börn á aldrinum 2–14 ára, og þurfti ekki að láta nema eitt í fóstur. Ég held að þetta hafi sýnt að það er allt hægt með sterkum vilja og útsjónarsemi. Ég vil færa sérstakar þakkir til starfsfólksins á Vífilstöðum sem annaðist hann af sérstakri alúð og hlýju síðustu sporin, þar átti hann góða að. Einnig vil ég þakka starfs- fólkinu á Dalbraut 21–27 fyrir allt sem það gerði fyrir hann á meðan hann hafði starfsgetu til að búa þar. Að lokum viljum við fjölskyldan þakka þér fyrir samfylgdina og alla aðstoðina, við vitum að þú varst hvíldinni feginn eftir langa og stranga ævidaga. Nú hefur þú hitt þitt fólk sem farið var á undan þér og nú líður þér vel. Þökk fyrir. Ari Óskar, Ólöf Sigurlín, Kristinn, Steinunn og Sigríður. 95 ár að baki og viðburðaríkri ævi lokið. Það er ef til vill frekar takmarkað sem ég get sagt á þess- um leiðarlokum. Okkar leiðir lágu fyrst saman þegar þú varst 42 ára og fyrstu árum okkar samveru man ég harla lítið eftir. En smátt og smátt koma minningarnar, og þær eru eftir 54 ár orðnar allnokkrar. Ég man að mér fannst oft að það sem þurfti að gera væri ansi til- gangslaust og alveg örugglega hægt að gera það á auðveldari hátt. Mér er minnisstætt þegar ég fór hring eftir hring um flögin í Múla fyrst með herfið og síðan flaggrind- ina til að jafna. Í dag er ég efins um að mér hefði fundist nokkuð ámæl- isvert við þetta vinnulag. Lífið hef- ur kennt mér að það var margt sem leit undarlega út á þeim árum sem ég skil í dag. Skoðanir þínar á lífinu mótuðust af uppvexti þínum sem ég hef á til- finningunni að hafi verið basl og erfiðleikar. Þín skoðun var að fólk þyrfti að vinna fyrir sér, en ekki að fá fjármuni út úr braski eins og þú nefndir það eða þiggja styrki og að- stoð frá öðrum, en það var einnig einkennandi virðing fyrir gömlu verklagi og starfsháttum. Sumir vildu meina að ef þú fengir að ráða þá væri ekki búið að finna upp hjól- ið. Í dag eftir öll árin og kvöldsím- tölin þegar þú bjóst í Dvergabakka er ég farinn að hallast á þá skoðun að þú hafir frekar talið að það væru ekki allir færir um að nota hjólið, og þá væri betra að vera án þess. Eitt af þvi sem mér fannst afar undarlegt þegar þú sagðir mér það fyrst var að þú varst mótfallinn lýð- veldisstofnunni, og hafðir á orði að þú efaðist um að Íslendingar kynnu að stjórna sér sjálfir. Fullveldi fengum við 1918 og það var það sem máli skipti að þínu mati, það að færa yfirstéttina frá Kaupmanna- höfn til Reykjavíkur var ekki ávinn- ingur fyrir þjóðina. Þetta var þá, í dag eftir atburði síðustu mánaða hef ég oft hugsað til þessa samtals og hvort þarna hafir þú ef til vill hitt naglann á höfuðið. Ungur kynntist þú áföllum lífs- ins. Eftir að hafa farið frá fæðing- arstað þínum, fyrst að Kletti svo að Seljalandi, missir þú pabba þinn 9 ára gamall. 18 ára missir þú systur þína og 21 árs bróður þinn úr berkl- um. Og þung voru árin ’69 og ’70 við fráfall mömmu og slysið þegar Ara var varla hugað líf. Í dag sér maður hve gífurlegt þrek hefur þurft til að standast þessi áföll, og ekki var stuðningurinn frá fjöl- skyldunni stór, nei frekar að þú þyrftir að styðja aðra. Já það er margt sem leitar á hugann, þó sam- tölin á kvöldin séu hætt og ekki hægt að spyrja frekar um lífið í upphafi síðustu aldar. Það er í dag sem ég sé hve mikinn arf af fróðleik og lífssýn þú skildir eftir. Vonandi get ég skilað einhverju af því til næstu kynslóðar. Já áföllin voru stór og eflaust hefðu margir látið bugast en þú stóðst og varst öðrum stoð og stytta, jafnvel þegar þú þurftir á hvað mestum stuðningi að halda sjálfur. Þetta er styrkur sem fáum er gefinn en ég vona að ég hafi lært eitthvað af þér á þessum 50 árum sem leiðir okkar lágu sam- an. Heyr nú hvíslar blærinn. Yfir lífsins haf. Hvíl nú hljótt í friðsæld. Og þökk fyrir allt þú gafst. Elías. Jóhannes Arason ✝ Bróðir okkar, ÞORSTEINN ÁGÚSTSSON bóndi í Mávahlíð, Snæfellsnesi, lést á Landspítalanum þriðjudaginn 16. júní. Útförin fer fram frá Brimilsvallakirkju laugardaginn 27. júní kl. 14.00. Fyrir hönd vandamanna, Ragnar Ágústsson, Hólmfríður Ágústsdóttir, Leifur Þór Ágústsson. ✝ Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÓLAFÍA KRISTÍN JÓNSDÓTTIR, Breiðagerði 13, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi fimmtu- daginn 18. júní. Sendum við starfsfólki líknardeildar Landspítalans frábærar þakkir fyrir sérstaka umönnun. Útför Ólafíu Kristínar fór fram í Fossvogskapellu fimmtudaginn 25. júní í kyrrþey. Sigurður H. Sigurðsson, Jón Halldór Sigurðsson, Margaret Ann Sigurðsson, Sveinn Kristján Sigurðsson, Anne Muriel Sigurðsson, Hulda Hreindal Sigurðardóttir, Nína Björg Sigurðardóttir, Flóvent Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabarn. ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir, stjúpmóðir, tengda- móðir, amma og langamma, HELGA KRISTINSDÓTTIR, Grenimel 43, Reykjavík, sem lést á líknardeild Landspítala Landakoti miðvikudaginn 24. júní, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni föstudaginn 3. júlí kl. 15.00. Ólafur Ragnar Magnússon, Kristinn Axel Ólafsson, Vala Ólafsdóttir, Margrét Ólafsdóttir, Már Viðar Másson, Pála Kristín Ólafsdóttir, Kristján Björn Ólafsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, FRIÐGERÐUR GUÐNÝ GUÐMUNDSDÓTTIR, Engjavegi 34, Ísafirði, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði miðviku- daginn 24. júní. Steinunn S. L. Annasdóttir, Halldór Benediktsson, Vilhelm S. Annasson, Særún Axelsdóttir, Ásgerður H. Annasdóttir, Ómar Ellertsson, Bergþóra Annasdóttir, Kristján Eiríksson, Sigmundur J. Annasson, Agnes Karlsdóttir, Guðný Anna Annasdóttir, Sigurjón Haraldsson, Dagný Annasdóttir, Húnbogi Valsson og ömmubörn. ✝ Elskulegur eiginmaður, faðir, afi og langafi, GÍSLI SIGURBERGUR GÍSLASON hafnarstjóri, Neskaupstað, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað fimmtudaginn 25. júní. Útförin fer fram frá Norðfjarðarkirkju fimmtudaginn 2. júlí kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Fjórðungssjúkrahúsið í Neskaupstað og líknarfélög. Guðrún María Jóhannsdóttir, Jóhann Pétur Gíslason, Sigríður Þorgeirsdóttir, Gísli Gíslason, Bergrós Guðmundsdóttir, Guðmundur Rafnkell Gíslason, Guðrún Smáradóttir, Heimir Berg Gíslason, Sólrún Hansdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ANNA KARLSDÓTTIR, Mýrarbraut 8, Blönduósi, lést á Heilbrigðisstofnuninni Blönduósi þriðjudaginn 23. júní. Jarðarförin verður auglýst síðar. Sigtryggur Ellertsson, Brynhildur Friðriksdóttir, Herdís Ellertsdóttir, Jón Kr. Jónsson, ömmubörn og langömmubörn. ✝ Elskulegur faðir okkar, SIGURJÓN HÓLM ÓSKARSSON, Fellsenda, Búðardal, lést þriðjudaginn 16. júní. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Jóhann Ársæll Sigurjónsson, Guðlaug Ósk Sigurjónsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.