Morgunblaðið - 26.06.2009, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 26.06.2009, Blaðsíða 16
16 FréttirVIÐSKIPTI | ATVINNULÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JÚNÍ 2009 Þetta helst ... ● MJÖG lítil viðskipti voru með hluta- bréf í Kauphöllinni á Íslandi í gær. Námu þau innan við tveimur milljónum króna og voru einungis viðskipti með bréf tveggja félaga, Føroya Bank og Össurar. Bréf bankans lækkuðu um 1,2% en bréf Össurar stóðu í stað. Úr- valsvísitalan lækkaði um 0,4% og er 730 stig. Viðskipti með skuldabréf námu 15,5 milljörðum. gretar@mbl.is Lítil hlutabréfaviðskipti ● ALÞJÓÐLEGA lánshæfismatsfyr- irtækið Moody’s Investors Service hefur staðfest óbreytta lánshæf- iseinkunn Íbúða- lánasjóðs. Á þetta við um lántökur stofnunarinnar í innlendri mynt. Er lánshæfiseinkunnin Baa1 staðfest eins og verið hefur. Frá þessu er í greint í tilkynningu frá Moo- dy’s í gær. Segir í tilkynningunni að horfur fyrir lánshæfiseinkunnina séu einnig óbreyttar eins og einkunnin sjálf, en fyrirtækið metur horfurnar áfram sem neikvæðar, til samræmis við horfurnar fyrir íslenska ríkið. gretar@mbl.is Óbreytt lánshæfisein- kunn Íbúðalánasjóðs ● SÆNSKA ríkisstjórnin hefur sam- þykkt að veita Íslendingum 700 millj- óna Bandaríkjadollara lán, sem svarar til um 90 milljarða íslenskra króna. Þá hefur ríkisráð Finnlands samþykkt 325 milljóna evra lán til Íslands, jafnvirði um 58 milljarða króna. Frá þessu var greint í tilkynningu frá stjórnvöldum í Svíþjóð og Finnlandi í gær. Lán Svía og Finna til Íslands eru hluti af samkomulagi Íslands og Norður- landanna um 2,5 milljarða evra lán. Stjórnvöld í löndunum samþykktu í nóv- ember í fyrra að veita Íslandi lán til að stuðla að fjárhagslegum stöðugleika hér á landi. Ísland fær einnig 2,1 millj- arð dollara frá Alþjóðagjaldeyris- sjóðnum. gretar@mbl.is Svíar og Finnar sam- þykkja lán til Íslands Eftir Grétar Júníus Guðmundsson gretar@mbl.is EINS og jafnan áður er ómögulegt að spá því með nokkurri vissu hvaða ákvörðun peninga- stefnunefnd Seðlabankans mun taka á næsta vaxtaákvörðunardegi sínum, fimmtudaginn 2. júlí í næstu viku. Ýmsir hafa látið í ljós efa- semdir um að vextirnir verði lækkaðir, en þó ekki útilokað það. Greining Íslandsbanka reiknar með því að vextirnir verði óbreyttir, samkvæmt Morg- unkorni deildarinnar frá því í gær. Þá hefur komið fram að Samtök atvinnulífsins gera ekki lengur kröfu um að stýrivextirnir verði komnir niður fyrir 10% fyrir næstu mánaðamót, í tengslum við svo- kallaðan stöðugleikasáttmála og kjarasamn- inga. Í tölum Hagstofu Íslands frá því í fyrradag kom fram að tólf mánaða verðbólga jókst úr 11,6% í maí í 12,2% í júní. Það ýtir ekki undir stýrivaxtalækkun. Það sama á við um þá stað- reynd að gengi krónunnar hefur veikst um lið- lega 3% frá síðasta vaxtaákvörðunardegi maí. Þessu til viðbótar telur Greining Íslandsbanka líklegt að peningastefnunefndin vilji að stýri- vextir verði háir þegar fyrsta skrefið í fleytingu krón- unnar verður tekið, sem fyrirhugað er seint á þessu ári. Ýmislegt talið benda til óbreyttra stýrivaxta Aukin verðbólga og veikari króna stuðla ekki að lækkun Vextir Ákvörðun á næsta fimmtudag. ancial Times tveimur vikum fyrr þar sem fjallað var um ástandið á Íslandi. Í bréfinu, sem Morgunblaðið hefur undir höndum, fer Fallan víða. Hún rekur að gildandi regluverk ESB varðandi innstæðutryggingar hefði ekki breyst í takt við þá þróun sem varð í evrópskum fjármálaheimi með tilurð innri markaðar Evrópu. Ísland hafi verið aðili að „þessu fjarstæðu- kennda og úrelta regluverki [...] jafn- vel þótt að landið sé ekki Evrópu- sambandsríki og hafi enga möguleika á að ákveða reglurnar. Spurningin er, skildu íslenskir stjórnmálamenn að fullu hvað fólst í lagatextunum? Meðhöndlun Íslands á ástandinu benda til þess að svo hafi ekki verið.“ Þarf tvo til að dansa Það hafi hins vegar þurft tvo til að dansa og ábyrgðin á því sem gerðist á Íslandi liggi líka hjá ESB og gisti- ríkjum íslensku bankaútibúanna, Hollandi og Bretlandi. Fallan segir til dæmis að svo hafi virst sem að löndin tvö hafi vart haft fyrir því að upplýsa eigin þegna um hvernig inn- stæðutryggingakerfið virkaði. Ef þau sveitarfélög, ellilífeyrisþegar og aðrir innstæðueigendur Icesave hefðu vitað að þeir væru tryggðir af pínulitlum tryggingasjóði innstæðu- eigenda sem í væru smáaurar, en um 19 milljarðar voru í þeim íslenska, þá hefðu þeir líklega ekki sett pen- ingana sína inn á reikningana til að byrja með. Þrátt fyrir að eftirlits- ábyrgðin væri hjá íslenskum stjórn- völdum, þá gátu gistiríkin brugðist við og leiðrétt þann misskilning að ís- lenski tryggingasjóðurinn gæti bakkað upp Icesave-reikningana. Það var hins vegar ekki gert. Holland og Bretland eiga að deila byrðunum með Íslandi Bréf skrifað í sænska seðlabankanum í desember segir fleiri bera ábyrgðina Reiði Almenningur hefur brugðist hart við Icesave-samningunum. Sam- kvæmt bréfinu ættu fleiri að greiða fyrir Icesave en Íslendingar. FRÉTTASKÝRING Eftir Þórð Snæ Júlíusson thordur@mbl.is EVRÓPUSAMBANDIÐ (ESB) og þau ríki þar sem íslenskir bankar starfræktu útibú eiga að deila byrð- unum sem fylgja falli íslenska banka- kerfisins, og þeim gríðarlegu inn- stæðutryggingum sem því fylgdu, með Íslendingum. Þetta kemur fram í drögum að bréfi sem Frida Fallan, sérfræðingur í sænska seðlabankan- um, sendi aðstoðarseðlabankastjóra sínum, Lars Nyberg, hinn 1. desem- ber síðastliðinn. Heimildir Morgun- blaðsins herma að bréfið hafi síðar borist til háttsettra aðila á Íslandi. Orðrétt segir í bréfinu að „Ísland hefur komið verr út úr kreppunni en nokkuð annað Evrópuland, og er fyr- ir vikið þjakað af hrikalegri skulda- byrði. Því ættu sérstaklega gistiríki íslensku bankanna, og ESB-leiðtog- ar almennt, að viðurkenna að vanda- mál Íslands er ekki einungis tilkomið vegna óábyrgra lánveitinga og ófull- nægjandi viðbragða íslenskra stjórn- valda, heldur að miklu leyti líka vegna úrelts eftirlitskerfis ESB.“ Bréf Fallan er skrifað sem viðbrögð við opnu bréfi sem birst hafði í Fin- Sænska aðstoðarseðlabanka- stjóranum var sent bréf í desem- ber þar sem segir að ESB og gistiríki útibúa verði að deila byrðum vegna Icesave. Ófull- komið regluverk hafi skipt miklu. Eftir Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@mbl.is ÞÆR undanþágur sem Seðlabankinn hefur veitt fyrirtækjum sem hafa meira en 80% af tekjum og kostnaði sínum erlendis voru óhjákvæmilegar. Fyrirtækin hefðu þurft, með tilheyrandi kostnaði og umstangi, að flytja allan gjaldeyri heim, skipta honum hér og skipta honum svo aftur í erlendan gjaldeyri að nýju. Eftir að reglunum var komið á eftir bankahrun- ið í haust stóðu mörg fyrirtækjanna frammi fyrir þeim vanda að þeim yrði ekki vært hér á landi nema þau fengu málefnalegar tilslakanir á regl- unum. „Við ákváðum því að setja hlutlæga reglu til þess að mæta þessum vanda,“ segir Tómas Örn Kristinsson, framkvæmdastjóri upplýsingasviðs Seðlabankans. Sem kunnugt er er unnið að því að boða fulltrúa stærstu fyrirtækjanna sem fengu undanþágur á sérstakan fund í Seðlabankanum til þess að fara yfir reglurnar. Sem stendur gætu fyrirtækin verið að kaupa krónur erlendis án þess að Seðlabankinn vissi af því. Stóru álfyrirtækin Alcoa Fjarðaál og Alcan stunduðu slík viðskipti til að spara sér innlendan rekstrarkostnað. Nú hefur Alcan fallið frá slíku, að beiðni Seðlabankans. „Til þess að koma krónunum í notkun hér á landi þurfa fyrirtækin að millifæra þær á reikn- inga skráða hérlendis. Íslensku viðskiptabankarn- ir vakta slíkar færslur, að beiðni Seðlabankans, og eiga að kalla eftir skýringum á þeim,“ segir Tómas Örn. Að sögn Tómasar hefur Seðlabankinn líka upplýsingar um gjaldeyrisviðskipti fyrirtækja aft- ur í tímann og getur því fylgst með mynstrinu. Morgunblaðið hafði samband við fulltrúa nokk- urra stærstu fyrirtækjanna sem hafa fengið und- anþágur. Þau svör sem bárust voru öll á þá leið að fyrirtækin hefðu aldrei hagnast á höftunum með því að kaupa íslenskar krónur erlendis. Nauðsynleg undanþága  Undanþágur frá gjaldeyrishöftunum voru óhjá- kvæmilegar  Fyrirtækjum ekki vært hér án þeirra Morgunblaðið/Golli Höft Svein Harald Øygard mun funda með fulltrúum þeirra sem hafa fengið undanþágur. '() '() !" ##$ %&'" %(') $ $ '() ( *) &*"#) ## %('! %&'& $ $ + , -  . / !*+# &*!,( - '& - '& $ $ 012 +) +* ", +*!(& %(') %('# $ $ '() )! '()  #,( )!) %('+ %&'" $ $ ● BOTNINUM er náð í fluginu í heim- inum. Þetta er mat Alþjóðasamtaka flugfélaga, IATA, samkvæmt nýrri skýrslu um stöðuna í flugiðnaðinum. Giovanni Bisignani, forstjóri IATA, seg- ir að þrátt fyrir þetta sé langt í að rekst- ur flugfélaga fari að skila hagnaði á ný, samkvæmt frétt Wall Street Journal. Flugfarþegum fækkaði um 9% á milli maí í fyrra og sama mánaðar á þessu ári. Flugfrakt dróst hins vegar saman um rúm 17%. Umsvif evrópskra lág- gjaldaflugfélaga í Evrópu jókst um rúm 2% milli ára en dróst saman um rúm 9% hjá hefðbundnum flugfélögum. gretar@mbl.is Botninum náð í fluginu SVÍINN Carl- Henric Svanberg, forstjóri sænska fjarskiptabún- aðarframleiðand- ans Ericsson, hefur verið ráð- inn stjórnar- formaður breska olíufyrirtækisins BP, sem er annað stærsta fyrirtæki Evrópu á því sviði. Hann mun hefja störf hjá BP um næstu áramót. Svanberg tekur við starfi stjórn- arformanns BP af Peter Sutherland. Hann hefur ekki siglt lygnan sjó við stjórnun fyrirtækisins að und- anförnu. Á hluthafafundi fyrr á þessu ári var til að mynda mikið deilt á stjórnarformanninn, meðal annars vegna kostnaðar. Segir í er- lendum vefmiðlum að Sanberg taki við á erfiðum tímum, þar sem þörf sé á mörgum erfiðum ákvörðunum. Svanberg er 57 ára að aldri. Hann er með meistaragráðu í hagnýtri eðlisfræði frá Linköping-tæknihá- skólanum. Honum þykir hafa tekist vel upp í starfi forstjóra Ericsson, sem hann hefur gegnt frá árinu 2003. Það sama eigi og við um ár- angur hans í starfi sem forstjóri sænska lásafyrirtækisins ASSA, sem efldist mjög undir hans stjórn. gretar@mbl.is Svíi tekur við stjórn olíufyrirtækisins BP Carl-Henric Svanberg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.